Endalok internetsins eins og við þekkjum það

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, fjallar um nýja evróputilskipun um höfundarétt. Hann segir að ef hún verði samþykkt liggi fyrir að internetið muni aldrei bera þess bætur.

Auglýsing

Í næstu viku fer fram atkvæða­greiðsla í Evr­ópu­þing­inu um nýja evr­óputil­skipun um höf­unda­rétt. Ef hún verður sam­þykkt liggur fyrir að inter­netið muni aldrei bera þess bæt­ur.

Afleið­ing­arnar munu vera víð­tækar og mjög slæm­ar. Þegar þú setur inn athuga­semd eða mynd á sam­fé­lags­miðlum mun fara fram víð­tæk leit í stórum gagna­grunnum til að kanna hvort fram­lag þitt brjóti í bága við höf­und­ar­rétt ein­hvers. Leitin mun skila röngum nið­ur­stöðum reglu­lega; tæknin til að gera svona leit er ófull­komin og getur aldrei orðið full­kom­in. Stundum verða eld­gömul verk sem fallin eru úr höf­und­ar­rétti talin af gagna­grunn­inum vera höf­und­ar­rétt­ar­var­in. Stundum mun gagna­grunn­ur­inn telja þitt fram­lag of svipað ein­hverju sem ein­hver gerði ein­hvern­tím­ann. Stundum mun villan fara á öfugan veg: höf­und­ar­rétt­ar­brot verður ekki merkt sem slíkt, því gagna­grunn­ur­inn þekkir ekki verkið sem um ræð­ir.

Allt jafn­gildir þetta rit­skoðun – allt sem sett er fram verður skoðað og ágæti þess metið af tölvum áður en það fer í umferð. Nema hvað slík rit­skoðun er talin boð­leg af tals­mönnum umræddrar til­skip­un­ar, því mögu­legt er að þetta dragi lít­il­lega úr höf­und­ar­rétt­ar­brot­u­m. ­Jafn­vel ef horft er fram­hjá því vanda­máli sem sjálf­virk rit­skoðun inter­nets­ins er, eru önnur alvar­leg vanda­mál við til­skip­un­ina. Ekk­ert fyr­ir­tæki í heim­inum á í dag gagna­grunn yfir höf­und­ar­rétt­ar­varin verk. Slíkur gagna­grunnur getur ekki orðið til, því höf­und­ar­réttur er sjálf­virkur og skrán­ing ekki nauð­syn­leg. Ef ég teikna mynd á blað er myndin höf­und­ar­rétt­ar­var­in, jafn­vel þótt ein­hver gagna­grunnur viti ekki af því.

Auglýsing

Að búa til gagna­grunn af þessu tagi mun ekki vera á færi nokk­urs, en jafn­vel stærstu fyr­ir­tækin sem reyna þetta munu þurfa að eyða gríð­ar­legum fjár­munum í það hæpna mark­mið. Slíkt verður vænt­an­lega ekki á færi smærri fyr­ir­tækja, og und­an­þágan fyrir „litla vefi“ nær ekki yfir nema pínu­litla vefi.

Ég er ekki að tala gegn því að vernda rétt­indi höf­und­ar­rétt­hafa, en það verður að gæta með­al­hófs. Allir sem reka vef­síður koma til með að vera settir í erf­iðar aðstæður með óhóf­legum kröfum af þessu tagi sem gera þá að óvilj­ugum „hug­verka­lögg­um“. Eins munu not­endur sam­fé­lags­miðla upp­lifa veru­lega rýrnun á sínu tján­ing­ar­frelsi, þar sem fyr­ir­tæki og efn­isveitur eins og Youtu­be, Face­book og Twitter verða skuld­bundin til að taka út efni sem kom­ast ekki í gegnum síuna.

Ef þetta hljómar ekki nógu illa, þá er hér ein­ungis um að ræða 13. grein til­skip­un­ar­inn­ar. Ell­efta greinin kveður á um gjöld sem greiða þarf fyrir að vísa í tengla á vef­síð­ur, fréttir og álíka. Eitt­hvað sem við gerum jú flest og myndi slík til­skipun t.d. útrýma vef­síðum eins og Wikipedia. Tólfta greinin gerir það að verkum að upp­lýs­ingar um stöðu íþrótta­leikja verða höf­und­ar­rétt­ar­var­in, sem þýðir að við getum ekki lengur fylgst með leikjum nema í gegnum þann miðil sem keypt hefur útsend­inga­rétt­ind­in. Aðrir van­kantar þess­arar umfangs­miklu til­skip­unar eru víð­ar.

Heið­ar­legar til­raunir til að draga úr vondum eig­in­leikum til­skip­un­ar­innar hafa verið reynd­ar, en hafa ekki átt erindi sem erf­iði. Íhalds­söm öfl í Evr­ópu ætla sér nú að ýta vondri lög­gjöf í gegn, í sam­vinnu við aðila sem koma til með að njóta góðs af þess­ari rýrnun almanna­rým­is­ins (eins og frétta­stofa AFP, sem varð nýlega upp­vísa að því að bera út áróð­urs­fréttir í þágu til­skip­un­ar­inn­ar).

Ekki er hægt að und­ir­strika nógu mikið mik­il­vægi þess að til­lagan falli í atkvæða­greiðslu í Strass­borg í næstu viku.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar