Svona var Hlemmur um aldamótin

Pawel Bartoszek, borgarstjórnarfulltrúi Viðreisnar, skrifar um hvernig miðbær Reykjavíkur hefur vaxið og dafnað frá aldamótum.

Auglýsing

Tveimur árum eftir alda­mótin sat ég í Stúd­enta­garði í Berlín og horfði á sjón­varp­ið. Þetta var í her­bergi með­leigj­anda míns. Hann átti sjón­varp­ið, hélt á fjar­stýr­ing­unni og fletti ger­ræð­is­lega milli stöðva.

Í örskamma stund sá ég glitta í Hlemm á sjón­varps­skján­um.

„Stop, Mann! Das war Island!“ Hróp­aði ég með blöndu af for­undran og heim­þrá. Hann fletti til baka og við horfðum á. Þetta var heim­ild­ar­myndin Hlemmur. Rúm­enskur með­leigj­andi fylgd­ist þög­ull með þegar fólkið í heima­landi mínu lýsti degi sínum og hvaða hrein­læt­is­vökva og hreinsi­efni það inn­byrti til að láta hann líða hrað­ar.

Auglýsing

Hið ágæta ensku­mæl­andi blað Reykja­vík Grapevine hefur komið út frá 2003. Það birtir iðu­lega túrista­kort af Reykja­vík. Í fyrsta tölu­blað­inu leit kortið af Kvos­inni svona út:

Kort: Reykjavík Grapewine

En ef hinn endi Lauga­vegar er skoð­aður þá fengum við þessa mynd:

Kort: Reykjavík Grapewine

Í stuttu máli. Sein­ustu útverðir sið­menn­ingar á ofan­verðum Lauga­veg­inum voru, að mati blaða­manna Grapevine: Svarta kaffi og Argent­ína steik­hús. Annað var ekki að sjá á þessu svæði.

Þar sem ég stend á horn Lauga­vegar og Rauð­ar­ár­stígs reikn­ast mér að geti talið 19 veit­inga­staði sem ég sé að geta labbað í á innan við mín­útu. Í þeim hópi eru kaffi­hús, fjöl­þjóð­legir skyndi­bita­staðir og veit­inga­staðir sem frægir dekkja­fram­leið­end­ur, Michel­in, hafa séð ástæðu til að mæla með.

Næst á dag­skrá er að búa til fal­legt torg á Hlemmi, gefa gang­andi veg­far­endum meira vægi á kostnað bíla­um­ferðar og búa til meira pláss fyrir veit­inga­rekstur og mann­líf. Þar með búum við til tveggja kjarna miðbæ með Aust­ur­velli og Hlemm­torgi á sitt hvorum end­anum og göngu­götu á milli. Ekki ósvipað og við þekkjum í Kaup­manna­höfn með Ráðs­hús­torg­inu og Kóngs­ins nýja torgi.

Í fram­hald­inu er vert að huga að frek­ari upp­bygg­ingu á Hlemm­svæð­inu og svæð­inu austan við Hlemm. Skip­holtið er að verða að spenn­andi götu fyrir fyr­ir­tæki og stofn­anir sem velja val­kost á jaðri mið­bæj­ar­ins. Í fram­tíð­inni munu þeir sem vilja birta túrista­kort af mið­bænum skera mynd­ina enn aust­ar. Enda er mið­bær­inn að vaxa og dafna. Og hefur gert frá alda­mót­um.

Höf­undur er borg­­ar­­stjórn­­­ar­­full­­trúi Við­reisnar

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar