Orkupakki Íslands

Herbert Herbertsson veltir fyrir sér orkumálum og framtíð Íslands í umheiminum.

Auglýsing

Það er lær­dóms­ríkt að fylgj­ast með umræð­unni um 3. orku­pakk­ann. Hver af öðrum stíga öld­ungar fram og vara við hon­um. Það er enda skilj­an­legt, því ef öld­ungar geta komið sér saman um eitt­hvað, þá er það óbreytt ástand. Helst samt að stíga eins og nokkur skref aftur í tím­ann sem var svo góður og skilj­an­leg­ur. Eig­in­lega ætti ég að vera með í þessum hópi ald­urs­ins vegna, en ég get alla­vega enn hugsað út fyrir rammann í svona mál­um. Að minnsta kosti tel ég mér trú um það sjálf­ur.

Ef við sleppum nú umræð­unni um 3. orku­pakk­ann og veltum fyrir okkur hver sé fram­tíð þessa lands í umheim­in­um, því hvort sem öld­ung­arnir trúa því eða ekki. Þá munu veð­ur­fars­breyt­ingar á jörð­inni ekki ganga fram­hjá Íslandi. Ekki frekar en öðrum stöðum hér á jörð­inni.

Áður en mörg ár líða mun botn­inn detta úr „túrista­síldar­æv­in­týr­inu” eins og öðrum síldar­æv­in­týrum á Íslandi. Þar átti að grípa skyndigróð­ann af því sem eng­inn vissi hvort end­ast myndi út árið. Öllu er nú eins og þá veðjað á einn hest, sem þegar er far­inn að lasnast. Innan fárra ára verða settar tak­mark­anir á hversu fólk má fljúga  mik­ið. Það mun fækka ferðum til og frá land­inu um marga tugi pró­senta, og þá aðal­lega útlend­inga. Eftir munu standa tóm hót­el, eins og gömlu síld­ar­verk­smiðj­urn­ar. Óhemju fjár­fest­ingar fara í súg­inn og fjöldi fólks stendur uppi gjald­þrota og atvinnu­laust. Þetta eru útlínur hins íslenska hag­kerfis gegnum árin. Þá er nú gott að hafa bless­aða krón­una sem getur virkað eins og yoyo, upp og nið­ur, en þó aðal­lega nið­ur.

Auglýsing

Eins og ég skil fram­tíðar veð­ur­spár, munu stormar og úrkoma aukast mikið hér vegna lægða­gangs yfir Atl­ants­hafi og lægð­irnar strika beint yfir Ísland, en háþrýsti­svæði, hita­bylgjur og þurrkar þá plaga Vest­ur­-­Evr­ópu. Lægða­gang­ur­inn verður þá fram­tíðar veð­ur­far frá Suð­aust­ur­landi og vestur um land. Nema Golfstraum­ur­inn taki upp á því að sökkva, sem von­andi verður ekki í náinni fram­tíð. En ég er nú ekki mennt­aður veð­ur­fræð­ing­ur, e.t.v. frekar eins og sjó­menn og bændur hér áður fyrr sem höfðu sína eigin reynslu­bundnu veð­ur­spá.

Ég höfða til ungs fólks á Íslandi. Að það taki ábyrga afstöðu til fram­tíðar lands­ins í alheims­víðu sam­hengi. Það er komið nóg af staðn­aðri „heima er best” póli­tík gam­al­menna. Íslend­ingar eiga að axla ábyrgð á fram­tíð jarð­ar­innar með því að nota þá gíf­ur­lega sterku aðstöðu sem Ísland hefur til þess að bæta ástand jarð­ar­innar og um leið að tryggja fjár­hags­lega fram­tíð þjóð­ar­inn­ar. Það á að leggja eins marga sæstrengi til bæði Evr­ópu og Amer­íku og þarf til, þegar búið verður að virkja hvern ein­asta bæj­ar­læk og hverja ein­ustu jök­ulsá meðan þær end­ast (e.t.v. 100 ár). Það á ekki að sleppa einum ein­asta vatns­dropa til sjávar nema hann hafi verið full­nýttur til raf­magns­fram­leiðslu. Það á að setja upp eins margar vind­orku­stöðvar og mögu­legt er til þess að nýta þá auknu storma sem hér munu senni­lega ráða ríkjum til fram­tíð­ar. Alla orku­strengi á að leggja í jörðu, ekki aðeins til bættrar ásýndar lands­ins, en miklu fremur til öruggrar afhend­ingar raf­magns til sjávar á öllum árs­tím­um.

Útflutn­ingur vist­væns raf­magns mun verða upp­spretta mik­illar vel­meg­unar á Íslandi til ófyr­ir­sjá­an­legrar fram­tíð­ar. Geta Íslend­ingar þar litið til olíu­sjóðs Norð­manna, sem mun þó löngu verða upp­ur­inn meðan vist­vænt raf­magn mun enn mala gull fyrir Ísland.

Aðeins verður að gæta þess að allar virkj­anir verði eign þjóð­ar­inn­ar, eins og olíu­vinnslan hjá Statoil Norð­manna. Það yrði þó að fá aðstoð erlendis frá við upp­bygg­ingu kerf­is­ins. Það gerðu Norð­menn einnig þegar þeir byggðu upp sitt olíu­vinnslu­kerfi. Stóru alþjóð­legu olíu­fé­lögin fengu hlut­deild í hagn­að­inum með því að leggja til sína þekk­ingu og fjár­magn við borun og úrvinnslu olí­unn­ar. Sá samn­ingur var þó aðeins í gildi í ákveðin ára­fjölda, eða þar til þau fyr­ir­tæki höfðu fengið sitt fram­lag end­ur­greitt í formi olíu og útlagðs fjár­magns. Í dag er Statoil einrátt í olíu­vinnslu við Noreg og allur hagn­aður hennar rennur beint til norsku þjóð­ar­inn­ar.

Með bestu kveðjum og áskor­unum til ungra Íslend­inga um að sækja fram og virkja auð­legð Íslands til hags­muna fyrir land og þjóð.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar