Krafa Verkalýðshreyfingar og tilboð SA samanborin

Stefán Ólafsson gerir samanburð á kröfugerð VR, SGS og Eflingar og tilboði SA – bæði í krónutölu og prósentuhækkunum á fyrsta ári nýs kjarasamnings.

Auglýsing

Nú þegar kjara­við­ræðum VR, Efl­ingar og Verka­lýðs­fé­lag­anna á Akra­nesi og í Grinda­vík hefur verið slitið þá stilla atvinnu­rek­endur og tagl­hnýt­ingar þeirra upp gróf­lega ýktum myndum af kröfu­gerð verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Fjár­mála­ráð­herra hefur svo berg­málað þessar rang­færsl­ur.

Hug­myndin með þessum mál­flutn­ingi virð­ist vera sú, að telja fólki trú um að kröf­urnar séu óhóf­legar og óábyrgar – eins og hins vegar gildir um hækk­anir topp­anna í sam­fé­lag­inu á síð­ustu árum sem stjórn­völd og SA hafa sam­þykkt.

Erfitt er að sjá hvernig slíkar afbak­anir og óbil­girni ættu að greiða fyrir samn­ingum og sátt.

Auglýsing

Stað­reynd­irnar á hreinu

Svo allt sé á hreinu og menn geti metið þetta á eðli­legan hátt er hér gerður sam­an­burður á kröfu­gerð VR, SGS og Efl­ingar og til­boði SA, bæði í krónu­tölu og %-hækk­unum á fyrsta ári nýs kjara­samn­ings.

Gert var ráð fyrir að samið yrði um slíkar breyt­ingar þrjú ár í röð – ef yfir höfuð tekst að gera samn­ing lengur en til eins árs.

Tafla 1: Launakröfur VR, Eflingar og SGS bornar saman við tilboð SA.

Verka­lýðs­fé­lögin eru með kröfu um flata krónu­tölu­hækkun ofan á greidd laun sem nemur 42.000 á mán­uði – þrjú ár í röð. Lág­marks­laun fari upp í 425.000 krónur í lok samn­ings­tíma. Menn hafa auð­vitað reifað ýmsar ólíkar útfærslur á þessu, svo sem með breyt­ingum á launa­töfl­um.

Þessi nálgun gefur mesta pró­sentu­hækkun í launa­lægstu hóp­um, frá 15,7% hækkun á allra lægsta taxta og tæp­lega 14% hækkun 300 þús. króna lág­marks­launa og niður í 1,7% hækkun á laun sem eru 2.500.000 á mán­uði (dálkur 3).

Með­al­hækkun reglu­legra launa yrði sam­kvæmt þessu 6,5% á ári en með­al­hækkun heild­ar­launa yrði 5,4%.

Sam­kvæmt nýj­ustu verð­bólgu­spá Hag­stof­unnar (birt í þess­ari viku) þá verður verð­bólga árið 2019 um 3,8%. Ef svig­rúm til launa­hækk­ana er metið sem verð­bólga að sam­an­lagðri lang­tíma með­al­hækkun fram­leiðni þá getur atvinnu­lífið að öðru óbreyttu borið 5,3% aukn­ingu launa­kostn­aðar án beinna mót­væg­is­að­gerða (t.d. auk­innar hag­ræð­ing­ar).

Krafa verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar er því um með­al­hækkun launa sem er ein­ungis lít­il­lega yfir þessu hóf­lega skil­greinda svig­rúmi. Hins vegar er svig­rúmið nýtt hlut­falls­lega meira fyrir lægstu launa­hópana.

Til­boð SA

Það til­boð sem SA lagði fram fyrir slit við­ræðna hljóð­aði hins vegar upp á 15.000 króna hækkun greiddra launa og 5.000 króna hækkun til við­bótar á virka launa­taxta, sem flestir eru undir 301.000 krónum á mán­uði (dálkur 4).

Þessi 15.000 króna hækkun er boðin upp að 600.000 króna launum en þá taki við flöt hækkun upp á 2,5% upp stig­ann.

Eins og sjá má í dálki 4 þá fer krónu­talan hækk­andi með þess­ari pró­sentu­hækkun fyrir ofan 600.000 króna laun­in.

Sá sem er með 1.700.000 króna laun á mán­uði fengi þannig svipað og nemur kröfu verka­lýðs­fé­lag­anna, eða um 42.500 króna hækk­un, sam­kvæmt til­boði SA!

Krafa verka­lýðs­fé­lag­anna þykir SA-­mönnum sem sagt hæfi­leg fyrir 1.700.000 króna mann­inn og þeir bjóða enn betur til þeirra sem eru þar fyrir ofan, þ.e. til topp­anna sem hafa þegar fengið lang­mestu hækk­an­irnar á síð­ustu árum.

Þarna kemur hug­ar­far elít­unnar ber­lega í ljós. Flestar krónur skulu fara til topp­anna!

Sá sem er með tvær og hálfa milljón á mán­uði fengi 20.500 krónum meira en nemur kröfu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, eða 62.500 króna hækkun á mán­uði (á móti 42.000 kr. kröf­unn­i).

Þeir sem eru á með­al­launum fengju hins vegar ein­ungis um 16.125 krónur í hækkun grunn­launa og 19.350 í hækkun heild­ar­launa.

Þeir sem eru með laun á bil­inu 300 til 600 þús­und krónur á mán­uði fengju ein­ungis 15.000 króna hækk­un.

Þetta telja SA-­menn „ábyrgt og sann­gjarnt“ á tíma þar sem hag­vöxtur er ágætur og horfur góð­ar, þó vöxtur sé heldur minnk­andi sam­kvæmt nýjum spám (sem þó virð­ast óeðli­lega svart­sýn­ar).

Á mynd­inni hér að neðan má sjá hvernig kaup­mátt­ar­breyt­ingin yrði á fyrsta ári sam­kvæmt til­boði SA og nýj­ustu verð­bólgu­spá Hag­stof­unn­ar.

Kaupmáttarbreyting á árinu 2019, samkvæmt tilboði SA og verðbólguspá.

Miðað við nýj­ustu verð­bólgu­spá er um að ræða kaup­mátt­ar­skerð­ingu fyrir alla sem eru með yfir 400.000 króna laun á mán­uði.

Allur þorri launa­fólks fengi kaup­mátt­ar­skerð­ingu!

Með­al­launa­fólk, sem er með 600-700 þús kr., fengi kaup­mátt­arrýrnun upp á um 1,3% á árinu og í kringum 3% kaup­mátt­arrýrnun ef samið yrði svona til þriggja ára.

Lág­launa­fólk á 300.000 króna lág­marks­launum fengi ein­ungis smá­vægi­legan kaup­mátt­ar­auka (2,9%).

Fyrir allt það lág­launa­fólk sem berst í bökkum yrði staðan að mestu óbreytt – og fram­lag af fyrstu hug­mynd stjórn­valda um skatta­lækkun breytir alltof litlu.

Þeir sem skoða stöð­una af sann­girni og heið­ar­leika hljóta að sjá að verka­lýðs­hreyf­ingin getur lítið slegið af þessum kröfum sín­um.

Höf­undur er pró­fessor við Háskóla Íslands og sér­fræð­ingur í hálfu starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar