Zephyr virkjar vind á Íslandi

Auglýsing

Norska rík­is­fyr­ir­tækið Stakraft, sem er Lands­virkjun þeirra Norð­manna, var að opna nýjan vind­myllu­garð. Sem er sá stærsti í Nor­egi til þessa. Þarna í  Roan í Þrænd­ar­lögum voru á ein­ungis tveimur sumrum reist 71 vind­mylla með afl upp á sam­tals 255,6 MW. Hver vind­mylla er 3,6 MW og eru þær fram­leiddar af danska Vest­as. Þetta er þó ein­ungis fyrsti áfang­inn í miklu stærra vindoku­verk­efni. Í þess­ari grein segir frá þessu risa­verk­efni Norð­manna, sem er til marks um mik­inn og góðan upp­gang vind­orkunn­ar, auk þess sem hér er lýst fjár­fest­ingum Norð­manna í íslenskri vind­orku. 

Norska Statkraft leggur áherslu á vind­orku

Með opnun þessa nýja vind­myllu­garðs í nágrenni Þránd­heims er Statkraft orðið stærsta vind­orku­fyr­ir­tæki í Nor­egi; fór þarna fram úr norska fyr­ir­tæk­inu Zephyr í upp­settu afli í norskri vind­orku. Þessi nýi vind­myllu­garður upp á rúm­lega 250 MW er þó ein­ungis upp­hafið af miklu stærra verk­efni, sem nefn­ist Fosen Vind og mun sam­an­standa af sex þyrp­ingum vind­mylla á svæð­inu. Full­byggður verður þessi norski vind­myllu­garður um 1.000 MW og orku­fram­leiðslan verður um 3.400 GWst árlega. 

Til sam­an­burðar má nefna að full­byggður mun Fosen Vind vind­myllu­garð­ur­inn fram­leiða fimm­falt meiri raf­orku en hin nýja Þeista­reykja­virkjun og um þrefalt meira en öll sú raf­orka sem HS Orka fram­leið­ir. Og full­byggður mun Fosen Vind fram­leiða nán­ast nákvæm­lega jafn mikið raf­magn eins og allar virkj­anir Orku­veitu Reykja­víkur (Orku nátt­úr­unn­ar) til sam­ans!

Auglýsing

Statkraft er ekki eini hlut­haf­inn í Fosen Vind. Fyr­ir­tækið er þarna í sam­starfi við norsku fyr­ir­tækin Trønder Energi og Nor­dic Wind Power, ásamt Credit Suisse Energy Infrastruct­ure Partners og sviss­neska orku­fyr­ir­tæk­inu BKW. En Statkraft fer með meiri­hluta hluta­bréf­anna í Fosen og er fram­kvæmd­ar­að­ili verk­efn­is­ins.

Vind­orkan er hag­kvæmust

En af hverju er verið að virkja norskan vind í svo miklu magni? Svarið við því er ein­falt: Hag­kvæmni. Vind­orka er orðin ódýrasta teg­und nýrrar raf­orku­fram­leiðslu. Það er því sann­ar­lega líka orðið tíma­bært að vind­ur­inn verði virkj­aður á Íslandi. Um leið er unnt að minnka hér þörf­ina á nýjum og oft afar umdeildum vatns­afls- og jarð­varma­virkj­un­um. 

Nú eru orðin nokkur ár síðan grein­ar­höf­undur sann­færð­ist um að það væri ein­ungis tíma­spurs­mál að vind­orka yrði svo ódýr og hag­kvæm að hún yrði sam­keppn­is­hæf á íslenskum raf­orku­mark­aði. Sá tími er runnin upp, sbr. nýleg ummæli á vegum Lands­virkj­unar

Zephyr Iceland byrjar starf­semi

Nýverið átti grein­ar­höf­undur þátt í stofnun vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland. Fyr­ir­tækið hyggst á kom­andi miss­erum og árum ráð­ast í umtals­verðar rann­sóknir á íslenskum vindi með það að mark­miði að reisa vind­myllu­garða á Íslandi. Fyr­ir­huguð verk­efni dreifast víða um landið og senn verður greint nánar frá þeim rann­sóknum og und­ir­bún­ingi verk­efn­anna. 

Zephyr Iceland er í meiri­hluta­eigu norska vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr. Það fyr­ir­tæki hefur verið braut­ryðj­andi í norskri vind­orku og er eitt reynslu­mesta vind­orku­fyr­ir­tækið þar í landi. Í dag er norska Zephyr annað stærsta vind­orku­fyr­ir­tækið í Nor­egi, með lítið minna upp­sett vindafl þar í landi en rík­is­fyr­ir­tækið Statkraft. Og það var reyndar ein­ungis nýlega að Statkraft varð þarna stærra en Zephyr, með áður­nefndum Fosen vind­myllu­garði sín­um. 

Google og Alcoa meðal helstu við­skipta­vina

Að auki er Zephyr nú að reisa tæp­lega 200 MW vind­myllu­garð á Guleslettene vest­ast í Nor­egi. Öll sú raf­orka sem þar verður fram­leidd hefur verið keypt af álveri Alcoa í Nor­egi með lang­tíma­samn­ingi. Áður hafði Zephyr m.a. reist 160 MW Tellenes vind­myllu­garð­inn og þar kaupir Google alla raf­ork­una sem vind­myllu­garð­ur­inn fram­leiðir næstu 12 árin. Með Guleslettene verður upp­sett vindafl á vegum Zephyr komið í sam­tals um 500 MW. Að auki er svo Zephyr nýlega búið að semja um að yfir­taka rekst­ur­inn á um 280 MW vind­myllu­garð­inum Nor­dlys nálægt Tromsø í N-Nor­egi. Zephyr er sem sagt með mikla og gey­sigóða reynslu af öllu því sem við­kemur vind­orku og þ.á m. und­ir­bún­ingi verk­efna, fjár­mögn­un, bygg­ingu vind­myllu­garða og rekstri slíkra garða. 

Sam­starf við Black Rock

Verk­efni Zephyr í Nor­egi hafa gengið mjög vel. Það kemur því ekki á óvart að fyr­ir­tækið skyldi fá athygli eins stærsta fjár­fest­inga­sjóðs í heimi, sem er banda­ríska sjóða­fyr­ir­tækið Black Rock, en það fyr­ir­tæki keypti nýlega tvo af vind­myllu­görðum Zephyr í Nor­egi. Sam­kvæmt lang­tíma­samn­ingi við Black Rock sér Zephyr áfram um rekst­ur­inn á vind­myllu­görð­un­um. Black Rock er með um sex þús­und millj­arða USD í eigna­stýr­ingu og álítur bæði vind- og sól­ar­orku skyn­sam­lega fjár­fest­ingu

Norsk skyn­semi og var­færni að leið­ar­ljósi

Áður en norska Zephyr ákvað að koma til Íslands skoð­aði fyr­ir­tækið íslenska raf­orku­mark­að­inn af gaum­gæfni og kynnti sér íslensk raf­orku­mál ítar­lega. Zephyr hefur var­færni og skyn­semi í fyr­i­r­úmi, enda er fyr­ir­tækið í eigu þriggja norskra vatns­afls­fyr­ir­tækja, sem öll eru í eigu norskra sveit­ar­fé­laga og fylkja. Slíkir eig­endur forð­ast of mikla áhættu­sækni og leggja mikið upp úr sam­fé­lags­legu gildi verk­efna sinna. Um leið er leit­ast við að verk­efni fyr­ir­tæk­is­ins stuðli að öfl­ugum fjár­fest­ingum með sterkum sam­starfs­að­il­um. Zephyr Iceland væntir þess að innan nokk­urra ára geti fyr­ir­tækið boðið Íslend­ingum og íslenskum fyr­ir­tækjum raf­orku frá íslenskum vindi á hag­stæðu verð­i. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Zephyr á Íslandi.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar