Einhliða áróður í samgönguskipulagi höfuðborgarsvæðisins

Þórarinn Hjaltason, umferðarverkfræðingur, skrifar um umferðarskipulag, borgarlínu og alþjóðlegar fyrirmyndir.

Auglýsing

Áróður í skipu­lagi getur verið af hinu góða, ef hann gengur ekki út í öfg­ar. Sæm dæmi má nefna áróður um vist­vænar sam­göngur í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Flest okkar geta tekið undir það að æski­legt sé að breyta ferða­venjum okk­ar, auka gæði almenn­ings­vagna­þjón­ustu, ganga og hjóla meira og nota einka­bíl­inn minna. Sem dæmi má nefna að á s.l. ári var þverpóli­tísk sam­staða um að á næsta ári verði ferða­tíðni tvö­földuð á álags­tíma á stofn­leiðum Strætó bs á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Jafn­vel þó flestir virð­ist í grófum dráttum sam­mála um ofan­greind mark­mið í skipu­lagi sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þá er veru­legur ágrein­ingur um hvaða leiðir séu bestar til að ná mark­mið­un­um. Til að ein­falda málið má segja að einkum sé deilt um hvernig eigi að skipta tak­mörk­uðu fjár­magni í ann­ars vegar fjár­fest­ingar í vega­kerfi og hins vegar fjár­fest­ingar fyrir hágæða almenn­ings­sam­göng­ur. 

Ég tel að í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sé gert ráð fyrir allt of dýru hrað­vagna­kerfi (Borg­ar­lín­an). Áróður fyrir Borg­ar­lín­unni hefur gengið út í hreinar öfg­ar. Í stjórn­málum eru þekkt ýmis áróð­urs­brögð, s.s. tak­mark­aðar upp­lýs­ing­ar, hálf­sann­leik­ur, vill­andi upp­lýs­ingar eða jafn­vel hreinar rang­færsl­ur. Stjórn­mála­flokkar beita gjarnan slíkum brell­um, sér­stak­lega í aðdrag­anda kosn­inga. Hins vegar er ekki mikið um að slíkum áróð­urs­brögðum sé beitt í grein­ar­gerðum og öðrum gögnum sem tengj­ast skipu­lagi.

Auglýsing

Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040 var upp­haf­lega gert ráð fyrir að hágæða almenn­ings­sam­göngu­kerfi yrði annað hvort létt­lesta­kerfi (e. Light Rail Transit/L­RT) eða hrað­vagna­kerfi (e. Bus Rapid Transit/BRT). Frá­leitt er að umfangs­mikið léttlé­sta­kerfi komi til álita í 200.000 –  300.000 íbúa bíla­borg. Ég þekki engin for­dæmi fyrir því. Það hvarflar að manni að þetta hafi verið fyrir fram ákveðið áróð­urs­bragð til þess að fleiri myndu kaupa til­lögu um dýrt hrað­vagna­kerfi. Ef sú hefur ekki verið raun­in, þá er þetta meiri háttar dóm­greind­ar­leysi. Á s.l. ári var svæð­is­skipu­lag­inu breytt og ákveðið að hafa hrað­vagna­kerfi, sem áætlað var að myndi kosta 70 millj­arða ISK (ný kostn­að­ar­á­ætlun hljóðar upp á 80 millj­arða ISK).

Dýr­asti hluti hrað­vagna­kerf­is­ins er sér­rým­i/­sér­a­kreinar fyrir hrað­vagn­ana. Gert er ráð fyrir að meiri­hluti leiða­kerfis Borg­ar­línu verði í sér­rými. Það er mjög breyti­legt milli borga hversu hátt hlut­fall af sam­an­lagðri lengd hrað­vagna­leiða er með sér­a­krein­um. Í bíla­borgum Banda­ríkj­anna og Kanada er hlut­fallið að jafn­aði til­tölu­lega lágt, sér­stak­lega í minnstu borg­un­um. Sér­a­kreinar fyrir strætó eru yfir­leitt ekki gerðar nema þar sem eru langar biðraðir bíla á álags­tím­um. Ef við fylgjum þeirri venju, þá kostar ekki nema nokkra millj­arða að ljúka gerð sér­a­kreina fyrir strætó á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þannig má spara nokkra tugi millj­arða, án þess að það komi að ráði niður á þjón­ustu strætó. Eðli­legt hefði verið að stilla ódýru  hrað­vagna­kerfi upp sem val­kosti í svæð­is­skipu­lags­vinn­unni. Í það minnsta hefði átt að upp­lýsa í grein­ar­gerð með svæð­is­skipu­lag­inu að ódýr hrað­vagna­kerfi verði yfirleitt fyrir val­inu í litlum bíla­borgum Banda­ríkj­anna og Kanada. Gæði hrað­vagna­kerfa umfram venju­leg strætó­kerfi eru einkum fólgin í hærri með­al­öku­hraða og ferða­tíðni.

Þegar aðstand­endur Borg­ar­lín­unnar ræða um að breyttar ferða­venjur muni leiða til þess að bíla­um­ferð verði 20% minni en ella árið 2040 þá er gjarnan sagt í leið­inni að Borg­ar­línan sé veiga­mik­ill þáttur í því. Fólk sem hlustar á þetta eða les um þetta fær gjarnan á til­finn­ing­una að Borg­ar­línan muni leiða til þess að bíla­um­ferð verði 20% minni en ella árið 2040. Þetta er mjög lævís áróður og hafa margir fallið í þá gildru að eigna Borg­ar­lín­unni þessi 20%. Sann­leik­ur­inn er sá að mark­miðið er að hlutur strætó (Borg­ar­línan + aðrir stætó­ar) vaxi úr 4% af öllum ferðum í dag upp í 12 % af öllum ferðum 2040. Það þykir mjög gott ef helm­ingur af nýjum far­þegum verði fyrr­ver­andi bíl­stjór­ar. Miðað við það mun Borg­ar­línan í besta falli leiða til þess að bíla­um­ferð verði 4-5 % minni en ella árið 2040.

Vef­síða Borg­ar­lín­unnar

Til þess að gera nán­ari grein fyrir ein­hliða áróðri í sam­bandi við Borg­ar­lín­una er ágætt að styðj­ast við vef­síð­una www.­borg­ar­l­in­an.is , sem vistuð er hjá Sam­tökum sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SS­H). Þar eru spurn­ingar og svör um Borg­ar­lín­una. Til­vitn­anir í vef­síð­una eru innan gæsalappa:

„Upp­bygg­ing Borg­ar­línu er í sam­ræmi við það sem er að ger­ast í lönd­unum í kringum okkur í álíka stórum og minni borg­ar­sam­fé­lög­um“. Þetta eru vill­andi upp­lýs­ingar þar eð þetta á t.d. ekki við um Stóra-Bret­land. 

„Nær allar nor­rænar borgir af svip­aðri stærð og höf­uð­borg­ar­svæðið eru að vinna að sam­bæri­legum lausnum eða eru þegar komnar með þær“. Þessi full­yrð­ing er nær sanni. Metn­að­ar­fyllsta hrað­vagna­kerfið er vænt­an­legt á Stavan­ger­svæð­inu. Byrjað er að byggja það og á að ljúka fram­kvæmdum 2024. Þá verður sam­an­lögð lengd „Bus­sveien“, þ.e. sér­rýma fyrir hrað­vagna, 50 km og verður það Evr­ópu­met. Verk­efn­is­stjóri und­ir­bún­ings að Borg­ar­lín­unni upp­lýsti í grein í Mbl í des­em­ber 2017 að „Bus­sveien“ væri veiga­mikil fyr­ir­mynd fyrir Borg­ar­lín­una. Upp­haf­lega var áætl­aður kostn­aður við „Bus­sveien“ í Stavan­ger sam­bæri­legur við áætl­aðan stofn­kostnað við Borg­ar­lín­una, en nýjasta áætl­unin hljóðar upp á 170 millj­arða ISK.

Myndin sýnir hluta af „Bussveien“ í Stavanger. Heimild: Vefsíðan „Dette er Bussveien“.

Kanada og Banda­ríkin til­heyra kannski ekki þeim löndum sem eru „í kringum okk­ur“. Hins vegar hefði verið eðli­legt að upp­lýsa um hvað sé að ger­ast í þeim löndum í borgum af sam­bæri­legri stærð og höf­uð­borg­ar­svæð­ið, ekki síst vegna þess að einka­bíll­inn er álíka vin­sæll á Íslandi eins og í þessum lönd­um. Sam­bæri­legar borgir í Kanada og BNA eru yfir­leitt bíla­borgir eins og höf­uð­borg­ar­svæð­ið, gagn­stætt því sem gildir um evr­ópskar borg­ir. Fyrir um ári síðan kynnti ég mér sam­göngu­á­ætl­anir á 36 borg­ar­svæðum í BNA með 200.000-300.000 íbúa. Aðeins tvö þeirra eru komin með hrað­vagna­kerfi (BRT). Af hinum 34 eru 6 borg­ar­svæði með BRT eða létt­lesta­kerfi (LRT) á lang­tíma­á­ætl­un. Af þeim 28 sem eftir standa verður fýsi­leiki BRT eða LRT kann­aður á skipu­lags­tíma­bil­inu (sem nær gjarnan til 2040) á 8 borg­ar­svæð­um. Sam­kvæmt þessu virð­ast sam­göngu­yf­ir­völd á 20 af þessum 36 borg­ar­svæðum ekki vera að spá í BRT eða LRT. 

Á vef­síðu Borg­ar­lín­unnar er teng­ill á kynn­ing­arglærur SSH. Þar er m.a. glæra um erlend dæmi um hágæða almenn­ings­sam­göngur í borgum af svip­aðri stærð og höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Upp­gef­inn íbúa­fjöldi á í mörgum til­vikum aðeins við borg­ina sjálfa en ekki borg­ar­svæð­ið. Gróf­asta dæmið er íbúa­fjöldi Albany, sem er höf­uð­borg New Yor­krík­is. Íbúa­fjöldi borg­ar­innar sjálfrar er tæp 100.000, en íbúa­fjöldi Albany­svæð­is­ins er um 1,2 millj­ónir

Á Norð­ur­lönd­unum má nefna að íbúa­fjöldi Ála­borgar er um 214.000 en ekki 120.000.  

Þarna kemur m.a. fram að íbúa­fjöldi Berg­en­svæð­is­ins er rúm 400.000 og Stavan­ger­svæð­is­ins um 325.000, en á kynn­ing­arglær­unum er aðeins greint frá íbúa­fjölda Bergen sem 260.000 og Stavan­ger sem 240.000. Íbúa­fjöldi Mal­mösvæð­is­ins er um 700.000, og skv. þess­ari heim­ild er Lund­ur, sem til­greindur er á kynn­ing­arglærum borg­ar­lín­unn­ar, hluti af Mal­mösvæð­inu. Í Wikipedia er vakin athygli á að erfitt sé að raða þessum borg­ar­svæðum í rétta röð vegna mis­mun­andi skil­grein­inga á borg­ar­svæðum eftir lönd­um. Til að gæta allrar sann­girni þá er rétt að upp­lýsa að ef leitað er að íbúa­fjölda borg­ar­svæða á vefn­um, þá gefa leit­ar­orðin „Metropolitan Area“ að jafn­aði hærri tölur en leit­ar­orðin „Urban Area“. 

Á vef­síð­unni er spurt: „Hvað ef við sleppum Borg­ar­lín­u?“. Eft­ir­far­andi eru hlutar af svar­inu: „Ef ekki verður af Borg­ar­línu er óhjá­kvæmi­legt að fjár­festa í vega- og gatna­kerfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fram til árs­ins 2040 fyrir allt að 250 milj­arða króna“......“­Þrátt fyrir ofan­greindar fjár­fest­ingar munu umferð­ar­tafir nær tvö­fald­ast fram til árs­ins 2040“ Þetta er væg­ast sagt mjög vill­andi fram­setn­ing. Les­andi getur hæg­lega fengið á til­finn­ing­una að með Borg­ar­lín­unni megi spara megnið af þessum 250 millj­örðum og umferð­ar­tafir auk­ist miklu minna. Svo er alls ekki. Að mínu mati mun Borg­ar­línan aðeins leiða til þess að umferð árið 2040 verði í besta falli um 4-5% minni en ella. Auk þess tel ég að ódýrt hrað­vagna­kerfi, eins og ég hef lýst hér að ofan, gæti leitt til næstum sama ávinn­ings. Talan 250 millj­arðar er reyndar allt of há, ef hér er átt við fjár­fest­ingar í þjóð­vegum á svæð­inu, jafn­vel þó reiknað sé með Sunda­braut. 

Í svari við spurn­ing­unni „Munu sjálf­keyr­andi bílar gera Borg­ar­lín­una óþarfa?“ er þetta hluti af svar­inu: „Rann­sóknir benda til að án öfl­ugra almenn­ings­sam­gangna auk­ist bíla­um­ferð veru­lega með sjálf­keyr­andi bíl­um. Þeir munu því ekki leysa þann vanda sem við er að etja á næstu árum.“ 

Það eru mjög skiptar skoð­anir um hvaða áhrif sjálf­keyr­andi bílar muni hafa á umferð­ar­magn. Sumir telja að umferð muni aukast vegna þess að fleiri fái tæki­færi til að ferð­ast með bíl. Aðrir telja að umferð muni minnka vegna þess að sjálf­keyr­andi leigu­bílar eða „skutl­ur“ muni verða vin­sælar og hvetja til samakst­urs. Látum það liggja á milli hluta í þess­ari umræðu. Aðal­at­riðið er að þetta svar á e.t.v. við um millj­óna­borgir með öfl­ugum almenn­ings­sam­göng­um, en það á alls ekki við um höf­uð­borg­ar­svæðið þar sem hlutur strætó er aðeins 4% af öllum ferð­um. Á vef­síð­unni er vísað til skýrslu OECD.

Skýrslan er jákvæð hvað varðar samakstur í sjálf­keyr­andi leigu­bíl­u­m/skutl­um, enda heitir hún „Urban Mobility Upgrade – How shared sel­f-dri­v­ing cars could change city traffic“. Á bls. 6 er í yfir­liti yfir nið­ur­stöður m.a. þetta:

„Self-dri­v­ing vehicles could change public tran­sport as we cur­rently know it. For small and medi­um-sized cities it is conceivable that a shared fleet of sel­f-dri­v­ing vehicles could comp­let­ely obvi­ate the need for tra­ditional public tran­sport.“

Sjálfkeyrandi skutla frá Local Motors. Mynd fengin frá vefsíðu Digital Trends.

Í skýrslu OECD er m.a. verið að skoða hvað myndi ger­ast í Lissa­bon fyrir mis­mun­andi sviðs­mynd­ir. Á Lissa­bon­svæð­inu búa 2,8 milljón manns. Hlutur almenn­ings­sam­gangna er 36% af ferðum á svæð­inu, þar af eru ferðir í lestum 24 % (öflugar almenn­ings­sam­göng­ur). Það er því mun erf­ið­ara að vera án almenn­ings­sam­gangna á Lissa­bon­svæð­inu en hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í einni sviðs­mynd­inni er reiknað með því að sjálf­keyr­andi skutlur komi í stað strætó, sjá töflu 5 á bls. 20. Ef lestar­ferðir verða óbreyttar og að öðru leyti ein­göngu samakstur (ride-s­har­ing) í skutlum þá eykst bíla­um­ferð um 6%. Í þeirri sviðs­mynd að allar almenn­ings­sam­göngur verði óbreyttar og að öðru leyti ein­göngu samakstur í skutlum verður bíla­um­ferð á álags­tíma í Lissa­bon aðeins 35,2% af því sem er í dag, sjá töflu 8 á bls. 25. Þessar sviðs­myndir eru auð­vitað aðeins reikn­ings­dæmi út frá mis­mun­andi for­sendum til þess að geta myndað sér skoðun um lík­leg áhrif samakst­urs í skutl­um. Vænt­an­leg nið­ur­staða er innan þess­ara ramma. Lík­leg­ast verður þátt­taka í samakstri aldrei 100 %. Minnkun á bíla­um­ferð í Lissa­bon myndi leiða til þess að ein­hver hluti af þeim sem ferð­ast með strætó eða lest myndu breyta til og ferð­ast með sjálf­keyr­andi bíl. 

Veg­tollar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Nú er rætt um að fjár­magna Borg­ar­lín­una með inn­viða­gjöldum og veg­tollum eða tafagjöldum (congestion charges). Um inn­viða­gjöldin hefur verið rætt frá upp­hafi, en aðstand­endur Borg­ar­lín­unnar hafa lítið sem ekk­ert minnst á veg­tolla eða tafagjöld fyrr en núna nýlega í sam­bandi við umræður um sam­göngu­á­ætlun 2019-2033. Í einni af skýrslum COWI er minnst á að e.t.v. þurfi að hafa veg­tolla til þess að ná mark­mið­inu um að ferðir með strætó verði 12% af öllum ferð­um. Þegar verk­efna­stjóri und­ir­bún­ings að Borg­ar­lín­unni upp­lýsti það í Morg­un­blað­inu í des­em­ber 2017 að „Bus­sveien“ í Stavan­ger væri ein helsta fyr­ir­myndin að Borg­ar­lín­unni, þá fór mig fljót­lega að gruna að stefnt væri að því að inn­leiða tafagjöld á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þótt ekki væri rætt um þennan mögu­leika opin­ber­lega svo ég viti til fyrr en í nóv­em­ber s.l. í skýrslu verk­efna­hóps sam­göngu­ráð­herra og SSH. Rétt er að taka fram að ekki er búið að taka end­an­lega ákvörðun um gjald­töku. Í skýrsl­unni er einnig rætt um þann mögu­leika að taka gjöld af bíla­um­ferð um ein­staka vega­fram­kvæmd­ir, sem eru á sam­göngu­á­ætl­un. 

Á Stavan­ger­svæð­inu er mark­miðið að auka hlut strætó úr 8% af öllum ferðum upp í 15% af öllum ferð­um. Eitt af tól­unum til að ná 15% mark­mið­inu var að tvö­falda upp­hæð tafagjalda á álags­tíma og var gjald­töku­stöðvum fjölgað upp í um 60. Gjöldin voru hækkuð 1. októ­ber s.l. Sett er þak á tafagjöld pr. bíl pr. mán­uð, þannig að fyrir hvern bíl þarf ekki að greiða meir en rúm­lega 400.000 ISK á ári.

Ein af 38 nýjum gjaldtökustöðvum á Stavangersvæðinu. Mynd: Alise Lea Tiller.

Tafagjöld (congestion charges) eru væg­ast sagt óvin­sæl gjöld, enda var háum tafagjöldum mót­mælt harka­lega á Stavan­ger­svæð­inu um og rétt eftir 1. októ­ber s.l., m.a. með því að vinna skemmd­ar­verk á gjald­töku­stöðv­um. Borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík sagði nýlega að veggjöld væru algeng í borgum erlend­is. Það má e.t.v. til sanns vegar færa varð­andi veggjöld á ein­staka vegum í borg­um, en tafagjöld eru sjald­gæf ein­fald­lega vegna þess að það er póli­tískt erfitt að koma þeim á. Gjöldin þurfa að vera há til þess að draga úr umferð­ar­á­lagi að ein­hverju marki. Það er þá helst að sæmi­leg sátt hefur náðst um að koma á tafagjöldum í sumum millj­óna­borg­um, þar sem umferð­ar­á­stand er mjög erfitt. Stavan­ger er ein af fáum minni borgum sem rukka tafagjöld. Nor­egur er reyndar í sér­flokki hvað þetta varð­ar.

Loka­orð

Ef áróður fyrir hágæða almenn­ings­sam­göngum hefði ekki verið svona ein­hliða og ódýru hrað­vagna­kerfi hefði verið stillt upp sem val­kosti, þá er ég sann­færður um að Borg­ar­línu­val­kost­ur­inn hefði ekki orðið jafn vin­sæll og skoð­ana­kann­anir hafa gefið til kynna. Síðan má velta því fyrir sér hvort ekki hefði verið fara­sælla að kjósa um þessa tvo val­kosti og fjár­mögnun þeirra sam­hliða síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

Höf­undur er umferð­ar­verk­e­fræð­ing­ur, með BS í verk­fræði frá Cambridge háskóla, MS í verk­fræði frá DTU og MBA frá Dur­ham háskóla.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar