Verkföll styðja við félagsleg undirboð

Jóhannes Þór Skúlason segir að afleiðingar verkfalla fyrir félagsmenn verkalýðsfélaganna séu óhjákvæmilega þær að störf flytjist til fyrirtækja sem stunda félagsleg undirboð og fyrirtæki sem greiða skv. kjarasamningum þurfi að draga saman seglin.

Auglýsing

Á und­an­förnum dögum hefur mikil umræða staðið um hvaða áhrif verk­föll muni hafa á ferða­þjón­ustu. Af þeirri umræðu verður ekki séð að for­svars­menn Efl­ingar og VR hafi af því nokkrar áhyggj­ur, sem er und­ar­legt í ljósi þess að öruggt er að afleið­ing­arnar munu hitta fyrir þeirra eigin félags­menn eins og alla aðra í sam­fé­lag­inu. Ýmis dæmi er hægt að nefna um það hvernig það ger­ist, en hér skal sjónum sér­stak­lega beint að einni teg­und afleið­inga verk­falls­að­gerð­anna sem vinna bein­línis og aug­ljós­lega gegn mark­miðum verka­lýðs­bar­átt­unn­ar.

Tjónið er þegar hafið

Skýrt hefur komið fram að um leið og aðgerðir voru boð­aðar fóru áhrif að koma fram. Fjöl­margir erlendir ferða­skipu­leggj­endur velta nú fyrir sér hvernig þessar aðgerðir muni hafa áhrif á þeirra við­skipti á Íslandi og hvernig þeir eigi að bregð­ast við þeim. Sömu sögu er að segja af ein­stökum ferða­mönnum sem nú eru að ákveða hvert þeir ætla að fara í frí­inu sínu í ár, einmitt þegar bók­un­ar­tíma­bilið fyrir sum­arið stendur sem hæst í mars og apr­íl.

Frá sjón­ar­hóli þess­ara aðila, fólks og fyr­ir­tækja, snýst spurn­ingin um hversu mikil vand­ræði og fjár­hagstjóni verk­föllin muni skapa og hvernig sé mögu­lega hægt að kom­ast hjá því. Aug­ljós leið er að hætta við að bóka ferð til Íslands eða fara með ferða­manna­hópana til ann­arra landa í stað­inn.

Auglýsing

Önnur leið er að færa við­skiptin til aðila sem verða ekki fyrir áhrifum af verk­föll­un­um. Og þar kemur skugga­hag­kerfið til sög­unn­ar. Aðilar sem vinna í ferða­þjón­ustu á Íslandi utan rammans, án þess að greiða rétt laun, án þess standa skil á sköttum og skyldum til rík­is­ins, til dæmis fyr­ir­tæki sem stunda rekstur hóp­ferða­bíla hér á landi yfir sum­ar­ið. Þetta stendur yfir nú þeg­ar. Tjónið er þegar haf­ið.

Afleið­ing­arnar snerta líka félags­menn Efl­ingar og VR

Hinar aug­ljósu afleið­ingar eru þær að rekstur fyr­ir­tækja sem stunda félags­leg und­ir­boð styrk­ist og rekstur fyr­ir­tækja sem greiða starfs­fólki sínu laun sam­kvæmt kjara­samn­ingum versn­ar. Tekju­mögu­leikar þess að leigja út óskráðar íbúðir á Air­bnb (sem hafa farið dvín­andi) batna skyndi­lega og það kemur í veg fyrir að slíkir aðilar gef­ist upp á hark­inu og skili íbúð­unum út á almenna leigu­mark­að­inn.

Afleið­ingar þessa fyrir félags­menn verka­lýðs­fé­lag­anna eru óhjá­kvæmi­lega þær að störf flytj­ast til erlendra fyr­ir­tækja sem stunda skipu­leg félags­leg und­ir­boð og fyr­ir­tæki sem greiða skv. kjara­samn­ingum neyð­ast til að draga saman segl­in. Störf munu tap­ast vegna þess að fyr­ir­tæki sem fara að lögum og kjara­samn­ingum geta ekki keppt við svindlar­ana. Auknir mögu­leikar til útleigu heimagist­ingar munu halda áfram þrýst­ingi á leigu­markað og hús­næð­is­verð. Og til við­bótar töpum við svo öll, allt sam­fé­lag­ið, á því að svindl­ar­arnir svíkja allt undan skatti. Skugga­böldrum svarta hag­kerf­is­ins er nefni­lega alveg sama um barna­bæt­ur, atvinnu­leys­is­trygg­ingar og félags­lega aðstoð.

Til að ítreka: Þetta er nú þegar byrjað að ger­ast þótt verk­föll séu ekki haf­in. Umræðan ein er nægi­legur hvati.

Á sama tíma eru stjórn­völd, atvinnu­lífið og ASÍ að vinna saman að því að koma í veg fyrir félags­leg und­ir­boð, kenni­tölu­flakk, vinna að til­lögum til aðgerða á hús­næð­is­mark­aði og svo fram­veg­is. Verk­föll vinna beint gegn þessum sam­eig­in­legu hags­mun­um, bæði með því að ýta undir skakkan sam­keppn­is­grund­völl fyr­ir­tækj­anna og með því að skapa hvata til launa­þjófn­aðar og félags­legra und­ir­boða og auka þrýst­ing á hús­næð­is­mark­að.

Óþægi­legar stað­reyndir eru samt sem áður stað­reyndir

Ein­hverjum mun kannski finn­ast ein­falt að útmála þetta sem hræðslu­á­róður atvinnu­rek­enda. En stað­reyndin er sú að þetta er þegar að ger­ast. Spyrjið bara fyr­ir­tæk­in. Spyrjið bara heimagist­ing­ar­að­ila sem sáu sum­arið skyndi­lega bókast upp eftir að verk­föll voru boð­uð. Sann­leik­ur­inn hverfur ekki þó reynt sé að sópa honum undir teppið með frös­um.

Hér er því spurn­ing sem Sól­veig Anna og Ragnar Þór þurfa að svara:

Hversu mikið tjón þeirra eigin félags­manna er ásætt­an­legur fórn­ar­kostn­aður vegna yfir­færslu á tekjum og störfum til fyr­ir­tækja og einka­að­ila sem starfa utan laga og kjara­samn­inga, stunda félags­leg und­ir­boð og svíkj­ast um að greiða skatta til sam­fé­lags­ins?

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar