Að velja sér rétt viðmið

Þórólfur Matthíasson telur að aðilar á almenna vinnumarkaðnum hafi flýtt sér heldur mikið við frágang á kjarasamningi þetta árið.

Auglýsing

Í þeim drögum að kjara­samn­ingum sem voru und­ir­rit­aðir í nokkrum flýti 3. apríl 2019 er sett fram það nýmæli að tengja saman launa­taxta og þróun lands­fram­leiðslu á mann næst­liðið ár eins og Hag­stofa Íslands metur þá þróun í 2-3 mán­uðum eftir að árið er lið­ið. Annað nýmæli er að samn­ings­tím­inn er óvenju langur (ná­lægt fjórum árum). Í nágranna­löndum er taktur samn­ings­ferl­is­ins gjarnan sá að heild­ar­samn­ingar eru til tveggja ára, en á „milli­ár­inu“ er litið til þess hvort óvæntir efna­hags­legir atburðir kalli á aðlögun heild­ar­samn­ings­ins. Meðal þeirra atriða sem samn­ings­að­ilar líta þá til er þróun vergrar lands­fram­leiðslu á mann og hlut­fall launa í lands­fram­leiðslu. Mik­il, óvænt breyt­ing þess hlut­falls getur kallað á end­ur­skoðun launa­taxta. 

Sú aðferða­fræði sem boðuð er í nýund­ir­rit­uðum kjara­samn­ingum SA og Efl­ingar og VR og fleiri félaga bendir til þess að aðilar vilji frekar styðj­ast við ein­falda reikni­reglu en að semja um „fram­leiðni­leið­rétt­ing­ar“ á gild­is­tíma samn­ings­ins. Þegar mik­il­vægar ákvarð­anir eru festar í reikni­reglum („algorit­hmum“) er mik­il­vægt að reiknireglan sé „góð“ því vond reikniregla getur haft alvar­legar afleið­ingar í för með sér.

Við­mið við mars­tölur Hag­stof­unnar

Það vekur athygli að samn­ings­að­ilar vilja miða breyt­ingar á hag­vexti á mann við tölur sem Hag­stofan birtir í mars ár hvert, þremur mán­uðum eftir að því ári sem er til skoð­unar lauk. Hag­stofan birtir mæl­ingar sínar á tekju­myndun í hag­kerf­inu á upp­lýs­ingum sem aflað er úr skatta­fram­töl­um. Skatta­fram­töl ein­stak­linga vegna árs­ins 2018 voru ekki komin „í hús“ hjá Rík­is­skatt­stjóra í mars þegar Hag­stofan birti fyrstu tölur um hag­vöxt á mann árið 2018. Þess vegna byggir Hag­stofan á vís­bend­ingum um umsvif (upp­lýs­ingar úr stað­greiðslu- og virð­is­auka­skatts­kerf­unum svo dæmi séu nefnd). Nýrri og betri upp­lýs­ingar munu safn­ast inn fram eftir árinu 2019 en það verður ekki fyrr en árið 2021 eða 2022 sem end­an­legar tölur liggja fyr­ir. Þetta þarf ekki að vera vanda­mál ef breyt­ingar sem verða í hverri end­ur­skoðun Hag­stof­unnar eru litl­ar. En því er ekki að heilsa. 

Auglýsing

Sam­kvæmt yfir­lit sem Hag­stofan hefur veitt mér aðgang að verða umtals­verðar breyt­ing­arnar frá birt­ingu fyrstu talna til end­an­legra talna. Þannig bentu fyrstu tölur til þess að hag­vöxtur á mann á árinu 2017 yrði 1,1%, en nú er talið að hag­vöxtur það ár hafi verið 2,2% (eða 100% meiri)! Fyrstu tölur fyrir 2013 bentu til þess að hag­vöxtur á mann yrði 2,3% en end­an­legar tölur sýna 3,2% vöxt á mann á árinu 2013! Mars­töl­urnar eru því ekki góð við­mið­un.

Lands­fram­leiðsla á mann er ekki góður mæli­kvarði á fram­leiðni

Fyrir nokkrum árum leit­uðu aðilar vinnu­mark­að­ar­ins til helsta vinnu­mark­aðs­sér­fræð­ing Nor­egs (Steinar Hold­en) og báðu hann að gefa ráð varð­andi end­ur­bætur á íslenska samn­inga­kerf­inu. Það er því eðli­legt að horfa til Nor­egs varð­andi fyr­ir­myndir og tækni­lega útfærslu nýj­unga sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins brydda nú upp á. 

Á hverju ári gefur sér­fræði­hópur sem er tengdur öllum helstu aðilum á norskum vinnu­mark­aði út mik­inn bálk af talna­efni og greinir þróun helstu stærða sem máli skipta fyrir launa­mynd­un­ina. 

Í skýrslu tækni­nefnd­ar­innar vegna gerðar kjara­samn­inga á árinu 2019 er því lýst (bls. 84) að stöðugt hlut­fall launa í þátta­tekjum þeirra atvinnu­greina sem skil­greindar eru sem „industri­en“ (jafn­gildir útflutn­ings­at­vinnu­greinum í íslensku sam­hengi) hald­ist stöðugt til lengri tíma lit­ið. Þ.e.a.s. lækki þetta hlut­fall kalli það á launa­hækk­an­ir, hækki það kalli það á aðlögun raun­launa t.d. þannig að nafn­launa­vöxtur haldi ekki í við vænta verð­bólg­u). 

Í sömu skýrslu er líka farið yfir þróun þátta­tekna á tíma­verk í „industri­en“ (bls. 101). Stærðin „verg lands­fram­leiðsla á mann“ er aðeins notuð til að bera saman sam­keppn­is­hæfni norsks atvinnu­lífs við helstu við­skipta­lönd. Aðilar vinnu­mark­að­ar­ins í Nor­egi telja því greini­lega að aðrar stærðir en verg lands­fram­leiðsla á mann skipti máli fyrir launa­mynd­un­ina og kjara­samn­inga.

Skiptir máli hvort miðað er við VLF á mann á Íslandi eða þátta­tekjur á klukku­stund í útflutn­ings­grein­um?

Svarið við spurn­ing­unni er „já“. Þessir tveir mæli­kvarðar stjórn­ast að hluta til af sömu stærð­um, m.a. vegna þess að þátta­tekjur í útflutn­ings­greinum er einn þeirra þátta sem myndar Verga Lands­fram­leiðslu. Þættir sem stækka þátta­tekjur útflutn­ings­greina munu, allt annað óbreytt, hafa áhrif til aukn­inga vergrar lands­fram­leiðslu. En það eru fjöl­margir þættir sem geta valdið því að þessar stærðir hreyf­ist í gagn­stæðar átt­ir, þannig að önnur hækki sam­tímis sem hinn lækk­ar. 

Gefum okkur t.d. að fiskur breyti hegðun sinni þannig að það taki tvö­falt skemmri tíma að ná sama magni af fiski að landi og áður, án þess að veiði­kvótar yrðu aukn­ir. Þátt­ta­tekjur í útflutn­ingi myndu þá ekki breyt­ast mik­ið, þátta­tekjur á unna vinnu­stund í útflutn­ings­greinum myndu hins aukast mik­ið. Breytt hegðun veiði­dýra myndi hins vegar ekki hafa telj­andi áhrif á Verga Lands­fram­leiðslu á mann. 

Annað dæmi: Gefum okkur að atvinnu­þátt­taka auk­ist með því að margir ófag­lærðir sem áður voru utan vinnu­mark­aðar finni sér (lág­launa) störf. Við þetta myndi VLF á mann aukast en VLF á unna stund lækka, jafn­framt því sem lík­legt er þátta­tekjur á unna stund í útflutn­ingi myndi lækka. Það er því hætt við að atburðir sem flestir myndu telja til efna­hags­legra búhnykkja (auk­inn veið­an­leiki sjáv­ar­fangs) myndi ekki hafa áhrif á launa­stigið í land­inu á sama tíma og aukin atvinnu­þátt­taka myndi þvinga atvinnu­rek­endur til að greiða öllum hærri laun!

Árið 2015 jókst verg lands­fram­leiðsla á Írlandi um 26% á sama tíma tekjur í land­inu juk­ust um 5% að nafn­virði. Hefði verið ástæða fyrir aðila vinnu­mark­að­ar­ins á Írlandi að hækka laun um 25% árið 2016 á grund­velli þess­ara upp­lýs­inga? Nei, alls ekki. Árið 2015 flutti Apple skrán­ingu á hug­verka­eign sinni frá skatta­skjólum til Írlands í kjöl­far þrýst­ings frá sam­keppn­is­yf­ir­völdum í Evr­ópu­sam­band­inu. Skatt­tekjur Írska lýð­veld­is­ins juk­ust vissu­lega nokkuð en í grund­vall­ar­at­riðum var um bók­halds­æf­ingu að ræða.

Nið­ur­staða

Aðilar á almenna vinnu­mark­aðnum hafa flýtt sér heldur mikið við frá­gang á kjara­samn­ingi þetta árið. Það er full ástæða fyrir alla aðila að draga djúpt að sér and­ann og setj­ast niður aftur og laga það sem laga má svo reikni­reglur leiði ekki hag­kerfið út í mýri!

Höf­undur er pró­­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands. Hann hefur fjallað um vinn­u­­mark­aðstengd mál­efni í kennslu og rann­­sóknum og á sæti í stjórn og samn­inga­­nefnd Félags pró­­fess­ora við rík­­is­há­­skóla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar