Flotið að feigðarósi

Guðni Karl Harðarson fjallar um þriðja orkupakkann í aðsendri grein. Hann spyr hvort engu máli skipti hvað þjóðin segi um málið.

Auglýsing

Sjáið ármynnið sem búið er að selja einum af afla­kóngi orkunn­ar. Þar háttar svo til að fyrir neðan er fal­legur foss þar sem Íslend­ingar og ferða­menn sækja til að njóta feg­urð­ar­inn­ar. Nú á að fara að virkja þarna og við það hverfur foss­inn smátt og smátt í gleymsk­unnar dá.

Bar­átta þeirra sem vilja eiga allt og segj­ast geta gert við eign­ina eins og þeim sýn­ist ef þau bara kaupa og selja aftur til að græða. Svo bíða eign­inar í röðum að kom­ast inn á bið­röð­ina í sæstreng­inn. Nógu er búið að skrifa um það að Sæstrengur er á áætl­un. Ísland verður eftir nokkur ár orðið háð sölu orku til allra ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. Meira krefj­ast þau og meira. Í stað þess að við íslend­ingar ráðum yfir orku­málum og fengjum mikið um það að segja hvað yrði gert við hana.

Við skulum aðeins bera saman bar­áttu þeirra sem hafa eign­ast land og þeirra sem segja að þjóðin eigi ork­una. Í ræðu Þór­dísar Kol­brúnar Gylfa­dóttur á lands­fundi Lands­virkj­unar kom fram: „Vatns­afl og jarð­varmi eru ekki þjóð­ar­eign líkt og fisk­ur­inn í sjón­um. Vatns­afl og jarð­varmi til­heyra eign­ar­haldi á landi, rétt eins og lax­veiði­rétt­indi til­heyra jörð­um. Ef Jón og Gunna eiga landið þá eiga Jón og Gunna við­kom­andi orku­auð­lind sem er á því landi, eða undir því. Ef ríkið á landið þá á ríkið við­kom­andi orku­auð­lind. Ef sveit­ar­fé­lag á landið þá á sveit­ar­fé­lagið við­kom­andi orku­auð­lind.“

Er það rétt? Er vatns­afl í eigu þjóðar eða land­eig­enda?

Auglýsing

Nú segir Þór­dís að vatns­afl til­heyri eign­ar­haldi á landi. Fyrir það fyrsta þarf allt vatn að renna í gegnum landið og áfram niður til sjáv­ar. Eng­inn getur eignað sér það vatn sem er alltaf á ferð. Vegna þess að það rennur í gegn. Eng­inn nema þá þjóðin ef eitt­hvað er. Raf­orka á að vera á for­ræði og í eigu þjóð­ar­inn­ar. Raf­magn er und­ir­staða til­veru okkar í dag og það er sam­fé­lags­leg ábyrgð að tryggja fram­leiðslu og flutn­ing til allra þegna þjóð­fé­lags­ins.

Í allri þess­ari umræðu hefur gleymst að ræða sér­stak­lega um áhrif Íslend­inga á breyt­ingu lands­ins okk­ar. Elskum við landið okkar nóg til að hafa áhrif á ákvörðun hvernig því sé breytt? Hvað sé gert við það?

Ég elska Ísland

Ég er bara agn­ar­lít­ill leik­maður sem hefur áhyggjur á þess­ari þróun sem er að verða.

Nú hafa borist ýmsar umsagnir til Alþingis frá ýmsum áhrifa­mönnum í þjóð­fé­lag­inu.

Umsagnir til Alþingis

Stór hluti af vinnu þing­nefnda felst í því að kalla eftir umsögnum um þau þing­mál sem nefndin hefur til skoð­unar hverju sinni. Öllum er frjálst að senda þing­nefnd umsagnir um þing­mál og eru allar umsagnir jafn rétt­há­ar.

Umsagnir um mál 777: Ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar, nr. 93/2017, um breyt­ingu á IV. við­auka (Orka) við EES-­samn­ing­inn.

Orkan okk­ar. 29.4.2019, Alþýðu­sam­band Íslands. 29.4.2019, Birgir Örn Stein­gríms­son fjár­mála- og hag­fræð­ing­ur. 29.4.2019, Bjarni Jóns­son raf­magns­verk­fræð­ing­ur. Umsögn dags. 22.4.2019, Elinóra Inga Sig­urð­ar­dóttir for­stjóri. 25.4.2019, Elías Elí­as­son verk­fræð­ingur og Jónas Elí­as­son pró­fessor emerit­us. 23.4.2019, Eyjólfur Ármans­son lög­fræð­ing­ur. 2.5.2019, Frjálst land, félaga­sam­tök. 22.4.2019, Gríms­nes- og Grafn­ings­hrepp­ur. 26.4.2019, Gunnar Gutt­orms­son. 29.4.2019, Heims­sýn. 29.4.2019, Helga Garð­ars­dótt­ir. 28.4.2019, Hildur Sif Thoraren­sen. 30.4.2019, Hjör­leifur Gutt­orms­son. 26.4.2019, Jón Bald­vin Hanni­bals­son fv. ráð­herra. Umsögn dags 17.4.2019, Lands­sam­band Bak­ara­meist­ara. 29.4.2019, Sam­band Garð­yrkju­bænda. 29.4.2019. Steinar Ingi­mar Hall­dórs­son verk­fræð­ing­ur. 30.4.2019,

Stein­dór Sig­ur­steins­son. 24.4.2019, Svanur Guð­munds­son og Elías B. Elí­as­son. 29.4.2019, Sveit­ar­stjórn Blá­skóg­ar­byggð­ar. 26.4.2019, Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörð­ur. 24.4.2019, Valorka ehf. 23.4.2019, Viðar Guðjohn­sen lyfja­fræð­ing­ur. Umsögn dags. 17.4.2019, Ögmundur Jón­as­son fv. alþing­is­mað­ur. 29.4.2019.

Eins og sést eru hérna ýmsir áhrifa­menn í þjóð­fé­lag­inu.

Er það virki­lega svo að sumir þing­menn ætli sér að halda sínu fram og segja JÁ þvert gegn vilja mik­ils meiri­hluta þjóð­ar­innar og álits­gerða þess­ara áhrifa­manna hér að ofan?

Skiptir það þá engu máli hvað þjóðin seg­ir?

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar