Sementsverksmiðja ríkisins Akranesi – In memoriam

Dr. Guðmundur Guðmundsson fjallar ítarlega um Sementsverksmiðju ríkisins í aðsendri grein en áætlað er að fella skorstein verksmiðjunnar á Akranesi föstudaginn 22. mars 2019.

Sementsverksmiðja ríkisins
Sementsverksmiðja ríkisins
Auglýsing

Nú, þegar fram­­leiðslu- og stjórn­­un­­ar­­mann­­virki Sem­ents­verk­smiðj­unnar á Akra­­nesi eru að hverfa af yfir­­­borði jarð­­ar, finnst mér við hæfi að setja fram nokkur minn­ing­­ar­orð um þetta merka og ágæta fyr­ir­tæki. Vægi þess­­ara minn­inga er að mestu leyti tengt þeirri tækn­i­­legu þró­un, sem átti sér stað innan verk­smiðj­unnar á starfs­­tíma henn­­ar. Sem­ents­verk­smiðja rík­­is­ins var reist á árunum 1956 til 1958 og hóf hún starf­­semi 1958. Rekstur hennar og starf­­semi voru í sam­ræmi við það sem tíðk­að­ist hjá öðrum opin­berum fyr­ir­tækjum sem reist voru á Íslandi um miðja 20.öld­ina. Voru flest stærstu fram­­leiðslu­­fyr­ir­tæki lands­ins þá í opin­berri eigu, annað hvort rík­­is­ins eða sveita­­fé­laga. Stjórnir rík­­is­­fyr­ir­tækj­anna voru kosnar af sam­ein­uðu Alþingi til fjög­­urra ára í senn og skip­aði sitj­andi iðn­­að­­ar­ráð­herra for­­mann stjórn­­­ar­inn­­ar. Þetta fyr­ir­komu­lag var lítið þekkt í löndum með mark­aðs­bundnum efna­hags­­kerf­um, en segja má að það hafi gef­ist vonum framar hér. Er það áhuga­vert verk­efni fyrir sagn­fræð­inga fram­­tíð­­ar­innar að skoða.

Dr. Guðmundur GuðmundssonTækn­i­­legar aðstæður til fram­­leiðslu sem­ents á Íslandi voru að mörgu leyti erf­iðar og óhefð­bundn­­ar. Lítil reynsla var erlendis frá af notkun skelja­sands og líp­­­ar­íts sem hrá­efni í sem­ent, mark­að­­ur­inn var lít­ill og fram­­leiðslu­ein­ingin lítil og óhag­­kvæm. Af þeim sökum var upp­­haf­­lega sett í lög einka­­sala rík­­is­ins á sem­enti, sem síðan var felld niður í áföngum frá árinu 1971 vegna aðild­­ar­innar að EFTA.

Ekki fer mörgum sögum af Sem­ents­verk­smiðju rík­­is­ins fyrstu ár starf­­sem­inn­ar en síðan rísa þar upp deilur um fram­­leiðslu­­gæði og stjórn­­un­­ar­hætti. Deil­­urnar urðu harð­vít­ug­­ar, fram komu full­yrð­ingar um að sem­ents­­gæðin væru undir stað­al­­mörkum og auk þess kom í ljós viss fjár­­­mála­óreiða, m.a. skatta­laga­brot. Bæði verk­fræð­ingar og stjórn­­­mála­­menn blönd­uðu sér í umræð­­urn­ar og þess var jafn­­vel kraf­ist að verk­smiðj­unni yrði lok­að. Árið 1971 var að mestu komin regla á þessi mál verk­smiðj­unnar og ári seinna breytti iðn­­að­­ar­ráðu­­neytið stjórnun hennar á þann veg, að tveir fram­­kvæmda­­stjórar komu í stað eins áður; annar stýrði tækni- og fram­­leiðslu­sviði hennar en hinn fjár­­­mála­svið­inu. Í kjöl­farið var ég ráð­inn til starfa í verk­smiðj­unni sem fram­­kvæmda­­stjóri tækni- og fram­leiðslu­sviðs.

Auglýsing

Í aðdrag­anda þess­arar end­ur­skipu­lagn­ingar kynnt­ist ég nokkuð þeim vanda­­mál­um, sem fram­­leiðsla íslenska sem­ents­ins átti við að stríða. Ég kom til lands­ins frá námi erlendis í efna­verk­fræði árið 1965 og fékk þá starf hjá nýrri stofnun á vegum Rann­­sókna­ráðs rík­­is­ins, sem nefnd­ist Rann­­sókna­­stofnun bygg­ing­­ar­iðn­­að­­ar­ins. Meðal verk­efna þar var að skoða eig­in­­leika íslenska sem­ents­ins, sér­­stak­­lega vegna hættu á svo­­nefndri alka­lí­þenslu í steypu. Mörg íslensk steypu­efni, sér­­stak­­lega þau sem voru í notkun á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, voru virk gagn­vart alka­lí­­söltum og íslenska sem­entið hafði hátt inn­i­hald af þessum sölt­­um.

Á áætlun stjórn­­­valda voru stór­fram­­kvæmdir í virkj­ana- og hafn­­ar­­gerð þar sem kraf­ist var lágalka­lí-­sem­ents, svo að mikið var í húfi fyrir verk­smiðj­una að missa ekki þennan mark­að. Vegna alvar­­leika máls­ins var af hálfu stjórn­­­valda stofnuð sér­­­stök nefnd, Stein­­steypu­­nefnd, til þess að leysa alka­lí­­vanda­­málið og önnur mál er vörð­uðu gerð stein­­steypu og end­ingu henn­­ar. Nefndin hafði sama­­stað hjá Rann­­sókna­­stofnun bygg­ing­­ar­iðn­­að­­ar­ins og starf­aði þar meðan sú stofnun var við lýði. Ég fékk það verk­efni að finna leið til þess að breyta sam­­setn­ingu íslenska sem­ents­ins í þá veru, að notkun þess skap­aði ekki hættu á alka­lí­þenslu. Verk­efn­inu lauk 1971 og nið­­ur­­staða þess var, að með íblöndun vissra fínmal­aðra gos­efna, svo­­nefndra poss­óla­­nefna, í sem­entið mætti draga veru­­lega úr alka­lí­þensl­unni. Í fram­hald­inu var mér boðin áður­nefnd fram­­kvæmda­­stjóra­­staða við verk­smiðj­una og hóf ég þar störf í árs­­byrjun 1972.

Hófst nú góður kafli í starf­­semi verk­smiðj­unn­­ar. Ég mun í þessum minn­ing­­ar­orðum mínum aða­ll­ega fjalla um þann þátt í starf­­semi henn­ar sem ég var mest upp­­­tek­inn af næstu 20 árin. Þetta voru tækn­i­­legar fram­far­ir, sem byggð­ust mest á aukn­ingu á gæðum sem­ents­ins, en einnig á þró­un­­ar­vinnu við að útvíkka og nútíma­væða notkun þess. Sem­ents­verk­smiðja rík­­is­ins var t.d. fyrst í heim­inum til að fram­­leiða svo­­nefnt kís­­il­ryks-­­sem­ent og í fram­hald­inu nýja sem­ents­teg­und til nota í virkj­­anir og skyld mann­­virki. Sem­ents­verk­­smiðjan hóf síðan þró­un­­ar­vinnu við fram­­leiðslu á til­­­búnum múr­­blöndum og gjör­breyt­ingu á flutn­ingi þeirra og not­k­un. Þá er þess að geta að end­an­­leg hönnun „Ís­­lenska múr­­­kerf­is­ins“ var á vegum Sem­ents­verk­smiðj­unn­­ar. Kom sér þá vel að starfs­­fólk verk­smiðj­unnar var harð­snúið lið sem kunni vel til verka og átti mestan þátt í að leysa öll þau vanda­­mál sem upp komu.

Strax árið 1972 féllust stjórn Sem­ents­verk­smiðj­unnar og við­­skipta­­menn hennar á að breyta fram­­leiðsl­unni á þann hátt, sem rann­­sókn­­irnar á alka­lí­þensl­unni höfðu leitt í ljós. Líp­­­ar­ít­ið, sem var kís­­il­hrá­efnið í sem­ents­brennsl­una, hafði góða poss­ólan­eig­in­­leika og var farið af stað í áföngum að blanda því saman við sem­ents­gjallið við sem­ents­möl­un­ina. Þetta nýja sem­ent sýndi strax jákvæð áhrif.

Um þetta leyti var hafin bygg­ing kís­­il­­járn­verk­smiðju á Grund­­ar­tanga, sem síðan tók til starfa 1979. Aðal­­­vanda­­málið þar var myndun mik­ils magns af örfínu kís­­il­­dufti við fram­­leiðslu málm­­blend­is­ins, sem talið var að myndi valda mik­illi mengun og umhverf­is­­vanda. Rann­­sóknir á þessu ryki, t.d. í Nor­egi, höfðu sýnt mikil og jákvæð áhrif þess á gæði stein­­steypu, ef því var blandað í hana. Af hag­­kvæmni­á­stæðum var ákveðið að blanda því frekar beint í sem­ent­ið hér hjá okk­ur. Þeirri aðferð fylgdu þó vanda­­mál, mik­ill fín­­­leiki ryks­ins reynd­ist t.d. erf­iður við flutn­ing þess í loft­­flutn­ings­tækj­um sem nota þurfti til að koma ryk­inu að möl­un­­ar­kvörnum sem­ents­ins. Flutn­ings­tækin voru hönnuð í Nor­egi, en eftir mörg vanda­­mál við að láta þann búnað virka, tókst snjöllum starfs­mönnum Sem­ents­verk­smiðj­unnar að láta hann flytja næg­i­­legt magn af ryki. Þarna kom ein­­stæð þekk­ing og reynsla starfs­­manna fram­­leiðslu- og við­halds­deilda verk­smiðj­unnar af margs konar tækn­i­­vanda að góðum not­­um. Þetta nýja poss­óla­­nefni, sem fékk nafnið „kís­­il­ryk“, reynd­ist frá­­­bær­­lega vel í bar­átt­unni gegn alka­lí­þensl­unni; svo vel, að engin skemmda­til­­felli hafa komið fram í steypu bygg­inga reistra eftir árið 1979, þ.e. eftir að farið var að fram­­leiða þetta kís­­il­ryksem­ent. Á þessum tíma hafði eng­inn sem­ents­fram­­leið­andi fram­­leitt sem­ent með kís­­il­ryk­s-í­blönd­un. Um þetta leyti var verið að taka í notkun nýjan Evr­­ópu­­staðal fyrir sem­ent. Í honum hafði ekki verið gert ráð fyrir kís­­il­ryks­­sem­enti. Með aðstoð Sam­­bands evr­­ópskra sem­ents­fram­­leið­enda, sem Sem­ents­verk­­smiðjan var aðili að, tókst þó á síð­­­ustu stundu að fá þessa nýju sem­ents­teg­und skráða sér­­stak­­lega í stað­al­inn. Með íblöndun kís­­il­ryks­ins má segja að vandi íslenskrar stein­­steypu með alka­lí­­virkum steypu­efnum og alka­lí­­ríku sem­enti hafi verið leystur og menn vörp­uðu önd­inni létt­­ar.

En þó að íbúð­­ar­hús­næðið væri laust við alka­lí­þenslu var aðal­­­vanda­­málið eft­ir, þ.e.a.s. steypa í vatna­­mann­­virki: Virkj­an­ir, hafn­ir, brýr o.s.frv. Íslenski steypu­iðn­­að­­ur­inn var ekki hrif­inn af sem­enti með háu poss­ól­an­inn­i­haldi, því það dró úr hörðn­­un­­ar­hrað­a. Því var ráð­ist í nýja rann­­sókna­á­ætl­­un; fram­­leiðslu á svo­­nefndu virkj­ana­­sem­enti. Fyrsta virkj­ana­­sem­entið var blandað 25% af líp­­­ar­íti og notað í Sig­öld­u­­virkjun og nefnt „Sig­öld­u­­sem­ent“. Fram­­kvæmda­að­ilar þar létu sér þessa nýju sem­ents­gerð vel líka þó að hörðn­un­ar­hraði hennar væri minni en almenna sem­ents­ins, og reynslan af henni reynd­ist góð. Þróun þess­­ara sér­­teg­unda var haldið áfram og þegar Blönd­u­­virkjun var reist á níunda ára­tugnum var fram­­leitt í hana ný, mjög poss­ól­an­­rík blanda með þrem grunnefn­um; sem­ents­gjalli, kís­­il­ryki og líp­­­ar­íti. Var gjallið 65%, líp­­­ar­ítið 25% og kís­­il­rykið 10%. Þannig sér­­­sem­ent hefur fengið nafnið „þrí­­blönd­u­­sem­ent“ (tern­­ary cem­ent). Sem­ents­teg­und­in sem Sem­ents­verk­­smiðjan fram­­leiddi var nefnd „Blönd­u­­sem­ent“ og fékk hún skrán­ingu í poss­ól­ankafla Evr­­ópu­­stað­als­ins. Eins og með kís­­il­ryks­­sem­entið var þetta í fyrsta skipti, sem sem­ent með tveim poss­óla­­nefnum var fram­­leitt á mark­að. Síðan hafa margir erlendir sem­ents­fram­­leið­endur fetað í fótsporin enda er Blönd­u-­sem­entið talið sér­­stak­­lega umhverf­is­vænt með aðeins 65% af brenndu gjalli.

Þegar leið á níunda tug síð­­­ustu aldar virt­ust gæði íslenska sem­ents­ins vera orðin mjög mik­il, reynd­ust jafn­­vel meiri en þeirra sem­ents­teg­unda sem farið var að flytja inn um alda­­mótin 2000.

Staðfesting dansks sementsfyrirtækis á ágætum gæðum íslenska sementsins.

Var athygl­inni þá snúið mjög að því að minnka kolefn­is­­spor verk­smiðj­unnar með umbótum á brennslu sem­ents­gjall­­s­ins. Það verk hafði haf­ist tutt­ugu árum áður eða frá því elds­­neyt­inu var breytt úr olíu í kol. Um 1980 var ekki mikið farið að tala um lofts­lags­hlýnun eða kolefn­is­­spor, en verð á olíu hækk­­aði upp úr öllu valdi á átt­unda ára­tugnum og ógn­aði rekstri verk­smiðj­unn­­ar. Var þá lagt í að reisa búnað til brennslu kola við verk­smiðj­una, sem komst í gagnið árið 1983. Sú fram­­kvæmd var ekki auð­veld, margir fundu henni flest til for­áttu og sér­­stak­­lega var talin mikil meng­un­­ar­hætta af kolaryki. Í sam­komu­lagi við bæj­­­ar­yf­­ir­völd og íbúa var reynt að sýna fram á fram­farir í meng­un­­ar­vörnum og kynn­ing­­ar­­ferð farin með full­­trúum þess­­ara aðila í sem­ents­verk­smiðjur í Dan­­mörku og Sví­­þjóð. Elds­­­neyt­is­um­skiptin gengu til­­­tölu­­lega vel fyrir sig og óánægju­radd­­irnar hljóðn­­uðu.

Undir lok ald­­ar­inn­­ar, sér­­stak­­lega eftir ráð­­stefn­una í Kyoto, var mikil hreyf­­ing í sem­ents­iðn­­að­inum að minnka elds­­neyt­is­þörf hans. Auk not­k­unar á óbrenndum efnum eins og poss­ól­önum var farið að huga að notkun óhefð­bund­ins elds­­neytis svo sem úrgangs­efna. Hefur þess konar notkun vaxið stöðugt síð­an, t.d. brennsla hjól­barða. Í Sem­ents­verk­smiðju rík­­is­ins höfðu mög­u­­leikar poss­ól­aní­blönd­unar verið full­­reyndir á þessum tíma, en athug­­anir hófust á mög­u­­leik­­anum á brennslu spilli­efna.

Síðasta stjórn Sementsverksmiðju ríkisins kosin 1988. Fremri röð: Steinunn Sigurðardóttir, Eiður Guðnason formaður, Inga Harðardóttir. Aftari röð: Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri, Ingi Björn Albertsson, Friðjón Þórðarson, Gylfi Þórðarson framkvæmdastjóri.

Þegar verk­smiðjan var gerð að hluta­fé­lagi árið 1993 hætti ég störfum sem fram­kvæmda­stjóri hennar en gerði sam­komu­lag við stjórn hins nýja hluta­­fé­lags um ráð­gjafa­­starf­­semi. Sér­­stak­­lega var þar hugsað til umhverf­is­vænni brennslu sem­ents­gjall­­s­ins. Við þetta og fleiri verk­efni vann ég til árs­ins 2003, þegar Sem­entsvek­­smiðjan var einka­vædd. Úrlausn brennslu­verk­efn­is­ins reynd­ist erf­ið­­ari en við var búist. Ofn verk­smiðj­unnar var af úreltri gerð, lok­aður votofn, en flestallir ofnar til gjall­­brennslu í Evr­­ópu voru þá orðnir hag­­kvæm­­ari þur­rofn­­ar. Aðstoð var helst að fá í Banda­­ríkj­un­um, þar sem gamlir votofnar voru enn í notkun og eig­endur þeirra að reyna að umbreyta þeim. Í sam­vinnu við þessa aðila hóf­umst við handa í Sem­ents­verk­smiðj­unni en verk­efnið reynd­ist erf­ið­­ara en Banda­­ríkja­­menn­irnir töldu og við eigna­­skiptin 2003 var þessum til­­raunum hætt.

Eitt af stóru verk­efnum áranna milli 1970 og 1990 var að halda meng­un­­ar­völdum hennar innan marka starfs­­leyf­­­is. Eins og þeir sem þekkja til rekst­­urs sem­ents­verk­smiðja vita, er stað­­setn­ing þeirra í næsta nágrenni við íbúða­­byggð ekki ákjós­­an­­leg. Þessu fundum við sem þarna störf­uð­um að finna fyr­­ir. Sem­ents­verk­­smiðjan var í upp­­hafi þokka­­lega búin hreinsi­tækjum miðað við þáver­andi kröf­­ur. En kröf­­urnar juk­ust hratt á þessum árum og óánægjan með þá meng­un sem kom frá verk­smiðj­unni líka. Meng­un­in, hvort það var sand­­­ur, gjall- eða sem­ents­ryk, kom illa við nágrann­ana, sem voru í allt of mik­illi nálægð við verk­smiðj­una. Innan verk­smiðj­un­anr var sömu sögu að segja um aðbúnað starfs­­fólks, ryk og hávaða. Mik­ill létt­ir var að því, þegar reist var stjórn­­­stöð árið 1989, þar sem hægt var að fjar­­stýra stærstu fram­­leiðslu­tækj­un­um.

Ný stjórnstöð Sementsverksmiðjunnar.

Nokkur viða­­mikil rann­­sókna­verk­efni sem Sem­ents­verk­­smiðjan tók þátt í á þessum árum skil­uðu ekki árangri. Eitt þeirra var vinnsla og útflutn­ingur á perlu­­steini úr Presta­hnjúk. Það verk­efni var unnið í sam­vinnu við vinn­u­hóp á vegum Iðn­­að­­ar­ráðu­­neyt­is­ins sem átti að finna nýt­ing­­ar­­mög­u­­leika á íslenskum gos­efn­­um. Var reist til­­rauna­verk­smiðja í Sem­ents­verk­smiðj­unni til þess að þenja perlu­­stein­inn. Eftir miklar rann­­sóknir á vinnslu perlu­­steins­ins og á hag­­kvæmni við útflutn­ing hans kom í ljós að víst var hægt að fram­­leiða góð­an, þan­inn perlu­­stein, en sam­keppn­is­­staðan gagn­vart perlu­­steini frá Grikk­landi var óhag­­stæð. Var því þess­­ari til­­raun hætt.

Annað rann­­sókna­verk­efni varð til við athugun á nýju elds­­neyti í stað olí­unnar um 1980. Hug­­myndin var að kanna hvort hægt væri að brenna sem­ents­gjallið með raf­­­magni í ljós­­boga­ofni, líkum þeim sem not­aður er við fram­­leiðslu á kís­­il­­járni á Grund­­ar­tanga. Rann­­sóknin var unnin fyrir Gos­efna­­nefnd í sam­vinnu við fram­­leiðslu­­fyr­ir­tæki Sem­ents­verk­smiðj­unnar í Dan­­mörku, F.L.Schmith, og Iðn­­­tækn­i­­stofnun Íslands og til­­rauna­ofn settur upp þar. Til­­raunin tók­st, fram­­leiddir voru nokkrir tugir kílóa af alka­líf­ríu sem­ents­gjalli með góðum styrk við mjög hátt hita­­stig.

Tilraunabúnaður hjá Iðntæknistofnun Íslands, til þess að brenna sement með rafmagni.Hag­­kvæmn­i­út­­­reikn­ingar sýndu aftur á móti, að fram­­leiðslu­­kostn­aður slíks gjalls yrði allt of hár til að keppa við hefð­bundnar aðferð­­ir. Var þá ekki um annað að gera en setja upp kola­brennslu til þess að lækka fram­­leiðslu­­kostn­að­inn.

Eitt stærsta rann­­sókna- og þró­un­­ar­verk­efni Sem­ents­verk­smiðj­unnar var stofnun sér­­staks þró­un­­ar­­fyr­ir­tækis í sam­vinnu við Íslenska járn­blend­i­­fé­lag­ið. Þetta fyr­ir­tæki hlaut nafnið „Sér­­­steypan s.f“. Hóf það starf­­semi árið 1985 í iðn­­að­­ar­­húsi við Kal­m­ans­braut 3 á Akra­­nesi. Grund­­völlur þess­­arar sam­vinnu voru nýsköp­un­­ar­hug­­myndir um nýt­ingu kís­­il­ryks­ins frá Járn­blend­i­verk­smiðj­unni í óhefð­bundna stein­­steypu með nýja nýt­inga­­mög­u­­leika, sem komið höfðu fram við rann­­sóknir á kís­­il­ryks­­sem­ent­inu. Starf­aði þetta fyr­ir­tæki í níu ár. Voru tekin fyrir all­­mörg stór verk­efni, sem sum náðu fram að ganga með góðum árangri. Þekkt­­ast þeirra er senn­i­­lega fram­­leiðsla á til­­­búnum við­­gerð­­ar­efnum fyrir stein­­steypu og á til­­­búnum múr­­blönd­­um. Þá voru flutt inn full­komin flutn­ings­tæki fyrir múr­­blöndur í lausu og inn­­­leidd ný tækni við múr­­verk. Þetta stóra verk­efni var unnið í sam­vinnu við fyr­ir­tækið Sand hf. í Reykja­vík, stærsta fram­­leið­anda múr­­sands á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu. Einnig var tekið fyrir verk­efni, sem lengi hafði verið í umræð­unni út af of hröðum raka­­flutn­ingi í steyptum útveggj­um, sér­­stak­­lega á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu. Höfðu ýmsir verk­fræð­ingar lagt til aðra útfærslu á steypta útveggn­um, þ.e. vegg með ein­angr­un­ina að utan en ekki að innan eins og hefð­bundið var. Í sam­vinnu við Verk­fræð­i­­stof­una Lín­u­hönnun var þarna unnin verk­fræð­i­­leg end­ur­hönnun á steypta veggn­um og fékk verk­efnið nafnið „Ís­­lenska múr­­­kerf­ið“. Þróun á þessu verk­efni leiddi af sér nýtt fram­­leiðslu- og sölu­­fyr­ir­tæki í sam­vinnu við Sand hf. og Stein­ull­­ar­verk­smiðj­una á Sauð­ár­­króki undir nafn­inu Íslenskar múr­­vör­­ur, skamm­stafað Ímúr. Hlutur Sem­ents­verk­smiðj­unnar í því var svo seldur við einka­væð­ing­una 2003. Lauk þar með ferli mestu þró­un­­ar­vinnu í nýsköpun á múr­­verki hér á landi. Hún varð þess vald­andi að teknar voru upp nútíma­­legar vinn­u­að­ferðir í múr­­verki, og kom auk þess lengi vel í veg þörf á inn­­­flutn­ingi við­­gerða- og múr­­blandna erlendis frá.

Annað stórt verk­efni Sér­steypunnar var fram­­leiðsla á sem­ents­rýrri stein­­steypu til not­k­unar í sér­­tæk verk­efni svo sem vega­­gerð, virkj­ana­stíflur o.þ.h. Þessi stein­­steypa er nefnd „þjöppuð þurr­­steyp­a“, þ.e. mjög þurr steypa, sem lögð er niður með þungum vega­­gerð­­ar­völt­­ur­­um. Þessi steypu­­gerð hefur ekki náð mik­illi fót­­festu hér, aðal­­fram­­kvæmdin þar sem hún var notuð er tástíflan í Kára­hnjúka­­virkj­un, en einnig var hún notuð í iðn­­að­­ar­­gólf og vinn­u­­svæði þar sem þungum vélum er beitt. Eitt af því sem kom út úr þessu verk­efni hefur síðar rutt sér rúms, en það er svo­­nefnd sem­ents­­festa, þar sem und­ir­­bygg­ing vega er styrkt með sem­enti sem bind­i­efni.

Þriðja stór­verk­efni Sér­­­steypunnar voru til­­raunir með notkun plast­­trefja í steypu, til að auka beygju­­tog­þol henn­­ar. Voru margs konar til­­­búnar steypu­vörur hann­að­­ar, t.d. léttar ein­ingar fyrir flot­bryggj­­ur, þunnar klæðn­­ings­­plötur fyrir bygg­ing­­ar, gólf­­flísar og trefja­­styrktar steypu­ein­ing­­ar. Tókst að fram­­leiða mjög þunnar en þó níð­sterkar klæðn­­ings­­plöt­­ur.

Beygjutogþol mælt á 10 millimetra þykkri plötu úr plasttrefjasteypu.

En stærsta þró­un­­ar­verk­ið, sem Sem­ents­verk­­smiðjan tók þátt í var þó gerð jarð­­ganga undir Hval­­fjörð. Hug­­myndin að því kvikn­aði fyrst í sam­­tölum tækni- og við­­skipta­­sér­­fræð­inga Sem­ents­verk­smiðj­unnar og Járn­blend­i­verk­smiðj­unnar um miðjan níunda ára­tug­inn. Hagur beggja fyr­ir­tækj­a af því að losna við veg­inn fyrir Hval­­fjörð var aug­­ljós; Sem­ents­verk­­smiðjan flutti allt sem­ent á höf­uð­­borg­­ar­­svæðið með skipi til Reykja­víkur í dreif­ing­­ar­­stöð þar, og fjöldi starfs­­manna Járn­blend­i­versmiðj­unnar bjó hinu megin fjarð­­ar­ins. Eftir að hafa kynnt frum­­skoðun á gerð jarð­­gang­anna, sem verk­smiðj­­urnar fram­­kvæmdu, gaf stjórn verk­smiðj­unnar grænt ljós á áfram­hald­andi vinnslu verk­efn­is­ins á fundi 27.októ­ber 1988. Eftir það fór málið í kynn­ingu við­kom­andi opin­berra aðila og end­aði síðan með stofnun fyr­ir­tæk­is­ins Spalar ehf.. Var Sem­ents­verk­­smiðjan einn af aðal­­­stofn­hlut­höfum Spal­­ar.

Fram­an­­greindir minnis­p­unktar höf­undar þess­­arar greinar eru mest tengdir lýs­ingu á tækn­i­­legum hug­­myndum og verk­efnum er unnin voru á vegum Sem­ents­verk­smiðju rík­­is­ins frá 1972 til alda­­móta. Margt fleira hefði verið áhuga­vert að rekja, svo sem almennan rekstur fyr­ir­tæk­is­ins, tækn­i­­legan sem við­­skipta­­legan, kynni af starfs­­fólki sem flest varð um 180 manns um 1980 og stjórnun verk­smiðj­unn­­ar. Fyrir það var ekki rúm í þess­­ari blaða­­grein. Fyrir þá sem áhuga hefðu á vita meira um verk­smiðj­una má benda á bók­ina, Sem­ents­iðn­­aður á Íslandi í 50 ár, sem ég rit­aði 2008 og gefin var út á vegum Verk­fræð­inga­­fé­lags Íslands. Svo er skjala­­safn Sem­ents­verk­smiðj­unnar geymt hjá Þjóð­skjala­safni Íslands.

Þá eru margs konar upp­lýs­ingar um verk­smiðj­una á vef­síðu minni: Hér og hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar