Sextíu þúsund milljónir í veggjöld?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um hugmyndir sem eru uppi um að leggja á veggjöld á Íslandi.

Auglýsing

Veggjöld hafa verið heitt umræðuefni að undanförnu og sýnist sitt hverjum. Segja má að umræðan um veggjöldin séu í raun afleiðing efnahagshrunsins 2008 og afleiðinga þess; bæði gríðarlegs halla sem skapaðist á rekstri ríkisins (um 150 milljarðar þegar mest lét) og eins ferðamannabólunnar sem skapaðist um og upp úr 2010 og gríðarlegs vaxtar í þeirri grein.

Ástand margra vega hefur lengi verið mjög slæmt og nú finnst (ráða)mönnum kominn tími til þess að bæta úr því.

Þess vegna hafa menn fengið þá hugmynd að leggja á veggjöld, til þess að fjármagna það sem er kallað ,,innviðauppbygging“ og er þá yfirleitt verið að tala um vegi og samgöngumannvirki.

Auglýsing

Hér eru stórar upphæðir á ferðinni og hefur Jón Gunnarsson, fyrrum samgönguráðherra og nú sérstakur talsmaður Samgönguáætlunar nefnt töluna 60 milljarða í þessu samhengi. Sextíu þúsund milljónir! Til samanburðar voru tekjur ríkisins af eldsneyti og bifreiðagjöldum árið 2016 um 44 milljarðar en framlag ríkisins til Vegagerðarinnar var hins vegar einungis um 25 milljarðar (um 57% af þessum peningum). Hvað er gert við hin 43 prósentin? Væri ekki hægt að nota meira af þessu fé í innviði.

Innviðakerfi ekki ókeypis

Í Svíþjóð voru um miðjan síðasta áratug sett á veggjöld, það sem kalla mætti ,,þrengslaskatt“ (trängselskatt) í Stokkhólmi. Það var gert til þess að minnka umferð inn í borgina, en einnig voru umhverfisleg sjónarmið í þessu líka. Um er að ræða sjálfvirkt kerfi sem les númeraplötur á helstu inn og útleiðum úr borginni (20 stöðvar). Þetta kerfi var og er hins vegar ekki ókeypis. Árið 2011 var kerfið búið að kosta um 3.1 milljarð króna, sem eru á núvirði tæpir 40 milljarðar króna. Kerfið var hins vegar ekki byrjað að skapa tekjur og var ekki búið að borga sig upp. Þetta kemur fram í grein í tæknitímaritinu ComputerSweden.

Þar kemur einnig fram að nokkuð hár hluti af kerfinu fer í að reka kerfið, en reiknað er með að sá hlutur hafi farið lækkandi. Það var IBM sem hannaði kerfið, en nú er það í höndum Samgönguyfirvalda (Transportstyrelsen). Þetta kerfi var því alls ekki ókeypis og í framhaldi af þessu má spyrja; hvernig kerfi á að setja upp hér, hvað á það að kosta, hver á rekstrarkostnaðurinn að vera, hverjar tekjurnar, hver á að reka kerfið og svo framvegis?

Nei verður Já

Álíka kerfi, með 36 stöðvum, hefur einnig verið sett upp í Gautaborg. Sænska þingið tók ákvörðun um skattheimtu í borginni árið 2010, en í maí árið 2013 fengu íbúar borgarinnar (500.000 íbúar, um 1 milljón með úthverfum - ,,metro“) að kjósa um málið og var það fellt, nei sögðu tæp 57% íbúa, en um 43% voru því fylgjandi. Um 73% kosningabærra tóku þátt, sem er hátt hlutfall. Þessi niðurstaða var hins vegar höfð að engu árið 2015 þegar yfirvöld í borginni ákváðu að halda skattinum.

Í báðum þessum kerfum eru gjöldin mismunandi eftir því á hvaða tíma dags er farið í gegn, dýrast á álagstímum, snemma dags og síðdegis og á ákveðnu tímabil er ókeypis í gegn (seint um kvöld og að næturlagi). Að sumri til er einnig tímabil, þegar ókeypis er að fara í geg, Hvernig hafa menn hugsað sér þetta hér á landi?

Í tilfelli Gautaborgar hafa hins vegar verið miklar deilur um málið. Fjármagn sem átti að fást átti að nota í miklar framkvæmdir í borginni, en árið 2015 tók sænska ríkið tekjurnar alfarið til sín, til þess að standa straum af kostnaði vegna aukins fjölda flóttamanna til Svíþjóðar. Upphaflega stóð til að ríki og borg myndu skipta með sér kostnaðinum. Þetta olli óánægju og segir okkur að stjórnmálamaður sem segir A í dag, getur sagt B á morgun.

Það sem helst má kannski lesa úr þessum dæmum er að þessi kerfi eru dýr í uppsetningu og það kostar að reka þau líka. Ávallt fer ákveðið hlutfall af tekjum í rekstur á kerfinu (10-20%). Hvernig á að gera þetta hér á landi? Kerfi sem þessi þurfa líka viðhald og endurfjárfestingu. Með hve háum upphæðum er reiknað hér á landi?

Ævintýrið með Símann

Einnig má af þessu ráða að hægt er að svíkja gefin loforð í þessum efnum eins og öðrum. Hér á Íslandi var fyrirtækið Síminn seldur af ríkinu til einkaaðila árið 2005 fyrir um 60 milljarða króna, eða sömu upphæð og á að raka inn nú. Áttu peningarnir að fara í ýmsa ,,góða hluti“ eins og t.d. hátæknisjúkrahús. Einnig átti að fjármagna Sundabraut með þessum peningum. En það gerðist eitthvað allt annað, eins og sést hér og hér. Þetta er fróðleg lesning!

Hvaða tryggingar hafa því þeir sem mögulega þurfa að greiða veggjöld í framtíðinni fyrir því að peningarnir fari í það sem sagt er að þeir eigi að fara í? Ef af verður?

Stjórnmálamenn hafa það fyrir atvinnu (og hlutverk) að taka ákvarðanir. Þessar ákvarðanir eiga að vera grundvallaðar á bestu mögulegu upplýsingum og þær eiga að koma almenningi til góðs og varða almannahagsmuni.

Vöndum vinnubrögð

Ákvörðun sem felur í sér nýja skattheimtu upp á allt að 60.000 milljónir króna þarf því að vanda gríðarlega. Hún á ekki að fá flýtimeðferð. Hver er t.d. vilji Íslendinga í þessu máli? Væri ekki vert að skoða það? Á að leyfa fólki að kjósa um þetta og hvaða rök mæla með því, eða á móti? Flýtum okkur hægt í þessum efnum - rétt eins og í umferðinni. Þó málið sé brýnt. Þetta mál þarf nefnilega að vanda, við höfum nóg af dæmum um illa grundaðar ákvarðanir í íslenskum stjórnmálum. Bætum ekki einni í safnið!

Höfundur er MA í stjórnmálafræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar