Nú er komið að lífeyrisþegum

Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og prófessor í félagsfræði, segir að það þurfi að hækka lífeyri almannatrygginga til jafns við lægstu taxta. Það þurfi að gerast fyrir sumarfrí.

Auglýsing

Í kjölfar lífskjarasamninganna spyrja margir hvað verði um lífskjör lífeyrisþega.

Mun lífeyrir almannatrygginga ekki taka sömu hækkunum og launataxtar þeirra lægst launuðu?

Lífskjarasamningarnir færa þeim lægst launuðu mestu hækkanirnar, alls um 90.000 krónur á samningstímabilinu – og svo hagvaxtartengdar hækkanir að auki.

Auglýsing

Frá 1. apríl hækka lægstu taxtar um 17.000 krónur á mánuði, síðan 24.000 þann 1. apríl 2020, þá 24.000 1. janúar 2021 og loks 25.000 1. janúar 2022.

Þetta eru þær hækkanir sem óskertur lífeyrir almannatrygginga ætti einnig að taka – fyrsta hækkunin komi strax frá 1. apríl eins og gildir um launataxtana. Hagvaxtarábatinn á svo að bætast við þetta, ef til kemur.

Það launafólk sem er með yfirborganir, álög eða bónusa fær minni hækkanir, eða samtals um 68.000 krónur á samningstímabilinu. Hið sama gildir um lágmarkslaunatrygginguna, sem hækkar minna en lægstu taxtarnir, enda telja álög, yfirborganir og bónusar inn í hana.

Lífeyrisþegar sem litlar aðrar tekjur hafa en frá almannatryggingum búa ekki við yfirborganir, álög eða bónusa. Ef lífeyrisþegar hafa aðrar tekjur en frá almannatryggingum þá er lífeyrir þeirra skertur.

Það er hin neikvæða sérstaða lágtekjulífeyrisþega – sem er oft öllu verri en staða láglaunafólks á vinnumarkaði.

Viðmiðið fyrir lífeyrisþega er klárt

Það er því augljóst að viðmiðið fyrir hækkanir lífeyris almannatrygginga eru þær taxtahækkanir sem koma á lægstu taxtana í lífskjarasamningnum, samtals um 90.000 krónur á samningstímabilinu – auk hagvaxtarábatans.

Stjórnvöld fá auknar skatttekjur af þeim launahækkunum sem nú taka gildi á vinnumarkaði og það dugar þeim til að fjármagna samsvarandi hækkun á lífeyri almannatrygginga.

Í hópi lífeyrisþega er sumt af tekjulægsta fólkinu í okkar samfélagi, ekki síst örorkulífeyrisþegar sem eru í sambúð og án annarra tekna. Þeir fá frá TR einungis 247.183 krónur á mánuði fyrir skatt og 206.086 krónur eftir skatt. Það eru mun lakari kjör en þeir búa við sem eru á lágmarkstöxtum á vinnumarkaði – þó þau laun dugi ekki fyrir framfærslu.

Öll frávik frá því að hækka lífeyri almannatrygginga til fulls í samræmi við hækkanir lægstu taxta, sem og tafir á gildistöku þeirra hækkana, myndu þýða að lífeyrisþegar almannatrygginga væru skildir eftir – einn þjóðfélagshópa í íslenska velferðarríkinu.

Það hefur að vísu gerst áður að lífeyrisþegar hafi verið skildir eftir.

En ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skilaði góðu framlagi til lífskjarasamningsins; í formi skattalækkana, hækkunar barnabóta, umbóta í húsnæðismálum og með lengingu fæðingarorlofs, auk loforða um aðrar umbætur.

Allt það nýtist lífeyrisþegum einnig, eins og við á.

Það væri alvarlegt stílbrot á frammistöðu ríkisstjórnarinnar ef hún myndi nú bregðast lífeyrisþegum og ekki veita þeim ávinning lífskjarasamningsins til fulls.

Ef hún skildi sumt af fátækasta fólkinu eftir á flæðiskeri.

Forsætisráðherrann hlýtur að sjá til þess að engin vanhöld verði á því að skila ávinningi lífskjarasamningsins til fulls til lægst launuðu lífeyrisþeganna, þ.e. þeirra sem mest stóla á almannatryggingar.

Það væri einmitt gert með því að hækka lífeyri almannatrygginga til jafns við lægstu taxtana.

Þingið þarf að afgreiða það fyrir sumarfrí og láta hækkunina gilda frá 1. apríl.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar