Ara Trausta svarað um þriðja orkupakkann

Eyjólfur Ármannsson svarar þingmanni VG og fjallar um þriðja orkupakkann í aðsendri grein.

Auglýsing

Ari Trausti Guð­munds­son þing­maður VG skrifar grein í Kjarn­ann 1. maí sl. um þriðja orku­pakk­ann undir heit­inu Orkan er okkar. Nauð­syn­legt er að gera athuga­semdir við atriði sem þar koma fram og fjalla lít­il­lega um EES-­sam­starf­ið.

Ari Trausti við­ur­kennir að mark­aðsvæð­ing sé ekki sjálf­krafa vin­sam­leg alþýðu manna en hún merki heldur ekki að vald ESB, EFTA o.fl. sé þar með orð­ið, eða verði, óhjá­kvæmi­lega yfir­þjóð­legt. Ari Trausti heldur því fram að Sam­starfs­stofnun eft­ir­lits­að­ila á orku­mark­aði (ACER) sé ekki yfir­þjóð­leg valda­stofnun sem geti skipað fyrir um orku­sölu. Úrskurðir hennar séu samt end­an­legir fyrir deilu­að­il­um. Þver­stæða er í mál­flutn­ingnum því ACER getur ekki bæði verið „ekki yfir­þjóð­leg valda­stofn­un“ og „kveðið upp end­an­lega úrskurð­i“.

­Ari Trausti segir að auð­velt sé að halda fram fölskum orðum um yfir­þjóð­legt vald ACER. Ari segir ACER geti kraf­ist við­bót­arafls í virka flutn­ings­línu yfir landa­mæri ef samn­ingar full­valda ríkja kveða á um orku­magn sem eitt ríkið stendur ekki við. Það sé ekki merki um yfir­þjóð­legt ofur­vald heldur virkt eft­ir­lit með að milli­ríkja­samn­ingar um raf­orku­flutn­ing og sölu séu haldn­ir.

Ríki EES eru ekki aðilar að raf­orku­sölu­samn­ingum á innri orku­mark­aði ESB, það eru raf­orku­fram­leið­end­ur. Að því slepptu, hvernig getur ACER skipt sér af raf­orku­sölu­samn­ingum á milli ríkja ef hún hefur ekki yfir­þjóð­legt vald? Hvernig eru raf­orku­fram­leið­endur innan ríkja skuld­bundnir að hlíta úrskurðum stofn­unar sem hefur ekki yfir­þjóð­legt vald?

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn ESB mun fram­fylgja úrskurðum ACER, líkt og sumum dómum dóm­stóls ESB og efast eng­inn um yfir­þjóð­legt vald hans. Þriðji orku­pakk­inn gerir kröfu um sjálf­stæði raf­orku­eft­ir­lits Orku­stofn­unar og liggur fyrir frum­varp um það. Ákvörð­un­ar­vald ACER í dag bein­ist að yfir­völdum aðilda­ríkja og lýtur að sam­teng­ingu grunn­virkja við raf­orku­flutn­ing yfir land­mæri, og hvað Ísland varðar því nátengt sæstreng. Fjórði orku­pakk­inn inni­heldur reglur um ACER. Völd ACER eru því í þró­un.

Aðild að ACER eða EFTA stoð hennar felur í sér full­veld­is­fram­sal. Engin inn­lend valda­stofnun mun geta farið gegn ákvörðun ACER eða EFTA-­stoðar henn­ar. Þó ACER hafi á Íslandi sagst ekki hafa yfir­þjóð­legt vald er það jafn­rangt. Það er ekki þannig að ESB sé yfir­þjóð­leg stofnun en und­ir­stofn­un, sem falið er sam­ræm­ing og fram­kvæmd ESB-­gerða, sé það ekki. ESB er yfir­þjóð­leg stofn­un, þar sem aðild­ar­ríki hafa fram­selt hluta af rík­is­valdi sínu til ESB og er lög­gjöf ESB bind­andi fyrir aðild­ar­ríkin og hefur hún bein laga- og rétt­ar­á­hrif. Vald ESB er því yfir­þjóð­legt og án þess væri sjálfur grund­völlur ESB brost­inn.

Þrátt fyrir að eyða stórum hluta greinar sinnar að fjalla um ACER og sæstreng segir Ari að lagn­ing sæstreng sé ólík­leg, sbr.; „Hvernig sem fer er ljóst að raf­orka til útflutn­ings um sæstreng (500 – 1.000 MW) er fjarri lag­i.“ Jafn fjarri lagi í dag er umræða um sæstreng í tengslum við 3. orku­pakk­ann á Íslandi, sem og aðild Íslands að innri raf­orku­mark­aði ESB. Sama á við um ACER, sbr. núver­andi vald­heim­ildir ACER er lúta að raf­orku­flutn­ingi yfir landa­mæri. Meg­in­rökin gegn sam­þykki 3. orku­pakk­ans er sú stað­reynd að Ísland er ekki tengt innri raf­orku­mark­aði ESB með sæstreng. Ísland er ekki hluti af mark­að­inum og á því ekki að inn­leiða reglur hans.

Fyr­ir­vari Íslands er skv. Ara í hnot­skurn sá að sæstrengur sé á for­ræði þjóð­ar­inn­ar. Ísland ætlar því að setja fyr­ir­vara sem fjarri lagi er að reyni á í fram­tíð­inni. Það eykur ekki lög­mæti hans. Ef fyr­ir­tæki byggði raf­orku­virkjun í Nor­egi og vildi leggja land­streng til að selja raf­ork­una til Sví­þjóðar verður að telja að stjórn­völd í Nor­egi gætu ekki hamlað þeirri fram­kvæmd. Það gengi gegn grunn­reglu EES um frjálst flæði vöru á innri mark­aði EES.

Ísland er með auka­að­ild að innri mark­aði ESB í gegnum EES-­sam­starf­ið. Það bygg­ist á skyldu EFTA-­ríkj­anna (Ís­lands, Nor­egs og Liechten­stein) að taka upp í lands­rétt sinn ESB-­gerðir sem vísað er til í við­aukum EES-­samn­ings­ins og ákvörð­unum sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar sem eru bind­andi fyrir samn­ings­að­ila, sbr. 7. gr. samn­ings­ins. EFTA-­ríkin geta ekki sett laga­lega fyr­ir­vara við upp­töku ESB-­gerða í lands­rétt. Það væri and­stætt mark­miðum EES-­sam­starfs­ins og myndi það falla um sjálft sig tækju ríkin upp á því. Laga­legur fyr­ir­vari verður ein­ungis gerður í ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar.

EES-­sam­starfið byggir á því að ESB-­gerðir eru teknar upp í ESS-­samn­ing­inn. Dóm­stóll ESB túlkar reglur ESB-­gerða og eft­ir­lits­stofn­anir ESB segja til um hvað sé rétt inn­leið­ing og laga­fram­kvæmd þeirra gerða. EES-­sam­starfið er því ein­stefna valds frá ESB til EFTA-­ríkj­anna þriggja til að tryggja þátt­töku þeirra í innri mark­aði ESB. EFTA-ESB tveggja stoða kerfið gefur EFTA-­stoð­inni ekki sjálf­stætt túlk­un­ar­vald yfir lögum ESB.

Það er innan sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar sem ríkjum ber að gæta hags­muna sinna. Ari Trausti gefur í skyn að Ísland hafi ekki gætt hags­muna sinna nægj­an­lega í Brus­sel og seg­ir: „Ís­land hefur liðið fyrir eigið fámenni í mat­starf­inu í Brus­sel og oft haft náið sam­starf við Norð­menn til að auð­velda vinn­una.“ Einnig að: „Nú er verið að bæta við mann¬afl¬ann og efla EES-vinn­una í þessum efn¬­um.“ Af hverju er verið að fjalla um þetta atriði í grein um 3. orku­pakk­ann? Hags­muna­gæsla Íslands í Brus­sel innan EES-­sam­starfs­ins virð­ist ekki góð og það sést í ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar um þriðja orku­pakk­ann. Orsökin er ekki fámenni. Málið er ein­falt. Ísland er ekki hluti af innri raf­orku­mark­aði ESB sem eyja í Norð­ur­-Atl­ants­hafi ótengd mark­að­inum og það á að end­ur­spegl­ast í ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar.

Sam­þykki Alþingi að veita rík­is­stjórn­inni heim­ild til að stað­festa fyrir Íslands hönd ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar verður Ísland skuld­bundið að þjóða­rétti að inn­leiða í lands­rétt ESB-­gerðir orku­pakk­ans sem gilda fyrir Ísland. Þriðji orku­pakk­inn sam­anstendur af átta ESB-­gerðum sem sam­eig­in­lega EES-­nefndin hefur tekið upp í EES-­samn­ing­inn; þrem um raf­orku, einni um ACER og fjórum um jarð­gas. Gerð­irnar um jarð­gas gilda ekki um Ísland skv. ákvörðun nefnd­ar­inn­ar. Sama á að eiga við um gerð­irnar um raf­orku.

Raf­orka er vara en frjálst flæði hennar er háð teng­ingu dreifi­kerfa. Þar sem íslenska raf­orku­kerfið er ekki tengt EES getur íslensk raf­orka ekki fallið undir reglur um frjálst flæði vöru innan EES.

Í sam­eig­in­legum skiln­ingi utan­rík­is­ráð­herra og orku­mála­stjóra ESB frá 22. mars sl. kemur fram að vegna sér­stöðu Íslands með ein­angrað dreifi­kerfi raf­orku hafi stór hluti ákvæða 3. orku­pakk­ans hvorki gildi né raun­hæfa þýð­ingu hér­lend­is. Þessi skiln­ingur á að koma fram í ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar.

Raf­orka er helsta nátt­úru­auð­lind Íslands og eiga íslensk stjórn­völd að fara fram á end­ur­upp­töku máls­ins í sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar og óska eftir að gerð­irnar um raf­orku gildi ekki um Ísland, þar sem landið er ekki hluti af innri raf­orku­mark­aði ESB enda raf­orku­dreifi­kerfi Íslands ekki tengt innri mark­að­in­um.

Höf­undur er lög­fræð­ingur LLM.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar