Af íslenskum stjórnmálum um páska 2019

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skrifar um störf ríkisstjórnarinnar, traustleysi gagnvart stofnunum og þriðja orkupakkann.

Auglýsing

Það birtir fyrr með hverjum degi. Við erum hætt að tala um klukk­una. Hún liggur okkur ekki jafn­þungt á hjarta á björtum morgn­um, bjart­ari kvöld­um, og hún gerði þegar sól var lægst á lofti. Og meðan sólar nýtur mestan hluta sól­ar­hrings­ins þá höfum við ekki áhyggjur af því hvort klukkan er hálf eitt eða hálf tvö á hádegi.

Slegið í gegn

Mið­viku­dag fyrir páska tók ég þátt í ánægju­legri stund vestur á fjörðum þegar ég „sló í gegn“ og rauf þannig haftið í nýjum jarð­göngum milli Arn­ar­fjarðar og Dýra­fjarð­ar. Þessi við­burður markar upp­hafið að stór­sókn í sam­göngu­málum í fjórð­ungnum en á sam­göngu­á­ætlun eru 25 millj­arðar króna áætl­aðir í sam­göngur á Vest­fjörðum og er þar á meðal hin marg­um­tal­aða leið um Teigs­skóg sem á eftir að verða gríð­ar­lega mik­il­væg sam­göngu­bót.

Árangur sam­hentrar rík­is­stjórnar

Síð­asta eina og hálfa árið hefur sam­hent rík­is­stjórn unnið af krafti og ábyrgð. Það hlýtur flestum að vera ljóst að sá árangur sem náð­ist með lífs­kjara­samn­ingi á almennum mark­aði með ábyrgri og fram­sýnni aðkomu stjórn­valda er stórt skref í því að bæta lífs­gæði á Íslandi og tryggja betri afkomu þeirra sem eru á lægstu laun­unum í sam­fé­lag­in­u. 

Auglýsing
Flestum hlýtur einnig að vera ljóst að þessi árangur hefði ekki náðst án sterkrar rík­is­stjórnar sem spannar lit­róf stjórn­mál­anna frá vinstri til hægri með sterkri áherslu á miðj­una.

Stefna Fram­sóknar verður að veru­leika

Áherslu­mál Fram­sóknar í síð­ustu kosn­ingum eru áber­andi í aðgerðum stjórn­valda vegna kjara­samn­inga. Fyrst ber að nefna „sviss­nesku leið­ina“ sem felst í því að fyrstu kaup­endum sé gert kleift að nýta hluta af líf­eyr­is­sparn­aði sínum til að kaupa sér íbúð­ar­hús­næði. Sér­stakt bar­áttu­mál okkar í Fram­sókn í langan tíma, það að hús­næð­islið­ur­inn sé tek­inn út úr vísi­töl­unni, er að verða að veru­leika fyrir ný neyt­enda­lán og skref sem svo gott sem tryggja að verð­trygg­ingin sé úr Íslands­sög­unni verða að veru­leika á næstu miss­er­um. Næstu ár verða fram­lög til sam­gangna 9,5 millj­örðum hærri á ári en þau voru í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins. Sam­komu­lag við sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 100 millj­arða króna upp­bygg­ingu á næstu fimmtán árum er í burð­ar­liðn­um. Skattar á lægstu laun lækka. Barna­bætur hækka. Fæð­ing­ar­or­lof verður lengt í 12 mán­uði.  Skerð­ingar á fram­færslu náms­lána hafa verið lækk­aðar og ný og bylt­ing­ar­kennd lög um Lána­sjóð íslenskra náms­manna eru vænt­an­leg. Mik­il­vægur stuðn­ingur við íslenska bóka­út­gáfu hefur verið sam­þykkt­ur. Stuðn­ingur við leigu­fé­lög sem ekki eru hagn­að­ar­drifin er stór­auk­inn. Og fleira og fleira.

Allt eru þetta gríð­ar­legar sam­fé­lags­bæt­ur. Sam­fé­lag okkar verður betra í lok kjör­tíma­bils en það var í byrjun þess. Og hafa þá stjórn­málin og stjórn­mála­menn von­andi gert nokk­urt gagn.

Þriðji orku­pakk­inn

En (því það er alltaf eitt­hvert en) það eru uppi miklar deilur um það sem nefnt hefur verið þriðji orku­pakk­inn og felst í frek­ari inn­leið­ingu á orku­til­skip­unum Evr­ópu­sam­bands­ins. Hefur rík­is­stjórnin reynt að koma til móts við þá sem harð­ast hafa gagn­rýnt pakk­ann með þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem og fleiru sem á að taka af allan vafa um að orku­auð­lindir Íslands verði undir yfir­ráðum Íslend­inga og engra ann­arra. Þrátt fyrir álit fjöl­margra lög­spek­inga þá hefur ekki náðst að sann­færa meiri­hluta þjóð­ar­innar um að nóg sé að gert með þeim fyr­ir­vörum sem kynntir hafa ver­ið.

Segja má að umræður um orku­pakk­ann séu hat­ramm­ar. Er það að mörgu leyti skilj­an­legt enda um eitt af fjöreggjum íslensku þjóð­ar­innar að ræða og lík­lega sú auð­lind sem á eftir að skipta mestu máli fyrir lífs­gæði kom­andi kyn­slóða. Það er því mik­il­vægt að leitað sé sáttar og nið­ur­stöðu sem almenn­ingur trúir og treystir að gæti hags­muna þjóð­ar­innar í bráð og lengd.

Sárin eru ekki gróin

Þótt ríf­lega ára­tugur sé lið­inn frá hruni þá hefur þjóðin ekki gleymt. Sárin eru ekki gró­in. Stofn­anir sam­fé­lags­ins, stjórn­mál og stjórn­sýsla, hafa ekki end­ur­heimt traust almenn­ings. Fólk hefur auk þess horft upp á til­hneig­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins að taka sér stöðu með fjár­mála- og við­skipta­vald­inu gegn lýð­ræð­inu eins og við kynnt­umst í Ices­a­ve-­mál­inu og sést einnig vel í ofbeld­is­kenndri fram­komu Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart grísku þjóð­inni. Það er því ekki skrýtið að íslenskur almenn­ingur vilji hafa varan á þegar kemur að sam­skiptum við þetta stóra veldi sem er reyndar drauma­land ein­staka stjórn­mála­hreyf­inga hér á Íslandi.

Í meira en öld hefur Fram­sókn oft verið í því hlut­verki að miðla mál­um. Ég tel mjög mik­il­vægt að í vinnu þings­ins við orku­pakka þrjú vinni allir þing­menn sam­kvæmt sam­visku sinni að því að tryggja hags­muni Íslands og gleymi ekki að hlusta eftir þeim röddum sem hljóma utan þing­húss­ins. Þeim tíma sem fer í að skapa sátt og ein­ingu er ætíð vel var­ið.

Höf­undur er for­maður Fram­sóknar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar