Sextíu þúsund milljónir í veggjöld?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um hugmyndir sem eru uppi um að leggja á veggjöld á Íslandi.

Auglýsing

Veggjöld hafa verið heitt umræðu­efni að und­an­förnu og sýn­ist sitt hverj­um. Segja má að umræðan um veggjöldin séu í raun afleið­ing efna­hags­hruns­ins 2008 og afleið­inga þess; bæði gríð­ar­legs halla sem skap­að­ist á rekstri rík­is­ins (um 150 millj­arðar þegar mest lét) og eins ferða­manna­bólunnar sem skap­að­ist um og upp úr 2010 og gríð­ar­legs vaxtar í þeirri grein.

Ástand margra vega hefur lengi verið mjög slæmt og nú finnst (ráða)­mönnum kom­inn tími til þess að bæta úr því.

Þess vegna hafa menn fengið þá hug­mynd að leggja á veggjöld, til þess að fjár­magna það sem er kallað ,,inn­viða­upp­bygg­ing“ og er þá yfir­leitt verið að tala um vegi og sam­göngu­mann­virki.

Auglýsing

Hér eru stórar upp­hæðir á ferð­inni og hefur Jón Gunn­ars­son, fyrrum sam­göngu­ráð­herra og nú sér­stakur tals­maður Sam­göngu­á­ætl­unar nefnt töl­una 60 millj­arða í þessu sam­hengi. Sex­tíu þús­und millj­ón­ir! Til sam­an­burðar voru tekjur rík­is­ins af elds­neyti og bif­reiða­gjöldum árið 2016 um 44 millj­arðar en fram­lag rík­is­ins til Vega­gerð­ar­innar var hins vegar ein­ungis um 25 millj­arðar (um 57% af þessum pen­ing­um). Hvað er gert við hin 43 pró­sent­in? Væri ekki hægt að nota meira af þessu fé í inn­viði.

Inn­viða­kerfi ekki ókeypis

Í Sví­þjóð voru um miðjan síð­asta ára­tug sett á veggjöld, það sem kalla mætti ,,þrengsla­skatt“ (trängselskatt) í Stokk­hólmi. Það var gert til þess að minnka umferð inn í borg­ina, en einnig voru umhverf­is­leg sjón­ar­mið í þessu líka. Um er að ræða sjálf­virkt kerfi sem les núm­era­plötur á helstu inn og útleiðum úr borg­inni (20 stöðv­ar). Þetta kerfi var og er hins vegar ekki ókeyp­is. Árið 2011 var kerfið búið að kosta um 3.1 millj­arð króna, sem eru á núvirði tæpir 40 millj­arðar króna. Kerfið var hins vegar ekki byrjað að skapa tekjur og var ekki búið að borga sig upp. Þetta kemur fram í grein í tækni­tíma­rit­inu Computer­Sweden.

Þar kemur einnig fram að nokkuð hár hluti af kerf­inu fer í að reka kerf­ið, en reiknað er með að sá hlutur hafi farið lækk­andi. Það var IBM sem hann­aði kerf­ið, en nú er það í höndum Sam­göngu­yf­ir­valda (Tran­sport­styrel­sen). Þetta kerfi var því alls ekki ókeypis og í fram­haldi af þessu má spyrja; hvernig kerfi á að setja upp hér, hvað á það að kosta, hver á rekstr­ar­kostn­að­ur­inn að vera, hverjar tekj­urn­ar, hver á að reka kerfið og svo fram­veg­is?

Nei verður Já

Álíka kerfi, með 36 stöðv­um, hefur einnig verið sett upp í Gauta­borg. Sænska þingið tók ákvörðun um skatt­heimtu í borg­inni árið 2010, en í maí árið 2013 fengu íbúar borg­ar­innar (500.000 íbú­ar, um 1 milljón með úthverfum - ,,metro“) að kjósa um málið og var það fellt, nei sögðu tæp 57% íbúa, en um 43% voru því fylgj­andi. Um 73% kosn­inga­bærra tóku þátt, sem er hátt hlut­fall. Þessi nið­ur­staða var hins vegar höfð að engu árið 2015 þegar yfir­völd í borg­inni ákváðu að halda skatt­in­um.

Í báðum þessum kerfum eru gjöldin mis­mun­andi eftir því á hvaða tíma dags er farið í gegn, dýr­ast á álags­tím­um, snemma dags og síð­degis og á ákveðnu tíma­bil er ókeypis í gegn (seint um kvöld og að næt­ur­lag­i). Að sumri til er einnig tíma­bil, þegar ókeypis er að fara í geg, Hvernig hafa menn hugsað sér þetta hér á landi?

Í til­felli Gauta­borgar hafa hins vegar verið miklar deilur um mál­ið. Fjár­magn sem átti að fást átti að nota í miklar fram­kvæmdir í borg­inni, en árið 2015 tók sænska ríkið tekj­urnar alfarið til sín, til þess að standa straum af kostn­aði vegna auk­ins fjölda flótta­manna til Sví­þjóð­ar. Upp­haf­lega stóð til að ríki og borg myndu skipta með sér kostn­að­in­um. Þetta olli óánægju og segir okkur að stjórn­mála­maður sem segir A í dag, getur sagt B á morg­un.

Það sem helst má kannski lesa úr þessum dæmum er að þessi kerfi eru dýr í upp­setn­ingu og það kostar að reka þau líka. Ávallt fer ákveðið hlut­fall af tekjum í rekstur á kerf­inu (10-20%). Hvernig á að gera þetta hér á landi? Kerfi sem þessi þurfa líka við­hald og end­ur­fjár­fest­ingu. Með hve háum upp­hæðum er reiknað hér á landi?

Ævin­týrið með Sím­ann

Einnig má af þessu ráða að hægt er að svíkja gefin lof­orð í þessum efnum eins og öðr­um. Hér á Íslandi var fyr­ir­tækið Sím­inn seldur af rík­inu til einka­að­ila árið 2005 fyrir um 60 millj­arða króna, eða sömu upp­hæð og á að raka inn nú. Áttu pen­ing­arnir að fara í ýmsa ,,góða hluti“ eins og t.d. hátækni­sjúkra­hús. Einnig átti að fjár­magna Sunda­braut með þessum pen­ing­um. En það gerð­ist eitt­hvað allt ann­að, eins og sést hér og hér. Þetta er fróð­leg lesn­ing!

Hvaða trygg­ingar hafa því þeir sem mögu­lega þurfa að greiða veggjöld í fram­tíð­inni fyrir því að pen­ing­arnir fari í það sem sagt er að þeir eigi að fara í? Ef af verð­ur?

Stjórn­mála­menn hafa það fyrir atvinnu (og hlut­verk) að taka ákvarð­an­ir. Þessar ákvarð­anir eiga að vera grund­vall­aðar á bestu mögu­legu upp­lýs­ingum og þær eiga að koma almenn­ingi til góðs og varða almanna­hags­muni.

Vöndum vinnu­brögð

Ákvörðun sem felur í sér nýja skatt­heimtu upp á allt að 60.000 millj­ónir króna þarf því að vanda gríð­ar­lega. Hún á ekki að fá flýti­með­ferð. Hver er t.d. vilji Íslend­inga í þessu máli? Væri ekki vert að skoða það? Á að leyfa fólki að kjósa um þetta og hvaða rök mæla með því, eða á móti? Flýtum okkur hægt í þessum efnum - rétt eins og í umferð­inni. Þó málið sé brýnt. Þetta mál þarf nefni­lega að vanda, við höfum nóg af dæmum um illa grund­aðar ákvarð­anir í íslenskum stjórn­mál­um. Bætum ekki einni í safn­ið!

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar