Harðlífi varðmanna Landsréttar

Jóhann Hauksson skrifar um Landsréttarmálið og segir að þegar Alþingi gerir samninga sé það að nota heimildir fullveldis sér til hagsbóta en ekki að afsala sér fullveldinu.

Auglýsing

Ára­tugum saman varð öllum ljóst sem hófu laga­nám við Háskóla Íslands að til þess að eiga von um ein­hvern frama sem dóm­ari, sýslu­mað­ur, fógeti, lög­reglu­stjóri, hátt­settur emb­ætt­is­maður í stjórn­kerf­inu o.s.frv. yrðu menn þegar á öðru ári í námi að ganga í Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Til að byrja með dygði að vera virkur í Heimdalli eða SUS.

Mér heyr­ist þessi elíta, sem H.Í. fram­leiddi,  nú hafa stigið einu skrefi of langt í bræði sinni vegna dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um Lands­rétt. Tónn­inn er þessi: Hvernig vogar þetta yfir­gangs­sama alþjóð­lega vald að traðka á full­veldi okkar og reyna að segja Sjálf­stæð­is­flokknum hvernig skipa eigi dóm­ara á Íslandi?

Ha, inn­rás... óskapn­að­ur?

Jón Steinar Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari er hvat­vís eins og oft áður og ham­ast gegn þeim sem vilja una dómi MDE frekar en að áfrýja til æðra stigs. Á Eyj­unni segir hann 19. mars: „Ráð­herr­ann má ekki láta undan þessu. Við verðum að gefa þessum dóm­stól þar ytra tæki­færi til að leið­rétta villu sína. Verði nið­ur­staðan sú að stað­festa inn­rás­ina sem und­ir­deildin gerði í full­veldi Íslands, hljótum við að þurfa að hugsa okkar mál. Viljum við vera áfram sjálf­stætt og full­valda ríki eða viljum við fela yfir­ráð okkar mála í hendur erlendra stofn­ana?“

Auglýsing

Fram á völl­inn kom einnig sama dag Arnar Þór Jóns­son hér­aðs­dóm­ari í Morg­un­blað­inu og sagði: „Að íhug­uðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE sé rétt­ar­fars­legt gust­uka­verk, heldur tel ég að nið­ur­staðan sé ný teg­und óskapn­að­ar, sem aðild­ar­þjóðir hljóti að sam­ein­ast gegn í þeim til­gangi að verja full­veldi sitt.“

Undir þessa þjóð­rembu taka menn eins og Sig­urður G. Guð­jóns­son lög­maður sem bað menn nú endi­lega að lesa þessa „lög­fræði“ Arn­ars í Mogg­an­um. Svo bregð­ast kross­tré sem önnur tré.

Við þessa menn og þjóð­remblana sem stofna senn flokk Sannra Íslend­inga eða Þjóð­vina­flokk vil ég segja eft­ir­far­andi:

Bara anda rólega

Eðli­lega leiðir af fram­an­sögðu að eng­inn lög­lærður maður íslenskur hefur um langt skeið þorað að segja sann­leik­ann um full­veldið og samn­inga við erlend ríki.

Sam­kvæmt stjórn­ar­skrá gerir Alþingi samn­inga við erlend ríki. Þjóð­rembu­menn hafa jafnan gengið út frá því að slíkir samn­ingar séu þjóð­inni hættu­legir og skað­sam­leg­ir. Stað­reyndir sýna hið þver­öf­uga enda er ávinn­ingur þjóð­ar­innar ástæðan til þess að samn­ingar eru gerð­ir. Ef eitt­hvað breyt­ist og samn­ing­ur­inn þykir ekki hag­felldur þjóð­inni lengur er hægt að segja honum upp. EES samn­ing­ur­inn, sem pirrar svo mjög öfga­fyllstu Sjálf­stæð­is­menn, er grund­völlur vel­meg­unar almenn­ings á Íslandi. Þetta hefur meira að segja utan­rík­is­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins við­ur­kennt.  

Þegar Alþingi gerir samn­inga er það að nota heim­ildir full­veldis sér til hags­bóta en ekki að afsala sér full­veld­inu. Það er Alþingi sem metur hag eða óhag af samn­ing­um, en ekki Jón Steinar Gunn­laugs­son eða dóm­arar Hér­aðs­dóms. Sem betur fer.

Sá stóri meiri­hluti Íslend­inga sem ekki er í Sjálf­stæð­is­flokknum hefur aug­ljósa og mikla hags­muni af því að geta leitað til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu þegar þeir ná ekki lögum hér heima.

Þessi mögu­leiki fer óum­ræði­lega í taug­arnar á Flokknum sem ræður dóms­vald­inu á Íslandi. Sá mögu­leiki, að skjóta málum út fyrir frum­stætt ban­ana­lýð­veldi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er hald­reipi almenn­ings á Íslandi.

Höf­undur er blaða­maður búsettur í Dan­mörku.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar