Þegar markaðurinn misskilur

Baldur Thorlacius viðskiptastjóri segir að góð fjárfestatengsl séu ekki sjálfgefin, en ef rétt er að þeim staðið getur verið um afar arðbæra fjárfestingu að ræða sem gerir fyrirtækjum kleift að nýta sér raunverulega kosti skráningar á markað.

Auglýsing

Að skrá fyr­ir­tæki á markað getur haft marga kosti í för með sér, svo sem meiri sýni­leika, lægri fjár­magns­kostn­að, meiri sveigj­an­leika í fjár­mögnun og aukið traust. Einnig er gjarnan litið svo á að skrán­ingu fylgi áreið­an­legra mat á virði hluta­bréfa fyr­ir­tæk­is, þar sem hluta­bréfa­verð er ákvarðað af sam­spili fram­boðs og eft­ir­spurnar byggt á ítar­legum upp­lýs­ingum frá sjálfu fyr­ir­tæk­inu, hag­töl­um, verð­mati óháðra grein­ing­ar­að­ila, umfjöllun fjöl­miðla og ýmsum öðrum upp­lýs­ingum – að því ótöldu að fjár­festar eru yfir­leitt til­búnir til þess að greiða hærra verð fyrir hluta­bréf skráðra fyr­ir­tækja, sökum meiri selj­an­leika.

Fjöl­mörg dæmi eru þó um að mark­að­ur­inn hafi of- eða van­metið félög af þeirri ein­földu ástæðu að fjár­festar og grein­ing­ar­að­ilar hafa ekki skilið rekstur þess með full­nægj­andi hætti eða hvernig það skap­ar, eða hyggst skapa, verð­mæti.

Þetta getur sér­stak­lega átt við um nýskráð félög í rekstri sem fjár­festar og grein­ing­ar­að­ilar eru ekki vanir því að greina, eins og hefur t.a.m. komið fram í umræðu um Heima­velli og mögu­lega töku hluta­bréfa þess úr við­skiptum í Kaup­höll­inni.  Þá er einnig algengt að það sama eigi við um félög sem hafa nýverið vikið frá fyrri stefnu eða sótt á nýja mið. Í slíkum til­fellum reynir á stjórn­endur og fjár­festa­tengla við­kom­andi fyr­ir­tæk­is, sem geta þurft að taka á honum stóra sínum til þess að breyta afstöðu fjár­festa og upp­lýsa þá um raun­veru­lega drif­krafta verð­mæta­sköp­unar fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Nas­daq Inc., fyr­ir­tækið sem vinnu­staður und­ir­rit­aðs er hluti af, er t.a.m. sjálft skráð á markað í Banda­ríkj­unum og hef­ur, þrátt fyrir alla sína sér­fræði­þekk­ingu á hluta­bréfa­mörk­uðum og fjár­festa­tengsl­um, þurft að kljást við slíkan vanda sam­hliða vexti fyr­ir­tæk­is­ins og breyttum áhersl­um. Á síð­ustu árum og ára­tugum hefur Nas­daq þró­ast frá því að vera fyrst og fremst banda­rísk kaup­höll yfir í að vera alþjóð­legt tækni- og fjár­mála­þjón­ustu­fyr­ir­tæki. Engu að síður tengdu fjár­festar fyr­ir­tækið lengi vel aðal­lega við rekstur Nas­daq kaup­hall­ar­innar í Banda­ríkj­unum og hög­uðu verð­mati og við­skiptum eftir því.

Það er eins með fjár­festa og fólk almennt að þeir þurfa gjarnan að heyra sömu orð­ræð­una nokkuð oft áður en hún verður að almennri þekk­ingu. Sú reynd­ist einnig vera raunin hjá Nas­daq, en stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins þurftu að fara í tals­vert átak til þess að fræða fjár­festa um breyt­ingar á tekju­grunni fyr­ir­tæk­is­ins, stefnu þess og vaxt­ar­tæki­fær­um. Smám saman fóru fjár­festar að vakna til lífs­ins, útgangs­punktur grein­ing­ar­að­ila breytt­ist og hluta­bréfa­verðið fór að þró­ast og bregð­ast við fréttum með öðrum hætti en áður.

Lær­dóm­ur­inn er sá að það getur tekið langan tíma, jafn­vel ein­hver ár, þar til fjár­festar átta sig almenni­lega á verð­mæta­sköpun skráðra fyr­ir­tækja. Góðu frétt­irnar eru aftur á móti þær að það er í höndum félag­anna sjálfra að flýta fyrir því.

Fyrsta skrefið er að nálg­ast fjár­festa og grein­ing­ar­að­ila af auð­mýkt og reyna að átta sig á því til hvaða atriða þeir horfa í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins, hvað þeir telji vera veik­leika þess og hvað þeir eiga erf­ið­ast með að skilja varð­andi rekst­ur­inn – án þess að rök­ræða hvar „eðli­legt“ verð­mat eigi að liggja. Draga lær­dóm af mati þeirra en reyna jafn­framt að átta sig á því hvort það kunni að gæta ein­hvers mis­skiln­ings varð­andi grund­völl verð­mæta­sköp­unar fyr­ir­tæk­is­ins. Ef svo virð­ist vera, móta skýr skila­boð út frá því.

Þeim skila­boðum getur svo þurft að halda ítrekað á lofti í til­kynn­ing­um, á fundum með fjár­festum og grein­ing­ar­að­ilum og í sam­skiptum við fjöl­miðla áður en þau bera árang­ur. Góð fjár­festa­tengsl eru ekki sjálf­gef­in, en ef rétt er að þeim staðið getur verið um afar arð­bæra fjár­fest­ingu að ræða sem gerir fyr­ir­tækjum kleift að nýta sér raun­veru­lega kosti skrán­ingar á mark­að.

Höf­undur er við­skipta­stjóri hjá Nas­daq Iceland.

Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að vera aðstandandi veiks foreldris
Kjarninn 20. júlí 2019
Bjarni Már Magnússon
Þriðji orkupakkinn og sæstrengir
Kjarninn 20. júlí 2019
Tæplega 60 jarðir á Íslandi í eigu erlendra fjárfesta
Félagið Dylan Holding S.A. er sagt í eigu auðjöfursins Ratcliffe. Félagið er móðurfélag 20 annarra félaga sem skráð eru eigendur jarða á Íslandi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar