Viljum við þetta örugglega?

Ólafur Elíasson, píanóleikari og einn þeirra sem var í forsvari fyrir InDefence-hópinn, skrifar um þriðja orkupakkann.

Auglýsing

Ég get ekki séð að það sé ómál­efna­legt, eins og sumir halda nú fram, að velta því fyrir sér hvort það að inn­leiða orku­lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins sé í þágu okkar sem þjóð­ar.

Und­an­farin ár hafa ótal einka­að­ilar sótt um leyfi til að virkja um allt land - með svo­nefndum smá­virkj­un­um, sem eru und­an­þegnar umhverf­is­mati. Sam­an­lagt gæti orku­fram­leiðsla þess­ara aðila numið ein­hverjum hund­ruð­u­m ­megawött­um. Margar þess­ara smá­virkj­ana eru í eig­u fjár­fest­ing­ar­sjóða.

Annað sem er að ger­ast í orku­málum eru vind­myll­ur. Eftir því sem próf­an­ir Lands­virkj­un­ar ­sýna, eru vind­myllur afar hag­kvæmar hér­lendis þar sem vind­magn á Íslandi er mun meira en almennt ger­ist í Evr­ópu. Nú þegar liggja fyrir áætl­anir um að byggja stóra vind­myllu­garða hér­lendis fjár­magn­aða af atvinnu­fjár­fest­um.

Þess vegna mun það ger­ast, í náinni fram­tíð, að einka­að­ilar eigi orku­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki hér á landi sem full­nægi orku­þörf sæstrengs.

Auglýsing
Þá yrði orðin að veru­leika grund­vall­ar­breyt­ing á orku­málum Íslend­inga, óháð því hvaða skoðun menn hafa á þeirri breyt­ingu, en ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér.

Ég spyr mig hins vegar að þessu:

– Getum við staðið gegn einka­að­ilum ef þeir gera kröfu um að leggja hér sæstreng fyrir þeirra eigin orku­fram­leiðslu og á þeirra eigin kostn­að?

– Erum við í þeirri stöðu í fram­tíð­inni, eftir að hafa inn­leitt hér lög­gjöf um að ­mark­aðsvæða orku­fram­leiðslu (þriðja orku­pakk­ann), að neita einka­að­ilum um lagn­ingu sæstrengs?

Þessu finnst mér ég bara ekki hafa fengið nein svör við frá þeim sem vilja nú inn­leiða lög­gjöf­ina.

Ég kynnt­ist því í gegnum störf mín fyr­ir­ InDefence hóp­inn að það getur verið erfitt að eiga við stóra hags­muna­að­ila þegar þeir róa öllum árum að því að sann­færa alþing­is­menn, stofn­anir rík­is­ins og almenn­ing um sjón­ar­mið sín. Það kom skýrt fram þegar vog­un­ar­sjóð­irnir sem höfðu keypt eignir upp á meira en eina þjóð­ar­fram­leiðslu á bruna­út­sölu í hrun­inu! Þeir réðu til sín alla okkar bestu lög­fræð­inga og áróð­urs­meist­ara til að hafa áhrif á lög­gjafann og stofn­anir rík­is­ins. Þannig tókst þeim að spara sér hund­ruð millj­arða á kostn­að Ís­lend­inga ­með afslætti á útgöngu­skatti (svoköll­uðum stöðu­leika­fram­lög­um) sem náð­ist fram með hræðslu­á­róðri um lög­sóknir - þrátt fyrir að hafa engan sið­ferði­legan eða laga­legan rétt á slíkum afslætt­i. 

Það getur verið erfitt að standa gegn slíku.

Önnur spurn­ing sem mér finnst ósvöruð í þessu sam­hengi er að ef þessi staða kemur upp, þ.e. að einka­að­il­ar ­leggi hér sæstreng, þá er stutt í það að sam­keppn­is­lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins komi í veg fyrir það að ríkið geti átt Lands­virkjun áfram þar sem hún yrði „mark­aðs­ráð­andi” á orku­mark­að­inum með yfir­gnæf­andi mark­aðs­hlut­deild. Þetta er alla vega að ger­ast í Frakk­landi, að því er mér skilst.

Ég er ekki sér­fræð­ingur á sviði orku­mála og ég vona að áhyggjur mínar séu óþarf­ar. Ég verð þó að segja að þau rök sem hafa verið sett fram til að styðja þriðja orku­pakk­ann eru ekki til þess fall­inn að minnka þessar áhyggjur mín­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar