Kvabbið í Kristjáni

Jóhann Bogason skrifar um ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að leyfa áfram hvalveiðar.

Auglýsing

Nýverið kom fram að millj­arða­mær­ing­ur­inn Krist­ján Lofts­son „kvabb­aði“ í nafna sinn Krist­ján Þór Júl­í­us­son, en sá er ráð­herra hvers vald­svið felst í að meta ágæti hval­veiða.

Erindi millj­arða­mær­ings­ins fólst í að biðja ráð­herr­ann náð­ar­sam­leg­ast að horfa fram hjá ­reglu­gerðum um holl­ustu­hætti við vinnslu matar sem er ætl­aður mönn­um.

Krist­ján ­Lofts­son er gaur­inn sem hefur sér­staka unun af því að skjóta sprengiskutlum í stór­hveli og hann hefur meira að segja komið fram með nýstár­legar hug­myndir um að það megi bræða hval­ina niður í fæðu­bót­ar­efni. Til útflutn­ings.

Auglýsing

Kannski þykir honum þetta vera mik­ils­vert við­skipta­tæki­færi í ljósi þess hversu fæðu­bót­ar­mark­að­ur­inn veltir gríð­ar­lega mörgum millj­örð­um. Það ætti jú öllum að vera ljóst að mögu­lega eru ótal tæki­færi vegna þess hversu margir menn um heim allan sæl­ast í að gæða sér á nið­ur­bræddum stór­hvelum sem fæðu­bót­ar­efn­i. Hver veit?

Ráð­herr­ann Krist­ján bað „kvabbandi“ Krist­ján að hitta sig í svona cirka­bát hálf­tíma svo hann gæti áttað sig betur á erind­inu.

Und­an­þágu­beiðnin fólst í því að millj­arða­mær­ing­ur­inn Krist­ján ­Lofts­son væri und­an­þeg­inn því að verka „af­ræn­ingj­ana“ (...það eru stór­hvelin sam­kvæmt skil­grein­ingu líf­fræð­inga) undir beru lofti. Þar sem mávar sveima yfir í von um góð­gæti og skíta endrum og sinn­um. Eins og þeirra er von og vísa.

Vit­an­lega varð ráð­herr­ann við þess­ari bón. Þó það nú væri. Gott ef hann bar því ekki við að það væri alltaf ástæða til að liðka fyrir góðum við­skipta­tæki­fær­um.

Nú gæti ein­hverjum mis­vitrum mönnum dottið það í hug að slíkt hátta­lag jaðri við spill­ingu. Það er rangt. Ráð­herr­ann Krist­ján er full­kom­lega fær um að meta hvenær skuli hafa holl­ustu­hætti kvabb­ar­ans Krist­jáns í heiðri.

Sér­stak­lega þegar helstu styrkt­ar­að­ilar flokks­ins hans eiga í hlut.

Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Þakkar Miðflokksmönnum staðfestu varðandi þriðja orkupakkann
Formaður VR skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu um þriðja orkupakkann fram á haust og biður um að þjóðin fái andrými til að kynna sér málið betur.
Kjarninn 24. maí 2019
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent
Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.
Kjarninn 24. maí 2019
Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar