Fiskeldi og ræktun í sjó

Júlíus Birgir Kristinsson skrifar um vannýtt tækifæri á tímum breyttra neysluvenja.

Auglýsing

Miklar breyt­ingar hafa átt sér stað í mat­væla­neyslu heims­ins á síð­ustu ára­tug­um. Vax­andi milli­stéttir millj­óna­þjóða, einkum í Asíu, sem áður lifðu að mestu á hrís­grjónum og korni, vilja nú kjöt og fisk á sinn disk, en á Vest­ur­löndum ger­ast æ fleiri græn­metisætur m.a. af umhverf­is­á­stæð­um. Lík­legt er að þessi þróun haldi áfram og beri með sér marg­vís­legar áskor­anir en einnig tæki­færi.

Öll fram­leiðsla mat­væla hvílir á frum­fram­leiðslu plantna sem nýta sól­ar­orku til vaxt­ar, hvort sem er á sjó eða landi. Samt er það svo að þótt plöntu­fram­leiðsla sjávar og lands sé nán­ast jafn mik­il, eru ein­ungis um 5 % af fæðu­fram­boði heims­ins úr sjó. Er það vís­bend­ing um van­nýtt tæki­færi til mat­væla­fram­leiðslu?

Kjöt­fram­leiðsla er fóð­ur­frek, kallar á mikið rækt­ar­land og veldur mik­illi losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Fiski­stofnar heims­ins eru full­nýttir og því geta fisk­veiðar ekki vaxið en fisk­eldi vex hröðum skrefum og fram­leiðsla þess er nú meiri en fisk­veiða. Stærstur hluti fisk­eldis er í Asíu, um 2/3 þess í Kína. Við höfum einnig orðið vitni að ævin­týra­legri upp­bygg­ingu lax­eldis í Nor­egi og öðrum nágranna­löndum okk­ar. Lax­eldið hófst í Nor­egi fyrir alvöru fyrir tæpum 40 árum. Árið 1982 fram­leiddu þeir um 5000 tonn af eld­is­laxi og þótti gott. Upp­bygg­ing­unni fylgdu þó mörg vanda­mál og síbreyti­leg eftir því sem grein­inni fleygði fram en frá upp­hafi hafa opin­berir aðilar og fyr­ir­tækin tekið höndum saman um að leysa þau. Árið 2017 var fram­leiðsla Norð­manna á eld­is­laxi komin í nær eina millj­óna tonna, að útflutn­ings­verð­mæti um 850 millj­arða íslenskra króna. Það er ríf­lega fjórum sinnum meira en heild­ar­út­flutn­ings­verðmæti íslenskra sjáv­ar­af­urða það ár.

Auglýsing

Upp­bygg­ing fisk­eldis á Íslandi hefur gengið hægar og með nokkrum áföll­um. Dæmin sýna þó að hægt er að byggja upp fisk­eldi og ræktun í sjó við mis­mun­andi aðstæð­ur; einnig við Ísland. Aðstæður í ferskvatni og í sjó hér við land eru um margt sér­stak­ar. Þær eru krefj­andi en í þeim fel­ast einnig tæki­færi til að marka íslenskum eld­is­af­urðum sér­stöðu sem hágæða­vöru. Hreinn og nær­ing­ar­ríkur sjór getur af sér afbragðs­vöru og hér eru ein­stakar aðstæður fyrir sér­hæft fisk­eldi á landi. Þótt lax­eldið hafi verið mest áber­andi í umræð­unni er fjöldi fyr­ir­tækja á Íslandi að byggja upp eldi og ræktun ann­ara líf­vera í ferskvatni og sjó.

Þjóðin hefur frá upp­hafi reitt sig á land­búnað sem byggir á gras­rækt og annarri frum­fram­leiðslu plantna á landi til að fram­leiða prótein­rík mat­væli. Þör­unga­svif innan 200 mílna land­helgi Íslands er gríð­ar­lega stór auð­lind. Árleg frum­fram­leiðsla þess er nálægt einum millj­arði tonna, um 100 sinnum meira en frum­fram­leiðsla á landi. Nú er orðið tíma­bært að nýta “beit­ar­land­ið“ í sjón­um. Sem dæmi má nefna að með því að nýta um 1 % af þess­ari auð­lind, þör­unga­svið­ið, mætti rækta eina milljón tonna af skel­dýrum, en þau lifa á því að sía þör­ung­ana. Ef vel tæk­ist til, gæti slík fram­leiðsla skapað álíka verð­mæti og allur sjáv­ar­út­vegur lands­ins í dag.

Núver­andi aðferðir í skel­fisk­ræktun eru kostn­að­ar­samar og mann­frekar og blasir við að lækka þarf rækt­un­ar­kostn­að. Þetta og önnur óleyst vanda­mál í grein­inni hamla arð­semi og upp­bygg­ingu henn­ar. Vænta má að öflug tækni­þróun geti leyst mörg vanda­mála skel­rækt­ar­inn­ar, rétt eins og gerst hefur í lax­eld­inu. Tæki­færi til nýsköp­unar eru mýmörg og upp­bygg­ing tækni­fyr­ir­tækja og þjón­ustu­að­ila í kringum rækt­un, vinnslu og mark­aðs­mál gætu skilað jafn­miklum verð­mætum og greinin sjálf. Til þessa þarf sam­stillt átak opin­berra aðila og fyr­ir­tækja í grein­inni og hvetj­andi umhverfi fyrir tækni­þróun og nýsköp­un.

Nán­ari umfjöllun um ofan­greint mál­efni má heyra á ráð­stefnu Strand­bún­aðar um fisk­eldi á Grand Hótel dag­ana 21 – 22 mars nk.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar