Pólitíkin, peningarnir og forgangsröðunin

Oddviti Garðabæjarlistans kallar eftir agaðri fjármálastefnu þar sem kostnaður við allar framkvæmdir er greindur áður en að ráðist sé í verkið.

Auglýsing

Sveit­ar­fé­lög þurfa að sinna ýmsum mik­il­vægum fram­kvæmd­um. Margar þeirra eru lög­bundnar og hvert sveit­ar­fé­lag því skuld­bundið til að leggja fé í þær þótt dýrar reyn­ist. Aðrar fram­kvæmdir eru val­kvæð­ar, fjarri því að vera nauð­syn­legar en mjög fjár­frek­ar. Einni slíkri er að ljúka í Garðabæ um þessar mund­ir, en erfitt er að sjá að hin almenni bæj­ar­búi hrópi húrra fyrir hag­sýni bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar. Fram­kvæmdin er fjöl­nota fund­ar­sal­ur, sem er reyndar fyrst og fremst ætl­aður undir bæj­ar­stjórn­ar­fundi. Unnið hefur verið að þessum eina sal árum saman og kostn­að­ur­inn er þegar kom­inn yfir 400 millj­ónir króna. Þarna verður aldeilis hægt að halda dýrð­lega fundi um ábyrga fjár­mála­stjórnun og aðhald í rekstri!

Það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig bæj­ar­yf­ir­völd komust að þeirri nið­ur­stöðu að rétt væri að opna bæj­ar­sjóð upp á gátt til að útbúa þennan eina fund­ar­sal. Voru aldrei sett nein mörk um hvað væru eðli­leg fjár­út­lát? Hvað einn salur mætti kosta bæj­ar­búa? Hvarfl­aði þetta aldrei að bæj­ar­full­trú­um, sem láta ekk­ert tæki­færi ónotað til að hreykja sér af agaðri fjár­hags­á­ætlun og vel reknu sveit­ar­fé­lagi? Á sama tíma er reyndar öll áhersla lögð á að bæj­ar­búar greiði eins stóran hluta af kostn­aði við grunn­þjón­ustu og mögu­legt er og eins mikið af annarri mik­il­vægri þjón­ustu og mögu­legt er. Vegna þess að allt kostar og eðli­legt að hver og einn borgi almenni­lega fyrir þá þjón­ustu sem nýtt er hverju sinni, að mati bæj­ar­full­trúa meiri­hlut­ans, sem brátt fá ný sæti í tæp­lega hálfs millj­arðs króna fund­ar­sal.

Gott og vel, sal­ur­inn er „fjöl­nota“, eins og bæj­ar­yf­ir­völd hamra sífellt á, svo hann er ekki ein­göngu fyrir fundi bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar. Hvernig sjá bæj­ar­yf­ir­völd nýt­ingu hans fyrir sér? Hverjir geta nýtt sal­inn, hvenær og hversu mikið þurfa þeir að greiða fyrir notk­un­ina? Það fær ekki stað­ist að hver sem er fái aðgang að salnum hvenær sem er án end­ur­gjalds, svo bæj­ar­yf­ir­völd hljóta að hafa mótað skýra stefnu þar um. Er ekki ráð að sú stefna verði lögð fram, svo bæj­ar­búar geti kynnt sér hvernig þeir geta sem best nýtt þessa eign sína?

Auglýsing

Bæj­ar­stjórnin hefur vissu­lega verið á hrak­hólum með fund­ar­að­stöðu und­an­farin ár og tíma­bært að bætt sé þar úr. Að þær úrbætur kosti hátt í hálfan millj­arð er hins vegar út í hött og með ólík­indum að sá kostn­aður skuli sam­þykktur af sama meiri­hluta og bregst ókvæða við öllum til­lögum minni­hlut­ans, ef þær kalla á ein­hver fjár­út­lát til lengri tíma. Slíkt er nefni­lega alls ekki í takt við ábyrga fjár­mála­stjórnun bæj­ar­ins, segir meiri­hlut­inn, um leið og hann kvittar upp á reikn­inga vegna rán­dýra fund­ar­sal­ar­ins.

Ætli bæj­ar­búar séu ánægðir með að hafa eign­ast fjöl­nota fund­ar­sal, sem kostar sama og til­laga Garða­bæj­ar­list­ans um hækkun systk­ina­af­sláttar um 5 þús­und krónur á ári – og hefði dugað til að dekka þann aukna kostnað í 40 ár? Ætli börn og ung­menni, sem eiga erfitt með að standa undir kostn­aði við íþróttir og tóm­stund­ir, hugsi hlý­lega til fjöl­nota fund­ar­sal­ar­ins, þegar þau horfa á eftir jafn­öldrum sínum í tóm­stund­irn­ar? Og hvað með for­eldra yngstu barn­anna? Garða­bæj­ar­list­inn vildi halda gjald­skrá leik­skól­ans óbreyttri, til að koma til móts við þann hóp, en það hefði kostað 20 millj­ónir á ári og var auð­vitað alls ekki í takti við hina ábyrgu fjár­mála­stjórn meiri­hlut­ans. Kannski for­eldrar leik­skóla­barna fái fjöl­nota sal­inn lán­að­an, til að bera saman bækur sínar um hvernig þeir geta náð endum saman um næstu mán­aða­mót?

Bæj­ar­yf­ir­völd þurfa að leggja fram allar upp­lýs­ingar um kostnað við nýja, rán­dýra fund­ar­sal­inn. Hvað var gert ráð fyrir að sal­ur­inn kost­aði upp­haf­lega? Hver var áætl­aður hönn­un­ar­kostn­aður og hvar end­aði hann? Hver var áætl­aður fram­kvæmda­kostn­aður og hvar end­aði hann? Hvers vegna? Hver ber ábyrgð?

Við í Garða­bæj­ar­list­anum köllum eftir agaðri fjár­mála­stefnu, fjár­mála­stefnu þar sem kostn­aður við allar fram­kvæmdir er greindur áður en ráð­ist er í verkið og þar sem rúm­lega 400 millj­ónir króna telj­ast há upp­hæð, sama hvert henni er kastað.

Höf­undur er bæj­ar­full­trúi og odd­viti Garða­bæj­ar­list­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar