Um valdhyggju og umhyggju, vínið og frelsið

Guðmundur Andri Thorsson segir áfeng­is­neyslu vera lýð­heilsu­mál – heil­brigð­is­mál – og menn­ing­ar­mál. Til­högun áfeng­is­sölu sé sam­fé­lags­legt úrlausn­ar­efni.

Auglýsing

Sum mál eru þess eðlis að vara­samt getur verið að skoða þau út frá ein­ungis einu grund­vall­ar­prinsippi hversu göf­ugt og ágætt sem það prinsipp er. Frelsið er okkur til dæmis ólýs­an­lega mik­il­vægt og dýr­mætt. Við getum samt ekki horft á mál ríg­bundin við algildi þess þegar við leitum far­sællar nið­ur­stöðu eða hugsa um frelsið ein­ungis út frá einni hlið. Við megum ekki bara hugsa um frelsi til að gera eitt­hvað heldur líka frelsi undan ein­hverju. Frelsið er ekki tak­marka­laust og nær ekki til þess að beita ofríki og yfir­gangi, þótt sumir vald­hyggju­menn vilji telja okkur trú um ann­að. John Stu­art Mill minnti okkur á að frelsi mitt tak­markast við heill náung­ans.

Ég hef verið á báðum áttum í vín­sölu­máli Við­reisn­ar, en fylgst með umræðum í þing­sal. Slíkur er ofs­inn í mál­flutn­ingi sumra and­stæð­inga frum­varps­ins að maður fer ósjálfrátt að leggj­ast á sveif með því við að hlusta á þá. Þannig lét Þor­steinn Sæmunds­son Mið­flokks­maður á sér skilja að hann teldi afnám bjór­banns hafa verið mikið óheilla­skref á sínum tíma og hann vildi helst banna hann aft­ur, væri það bara hægt; aðrir hafa talað eins og hóf­drykkja nútím­ans sé engu betri en ofsa­drykkja fyrri tíma, jafn­vel skað­legri; ein­blína á selda lítra en ekki neyslu­mynstrið og telja fimm hvítvíns­glös með mat sem dreifast yfir vik­una skað­legri en eina Vod­kaflösku á föstu­dags­kvöldi með til­heyr­andi öngviti og djöf­ul­skap. Sumir virð­ast ekki trúa því að til­tölu­lega ódrukkið fólk geti haft vín um hönd.

Hjá stuðn­ings­mönnum virð­ist málið snú­ast um frelsið – frelsisprinsippið svífi ofar öllu öðru á sínum eigin himni. Þetta virð­ist snú­ast um til­finn­ingu fyrir per­sónu­legu rými, að ekki sé verið að ráðskast með mann, hafa vit fyrir manni. Þetta snýst ekki síst um nokk­urs konar „rýmis­kennd“ sem ég held að sé mjög rúm­frek og jafn­vel van­metin í íslenskri stjórn­mála­hugs­un. Flutn­ings­menn segja sjálfir að málið snú­ist umfram allt um við­skipta­frelsi.

Auglýsing

Ég styð frelsi í við­skiptum og afnám við­skipta­hind­r­ana. Ég tel mark­að­inn væn­legan kost þar sem hann á við, til dæmis í sjáv­ar­út­vegi þar sem ég vil afnema einka­að­gang fárra vold­ugra fyr­ir­tækja en láta þjóð­ina njóta arðs­ins sem mynd­ast þegar mark­aðs­verð er greitt fyrir aðgang­inn að auð­lind­inni – og land­bún­aði þar sem ég held að mikil tæki­færi séu í mat­væla­fram­leiðslu ef ein­stak­lings­fram­takið fær að blómstra þar með heil­brigðri fyr­ir­greiðslu rík­is­ins, til dæmis gagn­vart gróð­ur­hús­um. En ég lít ekki á við­skipta­frelsi sem algilda grund­vall­ar­stefnu sem alltaf eigi við í öllum mál­um. Í þessu sem öðru leita ég að með­al­hóf­inu – enda krati, og verð stundum hálf umkomu­laus í póla­um­ræð­unni sem hér er svo algeng.

Hvert er vanda­mál­ið? Höft. Eru höft á áfeng­is­kaup­um? Nei. Hins vegar er mark­aðs­að­gangur tak­mark­aður og þar með kunna ein­hverjir fram­leið­endur og inn­flytj­endur að vera í vand­ræðum með að koma vöru sinni á fram­færi og vekja á henni athygli. Verða til fleiri vanda­mál við rýmkun­ina? Já. Flest bendir til þess. Heils­fars­leg, félags­leg, menn­ing­ar­leg.

Því áfeng­is­neysla er ekki einka­mál hvers og eins. Til­högun áfeng­is­sölu er ekki bara við­skipta­mál heldur er hér um að ræða lýð­heilsu­m­ál, eins og Oddný Harð­ar­dóttir rakti ágæt­lega í ræðu á þingi um málið þar sem hún nefndi fjöl­margar rann­sóknir sem sýna það hvernig aukið aðgengi að áfengi veldur auk­inni neyslu. Og aukin neysla veldur marg­vís­legum kvillum og van­líðan – hjá neyt­and­an­um, aðstand­endum og ást­vinum – og börn­um.

Við kratar aðhyll­umst vissu­lega við­skipta­frelsi og afnám hind­r­ana og heil­brigða sam­keppni. Við aðhyll­umst líka ein­stak­lings­frelsi. En stjórn­mála­menn – þing­menn – þurfa líka alltaf að hafa í huga hvernig ákvarð­anir stjórn­valda hafa áhrif á líf fólks og líð­an. Við getum ekk­ert lokað aug­unum fyrir því. Hægri menn, sem aðhyll­ast stjórn­lausa mark­aðs­hyggju, kalla slíkt við­horf „for­sjár­hyggju“ en eins mætti kalla þetta „um­hyggju“. Þess þarf hins vegar ævin­lega að gæta að umhyggja leiði ekki til vald­hyggju, af því tagi sem ýmis hægri menn aðhyll­ast.

Við eigum hér sem ann­ars staðar að reyna að gæta með­al­hófs. Við eigum að tryggja aðgengi fólks að þessum varn­ingi, ekki síst bjór og létt­víni sem síður ærir fólk. Við eigum að stuðla áfram að bættri áfeng­is­menn­ingu sem svo sann­ar­lega hefur orðið til með breyttum neyslu­háttum sem fylgt hafa minni höft­um. Spurn­ingin sem við stöndum frammi fyrir er þessi: eigum við að miða þennan aðgang ein­göngu við þá sem eiga ekki í neinum vanda með áfengi eða eigum við að miða þennan aðgang ein­göngu við hin sem eiga í þessum vanda? Eða eigum við eins og sannir kratar að hugsa málið út frá almanna­hags­mun­um, hafa hag allra hópa að leið­ar­ljósi: stuðla að góðum aðgangi fólks að varn­ingn­um, stuðla að betri og ánægju­legri neyslu­háttum – en taka líka og um leið til­lit til þeirra fjöl­mörgu sem myndu vilja vera lausir við að takast á við þá hug­dettu að fá sér áfengi oftar en nauð­syn kref­ur; vilja þurfa að taka á sig krók til að verða sér út um áfengi, þurfa að taka ákvörðun um það frekar en að láta þá ákvörðun taka sig.

Það er raunar ágætt fyrir okkur öll. Áfengi vekur vellíð­an, frjóvgar sam­ræð­ur, er gott með mat, er gott á góðri stund. En það er líka vana­bind­andi, það breytir hugsun okk­ar, hefur áhrif á dóm­greind okkar og losar um höml­ur, oft með skelfi­legum afleið­ing­um. Það er hinn lög­legi vímu­gjafi sam­fé­lags­ins. Það er ágætt að muna að áfengi er sér­stök vara og þegar svo margt fólk hér á landi þarf að sneiða hjá því vegna ofneyslu er mark­aðsvæð­ing á sölu þess óráð­leg – en frum­varp Við­reisnar gerir líka ráð fyrir því að leyfa aug­lýs­ing­ar.

Boð og bönn eiga sjaldan við; sam­töl, fræðsla og for­tölur reyn­ast iðu­lega bet­ur. Þar með er ekki sagt að bönn eigi aldrei við undir nokkrum kring­um­stæð­um; við bönnum til dæmis ölv­un­arakstur og vopna­burð á almanna­færi; reyk­ingar voru bann­aðar í almanna­rými inn­an­dyra og flestum okkar finnst nú að það hafi verið far­sæl ákvörð­un, en hún var mjög umdeild á sínum tíma. Og við tök­umst ekki á við lofts­lags­málin nema með boðum og bönn­um, við afneit­un­ar­sinna í þeim málum þýðir ekki að eiga með sam­tölum og fræðslu. Bann við áfeng­is­neyslu reynd­ist hroða­lega og bjór­bannið var afkára­skapur sem maður roðnar yfir, svipað og bann við hunda­haldi í Reykja­vík. Þar með er ekki sagt að áfeng­is­sala eigi að vera mark­aðsvædd með öllu. Hér sem í flestu öðru gildi með­al­hóf­ið.

Ég veit að núver­andi fyr­ir­komu­lagi fylgja vanda­mál; erfitt kann að vera fyrir lítil brugg­hús, til dæmis í fámennum byggð­ar­lög­um, að koma vöru sinni á fram­færi og mið­stýr­ing er ef til vill meiri en góðu hófi gegnir hjá þess­ari einka­sölu rík­is­ins. En það breytir því ekki að áfengi á ekki að vera eins og hver önnur vara á mark­aði. Áfeng­is­neysla er lýð­heilsu­mál – heil­brigð­is­mál – menn­ing­ar­mál. Til­högun áfeng­is­sölu er sam­fé­lags­legt úrlausn­ar­efni.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar