Fallegur hugur

Guðni Karl Harðarson fjallar um reynslusögu sína af einelti í aðsendri grein.

Auglýsing

Það getur verið svo erfitt að skrifa og segja frá að hafa orðið fyrir ein­elti. Þegar er tjáð sig um þessi mál getur farið svo að ger­endur komi fram og við­ur­kenna ekki að hafa gert neitt. Segja að þetta sé til­bún­ing­ur. Þá getur farið svo að í gang fari ávirð­ingar og jafn­vel árás­ir. Þetta er svo erfitt að fjalla um. Sést það best af því sem hefur gerst í öðrum ein­elt­is­málum þar sem þol­andi hefur komið fram opin­ber­lega. En við sem verðum fyrir ein­elti höfum þörf fyrir að segja frá því. Að sætta sál­ina og fá fyr­ir­gefn­ingu. Losa sig við þessa birði sem þetta getur haft á sál­inni.

Hvað er það sem gerir okkur að þeim per­sónum sem við erum? Mótar okk­ur? Hvað er það sem er fast í okk­ur? Er það kannski að vera slæm og ill mann­eskja? Eða kannski þver­öf­ugt, eins og að hafa fal­legan og göfugan huga og sál? Getur slæmt ástand á heim­ili orðið til þess að gerandur ein­eltis verði til? Eða fjöl­skyldu­að­stæður eins og að vera fátækur og ganga í stag­bættum föt­um? Eða kannski líka að ger­and­inn fái aðra í lið með sér, til upp­hefja sig og verða for­ing­inn í hópnum í ljótum leik. Það getur verið svo auð­velt að fá önnur börn í lið með sér.

Ein­elti er svo víð­tækt og á marg­vís­legan máta. Mis­mun­andi mikið og hefur mis­mun­andi áhrif á þann sem verður fyrir því. Það er hræði­legt að verða fyrir ein­elti. Sér­stak­lega þegar það er mikið og síend­ur­tek­ið. Þol­and­inn læsir sig þannig í lok­aðri lík­ams­stöðu eins og með því að leggja hand­leggi upp að lík­am­an­um, beygja lík­amann og vera hok­inn. Reynir að flýja aðstæð­ur. Leggja á flótta og fela sig. Sál­ar­á­stand þess sem verður fyrir miklu ein­elti er hreint ömur­legt. Eins og að spyrja sig að því: Hvað varð þess vald­andi að þetta er að ger­ast? Hvers vegna ég? Af hverju fæ ég ekki að vera í friði? Sem síðan verður til þess að sá/sú sem verður fyrir ein­elt­inu er yfir­leitt ein­sam­all og á fáa vini.

Auglýsing

Ég fékk mænu­veiki á öðru ári. Gekk vinstri fót­inn skakkt á utan­verðan jark­ann á rist­inni (milli prox­imal phalanx og tarsus) og var styttri frá hæl fram að tám um 4 cm. Með tábergið þykkra og upp í loft­ið. Það ásamt því að vera svo­lítið lok­að­ur, ófram­fær­inn og introverted ein­stak­lingur varð þess vald­andi að ég varð fyrir mjög miklu ein­elti í skól­an­um. En ég gekk í Mið­bæj­ar­skól­ann sem barn.

Það voru sér­stak­lega tveir drengir sem lögðu mig mest í ein­elti og tóku sig oft saman í því að láta mig aldrei hafa frið. Fengu svo aðra krakka í lið með sér. Þetta lýsti sér í því að taka föt mín og skó og fela þau eða skemma. Elta mig og berja, fella mig á jörð­ina. Kalla mig illum nöfn­um. Elta mig síðan heim úr skól­an­um. Bara það að ég reyndi að fela mig fyrir þeim þegar ég gat gerði það svo skemmti­legt fyrir þá þegar að þeir fundu mig. Eitt sinn dreymdi mig ljótan raun­draum þar sem ég tók með mér hníf og stakk honum í maga ann­ars stráks­ins og drap hann. Hafði ég miklar áhyggjur af þessu.

Ég tek það fram að ég fékk alltaf að leika mér með í fót­bolta og öðrum leikjum þó að vera alltaf síð­ast val­inn. Og ekki man ég til þess að stelpur tækju nokkurn tíma þátt í ein­elt­inu.

Ein­eltið fylgdi mér langt fram á full­orð­ins­ár­in. En breytt­ist þó smám saman með árun­um. Ein­eltið lýsti sér á full­orð­ins­ár­unum með óvin­sam­legum augn­got­um, auð­sýndri lít­ils­virð­ingu, lít­illi virð­ingu fyrir skoð­unum og þörfum mín­um, upp­lýs­ingum haldið frá mér og var úti­lok­aður frá hópn­um. Ein­eltið lýsti sér líka í baktali og gat endað með hót­un­um, öskrum, gagn­rýni og stríðni. Ég varð fyrir öllu þessu þó í mis­mun­andi miklu magni.

Allt þetta ein­elti gerði það að verkum að ég var alltaf einn þegar ég var ekki að vinna. Bjó alltaf einn og hirti jafn­vel ekki um að þrífa hjá mér heima. Henti bara öllu í hrúgu á gólf­ið. Var orðið sama um allt. Átti mjög bágt og var mjög ófram­fær­inn. Gat ekki einu sinni talað í síma. Þorði ekki að taka tólið og vissi ekki hvað ég ætti að segja. Þetta var mér óbæri­legt.

Seinna ákvað ég svo sjálfur að taka á þessum vanda. Aldrei hef ég fengið neina sér­staka hjálp til þess. Til dæmis varð vinna mín við Örygg­is­gæslu í seinni tíð til þess að styrkja mig. Einnig hef ég mjög mikið hugsað um hver ég vildi vera sem per­sóna og hver ég vildi svo alls ekki vera. Efla mig á allan þann máta sem ég gat.

Í dag er ég mjög breyttur ein­stak­lingur og miklu örugg­ari í fasi og fram­komu. Ég er með eigin vef­síðu sem heitir HVETJ­AND­I.­NET þar sem ég skrifa greinar um góð gildi og jákvæðni. Kannski eru ekki alveg allir sam­mála því sem þar er skrifað en það getur verið vegna mis­mun­andi aðstæðna hverrar per­sónu fyrir sig.

Ég hef mjög sterkar skoð­anir á flestum mál­efnum í þjóð­fé­lag­inu og þoli ekki fals, lygi og óheið­ar­leika. Ég tek mjög vel eftir og geri mér far um að lesa í lík­ams­tján­ingu fólks. Ég er nokkuð vel viss hvernig mann­eskja ég vil vera.

Tek það fram að það eru sér­stakar upp­lýs­ingar inn á vef­síðu minni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar