Virðum kjarasamninga og samningsbundin réttindi

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, skrifar um baráttuna gegn gerviverktöku.

Auglýsing

Gömul og þekkt mein­semd á vinnu­mark­aði er því miður að ryðja sér aftur til rúms í íslensku sam­fé­lagi. Þetta er svokölluð gervi­verk­taka. Gervi­verk­taka á sér stað þegar fyr­ir­tæki ákveða að setja ekki starfs­fólk sitt á launa­skrá í fasta vinnu, heldur borga ein­ungis verk­taka­laun. Þessi óæski­lega þróun er ekki bundin ein­ungis við Ísland. Bar­áttan gegn ­gervi­verk­töku á sér stað um alla Evr­ópu og í raun í heim­inum öll­u­m. 

Nú þegar stétt­ar­fé­lög iðn­að­ar­manna og Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa skrifað undir kjara­samn­inga, eftir langar og strembnar við­ræð­ur, og þeir samn­ingar eru komnir í kynn­ing­ar­ferli, er mik­il­vægt að ræða á sama tíma mik­il­vægi þess að allir aðilar taki höndum saman og útrými gervi­verk­töku. Hvers vegna? Jú, gervi­verk­taka er leið sem er því miður notuð til að snið­ganga kjara­samn­inga og draga úr rétt­indum fólks. 

Hvernig virkar gervi­verk­taka?

Við iðn­að­ar­menn vorum auð­vitað ekki að semja til þess að þeir samn­ingar yrðu síðan huns­aðir með gömlum brell­um. Gervi­verk­taka er slík brella. Vita­skuld er verk­taka sem slík algengt fyr­ir­komu­lag á vinnu­mark­aði, hentar oft og getur að sjálf­sögðu verið hið eðli­leg­asta mál. Fyr­ir­tæki ráða verk­taka — önnur fyr­ir­tæki eða ein­yrkja — í afmörkuð verk, sam­kvæmt samn­ingi þar um. Gervi­verk­taka er hins vegar allt önnur ella. Hún er ekk­ert annað en mark­viss svik við launa­fólk. 

Auglýsing

Fólk á vinnu­mark­aði á almennt að njóta samn­ings­bund­inna rétt­inda og kjara. Ein­stak­lingur sem er ráð­inn sem verk­taki á vinnu­stað nýtur ekki slíkra rétt­inda eða kjara. Upp­hæðin sem verk­taki fær fyrir vinnu sína kann að líta vel út á blaði. En þegar dæmið er reiknað til enda koma verk­taka­greiðslur sjaldan vel út, það hallar yfir­leitt á starfs­mann­inn. Öfugt við launa­fólk þurfa verk­takar nefni­lega að standa skil á alls konar gjöld­um, eins og ­trygg­ing­ar­gjald­i og öðrum launa­tengdum gjöldum og samn­ings­bundnum gjöldum eins og líf­eyr­is­greiðsl­um. Þar á ofan er verk­taki hlunn­far­inn ýmsum rétt­indum tengdum orlofi, vinnu­tíma, frí­dögum og veik­ind­um. Sá sem ræður meg­in­hluta af sínu starfs­fólki sem verk­taka fer því yfir­leitt hlæj­andi í bank­ann. Starfs­fólkið tap­ar. Vinnu­veit­andi græð­ir. 

Skerum upp herör

Í til­efni kjara­samn­inga er afskap­lega mik­il­vægt að hamra á því, að fólk þekki rétt­indi sín og skyld­ur. Það að ráða fólk — sem á að vera launa­fólk — til­ verk­töku er aðferð sem óprút­tnir aðilar nota til þess að reyna að nýta sér neyð fólks og bága stöðu. Fyr­ir­tæki eiga ekki að kom­ast hjá því að greiða launa­fólki þau laun og rétt­indi sem kjara­samn­ingar kveða á um. Það er lyk­il­at­riði máls­ins. Við hljótum öll að geta sam­mælst um það á þessum tíma­mótum að við þurfum að skera upp herör gegn gervi­verk­töku og þeirri ömur­legu mein­semd allri. Tryggjum örugg störf, með fullum rétt­indum launa­fólks.

Höf­undur er for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar