Endalok internetsins eins og við þekkjum það

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, fjallar um nýja evróputilskipun um höfundarétt. Hann segir að ef hún verði samþykkt liggi fyrir að internetið muni aldrei bera þess bætur.

Auglýsing

Í næstu viku fer fram atkvæða­greiðsla í Evr­ópu­þing­inu um nýja evr­óputil­skipun um höf­unda­rétt. Ef hún verður sam­þykkt liggur fyrir að inter­netið muni aldrei bera þess bæt­ur.

Afleið­ing­arnar munu vera víð­tækar og mjög slæm­ar. Þegar þú setur inn athuga­semd eða mynd á sam­fé­lags­miðlum mun fara fram víð­tæk leit í stórum gagna­grunnum til að kanna hvort fram­lag þitt brjóti í bága við höf­und­ar­rétt ein­hvers. Leitin mun skila röngum nið­ur­stöðum reglu­lega; tæknin til að gera svona leit er ófull­komin og getur aldrei orðið full­kom­in. Stundum verða eld­gömul verk sem fallin eru úr höf­und­ar­rétti talin af gagna­grunn­inum vera höf­und­ar­rétt­ar­var­in. Stundum mun gagna­grunn­ur­inn telja þitt fram­lag of svipað ein­hverju sem ein­hver gerði ein­hvern­tím­ann. Stundum mun villan fara á öfugan veg: höf­und­ar­rétt­ar­brot verður ekki merkt sem slíkt, því gagna­grunn­ur­inn þekkir ekki verkið sem um ræð­ir.

Allt jafn­gildir þetta rit­skoðun – allt sem sett er fram verður skoðað og ágæti þess metið af tölvum áður en það fer í umferð. Nema hvað slík rit­skoðun er talin boð­leg af tals­mönnum umræddrar til­skip­un­ar, því mögu­legt er að þetta dragi lít­il­lega úr höf­und­ar­rétt­ar­brot­u­m. ­Jafn­vel ef horft er fram­hjá því vanda­máli sem sjálf­virk rit­skoðun inter­nets­ins er, eru önnur alvar­leg vanda­mál við til­skip­un­ina. Ekk­ert fyr­ir­tæki í heim­inum á í dag gagna­grunn yfir höf­und­ar­rétt­ar­varin verk. Slíkur gagna­grunnur getur ekki orðið til, því höf­und­ar­réttur er sjálf­virkur og skrán­ing ekki nauð­syn­leg. Ef ég teikna mynd á blað er myndin höf­und­ar­rétt­ar­var­in, jafn­vel þótt ein­hver gagna­grunnur viti ekki af því.

Auglýsing

Að búa til gagna­grunn af þessu tagi mun ekki vera á færi nokk­urs, en jafn­vel stærstu fyr­ir­tækin sem reyna þetta munu þurfa að eyða gríð­ar­legum fjár­munum í það hæpna mark­mið. Slíkt verður vænt­an­lega ekki á færi smærri fyr­ir­tækja, og und­an­þágan fyrir „litla vefi“ nær ekki yfir nema pínu­litla vefi.

Ég er ekki að tala gegn því að vernda rétt­indi höf­und­ar­rétt­hafa, en það verður að gæta með­al­hófs. Allir sem reka vef­síður koma til með að vera settir í erf­iðar aðstæður með óhóf­legum kröfum af þessu tagi sem gera þá að óvilj­ugum „hug­verka­lögg­um“. Eins munu not­endur sam­fé­lags­miðla upp­lifa veru­lega rýrnun á sínu tján­ing­ar­frelsi, þar sem fyr­ir­tæki og efn­isveitur eins og Youtu­be, Face­book og Twitter verða skuld­bundin til að taka út efni sem kom­ast ekki í gegnum síuna.

Ef þetta hljómar ekki nógu illa, þá er hér ein­ungis um að ræða 13. grein til­skip­un­ar­inn­ar. Ell­efta greinin kveður á um gjöld sem greiða þarf fyrir að vísa í tengla á vef­síð­ur, fréttir og álíka. Eitt­hvað sem við gerum jú flest og myndi slík til­skipun t.d. útrýma vef­síðum eins og Wikipedia. Tólfta greinin gerir það að verkum að upp­lýs­ingar um stöðu íþrótta­leikja verða höf­und­ar­rétt­ar­var­in, sem þýðir að við getum ekki lengur fylgst með leikjum nema í gegnum þann miðil sem keypt hefur útsend­inga­rétt­ind­in. Aðrir van­kantar þess­arar umfangs­miklu til­skip­unar eru víð­ar.

Heið­ar­legar til­raunir til að draga úr vondum eig­in­leikum til­skip­un­ar­innar hafa verið reynd­ar, en hafa ekki átt erindi sem erf­iði. Íhalds­söm öfl í Evr­ópu ætla sér nú að ýta vondri lög­gjöf í gegn, í sam­vinnu við aðila sem koma til með að njóta góðs af þess­ari rýrnun almanna­rým­is­ins (eins og frétta­stofa AFP, sem varð nýlega upp­vísa að því að bera út áróð­urs­fréttir í þágu til­skip­un­ar­inn­ar).

Ekki er hægt að und­ir­strika nógu mikið mik­il­vægi þess að til­lagan falli í atkvæða­greiðslu í Strass­borg í næstu viku.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Þakkar Miðflokksmönnum staðfestu varðandi þriðja orkupakkann
Formaður VR skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu um þriðja orkupakkann fram á haust og biður um að þjóðin fái andrými til að kynna sér málið betur.
Kjarninn 24. maí 2019
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent
Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.
Kjarninn 24. maí 2019
Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar