Framtíðarstörfin í framtíðarumhverfinu

Jenný Ruth Hrafnsdóttir fjallar um samgöngumál í aðsendri grein. Hún telur að ef framþróun í tölvusjón, gervigreind, reiknigetu og róbótatækni verði ekki nýtt þá muni samfélagið bergmála fortíðina.

Auglýsing

Einn helsti kostur þess að búa á Íslandi er nálægðin við stórbrotna náttúruna sem veitir einstakan innblástur fyrir skapandi hugsun. Annar kostur okkar smásamfélags er að allir eru mikilvægir þátttakendur og fólk fær hæfni í að takast á við ólík og margbreytileg verkefni. Það er einmitt þessi sköpunarkraftur og aðlögunarhæfni sem eru svo mikilvægir eiginleikar í starfsþróun komandi missera. Á meðan það er alls óvíst hvernig störf framtíðarinnar verða þá er víst að skapandi hugsun í sambland við tækniþekkingu og góða samskiptahæfileika mun vega þungt. Minna máli mun skipta að hafa hæfni sem felur í sér endurtekningar sem hægt er að brjóta niður í vel skilgreinanlegar aðgerðir. Jafnframt skiptir nálægð minna máli enda fleygir fram tækni á sviði fjarfunda, fjarkennslu og viðbætts veruleika sem gerir fólki kleift að eiga samskipti við aðra án þess að ferðast um langan veg með tilheyrandi umhverfisáhrifum.

Það sem vekur ugg varðandi þróun starfa er að hátekju- og látekjustörfin eru þau sem erfiðast er að tæknivæða en mörg verk sem fylgja störfum á miðju tekjurófsins er hægt að sjálfvirknivæða. Þessi þróun getur því skapað samfélagslega gjá. Í þessu samhengi er mikilvægt að ræða ekki um sjálfvirknivæðingu starfa heldur einstök verk og þar með eykst framlegð starfsins. Jafnframt hefur menntun, og sér í lagi símenntun, aldrei verið eins mikilvæg og nú. Samfélagið ætti raunar að borga fólki fyrir að auka við þekkingu sína í stað þess að láta það greiða fyrir aðgang að menntun og þar með auka virði mikilvægustu auðlindarinnar okkar sem er hugvitið.

Auglýsing

Nú stöndum við frammi fyrir einstöku tækifæri.

Ímyndaðu þér nýtt og metnaðarfullt verkefni þar sem markmiðið er tvíþætt, annars vegar að skapa fleiri nútímaleg störf og í leiðinni bæta samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Verkefni felst í byggingu samgöngukerfis, köllum það Sól, fyrir eftirspurnardrifnar almenningssamgöngur. Sól er annt um umhverfið og fer aðeins ferð ef hún fær beiðni um far. Hún reynir að lágmarka ferðatímann og að safna þeim saman sem ferðast svipaða leið.

Verkefnið krefðist aðkomu háskólanna og fólks með þekkingu á sviði hugbúnaðarþróunar, hönnunar og byggingar flókinna reiknilíkana. Að loknu verkefninu yrði það vel í stakk búið til að takast á við vinnumarkað í sífelldri þróun með framúrstefnulega starfsreynslu í farteskinu. Og það verður mikil eftirspurn eftir þekkingunni þeirra, jafnvel meiri en eftir einstaka auðlindum.

Þar sem Sól hefur hæfileikann til að læra og aðlagast nýjum ferðavenjum, og nýtir allar götur gatnakerfisins, þá hefur það engin áhrif þó stór vinnustaður flytji starfsemi sína og ferðavenjur hundruð íbúa höfuðborgarsvæðisins breytast. Og Sól mun læra að um tuttugu Mosfellingar mæta alltaf á kvöldvakt á Landspítalanum alla daga og getur einfaldlega sótt þá og keyrt þá bestu leið.

Vagnarnir þurfa alls ekki að vera sjálfkeyrandi og mega það raunar ekki skv. umferðarlögum, en þeir gætu hugsanlega orðið það í framtíðinni, hver veit. Þá myndi Sól geta vísað þeim veginn.

Helsti kostur gatnakerfa er að þau eru netverk sem bjóða upp á að maður getur sífellt fundið stystu og bestu leið í netinu. Í dag er svo komið að einstaklingur sem ætlar með almenningssamgöngum úr Grafarholti eða Mosfellsbæ í efri byggð Kópavogs, þar sem rísa nú stórar skrifstofubyggingar, gerir það með viðkomu við Borgarleikhúsið og á Arnarneshæð. Er hugsanlegt að strætisvagnar nái ekki að anna eftirspurn á álagstímum í dag vegna þess að það er verið að fara með fólk upp á Arnarneshæð á leið sinni frá Grafarholti í Urðarhvarf? Og hvert er umhverfissporið af því að ferðast fyrirfram ákveðna leið um höfuðborgarsvæðið sem ekki er besta leiðin sem gatnakerfið bíður upp á?

Mynd: Strætó

Þann 6. febrúar síðastliðinn birtist frétt um strætisvagn sem lenti út af veginum í óveðri á Hellisheiðinni. Sem betur fer urðu engin meiðsl á fólki og vagnstjórinn hringdi eftir leigubíl til að sækja eina farþegann sem var í vagninum. Hefði hugsanlega verið betra að vita hvað margir ætluðu yfir heiðina og senda minna farartæki með farþegann í stað fimmtíu sæta strætisvagnsins?

Í október 2018 var samþykkt í borgarráði að auka tíðni strætisvagnaferða og innleiða breytingarnar í ársbyrjun 2020 sem er vel. Í janúar 2019 gerðu svo eigendur Strætó, sem eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, kröfu um 95 milljóna króna hagræðingu í leiðakerfinu innan ársins 2019. Til að mæta þessari sparnaðarkröfu samþykkti stjórn Strætó að fara í endurskipulagningu ferða og minnka tíðni. Væri ekki gott að skoða betur þennan rekstrarvanda áður en við förum út í frekari fjárfestingar á innviðum kerfisins?

Mikið væri fróðlegt að vita hvað það kostar fyrir umhverfið að endurraða malbikinu á höfuðborgarsvæðinu vegna borgarlínunnar. Kostnaðaráætlunin hljóðar jú upp á 63 til 70 ma.kr. en hvar finn ég matið á umhverfisáhrifunum af framkvæmdinni? Og væri mögulegt að gera kostnaðaráætlun fyrir ofangreint ímyndað reiknilíkan í leiðinni, ég skýt á 2 til 3 ma.kr. Það var búið að fjárfesta 1,3 ma.kr. í Über þegar það hóf starfsemi í San Francisco 2011.

Sól yrði flókin og fyrirferðarmikil í framkvæmd og við höfum ekki jafnmikla þekkingu á sviði gervigreindar og hefðbundinna samgöngukerfa. Ég veit það. En ef við stækkum ekki lausnamengi samfélagslegra áskoranna, eins og í almenningssamgöngum, og erum tilbúin til að læra og nýta okkur framþróun í tölvusjón, gervigreind, reiknigetu og róbótatækni þá byggjum við bergmálssamfélag fortíðar.

Höfundur er verkfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar