Þjónslundin

Árni Már Jensson skrifar um pizzur, traust og íslensk stjórnmál.

Auglýsing

Þegar ég panta mér eina með­ pepp­er­oní, hvít­lauk, sala­mi og gráð­osti skiptir öllu að hrá­efnið sé ósvikið og ekta. Deigið í botn­inum má ekki vera of þykkt, skorpan þarf að molna þægi­lega milli tann­ana og ég þarf að njóta þessa sam­hljóms bragðs og nær­ingar sem skil­ar blóð­sykrin­um réttum svo hung­ur­til­finn­ingin hverfi sam­hliða hæfi­leg­u dópamín­flæð­i til heil­ans. Upp­runi og fersk­leiki hrá­efnis og krydds er órjúf­an­legur hluti þeirrar nautnar að sporð­renna ljúf­fengri pizzunni á góðri stundu og ekki má gleyma mik­il­vægi þess að pizzan sé afhend heit og að verðið sé í sam­ræmi við gæði ásam­t þvi að raf­ræna skuld­færslan á kort­inu sé bundin trún­aði og ekki mis­not­uð. 

Mér sundlar við til­hugs­un­inni um hvernig í ósköp­unum upp­á­halds­ pizzu­gerða­meist­ar­inn m­inn fer að við að tryggja sér hrá­efni og afreka upp­skrift­ina sem skilar mér þessu full­komna lost­æti sem gerir það að verkum að hann á mig að sem tryggan við­skipta­vin árum sam­an. Hann hlýtur að not­ast við sömu hrá­efn­is­byrgja, vera heið­ar­legur og sann­gjarn, ráða sér­valda starfs­menn og hvika hvergi frá þeim meg­in­mark­miðum að halda í heiðri stöð­ugum gæðum umfram allt ann­að. Ég panta pizzu hjá honum á tveggja vikna fresti og er alsæll með að þurfa ekki að leita annað og vona að hann sé einnig ánægður með tryggð mína sem við­skipta­vin. Ég kann­ast laus­lega við eig­anda pizz­er­í­unn­ar ­sem ég hitti fyrir til­viljun í heita pott­inum um dag­inn og spurði hvernig gengi. Hann tjáði mér salan ykist jafnt og þétt og að hann þyrfti bráð­lega að fjár­festa í stærra hús­næði og afkasta­meiri tækj­um. Ég hváði og spurði hvort hann aug­lýsti mik­ið. Hann sagð­ist ekki eyða krónu í aug­lýs­ingar þar sem orð­sporið tryggði honum nægan vöxt. Hann bætti um betur og sagði: “ Ég var svo lán­samur að læra pizzu­gerð hjá Ítölskum bak­ara af gamla skól­an­um”. Hvað kenndi hann þér? „Að hugs­a!” Nú sagði ég? “Jú sjáðu til, sagði vinur minn: Í hvert skipti sem ég spurði gamla mann­inn til verka, svar­aði hann með spurn­ingu á móti. Þegar ég spurði hann hvernig ég ætti að hnoða og fletja deig­ið, sagði hann í spurn­ar­tón: Gaf Guð þér ekki hend­ur? Í hvert skipti sem ég spurði hann hvernig velja ætti hrá­efni, sagði hann: Gaf Guð þér ekki aug­u, ­lykt­ar-og bragð­skyn? Í hvert skipti sem ég spurði hvernig ég gæti lært að gera jafn góðar pizzur og hann, spurði hann á móti: Gaf Guð þér ekki eyru til að hlusta af auð­mýkt á við­skipta­vin­ina og hjarta og sam­visku til að bæta ávalt um bet­ur? Gamli mað­ur­inn var glað­lyndur en fáskipt­inn. Spurn­ingar hans vöktu mig, ungan lær­ling, til að hugsa um æðri gildi lífs­ins og hjá honum lærði ég að nota skyn­færin sem ég hlaut í vöggu­gjöf. Ég upp­lifði þennan aldna öðling eins og mann­lega fiðlu með strengi milli hjarta og vit­undar sem ávalt þyrfti að fín­stilla milli dag­legra verka svo að fagrir tón­arnir mættu verða hluti sköp­unar hans, þó ein­ungis væri um pizzu að ræða. Ég lærði að rækta með mér hreina hugsun til að vinna með og að ekk­ert myndi gleðja svangan við­skipta­vin meir en það sem ég lagði hjarta og sál í”. 

Vinur minn hélt áfram:

Auglýsing

“Meist­ari minn var maður tveggja heima. Í bak­arí­inu nutum við fal­legrar tón­listar og hann sinnti störfum sínum af alúð, dyggð og kær­leik. Um mið­bik hvers dags hvarf hann í þrjá til fjóra tíma en mætti ávalt lang­fyrstur á morgn­ana. Einn dag­inn gerði ég mér far um að fylgja honum eft­ir. Hann brá sér milli húsa í borg­ar­hluta sem álit­inn var vafa­samur fyrir almenn­ing að ferð­ast um. Þar, inn í yfir­gef­inni textíl­verk­smiðju, hafði hann útbúið fal­lega inn­rétt­aðan veit­inga­stað sem var vin þeirra ógæfu­sæmu, svöngu og þurf­andi. Þarna ríkti mann­virð­ing og kær­leikur sem nærði þá sem höllum fæti stóðu á sál og lík­ama. Þau þrjú ár sem ég vann hjá honum minnt­ist hann aldrei einu orði á þennan stað sem hann fjár­magn­aði úr eigin vasa. Ég lærði af honum að það er til tvenns­konar nær­ing; sál­ar­fæða og sú sem lík­ami okkar þarf til að kom­ast af gegnum dag­inn. Á hverjum degi leit­ast ég við að sam­eina þetta tvennt í mínum störf­um”.

Það var heitt í lest­inni milli­ Hong ­Kong og S­hang­hai á þessum sunnu­dags­eft­ir­mið­degi og ein­hver kallar nafn mitt. Ég hafði verið að les­a Animal Farm eft­ir ­Ge­or­ge Orwell er ég vakn­aði upp við unaðs­legan ilm frá­ pizzu­bakstri. Ég lit­að­ist um ban­hungr­aður en enga pizzu, né mat­ar­vagn að sjá og ilm­ur­inn leið hjá. Hrað­lestin þeytt­ist áfram og ég gerði mér betur grein fyrir aðstæð­um. Það var liðin ein og hálf klukku­stund frá brott­för og mér hafði runnið í brjóst. Sagan um pizzu­gerða­meist­arann var ein­ungis draumur sem ég færði í letur í trausti þess sem minnið skammt­að­i. 

Það er auð­velt að gleyma hversu mik­il­vægt traust er í dag­legum sam­skiptum manna í milli. Jafn­vel ein­föld 3-5 mín­útna að­gerð eins og að panta pizzu grund­vall­ast á langri keðju athafna sem byggir á þekk­ingu, vand­virkni og heið­ar­leika sem er auð­vitað grund­völlur að traustinu. Ef ekki væri fyrir heið­ar­leika væri vand­virkni og traust ekki til. Ef ekki væri fyrir traustið væri ég ekki ítrekað að panta pizzuna mína hjá sama fyr­ir­tæk­inu úr draum­heim­um. Traustið laðar að góð­vild, sparar tíma, fé og fyr­ir­höfn ásamt því sem það skapar atvinnu, afkomu og lífs­við­ur­væri. Traust er auð­legð og mann­virð­ing.

Það getur verið erfitt að skapa traust. Traust er mann­legur höf­uð­stóll sem elur af sér rétt­lát sam­skipti og sam­fé­lag sem tekur tíma og fyr­ir­höfn að byggja upp. Traust verður til við ítrek­aðar heið­ar­legar athafnir okkar í garð hvors ann­ars og fyrir hvort ann­að. Sann­gjarnt og rétt­látt sam­fé­lag elur af sér traust og þegna sem virða stofn­anir þess og skila heið­ar­lega til sam­fé­lags­ins sem því ber. Sam­fé­lag sem byggir á trausti er hag­fellt þegn­um, fyr­ir­tækjum og stofn­un­um.

Öryggi og traust eru grund­vall­ar­stoðir í öllum sam­fé­lög­um. Þegar hriktir í þeim stoðum skap­ast aukið álag á okkur öll sem lifum í því sam­fé­lagi og mannauð­ur, heilsa og verð­mæti fara for­görð­um. Ef sam­fé­lag okkar Íslend­inga gæti grund­vall­ast á trausti væri lítil reiði, engin mót­mæli, lítið mis­rétti og tak­mörkuð fátækt. Fólk rækti skyldur sínar af alúð, heið­ar­leika og kær­leika. Eng­inn einn hópur eða ein­stak­lingar hefðu svo mikið sem áhuga á að hrifsa til sín gæði, verð­mæti eða rétt­indi ann­arra. Það væri ynd­is­legt og rétt­látt þjóð­fé­lag sem myndi ala af sér kær­leik, ham­ingju og auð í víðri merk­ingu orð­anna.

Vinur minn pizzu­gerða­meist­ar­inn, sem er auð­vitað per­sóna úr draum­heimum á sunnu­dags­eft­ir­mið­degi, gæti allt eins verið bif­véla­virk­inn minn, lög­fræð­ingur minn, end­ur­skoð­andi, nú eða opin­ber emb­ætt­is­mað­ur, þing­maður eða ráð­herra. Einu gildir um starfs­heiti eða tit­il. Auð­mjúkt hug­ar­far, við­horf og heið­ar­leiki við­kom­andi til þeirra verk­efna sem þeim er falið, er það sem öllu ­máli skiptir til að byggja upp traust. 

Það er ­sammann­leg hugs­ana­villa að flækja hlut­ina um of en van­traust okkar Íslend­inga til Alþingis stafar af skorti á heið­ar­leika þeirra sem til valda sækj­ast. Ekki allra en margra, -of margra. Meðan leik­reglur lýð­ræð­is­ins byggja á hindr­un­ar­lausu sam­spil­i ­fé- og ­vald­girndar mun spill­ing grass­era og traust þegn­anna til stofn­ana þjóð­fé­lags­ins hnigna sem að lokum leiðir til moln­unar milli­stétt­ar­innar og hruns borg­sam­fé­lags­ins.

Afleið­ingar ára­tuga sam­spils hindr­un­ar­lausr­ar ­fé-og ­vald­hyggju upp­lifðum við í hrun­inu 2008. Þetta hrun ól af sér viða­mikla sann­leiks­skýrslu í átta bindum sem tók af allan vafa um orsök og afleið­ingu. Það merki­lega sem gerð­ist í kjöl­farið var að þegnar lands­ins sömdu nýjar rétt­látar leik­reglur og lýð­ræð­is­legan sátt­mála. Þetta var vor okkar Íslend­inga. Frum­varp stjórn­laga­ráðs að nýju stjórn­ar­skránni okkar var sam­þykkt af yfir­gnæf­andi meiri­hluta, eða yfir tveimur þriðja hluta kjós­enda sem þátt tóku í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni þann 20.10.2012.

Þverr­andi traust

Alþingi hefur ekki enn virt þennan skýra vilja þegna sinna og glímir við hnign­andi traust sem nálg­ast nú að vera með því lægsta á byggðu bóli eða 18%. Traust Íslend­inga til Alþingis hrundi úr 29% í 18% milli áranna 2018 og 2019 sam­kvæmt skoð­ana­könn­un Gallup, gerð dag­ana 7.-20. ­feb. s.l. ­Sem sagt, traust til Alþingis lækk­aði milli þess­ara tveggja ára um -38% sem verður að telj­ast mjög alvar­legur áfell­is­dómur yfir lög­gjaf­ar-, fram­kvæmda­valdi og stjórn­sýsl­unni í heild. Reykja­vík­ur­borg, sem er nú orð­in ein­hvers­kon­ar raun­veru­leika-s­irkus í beinni útsend­ingu, vermir skammar­sætið í áður­nefndri könnun með ein­ungis 16% traust almenn­ings. 

Vinur minn, pizzu­gerð­ar­mað­ur­inn úr draum­heim­um, yrði án vafa far­sæll stjórn­mála­leið­togi. Hann býr yfir auð­mýkt, heið­ar­leika og skiln­ing á sam­spili nær­ingar og sálar í sínum störf­um. Hann er dyggð­ugur og nýtur þjóns­lund­ar, sem ­vald- og ­fé­gjörnum ein­stak­lingum er byrgð sýn til að með­taka og skilja. Lífið er nefni­lega stærra og víð­feðm­ara en við sjálf og sál­ar­nær­ing­una hljótum við í heið­ar­legu sam­fé­lagi við Guð og hvert ann­að. Sam­fé­lagi sem byggir á kær­leik og umhyggju fyrir hvort öðru ekki síður en heið­ar­leika. Sam­fé­lagi sem við glötum ef við fram­seljum vilja okkar valdi og fégirnd. 

Sá fégírugi þekkir verð­mið­ann á öllu en æðri gildi í engu. Mann­helgi, virð­ingu, heið­ar­leika og kær­leika er nefni­lega ekki hægt að kaupa né selja.

Traust er inni­halds­ríkt hug­tak sem líkja má við brú manna í milli, nokkuð sem ein­ungis getur mynd­ast með ítrek­uðum heið­ar­legum hugs­unum og athöfn­um. 

Pizzu­gerð­ar­mað­ur­inn úr draum­heimum skildi áhrifa­mátt þess að þjóna öðrum, nokkuð sem stjórn­mála­menn mættu til­einka sér í störfum sínum fyrir þegna Íslands.

Höf­undur er áhuga­maður um betra líf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar