Menntun er ekki gripin upp úr götunni

Ingimar Ólafsson Waage fjallar um menntamál í aðsendri grein en hann segir að skólar gegni afar mikilvægu hlutverki við miðlun siðferðilegra gilda og skipti viðhorf kennara miklu máli á þeim vettvangi.

Auglýsing

Flestum er mikilvægi menntunar ljóst. Menntun er hornsteinn samfélaga, það er með menntun sem þjóðum tekst að ná tökum eigin velferð, taka sér á hendur ábyrgð á eigin tilveru; menntun er þannig lífsnauðsynleg ef þjóðir vilja hafa eitthvað um það að segja hvernig framtíð þeirra þróast.

Menntun er þó ekki gripin upp úr götunni, hún vex ekki á trjánum og við getum ekki reitt okkur á að menntunin komi með farfuglunum yfir hafið. Við verðum að vinna sjálf að henni og þar gegna kennarar afar mikilvægu hlutverki – svo ekki sé meira sagt!

En hvers vegna ætti ungt fólk að sækjast eftir því að verða kennarar?

Auglýsing

Þrjár víddir kennarastarfsins

Sennilega eru svörin við þeirri spurningu jafn mörg og starfandi kennarar en mig langar til að nefna þrjú mikilvæg atriði sem geta skipt máli þegar ákvarðanir eru teknar um framtíðarstarfið.

Það má hugsa um kennarastarfið frá þremur mismunandi sjónarhornum sem hvert um sig getur verið mikilvægt innlegg í ákvarðanir sem tengjast vali á framtíðarstarfinu og þeirri menntun sem skiptir máli í því samhengi.

Drifkrafturinn

Fyrsta ástæðan, og kannski hin augljósasta í hugum margra, er faglega hliðin. Áhugi á tilteknu fagsviði er gjarnan drifkrafturinn hjá þeim sem kjósa að mennta sig til kennslu. Brennandi áhugi á íslensku, eðlisfræði eða myndlist fær fólk oft til að hugsa um fagið út frá sjónarhóli miðlunar, að kenna þessar greinar getur dýpkað skilninginn á þeim og þannig getur lærdómsþráin orðið að drifkrafti fyrir þá sem vilja verða kennarar. Þessi hugsun á sér djúpar heimspekilegar rætur því forvitnin hefur allt frá tímum forn-Grikkja verið aðalsmerki hugsuða og vísindamanna.

Stuðningur við börn og ungmenni

Önnur ástæðan tengist áhuganum á því að vera þátttakandi í því að styðja börn og ungmenni í því að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Kennarar geta þannig veitt nemendum tækifæri til að takast á við dýpri og flóknari spurningar um mannlega tilveru; heimspekilegar spurningar sem snerta vangaveltur um það hvað hið góða líf feli í sér og hvernig manneskjunni sé kleift að haga lífi sínu þannig að til farsældar horfi til lengri tíma. Slíkar spurningar eru siðferðilegs eðlis og endurspegla mikilvægar hugmyndir um mannkostamenntun en því má halda fram að raunveruleg markmið menntunar séu einmitt fólgin í því að leitast við að verða meiri manneskja í anda þess sem Páll Skúlason benti ítrekað á í skrifum sínum um nám og menntun.

Kennarar veki nemendur til umhugsunar

Þriðja ástæðan á rætur sínar að rekja til áhugans á samfélagslegum málefnum og þörfinni til að láta gott af sér leiða. Þar vega þungt mikilvægar spurningar um jafnrétti, mannréttindi, félagslegt réttlæti og lýðræði.

Skólar gegna afar mikilvægu hlutverki við miðlun siðferðilegra gilda en viðhorf kennara skipta miklu máli á þeim vettvangi. Kennarar hafa þannig hlutverki að gegna að vekja nemendur til umhugsunar um jafnrétti kynjanna, mannréttindi, stöðu ólíkra hópa í bæði í nærsamfélaginu og á alþjóðavísu að ógleymdu lýðræðinu sem hornsteins samfélagsins. Lýðræði þarfnast þess að við séum meðvituð um stöðu þess á hverjum tíma og ein áhrifamesta leiðin til þess að viðhalda lifandi lýðræði felst í því að setja umræður um lýðræði á dagskrá í skólastofum landsins.

Ættir þú að verða kennari?

Ef þessar hugmyndir hringja einhverjum bjöllum hjá þér er spurning hvort þú ættir ekki að hugleiða það hvort kennsla eða starf með börnum og ungmennum geti ekki verið farsæll starfsvettvangur fyrir þig.

Höfundur er aðjúnkt og starfandi fagstjóri sjónlista í listkennsludeild, myndlistamaður. Hann er með M.Ed í heimspeki menntunar frá Háskóla Íslands og er í doktorsnámi í menntavísindum. Hann hefur auk þess kennt heimspeki, lífsleikni og myndmennt og verið umsjónarkennari nemenda á unglingastigi í Garðaskóla í Garðabæ í árafjöld.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar