Viljum við þetta örugglega?

Ólafur Elíasson, píanóleikari og einn þeirra sem var í forsvari fyrir InDefence-hópinn, skrifar um þriðja orkupakkann.

Auglýsing

Ég get ekki séð að það sé ómál­efna­legt, eins og sumir halda nú fram, að velta því fyrir sér hvort það að inn­leiða orku­lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins sé í þágu okkar sem þjóð­ar.

Und­an­farin ár hafa ótal einka­að­ilar sótt um leyfi til að virkja um allt land - með svo­nefndum smá­virkj­un­um, sem eru und­an­þegnar umhverf­is­mati. Sam­an­lagt gæti orku­fram­leiðsla þess­ara aðila numið ein­hverjum hund­ruð­u­m ­megawött­um. Margar þess­ara smá­virkj­ana eru í eig­u fjár­fest­ing­ar­sjóða.

Annað sem er að ger­ast í orku­málum eru vind­myll­ur. Eftir því sem próf­an­ir Lands­virkj­un­ar ­sýna, eru vind­myllur afar hag­kvæmar hér­lendis þar sem vind­magn á Íslandi er mun meira en almennt ger­ist í Evr­ópu. Nú þegar liggja fyrir áætl­anir um að byggja stóra vind­myllu­garða hér­lendis fjár­magn­aða af atvinnu­fjár­fest­um.

Þess vegna mun það ger­ast, í náinni fram­tíð, að einka­að­ilar eigi orku­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki hér á landi sem full­nægi orku­þörf sæstrengs.

Auglýsing
Þá yrði orðin að veru­leika grund­vall­ar­breyt­ing á orku­málum Íslend­inga, óháð því hvaða skoðun menn hafa á þeirri breyt­ingu, en ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér.

Ég spyr mig hins vegar að þessu:

– Getum við staðið gegn einka­að­ilum ef þeir gera kröfu um að leggja hér sæstreng fyrir þeirra eigin orku­fram­leiðslu og á þeirra eigin kostn­að?

– Erum við í þeirri stöðu í fram­tíð­inni, eftir að hafa inn­leitt hér lög­gjöf um að ­mark­aðsvæða orku­fram­leiðslu (þriðja orku­pakk­ann), að neita einka­að­ilum um lagn­ingu sæstrengs?

Þessu finnst mér ég bara ekki hafa fengið nein svör við frá þeim sem vilja nú inn­leiða lög­gjöf­ina.

Ég kynnt­ist því í gegnum störf mín fyr­ir­ InDefence hóp­inn að það getur verið erfitt að eiga við stóra hags­muna­að­ila þegar þeir róa öllum árum að því að sann­færa alþing­is­menn, stofn­anir rík­is­ins og almenn­ing um sjón­ar­mið sín. Það kom skýrt fram þegar vog­un­ar­sjóð­irnir sem höfðu keypt eignir upp á meira en eina þjóð­ar­fram­leiðslu á bruna­út­sölu í hrun­inu! Þeir réðu til sín alla okkar bestu lög­fræð­inga og áróð­urs­meist­ara til að hafa áhrif á lög­gjafann og stofn­anir rík­is­ins. Þannig tókst þeim að spara sér hund­ruð millj­arða á kostn­að Ís­lend­inga ­með afslætti á útgöngu­skatti (svoköll­uðum stöðu­leika­fram­lög­um) sem náð­ist fram með hræðslu­á­róðri um lög­sóknir - þrátt fyrir að hafa engan sið­ferði­legan eða laga­legan rétt á slíkum afslætt­i. 

Það getur verið erfitt að standa gegn slíku.

Önnur spurn­ing sem mér finnst ósvöruð í þessu sam­hengi er að ef þessi staða kemur upp, þ.e. að einka­að­il­ar ­leggi hér sæstreng, þá er stutt í það að sam­keppn­is­lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins komi í veg fyrir það að ríkið geti átt Lands­virkjun áfram þar sem hún yrði „mark­aðs­ráð­andi” á orku­mark­að­inum með yfir­gnæf­andi mark­aðs­hlut­deild. Þetta er alla vega að ger­ast í Frakk­landi, að því er mér skilst.

Ég er ekki sér­fræð­ingur á sviði orku­mála og ég vona að áhyggjur mínar séu óþarf­ar. Ég verð þó að segja að þau rök sem hafa verið sett fram til að styðja þriðja orku­pakk­ann eru ekki til þess fall­inn að minnka þessar áhyggjur mín­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar