Dómstólar og mannréttindi eru ekki leikfang fyrir ráðamenn

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist alls ekki á þeirri skoðun að það sé sjálfsagt að vísa Landsréttarmálinu til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.

Auglýsing

Á næsta ári fögnum við því að 70 ár eru liðin frá því að Ísland varð aðili að Evr­ópu­ráð­inu. Í gegnum Evr­ópu­ráðið er íslenska ríkið aðili að Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu sem er ein mesta rétt­ar­bót sem Ísland hefur und­ir­geng­ist. Sátt­mál­inn hefur haft mikil og góð áhrif á rétt­ar­ríkið hér á landi, til að mynda hefur hann haft rík túlk­un­ar­á­hrif á mann­rétt­inda­á­kvæði Stjórn­ar­skrár Íslands eins og sjá má í dómum Hæsta­rétt­ar. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu tryggir síðan að aðild­ar­ríki Evr­ópu­ráðs­ins virði þau grund­vall­ar­rétt­indi borg­ar­anna sem kveðið er á um í sátt­mál­an­um.

Það sem er kannski mik­il­væg­ast varð­andi þau grund­vall­ar­rétt­indi er að borg­arar aðild­ar­ríkja Evr­ópu­ráðs­ins geta leitað til dóm­stóls­ins telji þeir að stjórn­völd hafi beitt þá órétti eða ef þeir telja að þeirra eigin dóms­mál hafi ekki hlotið rétt­láta með­ferð í þeirra eigin dóms­kerfi.

Um þetta snýst ein­fald­lega málið sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn dæmdi í gagn­vart íslenska rík­inu í síð­ustu viku. Og sem aðild­ar­ríki Evr­ópu­ráðs­ins og lýð­ræð­is­ríki sem ber virð­ingu fyrir mann­rétt­ind­um, ber okkur skylda til að fara eftir úrskurðum dóm­stóls­ins.

Auglýsing

Nið­ur­staða dóms­ins er vönd­uð, ein­föld og rök­studd á skýran hátt enda var dæmt út frá Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Og það vill svo til, að dómar dóm­stóls­ins eru þjóð­rétt­ar­lega skuld­bind­andi sem íslenskir dóm­stólar hafa ávallt og und­an­tekn­ing­ar­laust beygt sig und­ir. Líka þegar íslenska ríkið hefur tapað máli.

Við­brögð íslenskra stjórn­valda skipta öllu máli

Dóm­stóll­inn komst að því að íslensk stjórn­völd hefðu brotið gegn sjöttu grein mann­rétt­inda­sátt­mál­ans með því hvernig dóms­mála­ráð­herra skip­aði dóm­ara í Lands­rétt. Við þessu var ítrekað var­að, emb­ætt­is­menn dóms­mála- og for­sæt­is­ráðu­neyt­anna vör­uðu ráð­herr­ann við því að velja til­tekna fjóra ein­stak­linga út úr umsækj­enda­hópnum og skipa þá sem dóm­ara án rök­stuðn­ings - og virða að vettugi nið­ur­stöðu hæfn­is­nefndar um aðra fjóra sem henni leist síður á.

Þetta gerði ráð­herr­ann án þess að upp­fylla rann­sókn­ar­skyldu og án þess að rök­styðja ákvörð­un­ina með full­nægj­andi hætti. Allt benti til þess að ráð­herr­ann hefði beitt geð­þótta við ákvörðun af þessu tagi – nokkuð sem gekk ekki upp að mati Hæsta­réttar Íslands og Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Við þessu var ítrekað varað úr ræðu­stól alþing­is, meðal ann­ars af þeirri sem hér heldur á penna en um það var engu skeytt og haldið áfram í krafti póli­tísks valds.

En svo fór sem fór og við­brögðin þurfa að vera yfir­veguð og sann­gjörn. Að leið­rétta skjótt það sem þarf að leið­rétta. Til að rétt­ar­ríkið virki sem skyldi fyrir alla borg­ara lands­ins. Til að ráð­herrar ráði því ekki hverju sinni hvaða fólk er skipað í dóm­stóla. Af þeim dæmum hljótum við að hafa fengið alveg nóg.  

Það var nauð­syn­legt að dóms­mála­ráð­herra skyldi víkja úr emb­ætti og taka þar með ábyrgð á emb­ætt­is­færslum sín­um. Emb­ætt­is­verkum sem ollu mik­illi óvissu í dóm­stig­inu og í rétt­ar­kerf­inu og var aug­ljóst að hún gæti ekki verið sú sem leysti úr flækj­unum sem hún skap­aði.

Það er líka gott hjá for­sæt­is­ráð­herra að skipa öfl­ugan sér­fræð­inga­hóp til að fara yfir stöð­una sem nú rík­ir, til að skila fljótt til­lögum til að Lands­réttur verði starf­hæfur aftur og að svara því hver verða afdrif dóma Lands­rétt­ar, hvort afplán­anir frest­ist eða ekki, hvort og þá hvernig beri að skipa á ný í Lands­rétt svo að sátt ríki og traust auk­ist. 

En það er áhyggju­efni hve fljótt ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar voru að lýsa því yfir að íslenska ríkið skyldi áfrýja dómn­um. Af hverju? Í hvaða til­gangi? Slíka ákvörðun má ekki taka á hlaup­um. Nið­ur­staðan í mál­inu er skýr og skila­boðin eru afdrátt­ar­laus. Ekki bara til íslenskra stjórn­valda, heldur líka til stjórn­valda þeirra aðild­ar­ríkja Evr­ópu­ráðs­ins sem hafa leit­ast við að grafa undan Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um, mann­rétt­ind­um, rétt­indum borg­ar­anna og lýð­ræð­is­legu stjórn­ar­fari.

Áfrýja eða ekki? Bar­átta eða auð­mýkt?

Ég er alls ekki á þeirri skoðun að það sé sjálf­sagt að vísa mál­inu til yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Við verðum að velta því ræki­lega fyrir okkur hver sé raun­veru­legur til­gangur þess að áfrýja máli sem snýst um rétt ein­stak­linga til að leita réttar síns og að þeir fái rétt­láta máls­með­ferð. Dóm­stóla­sýslan leggur ríka áherslu á að áhrif af áfrýjun verði metin áður en ákvörðun um slíkt verði tek­in. Á því eigum við að taka mark. Við þurfum að koma starf­semi hins mik­il­væga milli­dóm­stigs, Lands­rétt­ar, á réttan kjöl sem fyrst og getum ekki beðið eftir nið­ur­stöðu úr áfrýjun til þess.

Það eru hags­munir almenn­ings í land­inu að dóms­kerfið starfi með eðli­legum hætti og að Lands­rétt­ur, hangi ekki í lausu lofti. Áfrýjun til yfir­deildar fram­lengir óvissu í rétt­ar­kerf­inu. En íslensk stjórn­völd verða líka að sýna auð­mýkt í því að standa vörð um mann­rétt­indi og áfrýjun er ekki endi­lega merki um auð­mýkt­ina sem við þurfum að sýna. Berum áfram virð­ingu fyrir mann­rétt­indum og þeim skuld­bind­ingum sem við höfum und­ir­geng­ist og gröfum ekki undan Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu eða okkar mik­il­vægu skyldum sem fel­ast í því að verja rétt­indi borg­ar­anna.

Höf­undur er vara­for­seti Evr­ópu­ráðs­þings­ins og for­maður Íslands­deildar Evr­ópu­ráðs­þings­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar