Sementsverksmiðja ríkisins í aðdraganda Hvalfjarðarganga

Dr. Guðmundur Guðmundsson fer yfir sögu Sementsverksmiðju ríkisins í aðsendri grein.

Sementsverksmiðja ríkisins, fyrstu árin í myndum Ólafs Árnasonar og Jóhannesar Gunnarssonar. Sýning á skjá á Bókasafni Akraness.
Sementsverksmiðja ríkisins, fyrstu árin í myndum Ólafs Árnasonar og Jóhannesar Gunnarssonar. Sýning á skjá á Bókasafni Akraness.
Auglýsing

Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um aðdrag­anda, und­ir­bún­ing og bygg­ingu Hval­fjarð­ar­ganga, sem opnuð voru fyrir umferð 11. júlí 1998 og urðu gjald­frjáls í sept­em­ber­lok á síð­asta ári. Lítið hefur þó farið fyrir einum þætti í þess­ari sögu; hlut­verki Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins í þeirri vinnu, sem að lokum leiddi til þess að Hval­fjarð­ar­göngin voru byggð. Með þess­ari grein er reynt að varpa ljósi á þá ákvörðun Sem­ents­verk­smiðj­unn­ar, Íslenska járn­blendi­fé­lags­ins og verk­taka­fyr­ir­æk­is­ins Kraft­taks sf., að hefja bar­áttu fyrir því að ráð­ist yrði í ganga­gerð­ina og jafn­framt að fá að taka virkan þátt í þess­ari flóknu og viða­miklu fram­kvæmd.

Dr. Guðmundur GuðmundssonSem­ents­verk­smiðja rík­is­ins (SR) hóf starf­semi árið 1958 og var alfarið í eigu íslenska rík­is­ins. Íslenska járn­blendi­fé­lagið (ÍJ) hóf rekstur árið 1979. Það var hluta­fé­lag, þar sem ríkið átti 55% eign­ar­hlut en fyr­ir­tækið Elkem í Nor­egi átti 30% hlut og jap­anska fyr­ir­tækið Sum­otomo Cor­poration 15% á þeim tíma sem umræðan um Hval­fjarð­ar­göng hófst. Kraft­tak sf. var íslenskt/norskt sam­eign­ar­fyr­ir­tæki Ell­erts Skúla­sonar hf. og Aker Entreprenör í Nor­egi. Kraft­tak var bygg­inga­verk­taki við Blöndu­virkjun og Ólafs­fjarð­ar­göng.

Sem­ents­verk­smiðja rík­is­ins og Íslenska járn­blend­is­fé­lagið

Mikil sam­vinna hófst milli SR og ÍJ þegar á bygg­ing­ar­tíma Járn­blendi­fé­lags­ins og hélt óslitið áfram um ára­bil, meðal ann­ars útfrá rann­sóknum Rann­sókna­stofn­unar bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins (RB), sem sýndu að kís­il­ryk sem mynd­ast við fram­leiðslu járn­blend­is­ins, gat komið í veg fyrir alkal­í­skemmdir í steypu og hafði þar að auki fleiri jákvæð áhrif á gæði henn­ar. Áfram­hald­andi rann­sóknir hjá RB og rann­sókn­ar­stofum verk­smiðj­anna beggja leiddu í ljós að með íblöndun kís­il­ryks í sem­ent, stein­steypu og múr mátti breyta og bæta eig­in­leika þess­ara efna. Upp kom hug­mynd um að stofna sam­eign­ar­fyr­ir­tæki SR og ÍJ til að sinna frek­ari rann­sóknum og til­raunum á þessu sviði.

Auglýsing

Það fyr­ir­tæki var stofnað 1985 með jafnri þátt­töku beggja fyr­ir­tækja og hlaut nafnið Sér­steypan sf. Sér­steypan starf­aði í um ára­tug og þró­aði á þeim tíma nýjar múr- og steypu­gerð­ir, sem gáfu mögu­leika á ýmissi notkun slíkra efna, sem ekki höfðu áður þekkst hér á landi. Má þar nefna til­búnar við­gerða- og múr­blönd­ur, nýtt íslenskt múr­kerfi, trefja­steypu og þjapp­aða þurr­steypu til notk­unar í stíflur og vega­gerð. Sam­starf Sér­steypunnar og SR við Kraft­tak sf. hófst þegar Kraft­tak tók til við bygg­ingu Blöndu­virkj­unar 1984. Fram­leiddi Sér­steypan sér­staka múr­blöndu til þétt­ingar á vatnsleka inn í jarð­göngin við Blöndu­virkjun og einnig Ólafs­fjarð­ar­göng, þegar Kraft­tak sf. varð þar aðal­verk­taki 1988. Þessi sam­vinna um fram­leiðslu á þétti­blöndum fyrir vatnslek­ann í jarð­göng­unum við Blöndu­virkjun varð einnig til þess að Njörður Tryggva­son, fram­kvæmda­stjóri Sér­steypunn­ar, lagði mikla vinnu í að skoða mögu­leik­ann á að nota þjapp­aða þurr­steypu í Blöndustíflu.

Hug­mynd fæð­ist

Stjórn­endur ÍJ og SR höfðu oft rætt um óhag­ræði þess fyrir Akur­nes­inga og aðra að þurfa að aka fyrir Hval­fjörð til að kom­ast til Reykja­vík­ur. Stað­setn­ing SR á Akra­nesi var einnig óhag­stæð fyrir dreif­ingu á sem­ent­inu, þar sem notkun þess var að lang­mestu leyti á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Til hag­ræð­ingar við dreif­ing­una var sem­entið flutt með Skeið­faxa, skipi verk­smiðj­unn­ar, í dreif­inga­stöð í Reykja­vík og dreift þaðan um höf­uð­borg­ar­svæðið með tank­bíl­um. Fyr­ir­séð var að með göngum undir Hval­fjörð yrði unnt að lækka dreif­ing­ar­kostnað veru­lega. Fram­kvæmda­stjórar Sem­ents­verk­smiðj­unnar á þessum tíma voru tveir; Gylfi Þórð­ar­son, sem sá um rekstr­ar­hlið­ina, og und­ir­rit­að­ur, Guð­mundur Guð­munds­son, sem sá um tækni­mál­in. Leist okkur báðum vel á þennan kost.

Full­túar Elkem sem komu í heim­sókn til ÍJ um þetta leyti létu í ljós undrun á því að ekki hefði verið skoðað af neinni alvöru að gera jarð­göng undir Hval­fjörð til að stytta þessa leið og bentu á reynsl­una frá Nor­egi, þar sem margir firðir höfðu verið þveraðir með göng­um. Stjórn­endur ÍJ voru ekki fylli­lega sann­færðir en hófu skoðun á rekstri bíl­ferja yfir fjörð­inn, skammt frá Grund­ar­tanga, sem milli­lausn. Sú leið hefði verið mun styttri og fljót­farn­ari en ferðir Akra­borg­ar­innar milli Reykja­víkur og Akra­ness.

Þannig stóðu mál árið 1986 þegar Hreinn Har­alds­son jarð­fræð­ingur hjá Vega­gerð rík­is­ins kynnti sér jarð­ganga­gerð undir sjó í Nor­egi. Í skýrslu sem hann birti 1987 um jarð­ganga­gerð á Íslandi kom fram að hann taldi göng undir Hval­fjörð hvort tveggja fram­kvæm­an­lega og hag­kvæma lausn í sam­göngu­málum Hval­fjarð­ar. Skýrsla Hreins og upp­lýs­ing­arnar sem í henni voru hrintu aftur af stað umræðum stjórn­enda ÍJ og SR um að fyr­ir­tækin skoð­uðu af fyllstu alvöru þann kost að gera göng undir fjörð­inn, og sann­færðu stjórn­endur ÍJ end­an­lega um að ganga­gerðin væri væn­legri kostur en bættar ferju­sam­göng­ur. Skýrslan ýtti einnig við ýmsum aðilum öðrum, sem höfðu áhuga og hags­muna að gæta vegna máls­ins. Má þar t.d. nefna alþing­is­menn og sveit­ar­stjórnir á Vest­ur­landi.

Und­ir­bún­ings­vinna hefst

Stjórn­andi fram­kvæmda Kraft­taks sf. við Blöndu­virkjun var Stefán Guð­bergs­son verk­fræð­ing­ur. Hann var mik­ill áhuga­maður um gerð jarð­ganga og í gegnum sam­skipti sín við með­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, hið norska Aker Entreprenör, hafði hann góðar upp­lýs­ingar um vinnu­að­ferðir og kostnað við gerð neð­an­sjáv­ar­ganga í Nor­egi á þessum tíma. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Stef­áns var ein­inga­verð í gerð sprengdra jarð­ganga þar í landi á hraðri nið­ur­leið. Þetta jók enn á bjart­sýn­ina sem skýrsla Hreins Har­alds­sonar hafði þegar vakið um fýsi­leika ganga­gerð­ar­inn­ar. Í ferðum til fram­kvæmda­svæðis Blöndu­virkj­unar og við ýmis tæki­færi önnur gafst full­trúum SR og Sér­steypunnar tími til að fara vel yfir þessar tölur og hag­kvæmni­at­hug­anir með Stef­áni Guð­bergs­syni og einnig sér­fræð­ingum frá Aker Entreprenör.

Það var svo á stjórn­ar­fundi SR hinn 29. mars 1988 að fram­kvæmda­stjórar verk­smiðj­unnar lögðu þessar hug­myndir og bolla­legg­ingar óform­lega fyrir stjórn­ina. Var mál­inu vel tekið og fram­kvæmda­stjórum falið að halda þessum athug­unum áfram. Þann 23.–25. maí 1988 voru fram­kvæmda­stjór­arnir tveir, ásamt Ásgeiri Pét­urs­syni, bæj­ar­fó­geta í Kópa­vogi og þáver­andi stjórn­ar­for­manni verk­smiðj­unn­ar, á árs­fundi Sam­bands evr­ópskra sem­ents­fram­leið­enda (Cembur­eau) í Róm. Þar gafst einnig tími til að ræða við Ger­hard Heiberg, aðal­for­stjóra norska sem­ents­ris­ans Norcem, sem þá hafði nýlega sam­ein­ast Aker-­sam­steypunni, öðrum eig­anda Kraft­taks, um hugs­an­lega aðild Aker að gerð Hval­fjarð­ar­ganga. Voru við­brögð Heibergs afar jákvæð, eins og fram kom í bréfi hans til SR og grein­ar­gerð. Þetta sum­ar, 1988, var svo farið marg­sinnis yfir kostn­að­ar­liði og hag­kvæmni­út­reikn­inga vegna ganga­gerðar undir Hval­fjörð. Var málið reifað og kynnt Vegagerð rík­is­ins (VR) og á fundi þar var ákveðið að halda sam­eig­in­legan vinnufund áhuga­að­ila til þess að fara eins ítar­lega yfir fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar og stað­reyndir máls­ins og hægt væri.

Stjórn Sementsverksmiðju ríkisins kosin 1980 ásamt framkvæmdastjórum. F.v. Sigurjón Hannesson, Daníel Ágústínusson, dr. Guðmundur Guðmundsson, Skúli Alexanderson formaður, Gylfi Þórðarson, Ásgeir Pétursson og Friðjón Þórðarson.

Snemma hausts, hinn 15. sept­em­ber, var málið lagt form­lega fyrir stjórn SR. Var þetta fyrsta mál á dag­skrá og fylgdi með grein­ar­gerð fram­kvæmda­stjóra SR, ásamt fyrr­nefndu bréfi og grein­ar­gerð Ger­hards Heiberg og fleiri gögn­um. Var málið rætt ítar­lega í stjórn­inni og voru allir stjórn­ar­menn sam­mála um mik­il­vægi máls­ins fyrir fyr­ir­tæk­ið. Nið­ur­staða fund­ar­ins var sú að stjórnin fól for­manni og fram­kvæmda­stjórum að taka áfram þátt í umræðum og athug­unum á stofnun félags, sem kanna skyldi mögu­leika á gerð jarð­ganga undir Hval­fjörð. Að þeirri athugun lok­inni skyldu nið­ur­stöður hennar lagðar fyrir stjórn verk­smiðj­unnar til end­an­legrar ákvörð­un­ar.

Pólítískar svipt­ingar setja strik í reikn­ing­inn

Tveimur dögum eftir stjórn­ar­fund­inn, 17.09.1988, urðu síðan miklar svipt­ingar í íslenskri póli­tík þegar rík­is­stjórn Þor­steins Páls­sonar var í raun slitið í beinni útsend­ingu í Rík­is­sjón­varp­inu og ný rík­is­stjórn undir for­sæti Stein­gríms Her­manns­sonar mynduð í hennar stað. Þar sem ÍJ og SR voru fyr­ir­tæki í (mis­mik­illi) rík­i­s­eigu fór iðn­að­ar­ráðu­neytið með eign­ar­hluta rík­is­ins í þeim og mál­efni þeirra féllu undir það ráðu­neyti. Mögu­leg gerð Hval­fjarð­ar­ganga féll aftur á móti undir sam­göngu­ráðu­neyt­ið. Rík­is­stjórn Stein­gríms Her­mann­sonar var rík­is­stjórn þriggja flokka; Fram­sókn­ar­flokks, Alþýðu­flokks og Alþýðu­banda­lags. Nýr sam­göngu­ráð­herra var Alþýðu­banda­lags­mað­ur­inn Stein­grímur J. Sig­fús­son en Jón Sig­urðs­son úr Alþýðu­flokki var iðn­að­ar­ráð­herra.

Skömmu eftir stjórn­ar­skipt­in, dag­ana 5. og 6. októ­ber, var svo hald­inn áður­nefndur vinnufundur SR, ÍJ, Kraft­taks, Vega­gerð­ar­innar og fleiri áhuga­að­ila, á skrif­stofu Kraft­taks í Reykja­vík. Þar voru allir þættir varð­andi gerð jarð­ganga undir Hval­fjörð, bæði tækni­legir og fjár­hags­leg­ir, rædd­ir. Nið­ur­stöður vinnu­hóps­ins voru svo dregnar saman í nákvæmri og vand­aðri grein­ar­gerð. Þeir sem þátt tóku í vinnufund­inum voru und­ir­rit­aður og Gylfi Þórð­ar­son fyrir hönd Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins, Stefán Reynir Krist­ins­son frá Íslenska járn­blendi­fé­lag­inu, Stefán Guð­bergs­son, Ell­ert Skúla­son og Rolf Lian frá Kraft­taki og O.T. Blind­heim, sem ráð­gef­andi verk­fræð­ing­ur. Auk þess aðstoð­aði Jón Stein­gríms­son frá Íslenska járn­blendi­fé­lag­inu við tölvu­út­reikn­inga. Þá veittu þeir Guð­mundur Ara­son verk­fræð­ingur og dr. Hreinn Har­alds­son jarð­fræð­ing­ur, báðir frá Vega­gerð rík­is­ins, ómet­an­lega aðstoð varð­andi marg­vís­legar upplýsingar um verk­efn­ið.

Verk­efnið Hval­fjarð­ar­göng fæð­ist

Það var sam­dóma álit vinnu­hóps­ins að þær upp­lýs­ingar sem fram komu í grein­ar­gerð­inni væru nægi­lega traustar og ítar­legar til að stjórnir hlut­að­eig­andi fyr­ir­tækja gætu tekið upp­lýsta ákvörðun um það, hvort áfram skyldi haldið með frek­ari rann­sóknir á verk­efn­inu eða ekki. Má með sanni segja að þessi fundur hafi skapað grund­völl­inn fyrir það stóra verk­efni að þvera Hval­fjörð­inn með jarð­göng­um. Helstu nið­ur­stöður vinnufund­ar­ins voru þess­ar:

Miðað við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar voru engin tækni­leg eða jarð­fræði­leg vanda­mál sýni­leg, sem gætu komið í veg fyrir fram­gang verk­efn­is­ins. Heild­ar­stofn­kostn­aður var áætl­aður 2.330 millj­ónir íslenskra króna. Í þeim kostn­aði voru inni­faldir vextir á bygg­inga­tíma fyrir jarð­göng sem yrðu 5.050 metrar að lengd og stað­sett ein­hvers staðar á svæð­inu milli Hnausa­skers og Laufagrunns. Kostn­aður við vega­gerð á landi var ekki inni­fal­inn í þess­ari tölu. Rekstr­ar­kostn­aður jarð­gang­anna var áætl­aður 50 millj­ónir ísl. króna á ári. Sem tekju­for­sendu var ákveðið að nota veg­gjald ísl. kr. 350,- fyrir fólks­bif­reiðar og ísl. kr. 2.000 fyrir vöru­bíla. Þetta vega­gjald var áætlað sem lægsta gjald. Með jarð­göngum undir Hval­fjörð sem stað­sett væru við Laufagrunn stytt­ist leiðin frá Akra­nesi til Reykja­víkur um 58 km, en stytt­ingin til ann­arra hluta lands­ins yrði 45 km. Hval­fjarð­ar­-­vegur yrði þó áfram aðal­veg­ur­inn til vest­ur-, norð­ur- og aust­ur­hluta lands­ins.

Næsti fundur stjórnar SR var hald­inn 27.októ­ber 1988 og aftur voru Hval­fjarð­ar­göng fyrsta mál á dag­skrá. Fram­kvæmda­stjórar lögðu þar fram hag­kvæmni­á­ætl­un­ina. Stjórn SR leist vel á nið­ur­stöður skýrsl­unnar og þá bjart­sýni sem þar kom fram á fram­gang verk­efn­is­ins.

Eftir þennan stjórn­ar­fund kynntu fram­kvæmda­stjórar ÍJ og SR nið­ur­stöð­urnar fyrir Stein­grími J. Sig­fús­syni sam­göngu­ráð­herra og Jóni Sig­urð­syni iðn­að­ar­ráð­herra, sem báðir lýstu áhuga á mál­inu. Það fór síðan í sam­ráðs­ferli milli fyr­ir­tækj­anna, sveit­ar­fé­laga á svæð­inu, Vega­gerð­ar­innar og sam­göngu­ráðu­neyt­is­ins, sem end­aði með stofnun fyr­ir­tæk­is­ins Spalar rúmu ári síðar (25.jan­úar 1991). Um fram­hald þessa má svo lesa í ágætri bók Atla Rún­ars Hall­dórs­son­ar, Undir keld­una, sem kom út árið 2008.

Heim­ild­ir: Skjöl og önnur gögn frá Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins varð­veitt hjá Þjóð­skjala­safni Íslands.

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri tækni­mála Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins á Akra­nesi.

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar