Virðum kjarasamninga og samningsbundin réttindi

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, skrifar um baráttuna gegn gerviverktöku.

Auglýsing

Gömul og þekkt mein­semd á vinnu­mark­aði er því miður að ryðja sér aftur til rúms í íslensku sam­fé­lagi. Þetta er svokölluð gervi­verk­taka. Gervi­verk­taka á sér stað þegar fyr­ir­tæki ákveða að setja ekki starfs­fólk sitt á launa­skrá í fasta vinnu, heldur borga ein­ungis verk­taka­laun. Þessi óæski­lega þróun er ekki bundin ein­ungis við Ísland. Bar­áttan gegn ­gervi­verk­töku á sér stað um alla Evr­ópu og í raun í heim­inum öll­u­m. 

Nú þegar stétt­ar­fé­lög iðn­að­ar­manna og Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa skrifað undir kjara­samn­inga, eftir langar og strembnar við­ræð­ur, og þeir samn­ingar eru komnir í kynn­ing­ar­ferli, er mik­il­vægt að ræða á sama tíma mik­il­vægi þess að allir aðilar taki höndum saman og útrými gervi­verk­töku. Hvers vegna? Jú, gervi­verk­taka er leið sem er því miður notuð til að snið­ganga kjara­samn­inga og draga úr rétt­indum fólks. 

Hvernig virkar gervi­verk­taka?

Við iðn­að­ar­menn vorum auð­vitað ekki að semja til þess að þeir samn­ingar yrðu síðan huns­aðir með gömlum brell­um. Gervi­verk­taka er slík brella. Vita­skuld er verk­taka sem slík algengt fyr­ir­komu­lag á vinnu­mark­aði, hentar oft og getur að sjálf­sögðu verið hið eðli­leg­asta mál. Fyr­ir­tæki ráða verk­taka — önnur fyr­ir­tæki eða ein­yrkja — í afmörkuð verk, sam­kvæmt samn­ingi þar um. Gervi­verk­taka er hins vegar allt önnur ella. Hún er ekk­ert annað en mark­viss svik við launa­fólk. 

Auglýsing

Fólk á vinnu­mark­aði á almennt að njóta samn­ings­bund­inna rétt­inda og kjara. Ein­stak­lingur sem er ráð­inn sem verk­taki á vinnu­stað nýtur ekki slíkra rétt­inda eða kjara. Upp­hæðin sem verk­taki fær fyrir vinnu sína kann að líta vel út á blaði. En þegar dæmið er reiknað til enda koma verk­taka­greiðslur sjaldan vel út, það hallar yfir­leitt á starfs­mann­inn. Öfugt við launa­fólk þurfa verk­takar nefni­lega að standa skil á alls konar gjöld­um, eins og ­trygg­ing­ar­gjald­i og öðrum launa­tengdum gjöldum og samn­ings­bundnum gjöldum eins og líf­eyr­is­greiðsl­um. Þar á ofan er verk­taki hlunn­far­inn ýmsum rétt­indum tengdum orlofi, vinnu­tíma, frí­dögum og veik­ind­um. Sá sem ræður meg­in­hluta af sínu starfs­fólki sem verk­taka fer því yfir­leitt hlæj­andi í bank­ann. Starfs­fólkið tap­ar. Vinnu­veit­andi græð­ir. 

Skerum upp herör

Í til­efni kjara­samn­inga er afskap­lega mik­il­vægt að hamra á því, að fólk þekki rétt­indi sín og skyld­ur. Það að ráða fólk — sem á að vera launa­fólk — til­ verk­töku er aðferð sem óprút­tnir aðilar nota til þess að reyna að nýta sér neyð fólks og bága stöðu. Fyr­ir­tæki eiga ekki að kom­ast hjá því að greiða launa­fólki þau laun og rétt­indi sem kjara­samn­ingar kveða á um. Það er lyk­il­at­riði máls­ins. Við hljótum öll að geta sam­mælst um það á þessum tíma­mótum að við þurfum að skera upp herör gegn gervi­verk­töku og þeirri ömur­legu mein­semd allri. Tryggjum örugg störf, með fullum rétt­indum launa­fólks.

Höf­undur er for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar