Gata til að ganga á

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir fjallar um göngugötur í aðsendri grein. Hún telur að þær séu réttlætismál ekki síður en umhverfismál.

Auglýsing

Sam­fé­lagið okkar tekur einka­bíl­inn fram­yfir borg­ar­ana. Þetta lýsir sér meðal ann­ars í því að við þurfum að berj­ast fyrir því að fólk fái götur til að ganga á. En það hefur ekki alltaf verið þannig.

Á göngu um borg­ina hittir maður mann, kunn­ug­leg and­lit brosa til hvors ann­ars og til­veran verður létt­ari. Á göngu­götu færðu ekki krabba­meins­vald­andi agnir ofan í lung­un, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af litla sprett­harða hlaupa­gikknum þínum og í stað umferð­arnið­ar­ins heyrir þú óm borg­ar­líf­ins, söng skóg­ar­þrast­ar­ins, spjall ferða­manna og tón­list unga fólks­ins.

Fyrsti bíll­inn kom til lands­ins árið 1904. Fljót­lega fjölg­aði bíl­unum og með þeim krafa frá borg­ar­búum um að við­bragð yfir­valda við þessum lífs­hættu­legu aðstæð­um, koma þyrfti böndum á ofsa­akstur þess­ara tækja. Nú rúm­lega 100 árum síðar erum við meira upp­tekin af því að koma böndum á gang­andi veg­far­endur en bíla. Þeir skulu ein­ungis ganga á gang­stéttum og til þess að kom­ast yfir götu skulu þeir nota við­ur­kennda göngu­þver­un.

Auglýsing

Það er kom­inn tími á að snúa þess­ari þróun við. Gefum fólki meira rými. Borg sem er full af vafr­andi ferða­mönnum og mar­ser­andi mót­mæl­endum þarf að for­gangs­raða í þágu þeirra sem þar dvelja. Við þurfum pláss fyrir mann­lífið í allri sinni mynd og ekk­ert gefur því meira vægi en vönduð almenn­ings­rými - torg og göngu­göt­ur.

Göngu­götur eru gerðar til þess að bæta upp­lifun og ánægju veg­far­enda. Þær eru var­an­leg fjár­fest­ing til þess að bæta ásýnd mið­borg­ar­innar og skapa betra versl­un­ar­um­hverfi. Þær koma til móts við nýjar áskor­anir í verslun þar sem upp­lifun og þjón­usta verða sífellt veiga­meiri þátt­ur, þáttur sem net­verslun getur ekki veitt.

Göngu­gata er gata fyrir þau sem ganga, sofa í vagni, ferð­ast um í hjóla­stól og þá sem vilja hald­ast hönd í hönd á göngu sinni um mið­bæ­inn. Því göngu­götur skapa öruggt umhverfi fyrir alls­konar fólk, af öllum þjóð­ernum og á öllum aldri.

Það er þinn réttur að geta ferð­ast örugg á göngu­göt­um. Göngu­götur eru rétt­læt­is­mál ekki síður en umhverf­is­mál. Reykja­vík­ur­borg er umfram allt borg fyrir fólk og stend ég stolt að opnun göngugatna.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Pírata og for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­víkur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar