Flotið að feigðarósi

Guðni Karl Harðarson fjallar um þriðja orkupakkann í aðsendri grein. Hann spyr hvort engu máli skipti hvað þjóðin segi um málið.

Auglýsing

Sjáið ármynnið sem búið er að selja einum af afla­kóngi orkunn­ar. Þar háttar svo til að fyrir neðan er fal­legur foss þar sem Íslend­ingar og ferða­menn sækja til að njóta feg­urð­ar­inn­ar. Nú á að fara að virkja þarna og við það hverfur foss­inn smátt og smátt í gleymsk­unnar dá.

Bar­átta þeirra sem vilja eiga allt og segj­ast geta gert við eign­ina eins og þeim sýn­ist ef þau bara kaupa og selja aftur til að græða. Svo bíða eign­inar í röðum að kom­ast inn á bið­röð­ina í sæstreng­inn. Nógu er búið að skrifa um það að Sæstrengur er á áætl­un. Ísland verður eftir nokkur ár orðið háð sölu orku til allra ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. Meira krefj­ast þau og meira. Í stað þess að við íslend­ingar ráðum yfir orku­málum og fengjum mikið um það að segja hvað yrði gert við hana.

Við skulum aðeins bera saman bar­áttu þeirra sem hafa eign­ast land og þeirra sem segja að þjóðin eigi ork­una. Í ræðu Þór­dísar Kol­brúnar Gylfa­dóttur á lands­fundi Lands­virkj­unar kom fram: „Vatns­afl og jarð­varmi eru ekki þjóð­ar­eign líkt og fisk­ur­inn í sjón­um. Vatns­afl og jarð­varmi til­heyra eign­ar­haldi á landi, rétt eins og lax­veiði­rétt­indi til­heyra jörð­um. Ef Jón og Gunna eiga landið þá eiga Jón og Gunna við­kom­andi orku­auð­lind sem er á því landi, eða undir því. Ef ríkið á landið þá á ríkið við­kom­andi orku­auð­lind. Ef sveit­ar­fé­lag á landið þá á sveit­ar­fé­lagið við­kom­andi orku­auð­lind.“

Er það rétt? Er vatns­afl í eigu þjóðar eða land­eig­enda?

Auglýsing

Nú segir Þór­dís að vatns­afl til­heyri eign­ar­haldi á landi. Fyrir það fyrsta þarf allt vatn að renna í gegnum landið og áfram niður til sjáv­ar. Eng­inn getur eignað sér það vatn sem er alltaf á ferð. Vegna þess að það rennur í gegn. Eng­inn nema þá þjóðin ef eitt­hvað er. Raf­orka á að vera á for­ræði og í eigu þjóð­ar­inn­ar. Raf­magn er und­ir­staða til­veru okkar í dag og það er sam­fé­lags­leg ábyrgð að tryggja fram­leiðslu og flutn­ing til allra þegna þjóð­fé­lags­ins.

Í allri þess­ari umræðu hefur gleymst að ræða sér­stak­lega um áhrif Íslend­inga á breyt­ingu lands­ins okk­ar. Elskum við landið okkar nóg til að hafa áhrif á ákvörðun hvernig því sé breytt? Hvað sé gert við það?

Ég elska Ísland

Ég er bara agn­ar­lít­ill leik­maður sem hefur áhyggjur á þess­ari þróun sem er að verða.

Nú hafa borist ýmsar umsagnir til Alþingis frá ýmsum áhrifa­mönnum í þjóð­fé­lag­inu.

Umsagnir til Alþingis

Stór hluti af vinnu þing­nefnda felst í því að kalla eftir umsögnum um þau þing­mál sem nefndin hefur til skoð­unar hverju sinni. Öllum er frjálst að senda þing­nefnd umsagnir um þing­mál og eru allar umsagnir jafn rétt­há­ar.

Umsagnir um mál 777: Ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar, nr. 93/2017, um breyt­ingu á IV. við­auka (Orka) við EES-­samn­ing­inn.

Orkan okk­ar. 29.4.2019, Alþýðu­sam­band Íslands. 29.4.2019, Birgir Örn Stein­gríms­son fjár­mála- og hag­fræð­ing­ur. 29.4.2019, Bjarni Jóns­son raf­magns­verk­fræð­ing­ur. Umsögn dags. 22.4.2019, Elinóra Inga Sig­urð­ar­dóttir for­stjóri. 25.4.2019, Elías Elí­as­son verk­fræð­ingur og Jónas Elí­as­son pró­fessor emerit­us. 23.4.2019, Eyjólfur Ármans­son lög­fræð­ing­ur. 2.5.2019, Frjálst land, félaga­sam­tök. 22.4.2019, Gríms­nes- og Grafn­ings­hrepp­ur. 26.4.2019, Gunnar Gutt­orms­son. 29.4.2019, Heims­sýn. 29.4.2019, Helga Garð­ars­dótt­ir. 28.4.2019, Hildur Sif Thoraren­sen. 30.4.2019, Hjör­leifur Gutt­orms­son. 26.4.2019, Jón Bald­vin Hanni­bals­son fv. ráð­herra. Umsögn dags 17.4.2019, Lands­sam­band Bak­ara­meist­ara. 29.4.2019, Sam­band Garð­yrkju­bænda. 29.4.2019. Steinar Ingi­mar Hall­dórs­son verk­fræð­ing­ur. 30.4.2019,

Stein­dór Sig­ur­steins­son. 24.4.2019, Svanur Guð­munds­son og Elías B. Elí­as­son. 29.4.2019, Sveit­ar­stjórn Blá­skóg­ar­byggð­ar. 26.4.2019, Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörð­ur. 24.4.2019, Valorka ehf. 23.4.2019, Viðar Guðjohn­sen lyfja­fræð­ing­ur. Umsögn dags. 17.4.2019, Ögmundur Jón­as­son fv. alþing­is­mað­ur. 29.4.2019.

Eins og sést eru hérna ýmsir áhrifa­menn í þjóð­fé­lag­inu.

Er það virki­lega svo að sumir þing­menn ætli sér að halda sínu fram og segja JÁ þvert gegn vilja mik­ils meiri­hluta þjóð­ar­innar og álits­gerða þess­ara áhrifa­manna hér að ofan?

Skiptir það þá engu máli hvað þjóðin seg­ir?

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar