Zephyr virkjar vind á Íslandi

Auglýsing

Norska rík­is­fyr­ir­tækið Stakraft, sem er Lands­virkjun þeirra Norð­manna, var að opna nýjan vind­myllu­garð. Sem er sá stærsti í Nor­egi til þessa. Þarna í  Roan í Þrænd­ar­lögum voru á ein­ungis tveimur sumrum reist 71 vind­mylla með afl upp á sam­tals 255,6 MW. Hver vind­mylla er 3,6 MW og eru þær fram­leiddar af danska Vest­as. Þetta er þó ein­ungis fyrsti áfang­inn í miklu stærra vindoku­verk­efni. Í þess­ari grein segir frá þessu risa­verk­efni Norð­manna, sem er til marks um mik­inn og góðan upp­gang vind­orkunn­ar, auk þess sem hér er lýst fjár­fest­ingum Norð­manna í íslenskri vind­orku. 

Norska Statkraft leggur áherslu á vind­orku

Með opnun þessa nýja vind­myllu­garðs í nágrenni Þránd­heims er Statkraft orðið stærsta vind­orku­fyr­ir­tæki í Nor­egi; fór þarna fram úr norska fyr­ir­tæk­inu Zephyr í upp­settu afli í norskri vind­orku. Þessi nýi vind­myllu­garður upp á rúm­lega 250 MW er þó ein­ungis upp­hafið af miklu stærra verk­efni, sem nefn­ist Fosen Vind og mun sam­an­standa af sex þyrp­ingum vind­mylla á svæð­inu. Full­byggður verður þessi norski vind­myllu­garður um 1.000 MW og orku­fram­leiðslan verður um 3.400 GWst árlega. 

Til sam­an­burðar má nefna að full­byggður mun Fosen Vind vind­myllu­garð­ur­inn fram­leiða fimm­falt meiri raf­orku en hin nýja Þeista­reykja­virkjun og um þrefalt meira en öll sú raf­orka sem HS Orka fram­leið­ir. Og full­byggður mun Fosen Vind fram­leiða nán­ast nákvæm­lega jafn mikið raf­magn eins og allar virkj­anir Orku­veitu Reykja­víkur (Orku nátt­úr­unn­ar) til sam­ans!

Auglýsing

Statkraft er ekki eini hlut­haf­inn í Fosen Vind. Fyr­ir­tækið er þarna í sam­starfi við norsku fyr­ir­tækin Trønder Energi og Nor­dic Wind Power, ásamt Credit Suisse Energy Infrastruct­ure Partners og sviss­neska orku­fyr­ir­tæk­inu BKW. En Statkraft fer með meiri­hluta hluta­bréf­anna í Fosen og er fram­kvæmd­ar­að­ili verk­efn­is­ins.

Vind­orkan er hag­kvæmust

En af hverju er verið að virkja norskan vind í svo miklu magni? Svarið við því er ein­falt: Hag­kvæmni. Vind­orka er orðin ódýrasta teg­und nýrrar raf­orku­fram­leiðslu. Það er því sann­ar­lega líka orðið tíma­bært að vind­ur­inn verði virkj­aður á Íslandi. Um leið er unnt að minnka hér þörf­ina á nýjum og oft afar umdeildum vatns­afls- og jarð­varma­virkj­un­um. 

Nú eru orðin nokkur ár síðan grein­ar­höf­undur sann­færð­ist um að það væri ein­ungis tíma­spurs­mál að vind­orka yrði svo ódýr og hag­kvæm að hún yrði sam­keppn­is­hæf á íslenskum raf­orku­mark­aði. Sá tími er runnin upp, sbr. nýleg ummæli á vegum Lands­virkj­unar

Zephyr Iceland byrjar starf­semi

Nýverið átti grein­ar­höf­undur þátt í stofnun vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland. Fyr­ir­tækið hyggst á kom­andi miss­erum og árum ráð­ast í umtals­verðar rann­sóknir á íslenskum vindi með það að mark­miði að reisa vind­myllu­garða á Íslandi. Fyr­ir­huguð verk­efni dreifast víða um landið og senn verður greint nánar frá þeim rann­sóknum og und­ir­bún­ingi verk­efn­anna. 

Zephyr Iceland er í meiri­hluta­eigu norska vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr. Það fyr­ir­tæki hefur verið braut­ryðj­andi í norskri vind­orku og er eitt reynslu­mesta vind­orku­fyr­ir­tækið þar í landi. Í dag er norska Zephyr annað stærsta vind­orku­fyr­ir­tækið í Nor­egi, með lítið minna upp­sett vindafl þar í landi en rík­is­fyr­ir­tækið Statkraft. Og það var reyndar ein­ungis nýlega að Statkraft varð þarna stærra en Zephyr, með áður­nefndum Fosen vind­myllu­garði sín­um. 

Google og Alcoa meðal helstu við­skipta­vina

Að auki er Zephyr nú að reisa tæp­lega 200 MW vind­myllu­garð á Guleslettene vest­ast í Nor­egi. Öll sú raf­orka sem þar verður fram­leidd hefur verið keypt af álveri Alcoa í Nor­egi með lang­tíma­samn­ingi. Áður hafði Zephyr m.a. reist 160 MW Tellenes vind­myllu­garð­inn og þar kaupir Google alla raf­ork­una sem vind­myllu­garð­ur­inn fram­leiðir næstu 12 árin. Með Guleslettene verður upp­sett vindafl á vegum Zephyr komið í sam­tals um 500 MW. Að auki er svo Zephyr nýlega búið að semja um að yfir­taka rekst­ur­inn á um 280 MW vind­myllu­garð­inum Nor­dlys nálægt Tromsø í N-Nor­egi. Zephyr er sem sagt með mikla og gey­sigóða reynslu af öllu því sem við­kemur vind­orku og þ.á m. und­ir­bún­ingi verk­efna, fjár­mögn­un, bygg­ingu vind­myllu­garða og rekstri slíkra garða. 

Sam­starf við Black Rock

Verk­efni Zephyr í Nor­egi hafa gengið mjög vel. Það kemur því ekki á óvart að fyr­ir­tækið skyldi fá athygli eins stærsta fjár­fest­inga­sjóðs í heimi, sem er banda­ríska sjóða­fyr­ir­tækið Black Rock, en það fyr­ir­tæki keypti nýlega tvo af vind­myllu­görðum Zephyr í Nor­egi. Sam­kvæmt lang­tíma­samn­ingi við Black Rock sér Zephyr áfram um rekst­ur­inn á vind­myllu­görð­un­um. Black Rock er með um sex þús­und millj­arða USD í eigna­stýr­ingu og álítur bæði vind- og sól­ar­orku skyn­sam­lega fjár­fest­ingu

Norsk skyn­semi og var­færni að leið­ar­ljósi

Áður en norska Zephyr ákvað að koma til Íslands skoð­aði fyr­ir­tækið íslenska raf­orku­mark­að­inn af gaum­gæfni og kynnti sér íslensk raf­orku­mál ítar­lega. Zephyr hefur var­færni og skyn­semi í fyr­i­r­úmi, enda er fyr­ir­tækið í eigu þriggja norskra vatns­afls­fyr­ir­tækja, sem öll eru í eigu norskra sveit­ar­fé­laga og fylkja. Slíkir eig­endur forð­ast of mikla áhættu­sækni og leggja mikið upp úr sam­fé­lags­legu gildi verk­efna sinna. Um leið er leit­ast við að verk­efni fyr­ir­tæk­is­ins stuðli að öfl­ugum fjár­fest­ingum með sterkum sam­starfs­að­il­um. Zephyr Iceland væntir þess að innan nokk­urra ára geti fyr­ir­tækið boðið Íslend­ingum og íslenskum fyr­ir­tækjum raf­orku frá íslenskum vindi á hag­stæðu verð­i. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Zephyr á Íslandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar