Fallegur hugur

Guðni Karl Harðarson fjallar um reynslusögu sína af einelti í aðsendri grein.

Auglýsing

Það getur verið svo erfitt að skrifa og segja frá að hafa orðið fyrir einelti. Þegar er tjáð sig um þessi mál getur farið svo að gerendur komi fram og viðurkenna ekki að hafa gert neitt. Segja að þetta sé tilbúningur. Þá getur farið svo að í gang fari ávirðingar og jafnvel árásir. Þetta er svo erfitt að fjalla um. Sést það best af því sem hefur gerst í öðrum eineltismálum þar sem þolandi hefur komið fram opinberlega. En við sem verðum fyrir einelti höfum þörf fyrir að segja frá því. Að sætta sálina og fá fyrirgefningu. Losa sig við þessa birði sem þetta getur haft á sálinni.

Hvað er það sem gerir okkur að þeim persónum sem við erum? Mótar okkur? Hvað er það sem er fast í okkur? Er það kannski að vera slæm og ill manneskja? Eða kannski þveröfugt, eins og að hafa fallegan og göfugan huga og sál? Getur slæmt ástand á heimili orðið til þess að gerandur eineltis verði til? Eða fjölskylduaðstæður eins og að vera fátækur og ganga í stagbættum fötum? Eða kannski líka að gerandinn fái aðra í lið með sér, til upphefja sig og verða foringinn í hópnum í ljótum leik. Það getur verið svo auðvelt að fá önnur börn í lið með sér.

Einelti er svo víðtækt og á margvíslegan máta. Mismunandi mikið og hefur mismunandi áhrif á þann sem verður fyrir því. Það er hræðilegt að verða fyrir einelti. Sérstaklega þegar það er mikið og síendurtekið. Þolandinn læsir sig þannig í lokaðri líkamsstöðu eins og með því að leggja handleggi upp að líkamanum, beygja líkamann og vera hokinn. Reynir að flýja aðstæður. Leggja á flótta og fela sig. Sálarástand þess sem verður fyrir miklu einelti er hreint ömurlegt. Eins og að spyrja sig að því: Hvað varð þess valdandi að þetta er að gerast? Hvers vegna ég? Af hverju fæ ég ekki að vera í friði? Sem síðan verður til þess að sá/sú sem verður fyrir eineltinu er yfirleitt einsamall og á fáa vini.

Auglýsing

Ég fékk mænuveiki á öðru ári. Gekk vinstri fótinn skakkt á utanverðan jarkann á ristinni (milli proximal phalanx og tarsus) og var styttri frá hæl fram að tám um 4 cm. Með tábergið þykkra og upp í loftið. Það ásamt því að vera svolítið lokaður, óframfærinn og introverted einstaklingur varð þess valdandi að ég varð fyrir mjög miklu einelti í skólanum. En ég gekk í Miðbæjarskólann sem barn.

Það voru sérstaklega tveir drengir sem lögðu mig mest í einelti og tóku sig oft saman í því að láta mig aldrei hafa frið. Fengu svo aðra krakka í lið með sér. Þetta lýsti sér í því að taka föt mín og skó og fela þau eða skemma. Elta mig og berja, fella mig á jörðina. Kalla mig illum nöfnum. Elta mig síðan heim úr skólanum. Bara það að ég reyndi að fela mig fyrir þeim þegar ég gat gerði það svo skemmtilegt fyrir þá þegar að þeir fundu mig. Eitt sinn dreymdi mig ljótan raundraum þar sem ég tók með mér hníf og stakk honum í maga annars stráksins og drap hann. Hafði ég miklar áhyggjur af þessu.

Ég tek það fram að ég fékk alltaf að leika mér með í fótbolta og öðrum leikjum þó að vera alltaf síðast valinn. Og ekki man ég til þess að stelpur tækju nokkurn tíma þátt í eineltinu.

Eineltið fylgdi mér langt fram á fullorðinsárin. En breyttist þó smám saman með árunum. Eineltið lýsti sér á fullorðinsárunum með óvinsamlegum augngotum, auðsýndri lítilsvirðingu, lítilli virðingu fyrir skoðunum og þörfum mínum, upplýsingum haldið frá mér og var útilokaður frá hópnum. Eineltið lýsti sér líka í baktali og gat endað með hótunum, öskrum, gagnrýni og stríðni. Ég varð fyrir öllu þessu þó í mismunandi miklu magni.

Allt þetta einelti gerði það að verkum að ég var alltaf einn þegar ég var ekki að vinna. Bjó alltaf einn og hirti jafnvel ekki um að þrífa hjá mér heima. Henti bara öllu í hrúgu á gólfið. Var orðið sama um allt. Átti mjög bágt og var mjög óframfærinn. Gat ekki einu sinni talað í síma. Þorði ekki að taka tólið og vissi ekki hvað ég ætti að segja. Þetta var mér óbærilegt.

Seinna ákvað ég svo sjálfur að taka á þessum vanda. Aldrei hef ég fengið neina sérstaka hjálp til þess. Til dæmis varð vinna mín við Öryggisgæslu í seinni tíð til þess að styrkja mig. Einnig hef ég mjög mikið hugsað um hver ég vildi vera sem persóna og hver ég vildi svo alls ekki vera. Efla mig á allan þann máta sem ég gat.

Í dag er ég mjög breyttur einstaklingur og miklu öruggari í fasi og framkomu. Ég er með eigin vefsíðu sem heitir HVETJANDI.NET þar sem ég skrifa greinar um góð gildi og jákvæðni. Kannski eru ekki alveg allir sammála því sem þar er skrifað en það getur verið vegna mismunandi aðstæðna hverrar persónu fyrir sig.

Ég hef mjög sterkar skoðanir á flestum málefnum í þjóðfélaginu og þoli ekki fals, lygi og óheiðarleika. Ég tek mjög vel eftir og geri mér far um að lesa í líkamstjáningu fólks. Ég er nokkuð vel viss hvernig manneskja ég vil vera.

Tek það fram að það eru sérstakar upplýsingar inn á vefsíðu minni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar