Pólitíkin, peningarnir og forgangsröðunin

Oddviti Garðabæjarlistans kallar eftir agaðri fjármálastefnu þar sem kostnaður við allar framkvæmdir er greindur áður en að ráðist sé í verkið.

Auglýsing

Sveitarfélög þurfa að sinna ýmsum mikilvægum framkvæmdum. Margar þeirra eru lögbundnar og hvert sveitarfélag því skuldbundið til að leggja fé í þær þótt dýrar reynist. Aðrar framkvæmdir eru valkvæðar, fjarri því að vera nauðsynlegar en mjög fjárfrekar. Einni slíkri er að ljúka í Garðabæ um þessar mundir, en erfitt er að sjá að hin almenni bæjarbúi hrópi húrra fyrir hagsýni bæjarstjórnarinnar. Framkvæmdin er fjölnota fundarsalur, sem er reyndar fyrst og fremst ætlaður undir bæjarstjórnarfundi. Unnið hefur verið að þessum eina sal árum saman og kostnaðurinn er þegar kominn yfir 400 milljónir króna. Þarna verður aldeilis hægt að halda dýrðlega fundi um ábyrga fjármálastjórnun og aðhald í rekstri!

Það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig bæjaryfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að rétt væri að opna bæjarsjóð upp á gátt til að útbúa þennan eina fundarsal. Voru aldrei sett nein mörk um hvað væru eðlileg fjárútlát? Hvað einn salur mætti kosta bæjarbúa? Hvarflaði þetta aldrei að bæjarfulltrúum, sem láta ekkert tækifæri ónotað til að hreykja sér af agaðri fjárhagsáætlun og vel reknu sveitarfélagi? Á sama tíma er reyndar öll áhersla lögð á að bæjarbúar greiði eins stóran hluta af kostnaði við grunnþjónustu og mögulegt er og eins mikið af annarri mikilvægri þjónustu og mögulegt er. Vegna þess að allt kostar og eðlilegt að hver og einn borgi almennilega fyrir þá þjónustu sem nýtt er hverju sinni, að mati bæjarfulltrúa meirihlutans, sem brátt fá ný sæti í tæplega hálfs milljarðs króna fundarsal.

Gott og vel, salurinn er „fjölnota“, eins og bæjaryfirvöld hamra sífellt á, svo hann er ekki eingöngu fyrir fundi bæjarstjórnarinnar. Hvernig sjá bæjaryfirvöld nýtingu hans fyrir sér? Hverjir geta nýtt salinn, hvenær og hversu mikið þurfa þeir að greiða fyrir notkunina? Það fær ekki staðist að hver sem er fái aðgang að salnum hvenær sem er án endurgjalds, svo bæjaryfirvöld hljóta að hafa mótað skýra stefnu þar um. Er ekki ráð að sú stefna verði lögð fram, svo bæjarbúar geti kynnt sér hvernig þeir geta sem best nýtt þessa eign sína?

Auglýsing

Bæjarstjórnin hefur vissulega verið á hrakhólum með fundaraðstöðu undanfarin ár og tímabært að bætt sé þar úr. Að þær úrbætur kosti hátt í hálfan milljarð er hins vegar út í hött og með ólíkindum að sá kostnaður skuli samþykktur af sama meirihluta og bregst ókvæða við öllum tillögum minnihlutans, ef þær kalla á einhver fjárútlát til lengri tíma. Slíkt er nefnilega alls ekki í takt við ábyrga fjármálastjórnun bæjarins, segir meirihlutinn, um leið og hann kvittar upp á reikninga vegna rándýra fundarsalarins.

Ætli bæjarbúar séu ánægðir með að hafa eignast fjölnota fundarsal, sem kostar sama og tillaga Garðabæjarlistans um hækkun systkinaafsláttar um 5 þúsund krónur á ári – og hefði dugað til að dekka þann aukna kostnað í 40 ár? Ætli börn og ungmenni, sem eiga erfitt með að standa undir kostnaði við íþróttir og tómstundir, hugsi hlýlega til fjölnota fundarsalarins, þegar þau horfa á eftir jafnöldrum sínum í tómstundirnar? Og hvað með foreldra yngstu barnanna? Garðabæjarlistinn vildi halda gjaldskrá leikskólans óbreyttri, til að koma til móts við þann hóp, en það hefði kostað 20 milljónir á ári og var auðvitað alls ekki í takti við hina ábyrgu fjármálastjórn meirihlutans. Kannski foreldrar leikskólabarna fái fjölnota salinn lánaðan, til að bera saman bækur sínar um hvernig þeir geta náð endum saman um næstu mánaðamót?

Bæjaryfirvöld þurfa að leggja fram allar upplýsingar um kostnað við nýja, rándýra fundarsalinn. Hvað var gert ráð fyrir að salurinn kostaði upphaflega? Hver var áætlaður hönnunarkostnaður og hvar endaði hann? Hver var áætlaður framkvæmdakostnaður og hvar endaði hann? Hvers vegna? Hver ber ábyrgð?

Við í Garðabæjarlistanum köllum eftir agaðri fjármálastefnu, fjármálastefnu þar sem kostnaður við allar framkvæmdir er greindur áður en ráðist er í verkið og þar sem rúmlega 400 milljónir króna teljast há upphæð, sama hvert henni er kastað.

Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar