Svona var Hlemmur um aldamótin

Pawel Bartoszek, borgarstjórnarfulltrúi Viðreisnar, skrifar um hvernig miðbær Reykjavíkur hefur vaxið og dafnað frá aldamótum.

Auglýsing

Tveimur árum eftir alda­mótin sat ég í Stúd­enta­garði í Berlín og horfði á sjón­varp­ið. Þetta var í her­bergi með­leigj­anda míns. Hann átti sjón­varp­ið, hélt á fjar­stýr­ing­unni og fletti ger­ræð­is­lega milli stöðva.

Í örskamma stund sá ég glitta í Hlemm á sjón­varps­skján­um.

„Stop, Mann! Das war Island!“ Hróp­aði ég með blöndu af for­undran og heim­þrá. Hann fletti til baka og við horfðum á. Þetta var heim­ild­ar­myndin Hlemmur. Rúm­enskur með­leigj­andi fylgd­ist þög­ull með þegar fólkið í heima­landi mínu lýsti degi sínum og hvaða hrein­læt­is­vökva og hreinsi­efni það inn­byrti til að láta hann líða hrað­ar.

Auglýsing

Hið ágæta ensku­mæl­andi blað Reykja­vík Grapevine hefur komið út frá 2003. Það birtir iðu­lega túrista­kort af Reykja­vík. Í fyrsta tölu­blað­inu leit kortið af Kvos­inni svona út:

Kort: Reykjavík Grapewine

En ef hinn endi Lauga­vegar er skoð­aður þá fengum við þessa mynd:

Kort: Reykjavík Grapewine

Í stuttu máli. Sein­ustu útverðir sið­menn­ingar á ofan­verðum Lauga­veg­inum voru, að mati blaða­manna Grapevine: Svarta kaffi og Argent­ína steik­hús. Annað var ekki að sjá á þessu svæði.

Þar sem ég stend á horn Lauga­vegar og Rauð­ar­ár­stígs reikn­ast mér að geti talið 19 veit­inga­staði sem ég sé að geta labbað í á innan við mín­útu. Í þeim hópi eru kaffi­hús, fjöl­þjóð­legir skyndi­bita­staðir og veit­inga­staðir sem frægir dekkja­fram­leið­end­ur, Michel­in, hafa séð ástæðu til að mæla með.

Næst á dag­skrá er að búa til fal­legt torg á Hlemmi, gefa gang­andi veg­far­endum meira vægi á kostnað bíla­um­ferðar og búa til meira pláss fyrir veit­inga­rekstur og mann­líf. Þar með búum við til tveggja kjarna miðbæ með Aust­ur­velli og Hlemm­torgi á sitt hvorum end­anum og göngu­götu á milli. Ekki ósvipað og við þekkjum í Kaup­manna­höfn með Ráðs­hús­torg­inu og Kóngs­ins nýja torgi.

Í fram­hald­inu er vert að huga að frek­ari upp­bygg­ingu á Hlemm­svæð­inu og svæð­inu austan við Hlemm. Skip­holtið er að verða að spenn­andi götu fyrir fyr­ir­tæki og stofn­anir sem velja val­kost á jaðri mið­bæj­ar­ins. Í fram­tíð­inni munu þeir sem vilja birta túrista­kort af mið­bænum skera mynd­ina enn aust­ar. Enda er mið­bær­inn að vaxa og dafna. Og hefur gert frá alda­mót­um.

Höf­undur er borg­­ar­­stjórn­­­ar­­full­­trúi Við­reisnar

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar