Virðum kjarasamninga og samningsbundin réttindi

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, skrifar um baráttuna gegn gerviverktöku.

Auglýsing

Gömul og þekkt mein­semd á vinnu­mark­aði er því miður að ryðja sér aftur til rúms í íslensku sam­fé­lagi. Þetta er svokölluð gervi­verk­taka. Gervi­verk­taka á sér stað þegar fyr­ir­tæki ákveða að setja ekki starfs­fólk sitt á launa­skrá í fasta vinnu, heldur borga ein­ungis verk­taka­laun. Þessi óæski­lega þróun er ekki bundin ein­ungis við Ísland. Bar­áttan gegn ­gervi­verk­töku á sér stað um alla Evr­ópu og í raun í heim­inum öll­u­m. 

Nú þegar stétt­ar­fé­lög iðn­að­ar­manna og Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa skrifað undir kjara­samn­inga, eftir langar og strembnar við­ræð­ur, og þeir samn­ingar eru komnir í kynn­ing­ar­ferli, er mik­il­vægt að ræða á sama tíma mik­il­vægi þess að allir aðilar taki höndum saman og útrými gervi­verk­töku. Hvers vegna? Jú, gervi­verk­taka er leið sem er því miður notuð til að snið­ganga kjara­samn­inga og draga úr rétt­indum fólks. 

Hvernig virkar gervi­verk­taka?

Við iðn­að­ar­menn vorum auð­vitað ekki að semja til þess að þeir samn­ingar yrðu síðan huns­aðir með gömlum brell­um. Gervi­verk­taka er slík brella. Vita­skuld er verk­taka sem slík algengt fyr­ir­komu­lag á vinnu­mark­aði, hentar oft og getur að sjálf­sögðu verið hið eðli­leg­asta mál. Fyr­ir­tæki ráða verk­taka — önnur fyr­ir­tæki eða ein­yrkja — í afmörkuð verk, sam­kvæmt samn­ingi þar um. Gervi­verk­taka er hins vegar allt önnur ella. Hún er ekk­ert annað en mark­viss svik við launa­fólk. 

Auglýsing

Fólk á vinnu­mark­aði á almennt að njóta samn­ings­bund­inna rétt­inda og kjara. Ein­stak­lingur sem er ráð­inn sem verk­taki á vinnu­stað nýtur ekki slíkra rétt­inda eða kjara. Upp­hæðin sem verk­taki fær fyrir vinnu sína kann að líta vel út á blaði. En þegar dæmið er reiknað til enda koma verk­taka­greiðslur sjaldan vel út, það hallar yfir­leitt á starfs­mann­inn. Öfugt við launa­fólk þurfa verk­takar nefni­lega að standa skil á alls konar gjöld­um, eins og ­trygg­ing­ar­gjald­i og öðrum launa­tengdum gjöldum og samn­ings­bundnum gjöldum eins og líf­eyr­is­greiðsl­um. Þar á ofan er verk­taki hlunn­far­inn ýmsum rétt­indum tengdum orlofi, vinnu­tíma, frí­dögum og veik­ind­um. Sá sem ræður meg­in­hluta af sínu starfs­fólki sem verk­taka fer því yfir­leitt hlæj­andi í bank­ann. Starfs­fólkið tap­ar. Vinnu­veit­andi græð­ir. 

Skerum upp herör

Í til­efni kjara­samn­inga er afskap­lega mik­il­vægt að hamra á því, að fólk þekki rétt­indi sín og skyld­ur. Það að ráða fólk — sem á að vera launa­fólk — til­ verk­töku er aðferð sem óprút­tnir aðilar nota til þess að reyna að nýta sér neyð fólks og bága stöðu. Fyr­ir­tæki eiga ekki að kom­ast hjá því að greiða launa­fólki þau laun og rétt­indi sem kjara­samn­ingar kveða á um. Það er lyk­il­at­riði máls­ins. Við hljótum öll að geta sam­mælst um það á þessum tíma­mótum að við þurfum að skera upp herör gegn gervi­verk­töku og þeirri ömur­legu mein­semd allri. Tryggjum örugg störf, með fullum rétt­indum launa­fólks.

Höf­undur er for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar