Skattapólitík og kjarasamningar

Indriði H. Þorláksson skrifar um stöðuna í kjaraviðræðunum og útspil stjórnvalda.

Auglýsing

Kynnt hafa verið við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar við óskum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um rétt­lát­ara skatt­kerfi. Eng­inn átti von á að orðið yrði að fullu við óskum hreyf­ing­ar­innar en fáir hafa lík­lega gert ráð fyrir jafn snaut­legu svari og raun varð á. Það dap­ur­leg­asta er að stjórn­völd virð­ist hafa mis­skilið óskir verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hún var ekki að biðja um ölm­usu, upp­bót á það sem falla kann af samn­ings­borð­inu, heldur end­ur­dreif­ingu kostn­að­ar­ins af því að reka hér sæmi­lega siðað sam­fé­lag, óskir um skatt­kerfi sem byggt yrði á sann­girni og rétt­læti.

Það skal tekið fram að örlítið týrir á skyn­semi í til­lög­unum með því að fjölga á skatt­þrepum um eitt en sú týra lýsir skammt. Í boð­aðri útfærslu mun sama lækkun skatta ganga upp allan tekju­stig­ann og bæta hag banka­stjóra og for­stjóra í sama mæli og  lág­launa­fólks. Því er haldið fram að óhjá­kvæmi­legt sé að lækkun skatts á lágar tekjur vegna nýs lægsta skatt­þreps gangi upp allan tekju­skal­ann. Svo er ekki. Með lít­ils­háttar lækkun efri þrepa­skil­anna og/eða hækkun efri skatt­hlut­falla eða með því að bæta við fjórða skatt­þrep­inu er ein­falt að stýra því hvar í skatt­stig­anum lækk­unin deyr út. Það er því pólitisk ákvörðun en ekki rök­bundin nauð­syn að lækka skatta hátekju­fólks um sömu fjár­hæð og lág­launa­fólks. Með því að láta lækk­un­ina deyja út við mið­gildi tekna hefði tekju­tap rík­is­sjóðs helm­ing­ast og hægt hefði verið að nota það svig­rúm til þess að hafa lækk­un­ina í neðri hluta tekju­ska­l­ans meiri.

Verið að end­ur­vekja breyt­ing­ar?

Því hefur einnig verið haldið fram að með þessum breyt­ingum sé verið að end­ur­vekja skatta­breyt­ing­arnar sem vinstri stjórnin 2009 til 2013 gerði á sínum tíma. Það er rétt þegar ein­ungis er litið á fjölda skatt­þrepanna. Lengra nær þessi sam­lik­ing ekki. Í fyrsta lagi er mik­ill eðl­is­munur á þeim breyt­ingum sem gerðar voru á almenna tekju­skatt­inum þá og þeim breyt­ingum sem nú eru boð­að­ar. Í öðru lagi voru breyt­ing­arnar á almenna tekju­skatt­inum þá liður í umfangs­miklum breyt­ingum á beinum sköttum ein­stak­linga í heild með mark­vissum ásetn­ing um til­flutn­ing skatt­byrði um leið og tekju­öflun rík­is­ins var tryggð. Nú er breyt­ingin tak­mörkuð við almenna tekju­skatt­inn án telj­andi áhrifa á dreif­ingu skatta og án þess að gerð sé grein fyrir afleið­ingum tekju­taps­ins sem óhjá­kvæmi­lega leiðir til nið­ur­skurðar á opin­berri þjón­ustu eða ann­arrar skatt­heimtu í stað­inn.

Auglýsing

Breyt­ingin á almenna tekju­skatt­inum 2009 til 2011 fól í sér fjölg­unar á skatt­þrepum þ.m.t. nýju þrepi fyrir lægstu tekjur en auk þess var per­sónu­af­slátt­ur­inn hækk­aður veru­lega og skattlut­föll í efri þrep­unum og þrepa­skilin ákveðin þannig að skattar lækk­uðu í neðri hluta tekju­ska­l­ans en hækk­uðu í efri hlut­an­um. Þessi breyt­ing var hluti af breyt­ingum á öðrum beinum sköttum ein­stak­linga, þ.e. fjár­magnstekju­skatti og eign­ar­skatti (auð­legð­ar­skatt­i), sem saman mið­uðu að því að flytja skatt­byrð­ina af fólki með lágar tekjur yfir á þá sem hæstar tekjur hafa og mestar eign­ir. Þessu tengd­ist einnig gjald­taka fyrir aðgang að auð­lindum þjóð­ar­innar sem afhentur hafði verið fáum útvöldum og erlendum stór­fyr­ir­tækj­um. Þótt fjölgun skatt­þrepa sé nauð­syn­leg kerf­is­breyt­ing er hún ein og sér of lít­il, og þó einkum vegna þess hvernig hún er útfærð, fjarri því að henni megi líkja við aðgerðir vinstri stjórn­ar­innar á sínum tíma.

Breyt­ing­arnar 2009 til 2011 voru ítar­lega rök­studdar í rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­inni á miðju ári 2009. For­sendur þeirra voru að end­ur­r­reisa þyrfti skatt­kerfið eftir ára­langa nið­ur­níðslu og bjögun í þágu hátekju­fólks og fjár­magns­eig­enda. Sívax­andi hluti skatt­skyldra tekna ein­stak­linga komu fram sem fjár­magnstekjur hjá litlu broti fram­telj­enda, sem nutu skatt­frest­unar og voru lágt skatt­lagð­ar. Auk var ljóst að fram hafði farið mikil eigna­söfnun sem ekki byggð­ist á áður skatt­lögðum tekj­um. Af þeim ástæðum var hækkun fjár­magnstekju­skatts og skattur á auð­legð nauð­syn­legur þáttur í að koma á sann­gjarn­ari dreif­ingu skatta.

Frá 2013 hefur aftur sótt í sama horf. Auð­leg­ar­skattur var aflagð­ur, veiði­gjöldin lækk­uð, álver­unum gef­inn eftir orku­skatt­ur­inn og geta þau því flutt út enn meiri hagnað án skatta. Skatt­leys­is­mörk og skil skatt­þrepa, nema það efsta, voru látin drag­ast aftur úr launa­þróun og þótt hækkun fjár­magnstekju­skatts­ins hafi verið látin standa og í hana bætt lít­il­lega hefur þró­unin orðið sú að síauk­inn hluti tekna kemur fram sem fjár­magnstekjur eða er lok­aður inni í eign­ar­halds­fé­lögum og kemur alls ekki til skatt­lagn­ingar vegna laga­á­kvæða um einka­hluta­fé­lög og skatt­lagn­ingu þeirra. Skatt­lagn­ing raun­veru­legra fjár­magnstekna er því bæði lítil og götótt. Við þetta bæt­ist að sjálf­taka for­stöðu­manna fyr­ir­tækja, einkum fjár­mála­stofn­ana, kommiss­ara hags­muna­sam­taka, svefn­bæja­stjóra o.fl. er að koma á áður óþekktum launa­mun í sam­fé­lag­inu. Hin efna­hags­lega gliðnun sem fram kemur í söfnun auðs á fáar hendur og mis­skipt­ing tekna ásamt með­vit­aðri og ómeð­vit­ari mis­skipt­ing skatt­byrði er bak­sviðið fyrir kröfum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og kallar á rót­tækar breyt­ingar á skatt­kerf­inu. Dúsa dugar skammt.

Það hefði verið óraun­sætt að vænta þess að til­lögum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar yrði fagnað af vald­höfum og hrint í fram­kvæmd í heilu lagi. Hreyf­ingin þarf einnig að gæta þess að líta ekki á það sem hlut­verk sitt að „semja” um skatta­mál við stjórn­völd. Hún á hins vegar að taka afstöðu til þeirra og móti um þau kröfur sem komið er á fram­færi við stjórn­völd (sjá: Kjara­samn­ing­ar, skattar og vel­ferð). Krafa hennar nú var krafa um leið­rétt­ingu á órétti í dreif­ingu skatt­byrði sem auk­ist hefur á síð­ustu árum en ekki síður ákall eftir stefnu­mótun í skatta­málum sem byggð yrði á félags­legum og efna­hags­legum sjón­ar­miðum en ekki á henti­stefnu og sér­hags­muna­gæslu eins og verið hef­ur. Skiln­ingur stjórn­valda á þessu og póli­tískt skuld­bind­andi yfir­lýs­ing þeirra um mark­mið og tíma­setta áfanga til umbótum hefði trú­lega skilað sér í jákvæðu við­horfi og samn­ings­lip­urð af hálfu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Vilja­leysið von­brigði

Vilja­leysi stjórn­valda til að koma á móts við þessar kröfur eru þess vegna mikil von­brigði. Svar þeirra er ekki bara úr tengslum við þann raun­veru­leika sem við blasir í skatta­málum heldur einnig gjör­sneitt skattapóli­tískri og efna­hags­legri hugs­un. Enga slíka hugsun er að finna í rök­stuðn­ingi til­lagn­anna og að því leyti sem sýnt hefur verið á spil svo­kall­aðs sér­fræð­inga­hóps sem sagður er að vinnu bak við tjöldin virð­ist hann upp­tek­inn við tölvu­líkan að reikna út hvort til­teknar breyt­ingar hafi núll­komma eitt­hvað % meiri eða minni áhrif á einn hóp umfram ann­an. Þær excel æfingar eru vafa­laust góð hug­ar­leik­fimi en allt virð­ist benda til þess að þar á bæ sé mönnum t.d. ekki kunn­ugt um að stíg­andi tekju­skatt­lagn­ing er byggð á einum af horn­steinum klassiskrar hag­fræði, kenn­ing­unni um fallandi jað­ar­not tekna, sem auð­skýrð er með því dæmi að 10.000 kr. við­bót­ar­tekjur auka lífs­gæði og skipta meira máli fyrir þann sem hefur 300.000 kr. í laun á mán­uði en þann sem er með 1.000.000 í laun og skiptir engu fyrir þann sem er með ofur­tekj­ur. Í því ljósi er það óskilj­an­leg nið­ur­staða að dreifa 14 millj­arða kr. skatta­lækkun með þeim hætti sem gert er í til­lög­unni. Um þetta og fleira í  skattaum­ræð­unni má lesa í grein í veftíma­rit­inu Social Europe eftir hag­fræð­ing­ana Atanas Peka­nov og Miriam Rehm: The great tax debate.

Aðkoma rík­is­stjórn­ar­innar að gerð kjara­samn­inga hefur verið mót­sagna­kennd. Þrátt fyrir langan aðdrag­anda og langar við­ræður við aðila vinnu­mark­að­ar­ins” tókst henni ekki að losna úr því hlut­verki að veifa í lokin gul­rótum sem skipti­mynt fyrir “hóf­lega” kjara­samn­inga. Betra hefði verið að kynna með góðum fyr­ir­vara stefnu stjórn­valda og ákvarð­anir um aðgerðir í þeim málum sem undir voru og láta samn­ings­að­ilum eftir að ganga frá samn­ingum að þeim for­sendum gefn­um. Þær aðgerðir sem boð­aðar hafa verið í mál­efnum vinnu­mark­að­ar­ins, hús­næð­is­málum og fæð­ing­ar­or­lofs­málum er vissu­lega góð inn­legg sem hafa jákvæð áhrif. Þegar að sköttum og rík­is­fjár­málum kemur er staðan allt önn­ur. Fyr­ir­hug­aðar aðgerðir í skatta­málum eru van­hugs­aðar sem kjara­bót og eru ótrú­verð­ugar því þær draga úr getu rík­is­sjóðs til að standa við fyr­ir­heit í áður nefndum mála­flokkum sem aug­ljós­lega verða ekki efnd án aukinna útgjalda. Það virð­ist sem fjár­mála­ráð­herra hafi ekki haldið takti í línu­dansi stjór­valda eða verið að hlusta á annan söng.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar