Flotið að feigðarósi

Guðni Karl Harðarson fjallar um þriðja orkupakkann í aðsendri grein. Hann spyr hvort engu máli skipti hvað þjóðin segi um málið.

Auglýsing

Sjáið ármynnið sem búið er að selja einum af afla­kóngi orkunn­ar. Þar háttar svo til að fyrir neðan er fal­legur foss þar sem Íslend­ingar og ferða­menn sækja til að njóta feg­urð­ar­inn­ar. Nú á að fara að virkja þarna og við það hverfur foss­inn smátt og smátt í gleymsk­unnar dá.

Bar­átta þeirra sem vilja eiga allt og segj­ast geta gert við eign­ina eins og þeim sýn­ist ef þau bara kaupa og selja aftur til að græða. Svo bíða eign­inar í röðum að kom­ast inn á bið­röð­ina í sæstreng­inn. Nógu er búið að skrifa um það að Sæstrengur er á áætl­un. Ísland verður eftir nokkur ár orðið háð sölu orku til allra ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. Meira krefj­ast þau og meira. Í stað þess að við íslend­ingar ráðum yfir orku­málum og fengjum mikið um það að segja hvað yrði gert við hana.

Við skulum aðeins bera saman bar­áttu þeirra sem hafa eign­ast land og þeirra sem segja að þjóðin eigi ork­una. Í ræðu Þór­dísar Kol­brúnar Gylfa­dóttur á lands­fundi Lands­virkj­unar kom fram: „Vatns­afl og jarð­varmi eru ekki þjóð­ar­eign líkt og fisk­ur­inn í sjón­um. Vatns­afl og jarð­varmi til­heyra eign­ar­haldi á landi, rétt eins og lax­veiði­rétt­indi til­heyra jörð­um. Ef Jón og Gunna eiga landið þá eiga Jón og Gunna við­kom­andi orku­auð­lind sem er á því landi, eða undir því. Ef ríkið á landið þá á ríkið við­kom­andi orku­auð­lind. Ef sveit­ar­fé­lag á landið þá á sveit­ar­fé­lagið við­kom­andi orku­auð­lind.“

Er það rétt? Er vatns­afl í eigu þjóðar eða land­eig­enda?

Auglýsing

Nú segir Þór­dís að vatns­afl til­heyri eign­ar­haldi á landi. Fyrir það fyrsta þarf allt vatn að renna í gegnum landið og áfram niður til sjáv­ar. Eng­inn getur eignað sér það vatn sem er alltaf á ferð. Vegna þess að það rennur í gegn. Eng­inn nema þá þjóðin ef eitt­hvað er. Raf­orka á að vera á for­ræði og í eigu þjóð­ar­inn­ar. Raf­magn er und­ir­staða til­veru okkar í dag og það er sam­fé­lags­leg ábyrgð að tryggja fram­leiðslu og flutn­ing til allra þegna þjóð­fé­lags­ins.

Í allri þess­ari umræðu hefur gleymst að ræða sér­stak­lega um áhrif Íslend­inga á breyt­ingu lands­ins okk­ar. Elskum við landið okkar nóg til að hafa áhrif á ákvörðun hvernig því sé breytt? Hvað sé gert við það?

Ég elska Ísland

Ég er bara agn­ar­lít­ill leik­maður sem hefur áhyggjur á þess­ari þróun sem er að verða.

Nú hafa borist ýmsar umsagnir til Alþingis frá ýmsum áhrifa­mönnum í þjóð­fé­lag­inu.

Umsagnir til Alþingis

Stór hluti af vinnu þing­nefnda felst í því að kalla eftir umsögnum um þau þing­mál sem nefndin hefur til skoð­unar hverju sinni. Öllum er frjálst að senda þing­nefnd umsagnir um þing­mál og eru allar umsagnir jafn rétt­há­ar.

Umsagnir um mál 777: Ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar, nr. 93/2017, um breyt­ingu á IV. við­auka (Orka) við EES-­samn­ing­inn.

Orkan okk­ar. 29.4.2019, Alþýðu­sam­band Íslands. 29.4.2019, Birgir Örn Stein­gríms­son fjár­mála- og hag­fræð­ing­ur. 29.4.2019, Bjarni Jóns­son raf­magns­verk­fræð­ing­ur. Umsögn dags. 22.4.2019, Elinóra Inga Sig­urð­ar­dóttir for­stjóri. 25.4.2019, Elías Elí­as­son verk­fræð­ingur og Jónas Elí­as­son pró­fessor emerit­us. 23.4.2019, Eyjólfur Ármans­son lög­fræð­ing­ur. 2.5.2019, Frjálst land, félaga­sam­tök. 22.4.2019, Gríms­nes- og Grafn­ings­hrepp­ur. 26.4.2019, Gunnar Gutt­orms­son. 29.4.2019, Heims­sýn. 29.4.2019, Helga Garð­ars­dótt­ir. 28.4.2019, Hildur Sif Thoraren­sen. 30.4.2019, Hjör­leifur Gutt­orms­son. 26.4.2019, Jón Bald­vin Hanni­bals­son fv. ráð­herra. Umsögn dags 17.4.2019, Lands­sam­band Bak­ara­meist­ara. 29.4.2019, Sam­band Garð­yrkju­bænda. 29.4.2019. Steinar Ingi­mar Hall­dórs­son verk­fræð­ing­ur. 30.4.2019,

Stein­dór Sig­ur­steins­son. 24.4.2019, Svanur Guð­munds­son og Elías B. Elí­as­son. 29.4.2019, Sveit­ar­stjórn Blá­skóg­ar­byggð­ar. 26.4.2019, Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörð­ur. 24.4.2019, Valorka ehf. 23.4.2019, Viðar Guðjohn­sen lyfja­fræð­ing­ur. Umsögn dags. 17.4.2019, Ögmundur Jón­as­son fv. alþing­is­mað­ur. 29.4.2019.

Eins og sést eru hérna ýmsir áhrifa­menn í þjóð­fé­lag­inu.

Er það virki­lega svo að sumir þing­menn ætli sér að halda sínu fram og segja JÁ þvert gegn vilja mik­ils meiri­hluta þjóð­ar­innar og álits­gerða þess­ara áhrifa­manna hér að ofan?

Skiptir það þá engu máli hvað þjóðin seg­ir?

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar