Viljum við þetta örugglega?

Ólafur Elíasson, píanóleikari og einn þeirra sem var í forsvari fyrir InDefence-hópinn, skrifar um þriðja orkupakkann.

Auglýsing

Ég get ekki séð að það sé ómál­efna­legt, eins og sumir halda nú fram, að velta því fyrir sér hvort það að inn­leiða orku­lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins sé í þágu okkar sem þjóð­ar.

Und­an­farin ár hafa ótal einka­að­ilar sótt um leyfi til að virkja um allt land - með svo­nefndum smá­virkj­un­um, sem eru und­an­þegnar umhverf­is­mati. Sam­an­lagt gæti orku­fram­leiðsla þess­ara aðila numið ein­hverjum hund­ruð­u­m ­megawött­um. Margar þess­ara smá­virkj­ana eru í eig­u fjár­fest­ing­ar­sjóða.

Annað sem er að ger­ast í orku­málum eru vind­myll­ur. Eftir því sem próf­an­ir Lands­virkj­un­ar ­sýna, eru vind­myllur afar hag­kvæmar hér­lendis þar sem vind­magn á Íslandi er mun meira en almennt ger­ist í Evr­ópu. Nú þegar liggja fyrir áætl­anir um að byggja stóra vind­myllu­garða hér­lendis fjár­magn­aða af atvinnu­fjár­fest­um.

Þess vegna mun það ger­ast, í náinni fram­tíð, að einka­að­ilar eigi orku­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki hér á landi sem full­nægi orku­þörf sæstrengs.

Auglýsing
Þá yrði orðin að veru­leika grund­vall­ar­breyt­ing á orku­málum Íslend­inga, óháð því hvaða skoðun menn hafa á þeirri breyt­ingu, en ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér.

Ég spyr mig hins vegar að þessu:

– Getum við staðið gegn einka­að­ilum ef þeir gera kröfu um að leggja hér sæstreng fyrir þeirra eigin orku­fram­leiðslu og á þeirra eigin kostn­að?

– Erum við í þeirri stöðu í fram­tíð­inni, eftir að hafa inn­leitt hér lög­gjöf um að ­mark­aðsvæða orku­fram­leiðslu (þriðja orku­pakk­ann), að neita einka­að­ilum um lagn­ingu sæstrengs?

Þessu finnst mér ég bara ekki hafa fengið nein svör við frá þeim sem vilja nú inn­leiða lög­gjöf­ina.

Ég kynnt­ist því í gegnum störf mín fyr­ir­ InDefence hóp­inn að það getur verið erfitt að eiga við stóra hags­muna­að­ila þegar þeir róa öllum árum að því að sann­færa alþing­is­menn, stofn­anir rík­is­ins og almenn­ing um sjón­ar­mið sín. Það kom skýrt fram þegar vog­un­ar­sjóð­irnir sem höfðu keypt eignir upp á meira en eina þjóð­ar­fram­leiðslu á bruna­út­sölu í hrun­inu! Þeir réðu til sín alla okkar bestu lög­fræð­inga og áróð­urs­meist­ara til að hafa áhrif á lög­gjafann og stofn­anir rík­is­ins. Þannig tókst þeim að spara sér hund­ruð millj­arða á kostn­að Ís­lend­inga ­með afslætti á útgöngu­skatti (svoköll­uðum stöðu­leika­fram­lög­um) sem náð­ist fram með hræðslu­á­róðri um lög­sóknir - þrátt fyrir að hafa engan sið­ferði­legan eða laga­legan rétt á slíkum afslætt­i. 

Það getur verið erfitt að standa gegn slíku.

Önnur spurn­ing sem mér finnst ósvöruð í þessu sam­hengi er að ef þessi staða kemur upp, þ.e. að einka­að­il­ar ­leggi hér sæstreng, þá er stutt í það að sam­keppn­is­lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins komi í veg fyrir það að ríkið geti átt Lands­virkjun áfram þar sem hún yrði „mark­aðs­ráð­andi” á orku­mark­að­inum með yfir­gnæf­andi mark­aðs­hlut­deild. Þetta er alla vega að ger­ast í Frakk­landi, að því er mér skilst.

Ég er ekki sér­fræð­ingur á sviði orku­mála og ég vona að áhyggjur mínar séu óþarf­ar. Ég verð þó að segja að þau rök sem hafa verið sett fram til að styðja þriðja orku­pakk­ann eru ekki til þess fall­inn að minnka þessar áhyggjur mín­ar.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar