Zephyr virkjar vind á Íslandi

Auglýsing

Norska rík­is­fyr­ir­tækið Stakraft, sem er Lands­virkjun þeirra Norð­manna, var að opna nýjan vind­myllu­garð. Sem er sá stærsti í Nor­egi til þessa. Þarna í  Roan í Þrænd­ar­lögum voru á ein­ungis tveimur sumrum reist 71 vind­mylla með afl upp á sam­tals 255,6 MW. Hver vind­mylla er 3,6 MW og eru þær fram­leiddar af danska Vest­as. Þetta er þó ein­ungis fyrsti áfang­inn í miklu stærra vindoku­verk­efni. Í þess­ari grein segir frá þessu risa­verk­efni Norð­manna, sem er til marks um mik­inn og góðan upp­gang vind­orkunn­ar, auk þess sem hér er lýst fjár­fest­ingum Norð­manna í íslenskri vind­orku. 

Norska Statkraft leggur áherslu á vind­orku

Með opnun þessa nýja vind­myllu­garðs í nágrenni Þránd­heims er Statkraft orðið stærsta vind­orku­fyr­ir­tæki í Nor­egi; fór þarna fram úr norska fyr­ir­tæk­inu Zephyr í upp­settu afli í norskri vind­orku. Þessi nýi vind­myllu­garður upp á rúm­lega 250 MW er þó ein­ungis upp­hafið af miklu stærra verk­efni, sem nefn­ist Fosen Vind og mun sam­an­standa af sex þyrp­ingum vind­mylla á svæð­inu. Full­byggður verður þessi norski vind­myllu­garður um 1.000 MW og orku­fram­leiðslan verður um 3.400 GWst árlega. 

Til sam­an­burðar má nefna að full­byggður mun Fosen Vind vind­myllu­garð­ur­inn fram­leiða fimm­falt meiri raf­orku en hin nýja Þeista­reykja­virkjun og um þrefalt meira en öll sú raf­orka sem HS Orka fram­leið­ir. Og full­byggður mun Fosen Vind fram­leiða nán­ast nákvæm­lega jafn mikið raf­magn eins og allar virkj­anir Orku­veitu Reykja­víkur (Orku nátt­úr­unn­ar) til sam­ans!

Auglýsing

Statkraft er ekki eini hlut­haf­inn í Fosen Vind. Fyr­ir­tækið er þarna í sam­starfi við norsku fyr­ir­tækin Trønder Energi og Nor­dic Wind Power, ásamt Credit Suisse Energy Infrastruct­ure Partners og sviss­neska orku­fyr­ir­tæk­inu BKW. En Statkraft fer með meiri­hluta hluta­bréf­anna í Fosen og er fram­kvæmd­ar­að­ili verk­efn­is­ins.

Vind­orkan er hag­kvæmust

En af hverju er verið að virkja norskan vind í svo miklu magni? Svarið við því er ein­falt: Hag­kvæmni. Vind­orka er orðin ódýrasta teg­und nýrrar raf­orku­fram­leiðslu. Það er því sann­ar­lega líka orðið tíma­bært að vind­ur­inn verði virkj­aður á Íslandi. Um leið er unnt að minnka hér þörf­ina á nýjum og oft afar umdeildum vatns­afls- og jarð­varma­virkj­un­um. 

Nú eru orðin nokkur ár síðan grein­ar­höf­undur sann­færð­ist um að það væri ein­ungis tíma­spurs­mál að vind­orka yrði svo ódýr og hag­kvæm að hún yrði sam­keppn­is­hæf á íslenskum raf­orku­mark­aði. Sá tími er runnin upp, sbr. nýleg ummæli á vegum Lands­virkj­unar

Zephyr Iceland byrjar starf­semi

Nýverið átti grein­ar­höf­undur þátt í stofnun vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland. Fyr­ir­tækið hyggst á kom­andi miss­erum og árum ráð­ast í umtals­verðar rann­sóknir á íslenskum vindi með það að mark­miði að reisa vind­myllu­garða á Íslandi. Fyr­ir­huguð verk­efni dreifast víða um landið og senn verður greint nánar frá þeim rann­sóknum og und­ir­bún­ingi verk­efn­anna. 

Zephyr Iceland er í meiri­hluta­eigu norska vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr. Það fyr­ir­tæki hefur verið braut­ryðj­andi í norskri vind­orku og er eitt reynslu­mesta vind­orku­fyr­ir­tækið þar í landi. Í dag er norska Zephyr annað stærsta vind­orku­fyr­ir­tækið í Nor­egi, með lítið minna upp­sett vindafl þar í landi en rík­is­fyr­ir­tækið Statkraft. Og það var reyndar ein­ungis nýlega að Statkraft varð þarna stærra en Zephyr, með áður­nefndum Fosen vind­myllu­garði sín­um. 

Google og Alcoa meðal helstu við­skipta­vina

Að auki er Zephyr nú að reisa tæp­lega 200 MW vind­myllu­garð á Guleslettene vest­ast í Nor­egi. Öll sú raf­orka sem þar verður fram­leidd hefur verið keypt af álveri Alcoa í Nor­egi með lang­tíma­samn­ingi. Áður hafði Zephyr m.a. reist 160 MW Tellenes vind­myllu­garð­inn og þar kaupir Google alla raf­ork­una sem vind­myllu­garð­ur­inn fram­leiðir næstu 12 árin. Með Guleslettene verður upp­sett vindafl á vegum Zephyr komið í sam­tals um 500 MW. Að auki er svo Zephyr nýlega búið að semja um að yfir­taka rekst­ur­inn á um 280 MW vind­myllu­garð­inum Nor­dlys nálægt Tromsø í N-Nor­egi. Zephyr er sem sagt með mikla og gey­sigóða reynslu af öllu því sem við­kemur vind­orku og þ.á m. und­ir­bún­ingi verk­efna, fjár­mögn­un, bygg­ingu vind­myllu­garða og rekstri slíkra garða. 

Sam­starf við Black Rock

Verk­efni Zephyr í Nor­egi hafa gengið mjög vel. Það kemur því ekki á óvart að fyr­ir­tækið skyldi fá athygli eins stærsta fjár­fest­inga­sjóðs í heimi, sem er banda­ríska sjóða­fyr­ir­tækið Black Rock, en það fyr­ir­tæki keypti nýlega tvo af vind­myllu­görðum Zephyr í Nor­egi. Sam­kvæmt lang­tíma­samn­ingi við Black Rock sér Zephyr áfram um rekst­ur­inn á vind­myllu­görð­un­um. Black Rock er með um sex þús­und millj­arða USD í eigna­stýr­ingu og álítur bæði vind- og sól­ar­orku skyn­sam­lega fjár­fest­ingu

Norsk skyn­semi og var­færni að leið­ar­ljósi

Áður en norska Zephyr ákvað að koma til Íslands skoð­aði fyr­ir­tækið íslenska raf­orku­mark­að­inn af gaum­gæfni og kynnti sér íslensk raf­orku­mál ítar­lega. Zephyr hefur var­færni og skyn­semi í fyr­i­r­úmi, enda er fyr­ir­tækið í eigu þriggja norskra vatns­afls­fyr­ir­tækja, sem öll eru í eigu norskra sveit­ar­fé­laga og fylkja. Slíkir eig­endur forð­ast of mikla áhættu­sækni og leggja mikið upp úr sam­fé­lags­legu gildi verk­efna sinna. Um leið er leit­ast við að verk­efni fyr­ir­tæk­is­ins stuðli að öfl­ugum fjár­fest­ingum með sterkum sam­starfs­að­il­um. Zephyr Iceland væntir þess að innan nokk­urra ára geti fyr­ir­tækið boðið Íslend­ingum og íslenskum fyr­ir­tækjum raf­orku frá íslenskum vindi á hag­stæðu verð­i. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Zephyr á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar