Orkupakki Íslands

Herbert Herbertsson veltir fyrir sér orkumálum og framtíð Íslands í umheiminum.

Auglýsing

Það er lær­dóms­ríkt að fylgj­ast með umræð­unni um 3. orku­pakk­ann. Hver af öðrum stíga öld­ungar fram og vara við hon­um. Það er enda skilj­an­legt, því ef öld­ungar geta komið sér saman um eitt­hvað, þá er það óbreytt ástand. Helst samt að stíga eins og nokkur skref aftur í tím­ann sem var svo góður og skilj­an­leg­ur. Eig­in­lega ætti ég að vera með í þessum hópi ald­urs­ins vegna, en ég get alla­vega enn hugsað út fyrir rammann í svona mál­um. Að minnsta kosti tel ég mér trú um það sjálf­ur.

Ef við sleppum nú umræð­unni um 3. orku­pakk­ann og veltum fyrir okkur hver sé fram­tíð þessa lands í umheim­in­um, því hvort sem öld­ung­arnir trúa því eða ekki. Þá munu veð­ur­fars­breyt­ingar á jörð­inni ekki ganga fram­hjá Íslandi. Ekki frekar en öðrum stöðum hér á jörð­inni.

Áður en mörg ár líða mun botn­inn detta úr „túrista­síldar­æv­in­týr­inu” eins og öðrum síldar­æv­in­týrum á Íslandi. Þar átti að grípa skyndigróð­ann af því sem eng­inn vissi hvort end­ast myndi út árið. Öllu er nú eins og þá veðjað á einn hest, sem þegar er far­inn að lasnast. Innan fárra ára verða settar tak­mark­anir á hversu fólk má fljúga  mik­ið. Það mun fækka ferðum til og frá land­inu um marga tugi pró­senta, og þá aðal­lega útlend­inga. Eftir munu standa tóm hót­el, eins og gömlu síld­ar­verk­smiðj­urn­ar. Óhemju fjár­fest­ingar fara í súg­inn og fjöldi fólks stendur uppi gjald­þrota og atvinnu­laust. Þetta eru útlínur hins íslenska hag­kerfis gegnum árin. Þá er nú gott að hafa bless­aða krón­una sem getur virkað eins og yoyo, upp og nið­ur, en þó aðal­lega nið­ur.

Auglýsing

Eins og ég skil fram­tíðar veð­ur­spár, munu stormar og úrkoma aukast mikið hér vegna lægða­gangs yfir Atl­ants­hafi og lægð­irnar strika beint yfir Ísland, en háþrýsti­svæði, hita­bylgjur og þurrkar þá plaga Vest­ur­-­Evr­ópu. Lægða­gang­ur­inn verður þá fram­tíðar veð­ur­far frá Suð­aust­ur­landi og vestur um land. Nema Golfstraum­ur­inn taki upp á því að sökkva, sem von­andi verður ekki í náinni fram­tíð. En ég er nú ekki mennt­aður veð­ur­fræð­ing­ur, e.t.v. frekar eins og sjó­menn og bændur hér áður fyrr sem höfðu sína eigin reynslu­bundnu veð­ur­spá.

Ég höfða til ungs fólks á Íslandi. Að það taki ábyrga afstöðu til fram­tíðar lands­ins í alheims­víðu sam­hengi. Það er komið nóg af staðn­aðri „heima er best” póli­tík gam­al­menna. Íslend­ingar eiga að axla ábyrgð á fram­tíð jarð­ar­innar með því að nota þá gíf­ur­lega sterku aðstöðu sem Ísland hefur til þess að bæta ástand jarð­ar­innar og um leið að tryggja fjár­hags­lega fram­tíð þjóð­ar­inn­ar. Það á að leggja eins marga sæstrengi til bæði Evr­ópu og Amer­íku og þarf til, þegar búið verður að virkja hvern ein­asta bæj­ar­læk og hverja ein­ustu jök­ulsá meðan þær end­ast (e.t.v. 100 ár). Það á ekki að sleppa einum ein­asta vatns­dropa til sjávar nema hann hafi verið full­nýttur til raf­magns­fram­leiðslu. Það á að setja upp eins margar vind­orku­stöðvar og mögu­legt er til þess að nýta þá auknu storma sem hér munu senni­lega ráða ríkjum til fram­tíð­ar. Alla orku­strengi á að leggja í jörðu, ekki aðeins til bættrar ásýndar lands­ins, en miklu fremur til öruggrar afhend­ingar raf­magns til sjávar á öllum árs­tím­um.

Útflutn­ingur vist­væns raf­magns mun verða upp­spretta mik­illar vel­meg­unar á Íslandi til ófyr­ir­sjá­an­legrar fram­tíð­ar. Geta Íslend­ingar þar litið til olíu­sjóðs Norð­manna, sem mun þó löngu verða upp­ur­inn meðan vist­vænt raf­magn mun enn mala gull fyrir Ísland.

Aðeins verður að gæta þess að allar virkj­anir verði eign þjóð­ar­inn­ar, eins og olíu­vinnslan hjá Statoil Norð­manna. Það yrði þó að fá aðstoð erlendis frá við upp­bygg­ingu kerf­is­ins. Það gerðu Norð­menn einnig þegar þeir byggðu upp sitt olíu­vinnslu­kerfi. Stóru alþjóð­legu olíu­fé­lögin fengu hlut­deild í hagn­að­inum með því að leggja til sína þekk­ingu og fjár­magn við borun og úrvinnslu olí­unn­ar. Sá samn­ingur var þó aðeins í gildi í ákveðin ára­fjölda, eða þar til þau fyr­ir­tæki höfðu fengið sitt fram­lag end­ur­greitt í formi olíu og útlagðs fjár­magns. Í dag er Statoil einrátt í olíu­vinnslu við Noreg og allur hagn­aður hennar rennur beint til norsku þjóð­ar­inn­ar.

Með bestu kveðjum og áskor­unum til ungra Íslend­inga um að sækja fram og virkja auð­legð Íslands til hags­muna fyrir land og þjóð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar