Þegar markaðurinn misskilur

Baldur Thorlacius viðskiptastjóri segir að góð fjárfestatengsl séu ekki sjálfgefin, en ef rétt er að þeim staðið getur verið um afar arðbæra fjárfestingu að ræða sem gerir fyrirtækjum kleift að nýta sér raunverulega kosti skráningar á markað.

Auglýsing

Að skrá fyr­ir­tæki á markað getur haft marga kosti í för með sér, svo sem meiri sýni­leika, lægri fjár­magns­kostn­að, meiri sveigj­an­leika í fjár­mögnun og aukið traust. Einnig er gjarnan litið svo á að skrán­ingu fylgi áreið­an­legra mat á virði hluta­bréfa fyr­ir­tæk­is, þar sem hluta­bréfa­verð er ákvarðað af sam­spili fram­boðs og eft­ir­spurnar byggt á ítar­legum upp­lýs­ingum frá sjálfu fyr­ir­tæk­inu, hag­töl­um, verð­mati óháðra grein­ing­ar­að­ila, umfjöllun fjöl­miðla og ýmsum öðrum upp­lýs­ingum – að því ótöldu að fjár­festar eru yfir­leitt til­búnir til þess að greiða hærra verð fyrir hluta­bréf skráðra fyr­ir­tækja, sökum meiri selj­an­leika.

Fjöl­mörg dæmi eru þó um að mark­að­ur­inn hafi of- eða van­metið félög af þeirri ein­földu ástæðu að fjár­festar og grein­ing­ar­að­ilar hafa ekki skilið rekstur þess með full­nægj­andi hætti eða hvernig það skap­ar, eða hyggst skapa, verð­mæti.

Þetta getur sér­stak­lega átt við um nýskráð félög í rekstri sem fjár­festar og grein­ing­ar­að­ilar eru ekki vanir því að greina, eins og hefur t.a.m. komið fram í umræðu um Heima­velli og mögu­lega töku hluta­bréfa þess úr við­skiptum í Kaup­höll­inni.  Þá er einnig algengt að það sama eigi við um félög sem hafa nýverið vikið frá fyrri stefnu eða sótt á nýja mið. Í slíkum til­fellum reynir á stjórn­endur og fjár­festa­tengla við­kom­andi fyr­ir­tæk­is, sem geta þurft að taka á honum stóra sínum til þess að breyta afstöðu fjár­festa og upp­lýsa þá um raun­veru­lega drif­krafta verð­mæta­sköp­unar fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Nas­daq Inc., fyr­ir­tækið sem vinnu­staður und­ir­rit­aðs er hluti af, er t.a.m. sjálft skráð á markað í Banda­ríkj­unum og hef­ur, þrátt fyrir alla sína sér­fræði­þekk­ingu á hluta­bréfa­mörk­uðum og fjár­festa­tengsl­um, þurft að kljást við slíkan vanda sam­hliða vexti fyr­ir­tæk­is­ins og breyttum áhersl­um. Á síð­ustu árum og ára­tugum hefur Nas­daq þró­ast frá því að vera fyrst og fremst banda­rísk kaup­höll yfir í að vera alþjóð­legt tækni- og fjár­mála­þjón­ustu­fyr­ir­tæki. Engu að síður tengdu fjár­festar fyr­ir­tækið lengi vel aðal­lega við rekstur Nas­daq kaup­hall­ar­innar í Banda­ríkj­unum og hög­uðu verð­mati og við­skiptum eftir því.

Það er eins með fjár­festa og fólk almennt að þeir þurfa gjarnan að heyra sömu orð­ræð­una nokkuð oft áður en hún verður að almennri þekk­ingu. Sú reynd­ist einnig vera raunin hjá Nas­daq, en stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins þurftu að fara í tals­vert átak til þess að fræða fjár­festa um breyt­ingar á tekju­grunni fyr­ir­tæk­is­ins, stefnu þess og vaxt­ar­tæki­fær­um. Smám saman fóru fjár­festar að vakna til lífs­ins, útgangs­punktur grein­ing­ar­að­ila breytt­ist og hluta­bréfa­verðið fór að þró­ast og bregð­ast við fréttum með öðrum hætti en áður.

Lær­dóm­ur­inn er sá að það getur tekið langan tíma, jafn­vel ein­hver ár, þar til fjár­festar átta sig almenni­lega á verð­mæta­sköpun skráðra fyr­ir­tækja. Góðu frétt­irnar eru aftur á móti þær að það er í höndum félag­anna sjálfra að flýta fyrir því.

Fyrsta skrefið er að nálg­ast fjár­festa og grein­ing­ar­að­ila af auð­mýkt og reyna að átta sig á því til hvaða atriða þeir horfa í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins, hvað þeir telji vera veik­leika þess og hvað þeir eiga erf­ið­ast með að skilja varð­andi rekst­ur­inn – án þess að rök­ræða hvar „eðli­legt“ verð­mat eigi að liggja. Draga lær­dóm af mati þeirra en reyna jafn­framt að átta sig á því hvort það kunni að gæta ein­hvers mis­skiln­ings varð­andi grund­völl verð­mæta­sköp­unar fyr­ir­tæk­is­ins. Ef svo virð­ist vera, móta skýr skila­boð út frá því.

Þeim skila­boðum getur svo þurft að halda ítrekað á lofti í til­kynn­ing­um, á fundum með fjár­festum og grein­ing­ar­að­ilum og í sam­skiptum við fjöl­miðla áður en þau bera árang­ur. Góð fjár­festa­tengsl eru ekki sjálf­gef­in, en ef rétt er að þeim staðið getur verið um afar arð­bæra fjár­fest­ingu að ræða sem gerir fyr­ir­tækjum kleift að nýta sér raun­veru­lega kosti skrán­ingar á mark­að.

Höf­undur er við­skipta­stjóri hjá Nas­daq Iceland.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar