Hingað og ekki lengra

Lögfræðingur Viðskiptaráðs segir að góður málstaður þarfnist ekki ósanninda, bara útskýringa.

Auglýsing

Þegar ljóst var í hvað stefndi og tölur úr Brex­it-­kosn­ing­unum bár­ust að kvöldi kjör­dags fóru áhuga­verðir hlutir að ger­ast á Google. Leitir á borð við „hvað er Brex­it?“ „hvað er ESB?“ og „hvað felur það í sér að ganga úr ESB“ tóku að dúkka upp í auknum mæli. Breska þjóð­in, sem sam­þykkti með naumum meiri­hluta að segja skilið við sam­band­ið, virð­ist ekki hafa vitað almenni­lega um hvað kosn­ing­arnar snér­ust. Umræðan í aðdrag­anda kosn­ing­anna var heldur ekk­ert sér­stak­lega stað­reynda­drif­in.

Góður mál­staður þarfn­ast ekki ósann­inda, hálf­sann­leika, eða vill­andi fram­setn­ing­ar. Góður mál­staður þarfn­ast þess hins vegar að hann sé settur fram heið­ar­lega og á skilj­an­legan hátt, því góður mál­staður er oft flók­inn. Athygl­is­vert er að hugsa um þriðja orku­pakk­ann með þetta í huga. Þeir sem harð­ast ganga fram í and­stöðu við inn­leið­ing­una segja ýmist ósatt, hálf­satt, eða setja fram órök­studdar full­yrð­ingar með vill­andi hætti. Hverjar sem ástæður þessa mál­flutn­ings kunna að vera situr eftir að í síbylju bull­yrð­inga, sem skýrar stað­reyndir ná ekki að kveða á brott, er ekki nema von að manni fall­ist hend­ur.

Dæmi um þennan mál­flutn­ing er bull­yrð­ingin að Norð­menn hafi athuga­semda­laust hafnað póst- og þjón­ustutil­skip­un­inni svoköll­uðu og að með sömu rökum getum við hafnað þriðja orku­pakk­an­um. Þetta er ein­fald­lega rangt. Hið rétta er að til­skip­unin hefur ekki enn orðið hluti af EES-­samn­ingnum. Hún hefði getað orðið það en sam­eig­in­lega EES-­nefndin og ESB áttu í löngum við­ræðum um hvort til­skip­unin færi inn í samn­ing­inn því Norð­menn höfðu efa­semd­ir. Á end­anum leyst­ist úr deil­unni þegar stjórn­ar­skipti urðu í Nor­egi. Ný stjórn hafði engar efa­semd­ir. Til­skip­un­in, sem varð ekki hluti af EES-­samn­ingn­um, var leidd í norsk lög. Sams­konar frum­varp liggur nú fyrir Alþingi. Á þessu og orku­pakk­anum er hins vegar grund­vall­ar­mun­ur. Orku­pakk­inn er kom­inn í gegnum sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ina auk þess sem Norð­menn og Lichten­stein hafa aflétt fyr­ir­vör­um. Að vísa til póst- og þjón­ustutil­skip­un­ar­innar sem for­dæmi eru ósann­indi. Þetta er stað­reynd. Góður mál­staður þarfn­ast ekki ósann­inda, bara útskýr­inga.

Lög­legt en for­dæma­laust

Pakka­sinn­ar, ég þeirra á með­al, eiga erfitt með að átta sig á grund­velli full­yrð­inga and­stæð­inga pakk­ans. And­stæð­ing­arnir virð­ast bara segja eitt­hvað og vona að eng­inn sann­reyni full­yrð­ing­arnar og við höfum varla undan að sann­reyna þær. Þegar bull­yrð­ing­arnar eru athug­aðar kemur í ljós að lítið sem ekk­ert stenst. Sam­sær­is­kenn­ingar um sæstreng út frá orða­lagi aðfar­ar­orða til­skip­un­ar­inn­ar, hækk­andi raf­orku­verð, „Lands­regl­ar­inn,“ lófa­lestur í orku­pakka 4, 5 og 6 og grýlur um erlend yfir­ráð yfir auð­lindum eru dæmi um þetta. Það stendur ekki steinn yfir steini.

Auglýsing
Að sama skapi get ég ekki full­yrt um hvað ger­ist ef Ísland hafnar því að inn­leiða þriðja orku­pakk­ann. Við eigum laga­legan rétt á því. Það er óum­deilt. Ég hef líka laga­legan rétt á því að koma pöddu­fullur heim til kærust­unnar minnar um tvöleytið á hverri nóttu. Ég get hins vegar gert mér í hug­ar­lund að það hefði veru­lega alvar­legar sam­band­spóli­tískar afleið­ing­ar. Sömu sögu er að segja af EES-­samn­ingn­um. Inn­leið­ingu hefur ekki verið hafnað í 25 ára sögu hans. Ég tel lík­legra en ekki að höfnun hefði í för með sér veru­lega alvar­legar póli­tískar afleið­ing­ar. Þessi afstaða byggir á skrifum fræði­manna um við­fangs­efn­ið, til dæmis hér, hér, hér og hér. En ég get ekki full­yrt blákalt um það án þess að ljúga. Alveg eins og þau sem segja að höfnun á inn­leið­ingu hafi engar afleið­ing­ar. Þau ljúga, því þau vita það ekki. Umræðan um þriðja orku­pakk­ann, sem er vissu­lega þörf, er í annan þráð­inn skálka­skjól fyrir umræð­una um hvort við viljum áfram vera í EES. Þess vegna ættum við að leggja umræð­unni um til­tekna inn­leið­ingu og ræða þær all­ar. Viljum við áfram til­heyra EES og tryggja mik­il­væg­asta frí­versl­un­ar­samn­ing þjóð­ar­inn­ar? Já takk.

Frjáls­lynt fólk allra landa sam­ein­ist

En vand­inn er stærri. Vand­inn er nátengdur því hvernig frjáls­lynt fólk, sem almennt styður veru Íslands í EES, nálg­ast heim­inn. Frjáls­lynt fólk vill ekki ganga fram fyrir skjöldu í bar­átt­unni við pópúlista. Skilj­an­lega. Það er erfitt og leið­in­legt. Frjáls­lynd gildi hafa verið ríkj­andi á full­orð­ins­árum Íslend­inga undir fimm­tugu. Frjáls­lynt fólk er því miklu van­ara því að takast á við annað frjáls­lynt fólk um hvernig eigi að útfæra þennan frjáls­lynda heim sem við byggjum en leggur ekki í pópúlistana.

Staðan minnir óþægi­lega á sam­taka­mátt and­spyrnu­hreyf­ing­anna í Life of Bri­an, þar sem það eina sem þær höt­uðu meira en Róm­verj­ana var hverja aðra. Frjáls­lynt fólk er tvístrað en þarf að standa saman gegn upp­gangi pópúl­isma. Við þurfum ekki að leita aftur til fæð­ing­ar­tíma frels­ar­ans til að finna dæmi um afleið­ingar þessa sam­stöðu­leys­is. Breskir popúlistar kyntu bálið með lygum um að úrsögn úr Evr­ópu­sam­band­inu myndi skila 55 millj­örðum króna á viku þráð­beint í breska heil­brigð­is­kerfið. Þetta reynd­ist erfitt að kveða nið­ur, enda algjör­lega úr lausu lofti grip­ið. Fæstir eru vanir því að þurfa að svara lyg­um. En þær virk­uðu. Nið­ur­stað­an? Glund­roð­inn sem í dag­legu tali kall­ast Brex­it.

Demókratar í Banda­ríkj­unum gerðu svo hvað þeir gátu til að hundsa stuðn­ings­menn Trump og létu nægja að upp­nefna þá. Í fjöl­miðlum voru fyr­ir­sagnir mis­mun­andi útgáfur af: „Nei, þetta eða hitt sem Trump heldur fram er ekki satt,“ en allt kom fyrir ekki. „Fals­frétt­ir!“ hróp­aði raun­veru­leika­þátta­stjarn­an, sem nú situr í sæt­inu sem áður til­heyrði leið­toga hins frjálsa heims.

Þess vegna þarf frjáls­lynt fólk að segja hingað og ekki lengra. Það þarf að mæta ósann­indum af festu og sam­stöðu á manna­máli því mál­stað­ur­inn er góð­ur. Við viljum ekki vakna upp við vondan draum einn morg­un­inn í náinni fram­tíð og gúggla: „Hvað er EES?

Höf­undur er lög­fræð­ingur Við­skipta­ráðs Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar