Fiskeldi og ræktun í sjó

Júlíus Birgir Kristinsson skrifar um vannýtt tækifæri á tímum breyttra neysluvenja.

Auglýsing

Miklar breytingar hafa átt sér stað í matvælaneyslu heimsins á síðustu áratugum. Vaxandi millistéttir milljónaþjóða, einkum í Asíu, sem áður lifðu að mestu á hrísgrjónum og korni, vilja nú kjöt og fisk á sinn disk, en á Vesturlöndum gerast æ fleiri grænmetisætur m.a. af umhverfisástæðum. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og beri með sér margvíslegar áskoranir en einnig tækifæri.

Öll framleiðsla matvæla hvílir á frumframleiðslu plantna sem nýta sólarorku til vaxtar, hvort sem er á sjó eða landi. Samt er það svo að þótt plöntuframleiðsla sjávar og lands sé nánast jafn mikil, eru einungis um 5 % af fæðuframboði heimsins úr sjó. Er það vísbending um vannýtt tækifæri til matvælaframleiðslu?

Kjötframleiðsla er fóðurfrek, kallar á mikið ræktarland og veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Fiskistofnar heimsins eru fullnýttir og því geta fiskveiðar ekki vaxið en fiskeldi vex hröðum skrefum og framleiðsla þess er nú meiri en fiskveiða. Stærstur hluti fiskeldis er í Asíu, um 2/3 þess í Kína. Við höfum einnig orðið vitni að ævintýralegri uppbyggingu laxeldis í Noregi og öðrum nágrannalöndum okkar. Laxeldið hófst í Noregi fyrir alvöru fyrir tæpum 40 árum. Árið 1982 framleiddu þeir um 5000 tonn af eldislaxi og þótti gott. Uppbyggingunni fylgdu þó mörg vandamál og síbreytileg eftir því sem greininni fleygði fram en frá upphafi hafa opinberir aðilar og fyrirtækin tekið höndum saman um að leysa þau. Árið 2017 var framleiðsla Norðmanna á eldislaxi komin í nær eina milljóna tonna, að útflutningsverðmæti um 850 milljarða íslenskra króna. Það er ríflega fjórum sinnum meira en heildarútflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða það ár.

Auglýsing

Uppbygging fiskeldis á Íslandi hefur gengið hægar og með nokkrum áföllum. Dæmin sýna þó að hægt er að byggja upp fiskeldi og ræktun í sjó við mismunandi aðstæður; einnig við Ísland. Aðstæður í ferskvatni og í sjó hér við land eru um margt sérstakar. Þær eru krefjandi en í þeim felast einnig tækifæri til að marka íslenskum eldisafurðum sérstöðu sem hágæðavöru. Hreinn og næringarríkur sjór getur af sér afbragðsvöru og hér eru einstakar aðstæður fyrir sérhæft fiskeldi á landi. Þótt laxeldið hafi verið mest áberandi í umræðunni er fjöldi fyrirtækja á Íslandi að byggja upp eldi og ræktun annara lífvera í ferskvatni og sjó.

Þjóðin hefur frá upphafi reitt sig á landbúnað sem byggir á grasrækt og annarri frumframleiðslu plantna á landi til að framleiða próteinrík matvæli. Þörungasvif innan 200 mílna landhelgi Íslands er gríðarlega stór auðlind. Árleg frumframleiðsla þess er nálægt einum milljarði tonna, um 100 sinnum meira en frumframleiðsla á landi. Nú er orðið tímabært að nýta “beitarlandið“ í sjónum. Sem dæmi má nefna að með því að nýta um 1 % af þessari auðlind, þörungasviðið, mætti rækta eina milljón tonna af skeldýrum, en þau lifa á því að sía þörungana. Ef vel tækist til, gæti slík framleiðsla skapað álíka verðmæti og allur sjávarútvegur landsins í dag.

Núverandi aðferðir í skelfiskræktun eru kostnaðarsamar og mannfrekar og blasir við að lækka þarf ræktunarkostnað. Þetta og önnur óleyst vandamál í greininni hamla arðsemi og uppbyggingu hennar. Vænta má að öflug tækniþróun geti leyst mörg vandamála skelræktarinnar, rétt eins og gerst hefur í laxeldinu. Tækifæri til nýsköpunar eru mýmörg og uppbygging tæknifyrirtækja og þjónustuaðila í kringum ræktun, vinnslu og markaðsmál gætu skilað jafnmiklum verðmætum og greinin sjálf. Til þessa þarf samstillt átak opinberra aðila og fyrirtækja í greininni og hvetjandi umhverfi fyrir tækniþróun og nýsköpun.

Nánari umfjöllun um ofangreint málefni má heyra á ráðstefnu Strandbúnaðar um fiskeldi á Grand Hótel dagana 21 – 22 mars nk.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar