Svona var Hlemmur um aldamótin

Pawel Bartoszek, borgarstjórnarfulltrúi Viðreisnar, skrifar um hvernig miðbær Reykjavíkur hefur vaxið og dafnað frá aldamótum.

Auglýsing

Tveimur árum eftir alda­mótin sat ég í Stúd­enta­garði í Berlín og horfði á sjón­varp­ið. Þetta var í her­bergi með­leigj­anda míns. Hann átti sjón­varp­ið, hélt á fjar­stýr­ing­unni og fletti ger­ræð­is­lega milli stöðva.

Í örskamma stund sá ég glitta í Hlemm á sjón­varps­skján­um.

„Stop, Mann! Das war Island!“ Hróp­aði ég með blöndu af for­undran og heim­þrá. Hann fletti til baka og við horfðum á. Þetta var heim­ild­ar­myndin Hlemmur. Rúm­enskur með­leigj­andi fylgd­ist þög­ull með þegar fólkið í heima­landi mínu lýsti degi sínum og hvaða hrein­læt­is­vökva og hreinsi­efni það inn­byrti til að láta hann líða hrað­ar.

Auglýsing

Hið ágæta ensku­mæl­andi blað Reykja­vík Grapevine hefur komið út frá 2003. Það birtir iðu­lega túrista­kort af Reykja­vík. Í fyrsta tölu­blað­inu leit kortið af Kvos­inni svona út:

Kort: Reykjavík Grapewine

En ef hinn endi Lauga­vegar er skoð­aður þá fengum við þessa mynd:

Kort: Reykjavík Grapewine

Í stuttu máli. Sein­ustu útverðir sið­menn­ingar á ofan­verðum Lauga­veg­inum voru, að mati blaða­manna Grapevine: Svarta kaffi og Argent­ína steik­hús. Annað var ekki að sjá á þessu svæði.

Þar sem ég stend á horn Lauga­vegar og Rauð­ar­ár­stígs reikn­ast mér að geti talið 19 veit­inga­staði sem ég sé að geta labbað í á innan við mín­útu. Í þeim hópi eru kaffi­hús, fjöl­þjóð­legir skyndi­bita­staðir og veit­inga­staðir sem frægir dekkja­fram­leið­end­ur, Michel­in, hafa séð ástæðu til að mæla með.

Næst á dag­skrá er að búa til fal­legt torg á Hlemmi, gefa gang­andi veg­far­endum meira vægi á kostnað bíla­um­ferðar og búa til meira pláss fyrir veit­inga­rekstur og mann­líf. Þar með búum við til tveggja kjarna miðbæ með Aust­ur­velli og Hlemm­torgi á sitt hvorum end­anum og göngu­götu á milli. Ekki ósvipað og við þekkjum í Kaup­manna­höfn með Ráðs­hús­torg­inu og Kóngs­ins nýja torgi.

Í fram­hald­inu er vert að huga að frek­ari upp­bygg­ingu á Hlemm­svæð­inu og svæð­inu austan við Hlemm. Skip­holtið er að verða að spenn­andi götu fyrir fyr­ir­tæki og stofn­anir sem velja val­kost á jaðri mið­bæj­ar­ins. Í fram­tíð­inni munu þeir sem vilja birta túrista­kort af mið­bænum skera mynd­ina enn aust­ar. Enda er mið­bær­inn að vaxa og dafna. Og hefur gert frá alda­mót­um.

Höf­undur er borg­­ar­­stjórn­­­ar­­full­­trúi Við­reisnar

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar