Framtíðarstörfin í framtíðarumhverfinu

Jenný Ruth Hrafnsdóttir fjallar um samgöngumál í aðsendri grein. Hún telur að ef framþróun í tölvusjón, gervigreind, reiknigetu og róbótatækni verði ekki nýtt þá muni samfélagið bergmála fortíðina.

Auglýsing

Einn helsti kostur þess að búa á Íslandi er nálægðin við stór­brotna nátt­úr­una sem veitir ein­stakan inn­blástur fyrir skap­andi hugs­un. Annar kostur okkar smá­sam­fé­lags er að allir eru mik­il­vægir þátt­tak­endur og fólk fær hæfni í að takast á við ólík og marg­breyti­leg verk­efni. Það er einmitt þessi sköp­un­ar­kraftur og aðlög­un­ar­hæfni sem eru svo mik­il­vægir eig­in­leikar í starfs­þróun kom­andi miss­era. Á meðan það er alls óvíst hvernig störf fram­tíð­ar­innar verða þá er víst að skap­andi hugsun í sam­bland við tækni­þekk­ingu og góða sam­skipta­hæfi­leika mun vega þungt. Minna máli mun skipta að hafa hæfni sem felur í sér end­ur­tekn­ingar sem hægt er að brjóta niður í vel skil­grein­an­legar aðgerð­ir. Jafn­framt skiptir nálægð minna máli enda fleygir fram tækni á sviði fjar­funda, fjar­kennslu og við­bætts veru­leika sem gerir fólki kleift að eiga sam­skipti við aðra án þess að ferð­ast um langan veg með til­heyr­andi umhverf­isáhrif­um.

Það sem vekur ugg varð­andi þróun starfa er að hátekju- og látekju­störfin eru þau sem erf­ið­ast er að tækni­væða en mörg verk sem fylgja störfum á miðju tekju­rófs­ins er hægt að sjálf­virkni­væða. Þessi þróun getur því skapað sam­fé­lags­lega gjá. Í þessu sam­hengi er mik­il­vægt að ræða ekki um sjálf­virkni­væð­ingu starfa heldur ein­stök verk og þar með eykst fram­legð starfs­ins. Jafn­framt hefur mennt­un, og sér í lagi símennt­un, aldrei verið eins mik­il­væg og nú. Sam­fé­lagið ætti raunar að borga fólki fyrir að auka við þekk­ingu sína í stað þess að láta það greiða fyrir aðgang að menntun og þar með auka virði mik­il­væg­ustu auð­lind­ar­innar okkar sem er hug­vit­ið.

Auglýsing

Nú stöndum við frammi fyrir ein­stöku tæki­færi.

Í­mynd­aðu þér nýtt og metn­að­ar­fullt verk­efni þar sem mark­miðið er tví­þætt, ann­ars vegar að skapa fleiri nútíma­leg störf og í leið­inni bæta sam­göngu­kerfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Verk­efni felst í bygg­ingu sam­göngu­kerf­is, köllum það Sól, fyrir eft­ir­spurn­ar­drifnar almenn­ings­sam­göng­ur. Sól er annt um umhverfið og fer aðeins ferð ef hún fær beiðni um far. Hún reynir að lág­marka ferða­tím­ann og að safna þeim saman sem ferð­ast svip­aða leið.

Verk­efnið krefð­ist aðkomu háskól­anna og fólks með þekk­ingu á sviði hug­bún­að­ar­þró­un­ar, hönn­unar og bygg­ingar flók­inna reikni­lík­ana. Að loknu verk­efn­inu yrði það vel í stakk búið til að takast á við vinnu­markað í sífelldri þróun með fram­úr­stefnu­lega starfs­reynslu í fartesk­inu. Og það verður mikil eft­ir­spurn eftir þekk­ing­unni þeirra, jafn­vel meiri en eftir ein­staka auð­lind­um.

Þar sem Sól hefur hæfi­leik­ann til að læra og aðlag­ast nýjum ferða­venj­um, og nýtir allar götur gatna­kerf­is­ins, þá hefur það engin áhrif þó stór vinnu­staður flytji starf­semi sína og ferða­venjur hund­ruð íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins breyt­ast. Og Sól mun læra að um tutt­ugu Mos­fell­ingar mæta alltaf á kvöld­vakt á Land­spít­al­anum alla daga og getur ein­fald­lega sótt þá og keyrt þá bestu leið.

Vagn­arnir þurfa alls ekki að vera sjálf­keyr­andi og mega það raunar ekki skv. umferð­ar­lög­um, en þeir gætu hugs­an­lega orðið það í fram­tíð­inni, hver veit. Þá myndi Sól geta vísað þeim veg­inn.

Helsti kostur gatna­kerfa er að þau eru net­verk sem bjóða upp á að maður getur sífellt fundið stystu og bestu leið í net­inu. Í dag er svo komið að ein­stak­lingur sem ætlar með almenn­ings­sam­göngum úr Graf­ar­holti eða Mos­fellsbæ í efri byggð Kópa­vogs, þar sem rísa nú stórar skrif­stofu­bygg­ing­ar, gerir það með við­komu við Borg­ar­leik­húsið og á Arn­ar­nes­hæð. Er hugs­an­legt að stræt­is­vagnar nái ekki að anna eft­ir­spurn á álags­tímum í dag vegna þess að það er verið að fara með fólk upp á Arn­ar­nes­hæð á leið sinni frá Graf­ar­holti í Urð­ar­hvarf? Og hvert er umhverf­is­sporið af því að ferð­ast fyr­ir­fram ákveðna leið um höf­uð­borg­ar­svæðið sem ekki er besta leiðin sem gatna­kerfið bíður upp á?

Mynd: Strætó

Þann 6. febr­úar síð­ast­lið­inn birt­ist frétt um stræt­is­vagn sem lenti út af veg­inum í óveðri á Hell­is­heið­inni. Sem betur fer urðu engin meiðsl á fólki og vagn­stjór­inn hringdi eftir leigu­bíl til að sækja eina far­þeg­ann sem var í vagn­in­um. Hefði hugs­an­lega verið betra að vita hvað margir ætl­uðu yfir heið­ina og senda minna far­ar­tæki með far­þeg­ann í stað fimm­tíu sæta stræt­is­vagns­ins?

Í októ­ber 2018 var sam­þykkt í borg­ar­ráði að auka tíðni stræt­is­vagna­ferða og inn­leiða breyt­ing­arnar í árs­byrjun 2020 sem er vel. Í jan­úar 2019 gerðu svo eig­endur Strætó, sem eru sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, kröfu um 95 millj­óna króna hag­ræð­ingu í leiða­kerf­inu innan árs­ins 2019. Til að mæta þess­ari sparn­að­ar­kröfu sam­þykkti stjórn Strætó að fara í end­ur­skipu­lagn­ingu ferða og minnka tíðni. Væri ekki gott að skoða betur þennan rekstr­ar­vanda áður en við förum út í frek­ari fjár­fest­ingar á innviðum kerf­is­ins?

Mikið væri fróð­legt að vita hvað það kostar fyrir umhverfið að end­ur­raða mal­bik­inu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna borg­ar­lín­unn­ar. Kostn­að­ar­á­ætl­unin hljóðar jú upp á 63 til 70 ma.kr. en hvar finn ég matið á umhverf­is­á­hrif­unum af fram­kvæmd­inni? Og væri mögu­legt að gera kostn­að­ar­á­ætlun fyrir ofan­greint ímyndað reikni­líkan í leið­inni, ég skýt á 2 til 3 ma.kr. Það var búið að fjár­festa 1,3 ma.kr. í Über þegar það hóf starf­semi í San Francisco 2011.

Sól yrði flókin og fyr­ir­ferð­ar­mikil í fram­kvæmd og við höfum ekki jafn­mikla þekk­ingu á sviði gervi­greindar og hefð­bund­inna sam­göngu­kerfa. Ég veit það. En ef við stækkum ekki lausn­a­mengi sam­fé­lags­legra áskor­anna, eins og í almenn­ings­sam­göng­um, og erum til­búin til að læra og nýta okkur fram­þróun í tölvu­sjón, gervi­greind, reikni­getu og róbóta­tækni þá byggjum við berg­máls­sam­fé­lag for­tíð­ar.

Höf­undur er verk­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar