Splunkuný formúla fyrir hagvöxt sem allir skilja

Katrín Baldursdóttir telur að endurskoða þurfi kjarabaráttuna frá grunni. Verkalýðshreyfingin um heim allan þurfi að taka sig saman og breyta sviðsmyndinni.

Auglýsing

Það hefur allt verið svo æðis­legt á Íslandi að und­an­förnu því hag­vöxtur hefur verið svo mik­ill. Bjarni Ben og co hafa notað orðið -hag­vöxt­ur- alveg út í hið óend­an­lega sem sönnun þess að allir hafi það svo gott. En hvað þýðir hag­vöxt­ur? Hvernig get ég trúað þessum áróðri þegar ég hef ekki hug­mynd um hvað hag­vöxtur er! Hver er for­múlan? Ég tók mig til og hafði sam­band við sér­fræð­ing og bað hann um að segja mér hvað hag­vöxtur er á manna­máli. Og í stuttu máli. Það stóð ekki á svari; hag­vöxtur er summa alls þess sem gengur kaupum og söl­um.

Hag­vaxt­ar­for­múlan inni­heldur enga aðra hag­sæld eða vel­ferð fólks! Hún inni­heldur ekki fátækt, ekki ástand í heil­brigð­is­kerf­inu, ekki með­ferð á launa­fólki á vinnu­mark­aði, ekki félags­leg und­ir­boð, ekki mannsal, ekki líðan fólks almennt, ekki ofbeldi og kúg­un, ekki mis­munun kynj­anna, ekki ójöfn­uð­inn og ekki arðrán­ið. Og hún inni­heldur ekki ástandið í umhverfs­mál­um. Hag­vöxtur alls þess sem gengur kaupum og sölum er því senni­lega eitt­hvað sem skiptir mestu máli fyrir þá sem mest eiga.

Alþjóða­sam­tök verka­lýðs­fé­laga hafa kallað eftir splunku­nýrri for­múlu fyrir hag­vöxt sem lýsir raun­veru­legri hag­sæld almenn­ings. Það er langt síðan sú krafa kom fram en ennþá ger­ist ekk­ert. Þetta er rætt á alþjóð­legum þingum verka­lýðs­fé­laga og ráð­stefnum en eng­inn árangur orð­ið. Þetta lýsir vel hversu staða verka­lýðs­fé­lag­anna í heim­inum hefur veikst. Hnatt­væð­ingin hefur gjör­sam­lega brugð­ist launa­fólki. Víg­tenn­urnar hafa verið teknar úr verka­lýðs­hreyf­ing­unni og bar­áttan öll orðin mátt­laus­ari.

Auglýsing

Atvinnu­rek­endur kom­ast upp með að færa starf­semi sína óhindrað á milli landa, borga skíta­laun, reka menn og ráða að vild og hóta að flytja annað ef launa­fólk er með múð­ur. Atvinnu­ör­yggi hefur minnkað ískyggi­lega og fólk iðu­lega ráðið í skamman tíma í senn án þess að hafa nokkra vissu um fram­hald­ið. Þetta er orðið mjög áber­andi í Banda­ríkj­unum og mörgum löndum Evr­ópu sem og ann­ars­staðar í heim­um! Svo er launa­fólki hótað upp­sögnum ef það vogar sér að vera í verka­lýðs­fé­lagi.

Nýja for­múlan

En hvernig vill hin alþjóð­lega verka­lýðs­hreyf­ing hafa for­múl­una fyrir hag­vöxt? Eins og fyrr segir er krafan um nýja for­múlu gömul en hefur verið sett fram aftur og aft­ur. Svo var líka á nýaf­stöðnu þingi ITUC (International Trade Union Con­fer­er­ation) í Kaup­manna­höfn í des­em­ber sl. Það þing sótti Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ. ITUC er full­trúi 207 milljón laun­manna í 163 löndum og svæðum og í 331 alþjóða­sam­bandi. Það vinnur í nánu sam­starfi við Heims­sam­band verka­lýðs­fé­laga (Global Union Feder­ation), við Ráð­gjafa­nefnd verka­lýðs­fé­laga (Trade Union Advis­ory Committee) sem starfar fyrir OECD og við Alþjóða­vinnu­mála­stofn­un­ina (International Labour Org­an­ization).

For­múlan er svo sann­ar­lega á manna­máli og hljómar í aðal­at­riðum ein­hvern veg­inn svona: ­Þró­un­ar­módel sem byggir á mann­rétt­ind­um, heil­brigðum vinnu­skil­yrð­um, jöfn­uði, þátt­töku­lýð­ræði, jafn­rétti kynj­anna og og félags­legu rétt­læti. For­múla sem tekur til félags­legra, umhverf­is­legra og póli­tískra þátta og hefur sig yfir for­múlu sem byggir á hreinum efna­hags­legum vexti.

Og ITUC segir algjör­lega nauð­syn­legt að smíða nýjan sam­fé­lags­sátt­mála fyrir 21. öld­ina sem byggir á þess­ari nýju for­múlu.

Á þing­inu í Kaup­manna­höfn voru auk þess boð­aðar nýjar og kraft­meiri aðgerðir til þess að verja kjör og rétt­indi launa­fólks í heim­in­um. Og boðuð var aukin sam­vinna milli landa og heims­álfa. Þróa á öfl­ugri her­ferð­ir, nýta sam­fé­lags­miðla betur og efla sam­stöð­una.

Aum­ing­inn

En af hverju ger­ist ekki neitt! Það er langt síðan hin alþjóð­legu verka­lýðs­fé­lög og sam­bönd hófu að boða rót­tæk­ari aðgerð­ir. En ástandið bara versn­ar. Ójöfn­uð­ur­inn orð­inn stjarn­fræði­leg­ur. Og ekk­ert bólar á þess­ari nýju for­múlu sem mælir sanna hag­sæld. Það vantar eitt­hvað. Hvað vant­ar? Vanda­málið er að hin alþjóð­lega verka­lýðs­hreyf­ingin er að reyna fóta sig í heims­kerfi sem vill ekk­ert með hana hafa. Hún er að reyna koma sér að á leik­sviði kap­ít­al­isma og nýfrjáls­hyggju en fær bara að leika hinn betlandi aum­ingja.

Hin alþjóð­lega verka­lýðs­hreyf­ing hefur engar aðgerðir boðað til að breyta þess­ari sviðs­mynd, hefur engar áætl­anir um að skipta um leik­stjóra eða breyta hlut­verka­skip­an. Ef þú færð bara pínu­litla hlut­verk aum­ingj­ans á sviði hins hnatt­vædda kap­ít­al­ism­ans eru ansi litlar líkur á að þú komir þínum áherslum að; nýrri for­múlu fyrir hags­vöxt, mann­sæm­andi kjörum fyrir alla, jöfn­uði og að allir í heim­inum geti lifað með reisn í sátt við umhverfi sitt og nátt­úru.

Nei það þarf að end­ur­skoða bar­átt­una frá grunni. Verka­lýðs­hreyf­ingin um heim allan þarf að taka sig saman og breyta sviðs­mynd­inni. Það þarf líka að breyta hand­rit­inu svo­leiðis að hinar vinn­andi stéttir fái aðal­hlut­verkin en hirði ekki bara þær litlu rullur sem auð­valdið hendir í þær.

En er það hægt? Getur verka­lýðs­hreyf­ingin ein­hverju breytt? Mikið rosa­lega væri það skrýtið að alþjóð­leg hreyf­ing, eins og ITUC, sem hefur á bak við sig 207 millj­ónir launa­manna geti engu breytt um skipan mála á heims­vísu. Það er eitt­hvað mikið að. Það þarf að breyta um starfs­hætti, end­ur­smíða mark­mið, leiðir og aðferðir í bar­átt­unni. Verka­lýðs­hreyf­ingin þarf að nýta mátt sinn og meg­in. Nýta yfir­burða­stöðu sýna á vinnu­mark­aði til þess eiga mögu­leika á að skapa rétt­læti og jöfn kjör. Fyrr ger­ist ekki neitt. Og engin ný for­múla verður til fyrir hag­vöxt.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og MA í atvinnu­lífs­fræðum frá Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar