Hver hefði trúað því, að Landlæknir þori ekki að bregðast við af ótta við vísindasamfélagið og jafnvel peningaöfl!
Hver hefði trúað því, að Umhverfisstofnun hafi haft þetta mál á sínu borði í meira en ár og ekki hreyft litla fingur til að rannsaka skaðleg efni í svefnvöru, þrátt fyrir þúsundir tilfella!
Hver hefði trúað því, að heilbrigðis- og velferðarráðherra sé upplýstur og geri ekki neitt!
Hver hefði trúað því, að umhverfis- og auðlindaráðherra sé upplýstur og geri ekki neitt!
Hver hefði trúað því, að RÚV sem er okkar 4. vald og okkar vettvangur til að upplýsa fólk og þrýsta á t.d. eftirlitsaðila varðandi alvarlegt heilbrigðisvandamál, vilji ekki einu sinni fá mig á fund um þetta mál.
Á meðan þúsundir og tugþúsundir eru veikir og jafnvel þjást, þá horfa þessir aðilar á aðgerðarlausir! Lobbýisminn hefur aldrei komið jafn skýrt fram á Íslandi.
Í þessum töluðu orðum, þá er Umhverfisstofnun Danmerkur ásamt Umhverfisstofnun Finnlands að vinna hörðum höndum að því að rannsaka eiturefni í svefnvöru, eftir að hafa uppgötvað sambærileg eiturefni í barnaleikföngum og bannað þau.
12 tegundir af litlum mjúkum kreistileikföngum, sem gerð eru úr mjúksvampi, svipuðum minnissvampi voru rannsökuð á þar til gerðri rannsóknarstofu og niðurstaðan er afgerandi.
Börn eiga alls ekki að meðhöndla þessi leikföng, ekki sofa með þau og bara alls ekki hafa þau inni í sínu herbergi, segir í áliti Umhverfisstofnunar Danmerkur.
Þau innihalda stórhættuleg útgufunarefni, sem geta valdið krabbameini, hamlað þroska ofl.
Sú svefnvara sem ég er að tala um hér, inniheldur svipuð efni, í meira magni, allt að 61 tegund.
Börn sofa á svona dýnum, með svona kodda. Það er í raun miklu hættulegra en nálægðin við leikföngin.
Það er skandall að eftirlitsaðilar á Íslandi skuli ekki skoða það hvers vegna þúsundir landsmanna hafa veikst nú þegar!
Læknasamfélagið á Íslandi hefur séð merki um þennan vanda síðustu 20 árin en ekki aðhafst neitt, svo ég geti séð. Hvers vegna? Landlæknisembættið hefur frekar viljað vísa mér í burtu en að taka á þessu máli.
Ég hef margoft reynt að vekja athygli þess og annara ofantalinna aðila.
Sefur þú á plastdýnu?
Líklega.
Á meðan að við beinum sjónum okkar að plastmengun og stórum skaðvaldi þar, plastpokum og plastmengun í hafi, þá erum við langflest ómeðvituð um að mesta plastmengunin sem við verðum fyrir á heimili okkar, er frá dýnum og koddum.
Polyurithan er plastafurð sem mönnum datt í hug að blanda nokkrum kemískum efnum í og úr varð svampur.
Svampur hefur svo verið notaður í dýnur. Þannig að svampdýnur eru í raun gerðar úr plasti / olíu.
Á 7. áratugnum samdi NASA við fyrirtæki sem nú heitir Tempur, um að þróa þrýstijöfnunar svampdýnu fyrir geimfara til að nota í geimskoti.
Þetta þrýstijöfnunar efni var þá, hugsað til að létta álagið á líkamann.
Þarna myndu geimfarar klæðast geimbúningum og liggja á þessari sérstöku dýnu, án beinnar snertingar við hana.
Með því að blanda allt að 61 kemísku efni í svampinn, þá náðu menn að búa til þrýstijöfnunar svampdýnu, og til varð MemoryFoam, minnissvampur.
Fljótlega var fyrirtækið selt til Svíþjóðar og varan þróuð áfram fyrir neytendamarkað.
Minnissvampur er í dag notaður að miklu eða litlu leyti í flestar dýnur og kodda sem seldar eru á Íslandi.
Framleiðslukostnaður og flutningskostnaður er svo lítill, að hægt er að leggja hundruð prósenta ofan á vöruna.
Söluaðilar auglýsa þetta sem heilsuvöru, þó að ekkert sé vísindalega sannað um að þetta bæti heilsu.
Þessi mikla álagning gerir það að verkum, að mikið svigrúm myndast til að auglýsa mikið og vera með reglulegar svokallaðar útsölur. Líklega auglýsa þessir söluaðilar fyrir 1 milljarð á ári samtals.
Fjölmiðlar eru orðnir háðir þessum söluaðilum í sínum rekstri.
RÚV ætti þar að vera undanskilið, en sú staðreynd að sú stofnun er enn á auglýsingamarkaði setur hana í sömu stöðu og aðra fjölmiðla.
Þetta er fáránleg staða fyrir okkur neytendur að vera í, þegar að upp koma mjög viðkvæm mál eins og þetta.
Staða RÚV er gífurlega skökk til að stunda gagnrýna umfjöllun, til hagsbóta fyrir peningaöflin.
Er minnissvampur skaðlegur?
Já segi ég og rannsóknir benda í þá átt!!!
Kemísku efnin í minnissvampi eru svokölluð lífræn rokgjörn efnasambönd.
Það þýðir, að við 20-37 gráðu hita þá gufa þau út úr minnissvampinum.
Það getur myndast kemísk lykt, en þessi efni eru oftast lyktarlaus. Þessi útgufun heldur áfram allan líftíma dýnu og kodda sem eru gerð að öllu leyti eða að að hluta til úr minnissvampi.
Þetta virkar svipað og það að verða fyrir útgufun af nýmáluðu herbergi, nota sterk hreinsiefni, reykja 2 - 4 pakka af sígarettum á dag eða vera í mikilli flugeldamengun á gamlárskvöld.
Þetta er loftmengun, og hún kemur úr svefnvörunni okkar allan sólarhringinn, alltaf!!!
Framleiðendur segja í einhverjum tilfellum, að vara sé vottuð.
Við neytendur vitum í raun ekki hvað það þýðir, þar sem að Umhverfisstofnun hefur ekkert eftirlit með því hvaða efni eru í svefnvöru.
Framleiðanda er í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar hann gefur, og felur hann sig þá á bak við samkeppnissjónarmið.
Við notkun á þessari vöru, í 8 tíma eða meira á hverjum sólarhring, þá lenda þeir sem eru næmastir fyrir þessari kemísku efnamengun, í hræðilegum aðstæðum.
Ég hef með sérstökum mælitækjum, mælt aukna eiturefnamengun þar sem Memory Foam dýnur og koddar eru í svefnherbergi.
Þetta snýst samt ekki um það að þeir sem eru næmastir, finni fyrir þessu, heldur virkar þetta þannig að þetta býr til næma einstaklinga.
Ónæmiskerfið laskast.
Þetta er alvarleg eiturefnamengun sem enginn á að dvelja í!
Lífræn rokgjörn efnasambönd eru í raun örlitlar gasagnir, sem fara í gegnum allt efni, nema föst efni, t.d. málm, gler og venjulegt plast.
Þessar gasagnir fara þannig stöðugt á hverri nóttu inn í líkama okkar í gegnum húð og lungu.
Fara inn í blóðrásina og veikja ónæmiskerfi, taugakerfi og hormónastarfsemi.
Margir sem veikjast, svitna gífurlega mikið af því að sofa á minnissvampi og vakna jafnvel oft á nóttu til að drekka vatn.
Þetta eru viðbrögð líkamans til að reyna að hreinsa út kemísk eiturefni sem hann inntekur stöðugt.
Þegar að svo mikill sviti fer ofan í dýnu og kodda á hverri nóttu, þá myndast kjöraðstæður fyrir t.d. svartmyglu.
Eftir einhvern tíma, 1 - 3 ár kannski, þá fer að molna úr svampinum við það að yfirborðið nuddast af notkun.
Þá myndast plastryk sem þyrlast út í loftið í herberginu á hverri nóttu og fólk andar því að sér. Þetta er í daglegu tali kallað örplast.
Þetta eru í rauninni alveg stórhættulegar aðstæður til að sofa í!!!
Þegar að það svo kemur að því að henda þessum svampdýnum og svampkoddum, þá er það urðað.
Það veldur spjöllum á umhverfi okkar næstu tugi eða hundruð ára.
Þetta plast er alveg undanskilið í allri plastumræðu sem er í gangi í dag.
Fólk hugsar ekki um dýnur sem plast, en staðreyndin er sú að flestar dýnur sem seldar eru í dag, innihalda mjög mengandi plast. Langar þig að sofa á plasti sem er unnið úr olíuúrgangi?
Miklar líkur eru á því að þú gerir það nú þegar og að það sé að veikja starfsemi og varnarkerfi líkamans. minnissvampur er slík vara!
Líklegt er að allt að 200 þúsund Íslendingar séu með minnissvamp að einhverju leyti í sinni svefnvöru.
Hvernig lýsa veikindatilfellin sér?
Útgufunar eiturefninefnin sem dýna og koddi innihalda við framleiðslu og halda áfram að gufa út allan líftíma vörunnar, geta veikt mikið ónæmiskerfi, taugakerfi og hormónastarfsemi.
Áhrifin eru misjöfn á milli einstaklinga, svipað og áhrif sígarettna geta verið misjöfn á milli einstaklinga.
Sum þessara efna eru þekktir krabbameinsvaldar, eins og t.d. formalín.
Flestir sem veikjast, fá vægari einkenni eins og t.d. nefstíflur, hausverki, sviða í augum og almennan slappleika. Þetta eru líklega 30 - 60 þúsund manns á Íslandi.
Fólk verður fyrir vægum einkennum og líkaminn verður viðkvæmari fyrir t.d. þrýstingi. Það gera vægar bólgur.
Við þessa auknu viðkvæmni þá þarf maður betri dýnu og kodda, sem þrýstijafna. Það er minnissvampur. Við notkun á minnissvampi, þá gufa eiturefnin upp í líkamann og þá viðheldur maður bólgum, þannig að það eina sem dugar til að maður geti sofnað almennilega er minnissvampur sem þrýstijafnar.
Til verður vítahringur.
Minnissvampurinn er vandamálið og lausnin..... draumasöluvara samviskulausra framleiðenda.
Þarna hefur framleiðendum tekist að búa til efni sem gerir okkur háð, svona eins og háð sígarettum.
Þegar að maður kemst út úr þessum efnum, þá verður líkaminn svo góður, bara frá náttúrunnar hendi, að maður getur sofið vel á ódýrri efnalausri dýnu og vaknað ferskur og liðið vel allan daginn.
Maður getur meira að segja bara sofið á gólfinu og vaknað ágætur. Þetta hef ég prófað, og það virkar.
10 - 20 þúsund manns eru líklega að glíma aukalega við ofantalið, gigtareinkenni, liðgigtareinkenni, meiri bólgur í líkama sem valda bakverkjum, verkjum í herðum og liðum, húð vandamál, mikinn slappleika, svefnvandamál ofl. Fólk á mjög erfitt með að jafna sig eftir aðgerðir, og íþróttafólk á meira á hættu að meiðast og er lengur að jafna sig eftir meiðsli.
1000 - 2000 manns tel ég að hafi veikst alvarlega eins og ég.
Þá koma fram að auki við ofantalið, sveppasýkingar, hjartsláttartruflanir, draugaverkir, minnistruflanir, heilaþoka, miklar nefstíflur sem valda kæfisvefni, eyrnavandamál, sár myndast á sköflungum, sár myndast á hnjám, húðnabbar myndast í tugatali á efri hluta líkama, miklar bólgur í líkama sem valda miklum liðaverkjum, miklar bólgur í höfði sem valda svakalegu ofnæmi og hausverkjum, ásamt því að andlit afmyndast af bólgum.
Bólgur myndast við mjóbak, sem þrýsta á taugar og valda miklum bakverkjum, staða hryggjarsúlu skekkist og fólk fær jafnvel brjósklos. Miklar bólgur myndast í vöðvum sem veldur miklum vöðvastífleika og vandamálum, sérstaklega í herðum og baki.
Brjósk í t.d. hnjám og hryggjarsúlu molnar og aðgerða er þörf.
Skyndilegur brjósk/beinvöxtur verður í t.d. rifbeinum, fingrum og mænugöngum.
Mikill hósti, bronkítis, astmi og slímmyndun í lungum. Lungnabólga.
Stöðug magavandamál. Kuldadoði í fingrum og tám. Alltaf of kalt eða of heitt.
Mörg þessara einkenna eru alltaf, og mörg koma og fara. Þetta veldur gífurlegu álagi á líkamann.
Hann er gerður til að þola mikið álag, en þessi efnaeitrun virkar eins og 50 kílóa lóð sem fólk þarf að rogast með aukalega í lífinu.
Afleiðingar!
Við þetta mikla álag, þá myndast líka andleg vandamál. Það að verða fyrir efnamengun og vera alltaf þreytt/ur ruglar allt kerfið og fólk telur sig vera í miklu meira álagi en raunin er.
Álagsmörkin færast neðar og miklu fleiri enda í kulnun.
Allt verður miklu erfiðara, og fólk skilur ekki af hverju.
Ég tel að þessi efnamengun í svefnvöru, sé grunn orsök kulnunar hjá fólki.
Álagið er miklu meira á fólk, yfir langan tíma, þegar að líkaminn verður fyrir stöðugri efnamengun í 8-10 tíma á hverjum sólarhring. Við svona langvarandi efnamengun, þá þróar fólk með sér efnaóþol.
Á ensku er þetta nefnt Multi Chemical Sensitivity (MCS). Á íslensku heitir þetta Fjöl Efna Næmi (FEN).
Talið er að í Ástralíu sé 5% fólks komið með FEN.
Ég myndi alveg vilja giska á að á Íslandi séu 5 - 10% landsmanna með FEN.
Sem gerir u.þ.b. 30 þúsund manns.
Talið er að þeir sem fá FEN hafi í raun fyllt efnakvótann sinn, eða efnabikarinn.
Erfitt getur verið að tæma úr honum.
Ef það flæðir upp úr duglega, þá verður fólk gífurlega næmt og hið minnsta efnaáreiti fer að há því mikið. Þá er mjög mikilvægt að losna út úr þeirri efnamengun sem er orsakavaldurinn.
Í þessu tilfelli er það minnissvampur, dýnur og koddar.
Finnar sem eru leiðandi í þessum málum í heiminum, gerðu rannsókn á 2 hópum fólks sem urðu fyrir langvarandi myglumengun.
Þar var það mygluvarnargas sem líkist efnunum í minnissvampi, sem veikti ónæmiskerfi, taugakerfi og hormónastarfsemi.
Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að fólkið í þessum hópum hefði þróað með sér FEN eins og fólk sem verður fyrir efnamengun frá t.d. minnissvampi, þróar einnig með sér.
Ég hef nú rannsakað þetta heilsuvandamál í bráðum eitt og hálft ár og sé að allt bendir til þess að þeir sem veikjast af minnissvampi, og fá FEN, verði þá mjög næmir fyrir myglu.
Þetta tel ég að skýri að stórum hluta mikla aukningu á kvörtunum fólks vegna myglu á vinnustöðum og heimilum. Það er ekki bara aukin mygla og meðvitund sem veldur aukningu myglutilfella, heldur er það einnig aukið næmi fólks fyrir myglu, FEN. Ég er sammála Kára Stefánssyni um að mygla er ekki eins stór áhrifavaldur eins og fólk telur, ég segi að aukið næmi sé stór orsakavaldur.
Sannanir.
Ég hef sjálfur, án hjálpar frá heilbrigðiskerfinu farið úr því að vera alvarlega veikur sjúklingur, yfir í það að verða heilbrigður, með því einu að losa mig við mengandi svefnvöru.
Rúmlega fimm þúsund manns í Facebook hópnum „Er rúmið mitt að drepa mig!" sem ég stofnaði, hafa fengið leiðbeiningar frá mér um það hvernig heilsa þeirra getur batnað.
Ég hef persónulega í gegnum samtöl, hjálpað 300 - 400 manns til betri heilsu. Fræðsla og það að losa sig við mengandi svefnvöru hefur hjálpað fólki til betri heilsu.
Við erum að tala um þúsundir nafngreindra einstaklinga sem hafa náð betri heilsu með því að losa sig við mengandi svefnvöru. Bara það er sönnun!!!
Í starfi mínu hitti ég marga í hverri viku og sé þannig mörg veikindatilfelli vegna minnissvamps.
Ég sé það í samtölum við þetta fólk að það er mjög ómeðvitað um það, hvers vegna það er með krónísk einkenni, og við það að tala við það og útskýra, þá opnast augu þess.
Þetta er mjög falið fyrir fólki, og þess vegna er mjög mikilvægt að fjölmiðill eins og RÚV fari að spyrja spurninga og þrýsti þannig á eftirlitsaðila með rannsóknir og aðgerðir fyrir veikt fólk.
Við erum að tala um að þúsundir séu líklega veikir ennþá vegna þöggunar RÚV og eftirlitsaðila.
Tugþúsundir eru líklega með vægari einkenni.
Ég hef fengið þá spurningu oft frá söluaðilum og fréttafólki RÚV, hvort ég geti sannað vísindalega mitt mál.
Ef þetta fólk meinar, hvort ég geti dregið fram einhvern prófessor í læknavísindum sem geti sýnt mæliglasatilraunir, þá er svarið nei!
Þessi heilsufaraldur er á því stigi núna, að harðar vísindalegar sannanir vantar.
Ef þær væru til, þá stæði ég ekki í þessari baráttu.
Þá hefði þetta komið í fréttum og ég hefði lesið þetta þar eins og aðrir.
Vísindin nota samt líka aðrar aðferðir til sönnunar, og til að byggja kenningar.
Þá eru t.d. rannsakaðir hópar yfir ákveðið tímabil.
Þannig vinnur vísindasamfélagið líka.
Ég hef beitt svipuðum aðferðum. Ég er með Facebook hóp sem heitir „Er rúmið mitt að drepa mig!" Hann sýnir bara með stærð sinni upp á rúmlega fimm þúsund manns að þetta er mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál. Sönnunin er einnig hundruð tilfella þar sem ég hef orðið vitni að því persónulega að fólk nær heilsu með því einu að losa sig við minnissvamp!
Nemar í umhverfisfræðum við Háskólann í Austin Texas hafa komist að því að barnadýnur úr minnissvampi gefa frá sér allt að fjórum sinnum meira magn af skaðlegum efnum heldur en hefðbundnar barnadýnur.
Duke háskólinn í Bandaríkjunum er með sérstaka rannsókn í gangi þar sem skaðleg efni í húsgögnum og svefnvöru eru skoðuð.
Danska Umhverfisstofnunin hefur fundið skaðleg efni mjúksvampi sem barnaleikföng eru gerð úr og bannað þau.
Sú stofnun hefur hafið umfangsmikla rannsókn á minnissvampi í svefnvöru vegna sterkra grunsemda, sem m.a. er byggt á uppgötvunum þeirra á skaðlegum efnum í minnissvampi leikfanga.
Finnska Umhverfisstofnunin hefur einnig hafið mikla rannsókn á eiturefnum í svefnvöru.
Ég sjálfur var alvarlega veikur af þessum skaðlegu efnum frá minnissvampi í yfir 11 ár. Þegar ég uppgötvaði mögulega ástæðu fyrir 18 mánuðum síðan, þá gerði ég eftirlitsaðilum viðvart með formlegum hætti. Ég fékk mjög léleg viðbrögð og fékk á tilfinninguna að ég væri svona eitthvað að trufla þessa aðila með einhverju sem ekki passaði inn í þæginda boxið þeirra.
Ég neyddist því til að taka málin í eigin hendur.
Ég hef því síðustu 18 mánuði stundað rannsóknir og tekið viðtöl við fólk.
Ég hef átt samtöl við hundruð veikra einstaklinga sem hafa náð bata með því einu að losa sig við mengandi svefnvöru. Ég er að segja ykkur hér og nú að mörg okkar eru í mikilli hættu við það að sofa í mengandi svefnvöru og að Landlæknir og Umhverfisstofnun verða að grípa til aðgerða núna!!!
Við stöndum frammi fyrir því að efnafaraldur geisar á Íslandi og meðvirkni með framleiðendum og söluaðilum mengunarvaldsins er slík að það ógnar heilsu okkar gífurlega.
Fólki líður virkilega illa og umræða um álagstengd vandamál eykst mikið. Fólk er mjög illa haldið í einhverjum tilfella. Sala á heilsutengdum vörum eykst.
Þetta er að leggja íslenska heilbrigðiskerfið á hliðina og mun kosta okkur milljarða árlega ef ekkert er að gert. Ég er að hringja viðvörunarbjöllum hér og ákalla ráðafólk til að taka mark á þessu og bregðast við NÚNA!!!
Við getum ekki leyft svona innfluttu heimatilbúnu loftmengunarvandamáli að dafna hér í okkar þjóðfélagi!!! Við skulum ekki fljóta sofandi að feigðarósi!!!
Höfundur er rafeindavirkjameistari.