Róttæk og öflug verkalýðshreyfing eða gönuhlaup nýrrar forystu?

Svanur Kristjánsson segir að ójafnaðarþjóðfélag sé uppskrift að veikburða lýðræði þar sem hagsmunir almennings víki fyrir klíkuveldi og sérhagsmunum. Barátta fyrir jafnrétti sé í þágu lýðræðis.

Auglýsing

Í upp­hafi 20. aldar áttu helstu umbóta­hreyf­ingar Íslands sér eitt sam­eig­in­legt mark­mið: Að lands­menn losn­uðu undan böli áfeng­is­neyslu sem  mark­aði fólki grimm örlög. Án áfengis voru oft ein­hverjir mögu­leikar til að takast á við fátækt og harð­neskju­leg lífs­skil­yrði. Í fjötrum áfengis blasti hins vegar gjarnan við örbirgð og heim­il­is­of­beldi. Áfeng­is­sýki var fyrst og síð­ast karla­sjúk­dómur en bitn­aði á öllum – ekki síst konum og börn­um. Góð­templ­ara­reglan barð­ist fyrir algjöru áfeng­is­banni. Allur inn­flutn­ingur áfengis skyldi bann­aður með lögum sem og öll fram­leiðsla og neysla áfengis í land­inu.

Í Góð­templ­ara­regl­unni ríkti jafn­rétti karla og kvenna. Þar fengu margar for­ystu­konur kvenna­hreyf­ing­ar­innar skólun í ræðu­mennsku og öðrum félags­störfum – rétt eins og ýmsir fyrstu for­ystu­menn íslenskrar verka­lýðs­hreyf­ing­ar. Hinn öfl­ugi skipu­leggj­andi Sig­urður Eiríks­son “reglu­boði” fór t.d. um landið og stofn­aði jöfnum höndum góð­templ­ara­reglur og félög sjó­manna.

Á Íslandi þró­að­ist einnig merki­leg leið til lýð­ræð­is. Hug­myndin var að Alþingi og rík­is­vald stjórn­uðu land­inu frá degi til dags. Þjóðin sjálf færi samt með æðsta valdið og því eðli­legt að kjós­endur tækju mik­il­vægar ákvarð­anir í almennum atkvæða­greiðsl­um. Alþingi ákvað því að verða við ákalli um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfeng­is­bann sem haldin var sum­arið 1908. Þar sam­þykkti 60% kjós­enda bann. Meiri­hluti Alþingis taldi sér skylt að hlíta nið­ur­stöð­unni – burt­séð frá per­sónu­legum skoð­un­um. sér­hvers þing­manns. Sann­fær­ing þing­manna var að þjóð­ar­vilji færi æðri þing­vilja. Alþingi hefði falið kjós­endum að taka ákvörð­un. Þau fyr­ir­heit skyldu standa. Áfeng­is­bann tók gildi í árs­byrjun 1915 en var afnumið árið 1933 eftir aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu þar sem meiri­hlut­inn var and­vígur banni.

Auglýsing

Sundruð föllum við

Sam­staða kvenna­hreyf­ingar og verka­lýðs­fé­laga var til hags­bóta fyrir land og lýð. Fljót­lega komu samt brestir í þá sam­stöðu. Verka­manna­fé­lagið Dags­brún var stofnað 1906. Þar voru verka­konur ekki vel­komnar – svo vægt sé til orða tek­ið. Verka­lýðs­fé­lög karla sýndu yfir­leitt kröfu um kynja­jafn­rétti lít­inn stuðn­ing. Konur neydd­ust því til að stofna sín eigin verka­lýðs­fé­lög. Hið fyrsta var verka­kvenna­fé­lagið Fram­sókn stofnað í Reykja­vík 1914. Eitt helsta bar­áttu­mál Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands var launa­jafn­rétti kvenna og karla í sömu störf­um; var félagið m.a. traustur bak­hjarl fyrstu félaga verka­kvenna.

Aðskiln­aður kvenna­bar­áttu og verka­lýðs­hreyf­ingar hafði víð­tækar og nei­kvæðar afleið­ingar fyrir  ís­lenskt þjóð­fé­lag. Heild­ar­sam­tök íslensks verka­lýðs sinntu t.d. lítið bar­áttu gegn kyn­bundnu launa­mis­rétti og kvenna­kúg­un. Sam­eig­in­legur styrkur alþýðu­hreyf­inga lands­ins minnk­aði en sér­hags­muna­öfl valda­karla réðu för. Sú þróun átti mik­inn þátt í hnignun lýð­veld­is­ins.

Hrunið 2008 – Bar­átta fyrir lýð­ræði og jafn­rétti

Efna­hags­hrunið 2008 afhjúpaði end­an­lega djúp­stæða kreppu íslenska lýð­veld­is­ins. Land­inu var ein­fald­lega ekki stjórnað í þágu almenn­ings. Leið­ar­ljós íslenskra ráða­manna voru sér­hags­munir hinna ríku og vold­ugu. Spill­ing, van­hæfni, fúsk og frænd­hygli stjórn­aði gerðum valda­fólks í stjórn­mál­um, fjár­mála­kerfi og eft­ir­lits­stofn­un­um. (Sak­næmt athæfi kom einnig við sögu. Þannig dæmdi Lands­dómur þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra fyrir van­rækslu í starfi á grund­velli 17. gr. í stjórn­ar­skrá. Dóm­stólar hafa dæmt 40 eig­end­ur, æðstu stjórn­endur og starfs­fólk fjár­mála­stofn­ana vegna efna­hags­brota í aðdrag­anda Hruns­ins. Sam­an­lagðar refs­ingar þeirra sem hafa verið sak­fellt nema heilli öld).

Ýmis jákvæð teikn eru á lofti um end­ur­reisn íslenska lýð­veld­is­ins eftir Hrun. Ný stjórn­ar­skrá var samin í anda hinnar íslensku leiðar til lýð­ræð­is, að tvinna saman beinu lýð­ræði og full­trúa­lýð­ræði. Öfl­ugra Alþingi og sjálf­stæð­ari dóm­stólar komi t.d. í stað óhefts ráð­herraræðis og geð­þótta­valds ráða­manna. Almenn­ingur öðlist sjálf­stæðan rétt til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslna. Fullt gjald sé greitt fyrir nýt­ingu sam­eig­in­legra auð­linda. Fyrr eða síðar mun Alþingi þurfa að afgreiða mál­efna­lega frum­varp til nýrrar stjórn­ar­skrár sem þjóðin sam­þykkti efn­is­lega í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 2012.

Verka­lýðs­hreyf­ingin berst fyrir hags­munum lág­launa­hópa þar sem konur eru í miklum meiri­hluta. Konur eru í ýmsum for­ystu­stöðum hreyf­ing­ar­inn­ar. Drífa Snæ­dal er fyrsta konan á for­seta­stól í yfir 100 ára sögu Alþýðu­sam­bands Íslands. Sól­veig Anna Jóns­dóttir sömu­leiðis fyrst kvenna til að gegna for­ystu í Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi. Konur og karlar standa sam­eig­in­lega að hags­muna­bar­áttu í þágu betra þjóð­fé­lags. Ójafn­að­ar­þjóð­fé­lag er upp­skrift að veik­burða lýð­ræði þar sem hags­munir almenn­ings víkja fyrir klíku­veldi og sér­hags­mun­um. Bar­átta fyrir jafn­rétti er í þágu lýð­ræð­is.

Rót­tæk og öflug verka­lýðs­hreyf­ing eða gönu­hlaup nýrrar for­ystu?

Við lifum því á miklum umbrota­tímum þar sem tek­ist er á fram­tíð íslenska lýð­veld­is­ins. Á opin­berum vett­vangi eru t.d. sagðar tvær sög­ur:

1. Íslenskt verka­fólk er að rísa upp og kasta af sér hlekkjum lágra launa, for­stjóra­valds og fjand­sam­legs rík­is­valds sem fyrst og síð­ast gætir hags­muna þeirra ríku og vold­ugu. Ný for­ysta mun leiða sókn íslensks verka­lýðs til nýs þjóð­fé­lags þar sem hagur vinn­andi fólks, kvenna sem karla, er í önd­vegi. Verk­föll þjóna tví­þættum til­gangi: Knýja atvinnu­rek­endur til að ganga að sann­gjörnum kröfum verka­fólks og eru vinn­andi fólki til vald­efl­ingar og bar­átt­u­gleði.

Rót­tæk og öflug verka­lýðs­hreyf­ing verður að veru­leika.

2. Lífs­kjör á Íslandi eru almennt góð. Verka­lýðs­bar­átta er hins vegar átu­mein í þjóð­fé­lag­inu; skapar sundr­ungu í stað sam­heldni. “Vinnu­veit­end­ur” eru drif­kraftur hag­vaxt­ar; kaup og kjör “laun­þega” ætti að mið­ast við greiðslu­getu atvinnu­veg­anna. Verka­lýðs­fé­lög eiga ekki að hafa nein afskipti af stjórn­málum eða þjóð­málum yfir­leitt.

Nýtt for­ystu­fólk verka­lýðs­fé­laga eru ofstæk­is­fullir grillu­fang­arar fastir í úreltum hug­myndum um stétta­bar­áttu og sós­í­al­isma sem ætíð leiða til fátæktar og örbirgð­ar. Verk­föll eru úrelt bar­áttu­tæki.

Gönu­hlaup nýrrar verka­lýðs­for­ystu mun leiða hörm­ungar yfir íslenskt verka­fólk og þjóð­fé­lagið allt.

Í Dags­brún­ar­fyr­ir­lestri fimmtu­dag 7. mars kl. 12 mun ég fjalla um sögu­legan upp­runa frá­sagn­anna tveggja og reyna að meta fræði­lega stöðu og fram­tíð­ar­horfur íslenskrar verka­lýðs­hreyf­ingar á örlaga­tím­um. Fyr­ir­lestr­ar­stað­ur: Funda­salur Efl­ingar á 4. hæð í Guð­rúnar­túni 1. Reykja­vík.

Höf­undur er ­­pró­­fessor emeritus í stjórn­­­mála­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar