Samábyrgð og þau afétnu

Þröstur Ólafsson hagfræðingur segir að það sé komið rof í hið samfélagslega lím, bæði innan þjóðfélaga sem og alþjóðlega.

Auglýsing

Margt hefur verið  skrifað og rætt um orsakir þess póli­tíska ástands sem mörg vest­ræn sam­fé­lög glíma nú við. Kröpp hægri nefstunga, inn­byrðis klofn­ingur þjóða, ein­angr­unar til­hneig­ingar og átök vegna inn­flytj­enda. Svona ástand verður ekki til á einni nóttu. Hvað gerð­is­t? 

Alla tutt­ug­ustu öld­ina var haft fyrir satt að þró­unaröfl sam­fé­lags­legrar fram­vindu fælust í stétta­and­stæðum og átökum þeirra. Nú virð­ast önnur öfl vera að verki. Þegar hefð­bund­inn iðn­að­ar­stór­rekstur dróst veru­lega saman upp úr miðri öld­inni sem leið, dvínað þáttur vinn­unnar sem ger­anda í atburða­rás sög­unn­ar. Fjár­magnið tók yfir. Fátt gerð­ist án þess atbeina. 

Nú eru það umsvif og yfir­ráð á mörk­uð­um, umbrot ofsa­fjár­magns sem ófyr­ir­leitið leitar að „arð­bærum“ tæki­færum, og valda­brölt stór­velda; en þó ekki hvað síst fjör­brot nátt­úr­unnar og loft­lags­vá­in, sem leiða okkur inn í næsta sögu­skeið. Í þessum þæf­ingi milli sögu­bila hefur ýmis­legt farið úrskeið­is. Þá er kap­ít­al­ism­anum gjarnan kennt um. Hag­tölur og rann­sóknir segja okkur þó, að ekk­ert annað hag­kerfi  hafi á und­an­förnum öldum auðn­ast að tryggja mann­kyn­inu jafn stöðugan og vax­andi lífs­kjara­bata sem kap­ít­al­ism­inn. Hann fer hins vegar oft upp úr spor­inu. Þarf því öfl­uga umgjörð og inn­byggða varn­ar­garða sem draga úr hætt­unni á að sam­fé­lögin sporð­reis­ist. Við megum aldrei gleyma því að mark­að­ur­inn er góður leið­bein­andi en afleitur hús­bónd­i. 

Auglýsing

Árin eftir seinna stríð ein­kennd­ust af örum hag­vexti í þokka­legu jafn­vægi. Settar voru á fót margar alþjóð­legar stofn­anir sem auka áttu sam­stöðu þjóða og sam­ræm­ingu hags­muna til að að draga úr met­ingi og sér­leiðum ein­stakra þjóða. Stofn­anir þessar byggðu margar á gagn­kvæmum skuld­bind­ing­um, sem mynd­uðu far­vegi sem sam­staða varð um og flestar vest­rænar þjóðir stóðu að. Þjóð­ríkin stóðu saman og brutu odd af oflæti sínu, enda flest löskuð eftir hild­ar­leik­inn mikla. Af þessum stofn­unum er ESB næst því að byggja upp og efla bræðra­lag milli með­lima­þjóða sinna. Þar er reynt með gagn­kvæmum skuld­bind­ingum að finna jafn­vægið á milli þess þjóð­lega og hins sam­þjóð­lega. Ýmis­legt hefur þó farið þar úrskeið­is. Nú kæla naprir vest­an­vindar þann ein­hug sem mynd­að­ist á eft­ir­stríðs árun­um. Afl hins sterka skal leysa sam­stöðu hinna mörgu af hólmi.

Rætur jafn­að­ar­manna

Hug­tökin frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag eru ættuð frá frönsku bylt­ing­unni.  Síðar tók jafn­að­ar­stefnan þessar kröfur upp á sína arma. Krat­arnir settu frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag í erind­is­bréf sitt  sem gagn­kvæmar sam­fé­lags­legar skuld­bind­ing­ar. Þessi stefnumið urðu með tím­anum sam­ofin sam­fé­lags­gerð Vest­ur­landa. Sterkir jafn­að­ar­manna­flokkar voru trygg­ingin fyrir þess­ari sam­á­byrgð. Með bættri afkomu og fjöl­þætt­ara atvinnu­lífi jókst ein­stak­lings­bundin sér­hæf­ing og þar með öflug milli­stétt. Þekk­ing hennar og for­ysta fór að móta gang­verk hag­kerf­is­ins. Um leið einka­vædd­ist jafn­að­ar­hug­sjón­in. 

Úr efri hluta milli­stétt­ar­innar varð til ný elíta. Hún var hvorki borin til að erfa titla, land­ar­eignir né mikil auð­æfi. Hún bjó yfir sér­þekk­ingu sem færði henni áhrif, völd og síðar auð­æfi.  Með útbreiðslu nýfrjáls­hyggj­unn­ar, sam­fara hnignun jafn­að­ar­stefn­unn­ar, óx áherslan á einka­hags­muni umfram sam­fé­lags­hag. Klisjan um að jöfnu­merki væri milli einka­hygli og vel­ferðar almenn­ings varð gjald­geng. Þegar krat­arnir sner­ust síðan á sveif með mennt­uðu elítu evr­ópskra þétt­býl­is­svæða og gerðu hug­mynda­fræði þeirra og áherslur að sinni, þá komu rof í krat­íska bræðra­lag­ið. Ef jafn­að­ar­manna­flokkur setur kyn ofar stétt­ar­stöðu eða rétt­indi trans-­fólks og hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra í for­gang umfram þreng­ingar þeirra afskiptu eða afétn­u,svo dæmi séu tek­in, þá trosna til­finn­inga­bönd­in. Þeir sem minna mega sín eiga þá hvergi höfði sínu að halla leng­ur; verða póli­tískt heim­il­is­laus­ir. Popúlistar buðu þá heimil­is­lausu  vel­komna. Þeir eru góðir í því að ala á ótta og tor­tryggni, en hafa engin svör. Þessar aðstæður sköp­uð­ust hér­lendis þegar Alþýðu­flokkur og Alþýðu­banda­lag lögðu upp laupana og á gröf þeirra risu Sam­fylk­ing og VG. Tveir vel­mein­andi flokkar en án þess að eiga rætur meðal almenns verka­fólks.

Brostin sam­á­byrgð

Það er þetta  lím, myndað úr sam­kennd og ábyrgð, sem heldur þjóð­fé­lögum sam­an, á sama hátt og hjóna­böndum sem og fjöl­skyld­um. Það brestur ef gagn­kvæmar skuld­bind­ingar feyskjast. Nú er komið rof í þetta sam­fé­lags­lega lím,bæði innan þjóð­fé­laga sem og alþjóð­lega. Ofur áhersla hefur of lengi verið lögð á fram­gang ein­stak­lings­ins, for­gang hans og afkomu sem og rúm­gott sam­fé­lags­legt oln­boga­rými. Það er orðið lofs­yrði að skara eld að eigin köku. Þetta hefur skaðað sam­fé­lagið stór­lega. Slag­orðið lækkum skatta, jafn­gildir kröf­unni um minni sam­neyslu. Milli elít­unn­ar, sem stýrir för og ákveður sjálf sinn skerf og hinna sem ekki taka þátt í hönnun ferða­lags­ins, hefur mynd­ast gjá. Stórir hópar í efri lögum þjóð­fé­lags­ins, hafa kvatt sam­fé­lags­legar skuld­bind­ingar og ábyrgð, en hrifsa til sín stærsta hlutan af launa­svig­rúm­inu. Lítið er því eftir handa hinum sem samn­ings­bundnir eru og geta ekki stundað sjálftöku. 

Þessi elíta hrammsar til sín auð­æfi sem sam­fé­lagið í heild sinni hefur skap­að. Svipað er með auð­lindir sjávar sem eru heiman­mundur þess­arar þjóð­ar, og hún hefur verndað og gert arð­bærar með setn­ingu laga um  fisk­veiði­stjórn­un. Auð­lind­irnar hafa verið afhentar án end­ur­gjalds til einka­nýt­ing­ar. Alþing­is­menn ættu að hafa auð­mýkt þjóns­ins, ekki þótta valds­manns­ins. Þeir sigldu á öldu­faldi aura­sýk­innar með Kjara­ráð að vopni og bjuggu til slynga svika­myllu, sem tryggði þeim og fleirum úr elít­unni þekki­leg laun. Sam­fé­lags­sátt­mál­inn var rof­inn – ekki af þeim sem heimta nú sinn hlut, heldur af hinum sem þegar hafa landað afl­an­um. Fal­legt og skiln­ings­ríkt hjal dugar skammt. Elíta þjóð­fé­lags­ins verður að ganga á undan og bjóða fram raun­hæfa sátt, ann­ars mun geng­is­felld króna festa vandan í sessi og gera enn óvið­ráð­an­legri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar