Þegar markaðurinn misskilur

Baldur Thorlacius viðskiptastjóri segir að góð fjárfestatengsl séu ekki sjálfgefin, en ef rétt er að þeim staðið getur verið um afar arðbæra fjárfestingu að ræða sem gerir fyrirtækjum kleift að nýta sér raunverulega kosti skráningar á markað.

Auglýsing

Að skrá fyr­ir­tæki á markað getur haft marga kosti í för með sér, svo sem meiri sýni­leika, lægri fjár­magns­kostn­að, meiri sveigj­an­leika í fjár­mögnun og aukið traust. Einnig er gjarnan litið svo á að skrán­ingu fylgi áreið­an­legra mat á virði hluta­bréfa fyr­ir­tæk­is, þar sem hluta­bréfa­verð er ákvarðað af sam­spili fram­boðs og eft­ir­spurnar byggt á ítar­legum upp­lýs­ingum frá sjálfu fyr­ir­tæk­inu, hag­töl­um, verð­mati óháðra grein­ing­ar­að­ila, umfjöllun fjöl­miðla og ýmsum öðrum upp­lýs­ingum – að því ótöldu að fjár­festar eru yfir­leitt til­búnir til þess að greiða hærra verð fyrir hluta­bréf skráðra fyr­ir­tækja, sökum meiri selj­an­leika.

Fjöl­mörg dæmi eru þó um að mark­að­ur­inn hafi of- eða van­metið félög af þeirri ein­földu ástæðu að fjár­festar og grein­ing­ar­að­ilar hafa ekki skilið rekstur þess með full­nægj­andi hætti eða hvernig það skap­ar, eða hyggst skapa, verð­mæti.

Þetta getur sér­stak­lega átt við um nýskráð félög í rekstri sem fjár­festar og grein­ing­ar­að­ilar eru ekki vanir því að greina, eins og hefur t.a.m. komið fram í umræðu um Heima­velli og mögu­lega töku hluta­bréfa þess úr við­skiptum í Kaup­höll­inni.  Þá er einnig algengt að það sama eigi við um félög sem hafa nýverið vikið frá fyrri stefnu eða sótt á nýja mið. Í slíkum til­fellum reynir á stjórn­endur og fjár­festa­tengla við­kom­andi fyr­ir­tæk­is, sem geta þurft að taka á honum stóra sínum til þess að breyta afstöðu fjár­festa og upp­lýsa þá um raun­veru­lega drif­krafta verð­mæta­sköp­unar fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Nas­daq Inc., fyr­ir­tækið sem vinnu­staður und­ir­rit­aðs er hluti af, er t.a.m. sjálft skráð á markað í Banda­ríkj­unum og hef­ur, þrátt fyrir alla sína sér­fræði­þekk­ingu á hluta­bréfa­mörk­uðum og fjár­festa­tengsl­um, þurft að kljást við slíkan vanda sam­hliða vexti fyr­ir­tæk­is­ins og breyttum áhersl­um. Á síð­ustu árum og ára­tugum hefur Nas­daq þró­ast frá því að vera fyrst og fremst banda­rísk kaup­höll yfir í að vera alþjóð­legt tækni- og fjár­mála­þjón­ustu­fyr­ir­tæki. Engu að síður tengdu fjár­festar fyr­ir­tækið lengi vel aðal­lega við rekstur Nas­daq kaup­hall­ar­innar í Banda­ríkj­unum og hög­uðu verð­mati og við­skiptum eftir því.

Það er eins með fjár­festa og fólk almennt að þeir þurfa gjarnan að heyra sömu orð­ræð­una nokkuð oft áður en hún verður að almennri þekk­ingu. Sú reynd­ist einnig vera raunin hjá Nas­daq, en stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins þurftu að fara í tals­vert átak til þess að fræða fjár­festa um breyt­ingar á tekju­grunni fyr­ir­tæk­is­ins, stefnu þess og vaxt­ar­tæki­fær­um. Smám saman fóru fjár­festar að vakna til lífs­ins, útgangs­punktur grein­ing­ar­að­ila breytt­ist og hluta­bréfa­verðið fór að þró­ast og bregð­ast við fréttum með öðrum hætti en áður.

Lær­dóm­ur­inn er sá að það getur tekið langan tíma, jafn­vel ein­hver ár, þar til fjár­festar átta sig almenni­lega á verð­mæta­sköpun skráðra fyr­ir­tækja. Góðu frétt­irnar eru aftur á móti þær að það er í höndum félag­anna sjálfra að flýta fyrir því.

Fyrsta skrefið er að nálg­ast fjár­festa og grein­ing­ar­að­ila af auð­mýkt og reyna að átta sig á því til hvaða atriða þeir horfa í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins, hvað þeir telji vera veik­leika þess og hvað þeir eiga erf­ið­ast með að skilja varð­andi rekst­ur­inn – án þess að rök­ræða hvar „eðli­legt“ verð­mat eigi að liggja. Draga lær­dóm af mati þeirra en reyna jafn­framt að átta sig á því hvort það kunni að gæta ein­hvers mis­skiln­ings varð­andi grund­völl verð­mæta­sköp­unar fyr­ir­tæk­is­ins. Ef svo virð­ist vera, móta skýr skila­boð út frá því.

Þeim skila­boðum getur svo þurft að halda ítrekað á lofti í til­kynn­ing­um, á fundum með fjár­festum og grein­ing­ar­að­ilum og í sam­skiptum við fjöl­miðla áður en þau bera árang­ur. Góð fjár­festa­tengsl eru ekki sjálf­gef­in, en ef rétt er að þeim staðið getur verið um afar arð­bæra fjár­fest­ingu að ræða sem gerir fyr­ir­tækjum kleift að nýta sér raun­veru­lega kosti skrán­ingar á mark­að.

Höf­undur er við­skipta­stjóri hjá Nas­daq Iceland.

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar