Orkupakki Íslands

Herbert Herbertsson veltir fyrir sér orkumálum og framtíð Íslands í umheiminum.

Auglýsing

Það er lær­dóms­ríkt að fylgj­ast með umræð­unni um 3. orku­pakk­ann. Hver af öðrum stíga öld­ungar fram og vara við hon­um. Það er enda skilj­an­legt, því ef öld­ungar geta komið sér saman um eitt­hvað, þá er það óbreytt ástand. Helst samt að stíga eins og nokkur skref aftur í tím­ann sem var svo góður og skilj­an­leg­ur. Eig­in­lega ætti ég að vera með í þessum hópi ald­urs­ins vegna, en ég get alla­vega enn hugsað út fyrir rammann í svona mál­um. Að minnsta kosti tel ég mér trú um það sjálf­ur.

Ef við sleppum nú umræð­unni um 3. orku­pakk­ann og veltum fyrir okkur hver sé fram­tíð þessa lands í umheim­in­um, því hvort sem öld­ung­arnir trúa því eða ekki. Þá munu veð­ur­fars­breyt­ingar á jörð­inni ekki ganga fram­hjá Íslandi. Ekki frekar en öðrum stöðum hér á jörð­inni.

Áður en mörg ár líða mun botn­inn detta úr „túrista­síldar­æv­in­týr­inu” eins og öðrum síldar­æv­in­týrum á Íslandi. Þar átti að grípa skyndigróð­ann af því sem eng­inn vissi hvort end­ast myndi út árið. Öllu er nú eins og þá veðjað á einn hest, sem þegar er far­inn að lasnast. Innan fárra ára verða settar tak­mark­anir á hversu fólk má fljúga  mik­ið. Það mun fækka ferðum til og frá land­inu um marga tugi pró­senta, og þá aðal­lega útlend­inga. Eftir munu standa tóm hót­el, eins og gömlu síld­ar­verk­smiðj­urn­ar. Óhemju fjár­fest­ingar fara í súg­inn og fjöldi fólks stendur uppi gjald­þrota og atvinnu­laust. Þetta eru útlínur hins íslenska hag­kerfis gegnum árin. Þá er nú gott að hafa bless­aða krón­una sem getur virkað eins og yoyo, upp og nið­ur, en þó aðal­lega nið­ur.

Auglýsing

Eins og ég skil fram­tíðar veð­ur­spár, munu stormar og úrkoma aukast mikið hér vegna lægða­gangs yfir Atl­ants­hafi og lægð­irnar strika beint yfir Ísland, en háþrýsti­svæði, hita­bylgjur og þurrkar þá plaga Vest­ur­-­Evr­ópu. Lægða­gang­ur­inn verður þá fram­tíðar veð­ur­far frá Suð­aust­ur­landi og vestur um land. Nema Golfstraum­ur­inn taki upp á því að sökkva, sem von­andi verður ekki í náinni fram­tíð. En ég er nú ekki mennt­aður veð­ur­fræð­ing­ur, e.t.v. frekar eins og sjó­menn og bændur hér áður fyrr sem höfðu sína eigin reynslu­bundnu veð­ur­spá.

Ég höfða til ungs fólks á Íslandi. Að það taki ábyrga afstöðu til fram­tíðar lands­ins í alheims­víðu sam­hengi. Það er komið nóg af staðn­aðri „heima er best” póli­tík gam­al­menna. Íslend­ingar eiga að axla ábyrgð á fram­tíð jarð­ar­innar með því að nota þá gíf­ur­lega sterku aðstöðu sem Ísland hefur til þess að bæta ástand jarð­ar­innar og um leið að tryggja fjár­hags­lega fram­tíð þjóð­ar­inn­ar. Það á að leggja eins marga sæstrengi til bæði Evr­ópu og Amer­íku og þarf til, þegar búið verður að virkja hvern ein­asta bæj­ar­læk og hverja ein­ustu jök­ulsá meðan þær end­ast (e.t.v. 100 ár). Það á ekki að sleppa einum ein­asta vatns­dropa til sjávar nema hann hafi verið full­nýttur til raf­magns­fram­leiðslu. Það á að setja upp eins margar vind­orku­stöðvar og mögu­legt er til þess að nýta þá auknu storma sem hér munu senni­lega ráða ríkjum til fram­tíð­ar. Alla orku­strengi á að leggja í jörðu, ekki aðeins til bættrar ásýndar lands­ins, en miklu fremur til öruggrar afhend­ingar raf­magns til sjávar á öllum árs­tím­um.

Útflutn­ingur vist­væns raf­magns mun verða upp­spretta mik­illar vel­meg­unar á Íslandi til ófyr­ir­sjá­an­legrar fram­tíð­ar. Geta Íslend­ingar þar litið til olíu­sjóðs Norð­manna, sem mun þó löngu verða upp­ur­inn meðan vist­vænt raf­magn mun enn mala gull fyrir Ísland.

Aðeins verður að gæta þess að allar virkj­anir verði eign þjóð­ar­inn­ar, eins og olíu­vinnslan hjá Statoil Norð­manna. Það yrði þó að fá aðstoð erlendis frá við upp­bygg­ingu kerf­is­ins. Það gerðu Norð­menn einnig þegar þeir byggðu upp sitt olíu­vinnslu­kerfi. Stóru alþjóð­legu olíu­fé­lögin fengu hlut­deild í hagn­að­inum með því að leggja til sína þekk­ingu og fjár­magn við borun og úrvinnslu olí­unn­ar. Sá samn­ingur var þó aðeins í gildi í ákveðin ára­fjölda, eða þar til þau fyr­ir­tæki höfðu fengið sitt fram­lag end­ur­greitt í formi olíu og útlagðs fjár­magns. Í dag er Statoil einrátt í olíu­vinnslu við Noreg og allur hagn­aður hennar rennur beint til norsku þjóð­ar­inn­ar.

Með bestu kveðjum og áskor­unum til ungra Íslend­inga um að sækja fram og virkja auð­legð Íslands til hags­muna fyrir land og þjóð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar