Harðlífi varðmanna Landsréttar

Jóhann Hauksson skrifar um Landsréttarmálið og segir að þegar Alþingi gerir samninga sé það að nota heimildir fullveldis sér til hagsbóta en ekki að afsala sér fullveldinu.

Auglýsing

Ára­tugum saman varð öllum ljóst sem hófu laga­nám við Háskóla Íslands að til þess að eiga von um ein­hvern frama sem dóm­ari, sýslu­mað­ur, fógeti, lög­reglu­stjóri, hátt­settur emb­ætt­is­maður í stjórn­kerf­inu o.s.frv. yrðu menn þegar á öðru ári í námi að ganga í Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Til að byrja með dygði að vera virkur í Heimdalli eða SUS.

Mér heyr­ist þessi elíta, sem H.Í. fram­leiddi,  nú hafa stigið einu skrefi of langt í bræði sinni vegna dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um Lands­rétt. Tónn­inn er þessi: Hvernig vogar þetta yfir­gangs­sama alþjóð­lega vald að traðka á full­veldi okkar og reyna að segja Sjálf­stæð­is­flokknum hvernig skipa eigi dóm­ara á Íslandi?

Ha, inn­rás... óskapn­að­ur?

Jón Steinar Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari er hvat­vís eins og oft áður og ham­ast gegn þeim sem vilja una dómi MDE frekar en að áfrýja til æðra stigs. Á Eyj­unni segir hann 19. mars: „Ráð­herr­ann má ekki láta undan þessu. Við verðum að gefa þessum dóm­stól þar ytra tæki­færi til að leið­rétta villu sína. Verði nið­ur­staðan sú að stað­festa inn­rás­ina sem und­ir­deildin gerði í full­veldi Íslands, hljótum við að þurfa að hugsa okkar mál. Viljum við vera áfram sjálf­stætt og full­valda ríki eða viljum við fela yfir­ráð okkar mála í hendur erlendra stofn­ana?“

Auglýsing

Fram á völl­inn kom einnig sama dag Arnar Þór Jóns­son hér­aðs­dóm­ari í Morg­un­blað­inu og sagði: „Að íhug­uðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE sé rétt­ar­fars­legt gust­uka­verk, heldur tel ég að nið­ur­staðan sé ný teg­und óskapn­að­ar, sem aðild­ar­þjóðir hljóti að sam­ein­ast gegn í þeim til­gangi að verja full­veldi sitt.“

Undir þessa þjóð­rembu taka menn eins og Sig­urður G. Guð­jóns­son lög­maður sem bað menn nú endi­lega að lesa þessa „lög­fræði“ Arn­ars í Mogg­an­um. Svo bregð­ast kross­tré sem önnur tré.

Við þessa menn og þjóð­remblana sem stofna senn flokk Sannra Íslend­inga eða Þjóð­vina­flokk vil ég segja eft­ir­far­andi:

Bara anda rólega

Eðli­lega leiðir af fram­an­sögðu að eng­inn lög­lærður maður íslenskur hefur um langt skeið þorað að segja sann­leik­ann um full­veldið og samn­inga við erlend ríki.

Sam­kvæmt stjórn­ar­skrá gerir Alþingi samn­inga við erlend ríki. Þjóð­rembu­menn hafa jafnan gengið út frá því að slíkir samn­ingar séu þjóð­inni hættu­legir og skað­sam­leg­ir. Stað­reyndir sýna hið þver­öf­uga enda er ávinn­ingur þjóð­ar­innar ástæðan til þess að samn­ingar eru gerð­ir. Ef eitt­hvað breyt­ist og samn­ing­ur­inn þykir ekki hag­felldur þjóð­inni lengur er hægt að segja honum upp. EES samn­ing­ur­inn, sem pirrar svo mjög öfga­fyllstu Sjálf­stæð­is­menn, er grund­völlur vel­meg­unar almenn­ings á Íslandi. Þetta hefur meira að segja utan­rík­is­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins við­ur­kennt.  

Þegar Alþingi gerir samn­inga er það að nota heim­ildir full­veldis sér til hags­bóta en ekki að afsala sér full­veld­inu. Það er Alþingi sem metur hag eða óhag af samn­ing­um, en ekki Jón Steinar Gunn­laugs­son eða dóm­arar Hér­aðs­dóms. Sem betur fer.

Sá stóri meiri­hluti Íslend­inga sem ekki er í Sjálf­stæð­is­flokknum hefur aug­ljósa og mikla hags­muni af því að geta leitað til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu þegar þeir ná ekki lögum hér heima.

Þessi mögu­leiki fer óum­ræði­lega í taug­arnar á Flokknum sem ræður dóms­vald­inu á Íslandi. Sá mögu­leiki, að skjóta málum út fyrir frum­stætt ban­ana­lýð­veldi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er hald­reipi almenn­ings á Íslandi.

Höf­undur er blaða­maður búsettur í Dan­mörku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar