Eiga aflóga risaeðlur að taka ákvarðanir í bakherbergjum stofnana?

Ragnheiður Sveinþórsdóttir segir að aflóga risaeðlur sem komnar eru á eða að komast á eftirlaunaaldur taki einhliða ákvarðanir í bakherbergi Sjúkratrygginga og hlusti hvorki á rök né rannsóknir.

Auglýsing

Þegar kemur að opin­berri stjórn­sýslu hélt maður að orða­til­tækið „eftir höfð­inu dansa lim­irn­ir” ætti 100% við. En svo er nú aldeilis ekki, ekki á Íslandi amk. Við sjáum það ítrekað þegar við lesum fjöl­miðla upp á síðkast­ið, og get ég í fljótu bragði nefnt Seðla­bank­ann, Fiski­stofu og MAST sem ekki hafa þjónað hlut­verkum sínum eins og stjórn­völd hafa ætl­ast til. For­eldrar lang­veikra barna hafa ítrekað þurft að stefna Sjúkra­trygg­ingum Íslands (SÍ) til að fá rétt­indi barna sinna við­ur­kennd, nú hefur nýr for­stjóri SÍ sýnt að sú lína mun ekki breyt­ast þrátt fyrir yfir­lýs­ingar ráð­herra sem er hennar yfir­mað­ur.

Það muna kannski ein­hverjir þegar við for­eldrar skarða­barna snerum bökum saman í haust og vöktum athygli á að innan við 10% barna sem fæð­ast með skarð í góm fá ekki greiðslu­þátt­töku sam­þykkta á nauð­syn­legum með­ferðum og hvernig fæð­ing­ar­göllum sé mis­munað með því að taka örfá börn út úr og segja; því mið­ur, þinn fæð­ing­ar­galli er ekki nógu alvar­leg­ur. Þrátt fyrir aðgerðir og afleið­ing­ar. Þau börn sem fæð­ast með klof­inn góm (og einnig þau sem fæð­ast líka með klofna vör) fara í aðgerð á unga aldri þar sem skarð­inu er lokað en afleið­ingar þess­konar aðgerðar eru að hinn til­búni gómur verður alltaf stuttur og stífur því það er mik­ill örvefur sem mynd­ast. Þessi örvefur heldur aftur af vexti efri kjálkans þannig að ef ekk­ert er að gert þá vex neðri kjálk­inn eðli­lega en efri kjálk­inn mun minna, að end­ingu fá börn með þennan fæð­ing­argalla skúffu og tölu­verðar líkur eru á að þau þurfi í kjálka­að­gerð þar sem kjálk­arnir eru lag­aðir svo að þeir passi hvor við ann­an. Afleið­ing­arnar ef ekk­ert er að gert geta verið útlits­leg­ar, það getur orðið erfitt fyrir þau að nær­ast og tal­erf­ið­leikar geta fylgt.

Nú er staðan þannig að heil­brigð­is­ráð­herra lýsti yfir vilja til að jafna hlut þess­ara skarða­barna síð­ast­liðið haust. Og í fram­haldi breytti hún reglu­gerð­inni sem um ræðir (451/2013) og skv. þeim þing­mönnum í Vel­ferð­ar­nefnd sem fylgja okkar máli eftir hefur ráð­herra svarað því til að nú eigi þessi börn sem út af stóðu að falla undir reglu­gerð­ina.

Auglýsing

Sem sagt; ráðu­neytið sem er yfir­maður Sjúkra­trygg­ina og hefur stjórn­sýslu- og eft­ir­lits­heim­ildir með stofn­un­inni hefur tal­að. Stofn­unin sem er lægra sett stjórn­vald með nýjan for­stjóra í brúnni hunsar fyr­ir­mæli síns yfir­manns. Aflóga risa­eðlur sem eru komnar á eða að kom­ast á eft­ir­launa­aldur taka ein­hliða ákvarð­anir í bak­her­bergi Sjúkra­trygg­inga og hlusta hvorki á rök né rann­sókn­ir. Þeir virð­ast ekki getað tekið því að fræðin segi annað í dag en þegar þeir voru í námi og að við eigum mennt­aða sér­fræð­inga sem hafa annað álit en þeir, við höfum meira að segja leitað út fyrir land­stein­ana eftir sér­fræði­á­liti. Risa­eðl­urnar huns­uðu það álit líka.

Ef ekk­ert er að gert þá enda þessi börn í kjálka­að­gerð þar sem kjálk­arnir eru lag­aðir til að þeir passi sam­an. Þessa aðgerð, sem er mun dýr­ari, borga Sjúkra­trygg­ingar mögl­un­ar­laust. Sitt­hvor vas­inn sem krón­urnar eru teknar úr. Og vas­inn sem neitar þessum börnum um nauð­syn­lega með­ferð við alvar­legum fæð­ing­argalla hefur víst skilað afgangi sein­ustu ár svo það er ekki eins og það séu ekki til fjár­munir til að greiða fyrir þessa með­ferð örfárra lang­veikra barna.

Ég held að flestum sé ljóst hvernig það virkar ef maður fylgir ekki fyr­ir­mælum síns yfir­manns. Og hunsar vilja hans sem hefur verið settur fram fyrir alþjóð. Að halda í nei-ið af því sem virð­ist þrjóska og þver­móðska og ætla ekki að gefa sig er óásætt­an­legt þótt maður vilji ekki tapa. Að okkar mati er kom­inn tími á að ráðu­neytið segi; hingað og ekki lengra!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar