Fiskeldi og ræktun í sjó

Júlíus Birgir Kristinsson skrifar um vannýtt tækifæri á tímum breyttra neysluvenja.

Auglýsing

Miklar breyt­ingar hafa átt sér stað í mat­væla­neyslu heims­ins á síð­ustu ára­tug­um. Vax­andi milli­stéttir millj­óna­þjóða, einkum í Asíu, sem áður lifðu að mestu á hrís­grjónum og korni, vilja nú kjöt og fisk á sinn disk, en á Vest­ur­löndum ger­ast æ fleiri græn­metisætur m.a. af umhverf­is­á­stæð­um. Lík­legt er að þessi þróun haldi áfram og beri með sér marg­vís­legar áskor­anir en einnig tæki­færi.

Öll fram­leiðsla mat­væla hvílir á frum­fram­leiðslu plantna sem nýta sól­ar­orku til vaxt­ar, hvort sem er á sjó eða landi. Samt er það svo að þótt plöntu­fram­leiðsla sjávar og lands sé nán­ast jafn mik­il, eru ein­ungis um 5 % af fæðu­fram­boði heims­ins úr sjó. Er það vís­bend­ing um van­nýtt tæki­færi til mat­væla­fram­leiðslu?

Kjöt­fram­leiðsla er fóð­ur­frek, kallar á mikið rækt­ar­land og veldur mik­illi losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Fiski­stofnar heims­ins eru full­nýttir og því geta fisk­veiðar ekki vaxið en fisk­eldi vex hröðum skrefum og fram­leiðsla þess er nú meiri en fisk­veiða. Stærstur hluti fisk­eldis er í Asíu, um 2/3 þess í Kína. Við höfum einnig orðið vitni að ævin­týra­legri upp­bygg­ingu lax­eldis í Nor­egi og öðrum nágranna­löndum okk­ar. Lax­eldið hófst í Nor­egi fyrir alvöru fyrir tæpum 40 árum. Árið 1982 fram­leiddu þeir um 5000 tonn af eld­is­laxi og þótti gott. Upp­bygg­ing­unni fylgdu þó mörg vanda­mál og síbreyti­leg eftir því sem grein­inni fleygði fram en frá upp­hafi hafa opin­berir aðilar og fyr­ir­tækin tekið höndum saman um að leysa þau. Árið 2017 var fram­leiðsla Norð­manna á eld­is­laxi komin í nær eina millj­óna tonna, að útflutn­ings­verð­mæti um 850 millj­arða íslenskra króna. Það er ríf­lega fjórum sinnum meira en heild­ar­út­flutn­ings­verðmæti íslenskra sjáv­ar­af­urða það ár.

Auglýsing

Upp­bygg­ing fisk­eldis á Íslandi hefur gengið hægar og með nokkrum áföll­um. Dæmin sýna þó að hægt er að byggja upp fisk­eldi og ræktun í sjó við mis­mun­andi aðstæð­ur; einnig við Ísland. Aðstæður í ferskvatni og í sjó hér við land eru um margt sér­stak­ar. Þær eru krefj­andi en í þeim fel­ast einnig tæki­færi til að marka íslenskum eld­is­af­urðum sér­stöðu sem hágæða­vöru. Hreinn og nær­ing­ar­ríkur sjór getur af sér afbragðs­vöru og hér eru ein­stakar aðstæður fyrir sér­hæft fisk­eldi á landi. Þótt lax­eldið hafi verið mest áber­andi í umræð­unni er fjöldi fyr­ir­tækja á Íslandi að byggja upp eldi og ræktun ann­ara líf­vera í ferskvatni og sjó.

Þjóðin hefur frá upp­hafi reitt sig á land­búnað sem byggir á gras­rækt og annarri frum­fram­leiðslu plantna á landi til að fram­leiða prótein­rík mat­væli. Þör­unga­svif innan 200 mílna land­helgi Íslands er gríð­ar­lega stór auð­lind. Árleg frum­fram­leiðsla þess er nálægt einum millj­arði tonna, um 100 sinnum meira en frum­fram­leiðsla á landi. Nú er orðið tíma­bært að nýta “beit­ar­land­ið“ í sjón­um. Sem dæmi má nefna að með því að nýta um 1 % af þess­ari auð­lind, þör­unga­svið­ið, mætti rækta eina milljón tonna af skel­dýrum, en þau lifa á því að sía þör­ung­ana. Ef vel tæk­ist til, gæti slík fram­leiðsla skapað álíka verð­mæti og allur sjáv­ar­út­vegur lands­ins í dag.

Núver­andi aðferðir í skel­fisk­ræktun eru kostn­að­ar­samar og mann­frekar og blasir við að lækka þarf rækt­un­ar­kostn­að. Þetta og önnur óleyst vanda­mál í grein­inni hamla arð­semi og upp­bygg­ingu henn­ar. Vænta má að öflug tækni­þróun geti leyst mörg vanda­mála skel­rækt­ar­inn­ar, rétt eins og gerst hefur í lax­eld­inu. Tæki­færi til nýsköp­unar eru mýmörg og upp­bygg­ing tækni­fyr­ir­tækja og þjón­ustu­að­ila í kringum rækt­un, vinnslu og mark­aðs­mál gætu skilað jafn­miklum verð­mætum og greinin sjálf. Til þessa þarf sam­stillt átak opin­berra aðila og fyr­ir­tækja í grein­inni og hvetj­andi umhverfi fyrir tækni­þróun og nýsköp­un.

Nán­ari umfjöllun um ofan­greint mál­efni má heyra á ráð­stefnu Strand­bún­aðar um fisk­eldi á Grand Hótel dag­ana 21 – 22 mars nk.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar