Virðum kjarasamninga og samningsbundin réttindi

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, skrifar um baráttuna gegn gerviverktöku.

Auglýsing

Gömul og þekkt mein­semd á vinnu­mark­aði er því miður að ryðja sér aftur til rúms í íslensku sam­fé­lagi. Þetta er svokölluð gervi­verk­taka. Gervi­verk­taka á sér stað þegar fyr­ir­tæki ákveða að setja ekki starfs­fólk sitt á launa­skrá í fasta vinnu, heldur borga ein­ungis verk­taka­laun. Þessi óæski­lega þróun er ekki bundin ein­ungis við Ísland. Bar­áttan gegn ­gervi­verk­töku á sér stað um alla Evr­ópu og í raun í heim­inum öll­u­m. 

Nú þegar stétt­ar­fé­lög iðn­að­ar­manna og Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa skrifað undir kjara­samn­inga, eftir langar og strembnar við­ræð­ur, og þeir samn­ingar eru komnir í kynn­ing­ar­ferli, er mik­il­vægt að ræða á sama tíma mik­il­vægi þess að allir aðilar taki höndum saman og útrými gervi­verk­töku. Hvers vegna? Jú, gervi­verk­taka er leið sem er því miður notuð til að snið­ganga kjara­samn­inga og draga úr rétt­indum fólks. 

Hvernig virkar gervi­verk­taka?

Við iðn­að­ar­menn vorum auð­vitað ekki að semja til þess að þeir samn­ingar yrðu síðan huns­aðir með gömlum brell­um. Gervi­verk­taka er slík brella. Vita­skuld er verk­taka sem slík algengt fyr­ir­komu­lag á vinnu­mark­aði, hentar oft og getur að sjálf­sögðu verið hið eðli­leg­asta mál. Fyr­ir­tæki ráða verk­taka — önnur fyr­ir­tæki eða ein­yrkja — í afmörkuð verk, sam­kvæmt samn­ingi þar um. Gervi­verk­taka er hins vegar allt önnur ella. Hún er ekk­ert annað en mark­viss svik við launa­fólk. 

Auglýsing

Fólk á vinnu­mark­aði á almennt að njóta samn­ings­bund­inna rétt­inda og kjara. Ein­stak­lingur sem er ráð­inn sem verk­taki á vinnu­stað nýtur ekki slíkra rétt­inda eða kjara. Upp­hæðin sem verk­taki fær fyrir vinnu sína kann að líta vel út á blaði. En þegar dæmið er reiknað til enda koma verk­taka­greiðslur sjaldan vel út, það hallar yfir­leitt á starfs­mann­inn. Öfugt við launa­fólk þurfa verk­takar nefni­lega að standa skil á alls konar gjöld­um, eins og ­trygg­ing­ar­gjald­i og öðrum launa­tengdum gjöldum og samn­ings­bundnum gjöldum eins og líf­eyr­is­greiðsl­um. Þar á ofan er verk­taki hlunn­far­inn ýmsum rétt­indum tengdum orlofi, vinnu­tíma, frí­dögum og veik­ind­um. Sá sem ræður meg­in­hluta af sínu starfs­fólki sem verk­taka fer því yfir­leitt hlæj­andi í bank­ann. Starfs­fólkið tap­ar. Vinnu­veit­andi græð­ir. 

Skerum upp herör

Í til­efni kjara­samn­inga er afskap­lega mik­il­vægt að hamra á því, að fólk þekki rétt­indi sín og skyld­ur. Það að ráða fólk — sem á að vera launa­fólk — til­ verk­töku er aðferð sem óprút­tnir aðilar nota til þess að reyna að nýta sér neyð fólks og bága stöðu. Fyr­ir­tæki eiga ekki að kom­ast hjá því að greiða launa­fólki þau laun og rétt­indi sem kjara­samn­ingar kveða á um. Það er lyk­il­at­riði máls­ins. Við hljótum öll að geta sam­mælst um það á þessum tíma­mótum að við þurfum að skera upp herör gegn gervi­verk­töku og þeirri ömur­legu mein­semd allri. Tryggjum örugg störf, með fullum rétt­indum launa­fólks.

Höf­undur er for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar