Ara Trausta svarað um þriðja orkupakkann

Eyjólfur Ármannsson svarar þingmanni VG og fjallar um þriðja orkupakkann í aðsendri grein.

Auglýsing

Ari Trausti Guð­munds­son þing­maður VG skrifar grein í Kjarn­ann 1. maí sl. um þriðja orku­pakk­ann undir heit­inu Orkan er okkar. Nauð­syn­legt er að gera athuga­semdir við atriði sem þar koma fram og fjalla lít­il­lega um EES-­sam­starf­ið.

Ari Trausti við­ur­kennir að mark­aðsvæð­ing sé ekki sjálf­krafa vin­sam­leg alþýðu manna en hún merki heldur ekki að vald ESB, EFTA o.fl. sé þar með orð­ið, eða verði, óhjá­kvæmi­lega yfir­þjóð­legt. Ari Trausti heldur því fram að Sam­starfs­stofnun eft­ir­lits­að­ila á orku­mark­aði (ACER) sé ekki yfir­þjóð­leg valda­stofnun sem geti skipað fyrir um orku­sölu. Úrskurðir hennar séu samt end­an­legir fyrir deilu­að­il­um. Þver­stæða er í mál­flutn­ingnum því ACER getur ekki bæði verið „ekki yfir­þjóð­leg valda­stofn­un“ og „kveðið upp end­an­lega úrskurð­i“.

­Ari Trausti segir að auð­velt sé að halda fram fölskum orðum um yfir­þjóð­legt vald ACER. Ari segir ACER geti kraf­ist við­bót­arafls í virka flutn­ings­línu yfir landa­mæri ef samn­ingar full­valda ríkja kveða á um orku­magn sem eitt ríkið stendur ekki við. Það sé ekki merki um yfir­þjóð­legt ofur­vald heldur virkt eft­ir­lit með að milli­ríkja­samn­ingar um raf­orku­flutn­ing og sölu séu haldn­ir.

Ríki EES eru ekki aðilar að raf­orku­sölu­samn­ingum á innri orku­mark­aði ESB, það eru raf­orku­fram­leið­end­ur. Að því slepptu, hvernig getur ACER skipt sér af raf­orku­sölu­samn­ingum á milli ríkja ef hún hefur ekki yfir­þjóð­legt vald? Hvernig eru raf­orku­fram­leið­endur innan ríkja skuld­bundnir að hlíta úrskurðum stofn­unar sem hefur ekki yfir­þjóð­legt vald?

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn ESB mun fram­fylgja úrskurðum ACER, líkt og sumum dómum dóm­stóls ESB og efast eng­inn um yfir­þjóð­legt vald hans. Þriðji orku­pakk­inn gerir kröfu um sjálf­stæði raf­orku­eft­ir­lits Orku­stofn­unar og liggur fyrir frum­varp um það. Ákvörð­un­ar­vald ACER í dag bein­ist að yfir­völdum aðilda­ríkja og lýtur að sam­teng­ingu grunn­virkja við raf­orku­flutn­ing yfir land­mæri, og hvað Ísland varðar því nátengt sæstreng. Fjórði orku­pakk­inn inni­heldur reglur um ACER. Völd ACER eru því í þró­un.

Aðild að ACER eða EFTA stoð hennar felur í sér full­veld­is­fram­sal. Engin inn­lend valda­stofnun mun geta farið gegn ákvörðun ACER eða EFTA-­stoðar henn­ar. Þó ACER hafi á Íslandi sagst ekki hafa yfir­þjóð­legt vald er það jafn­rangt. Það er ekki þannig að ESB sé yfir­þjóð­leg stofnun en und­ir­stofn­un, sem falið er sam­ræm­ing og fram­kvæmd ESB-­gerða, sé það ekki. ESB er yfir­þjóð­leg stofn­un, þar sem aðild­ar­ríki hafa fram­selt hluta af rík­is­valdi sínu til ESB og er lög­gjöf ESB bind­andi fyrir aðild­ar­ríkin og hefur hún bein laga- og rétt­ar­á­hrif. Vald ESB er því yfir­þjóð­legt og án þess væri sjálfur grund­völlur ESB brost­inn.

Þrátt fyrir að eyða stórum hluta greinar sinnar að fjalla um ACER og sæstreng segir Ari að lagn­ing sæstreng sé ólík­leg, sbr.; „Hvernig sem fer er ljóst að raf­orka til útflutn­ings um sæstreng (500 – 1.000 MW) er fjarri lag­i.“ Jafn fjarri lagi í dag er umræða um sæstreng í tengslum við 3. orku­pakk­ann á Íslandi, sem og aðild Íslands að innri raf­orku­mark­aði ESB. Sama á við um ACER, sbr. núver­andi vald­heim­ildir ACER er lúta að raf­orku­flutn­ingi yfir landa­mæri. Meg­in­rökin gegn sam­þykki 3. orku­pakk­ans er sú stað­reynd að Ísland er ekki tengt innri raf­orku­mark­aði ESB með sæstreng. Ísland er ekki hluti af mark­að­inum og á því ekki að inn­leiða reglur hans.

Fyr­ir­vari Íslands er skv. Ara í hnot­skurn sá að sæstrengur sé á for­ræði þjóð­ar­inn­ar. Ísland ætlar því að setja fyr­ir­vara sem fjarri lagi er að reyni á í fram­tíð­inni. Það eykur ekki lög­mæti hans. Ef fyr­ir­tæki byggði raf­orku­virkjun í Nor­egi og vildi leggja land­streng til að selja raf­ork­una til Sví­þjóðar verður að telja að stjórn­völd í Nor­egi gætu ekki hamlað þeirri fram­kvæmd. Það gengi gegn grunn­reglu EES um frjálst flæði vöru á innri mark­aði EES.

Ísland er með auka­að­ild að innri mark­aði ESB í gegnum EES-­sam­starf­ið. Það bygg­ist á skyldu EFTA-­ríkj­anna (Ís­lands, Nor­egs og Liechten­stein) að taka upp í lands­rétt sinn ESB-­gerðir sem vísað er til í við­aukum EES-­samn­ings­ins og ákvörð­unum sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar sem eru bind­andi fyrir samn­ings­að­ila, sbr. 7. gr. samn­ings­ins. EFTA-­ríkin geta ekki sett laga­lega fyr­ir­vara við upp­töku ESB-­gerða í lands­rétt. Það væri and­stætt mark­miðum EES-­sam­starfs­ins og myndi það falla um sjálft sig tækju ríkin upp á því. Laga­legur fyr­ir­vari verður ein­ungis gerður í ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar.

EES-­sam­starfið byggir á því að ESB-­gerðir eru teknar upp í ESS-­samn­ing­inn. Dóm­stóll ESB túlkar reglur ESB-­gerða og eft­ir­lits­stofn­anir ESB segja til um hvað sé rétt inn­leið­ing og laga­fram­kvæmd þeirra gerða. EES-­sam­starfið er því ein­stefna valds frá ESB til EFTA-­ríkj­anna þriggja til að tryggja þátt­töku þeirra í innri mark­aði ESB. EFTA-ESB tveggja stoða kerfið gefur EFTA-­stoð­inni ekki sjálf­stætt túlk­un­ar­vald yfir lögum ESB.

Það er innan sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar sem ríkjum ber að gæta hags­muna sinna. Ari Trausti gefur í skyn að Ísland hafi ekki gætt hags­muna sinna nægj­an­lega í Brus­sel og seg­ir: „Ís­land hefur liðið fyrir eigið fámenni í mat­starf­inu í Brus­sel og oft haft náið sam­starf við Norð­menn til að auð­velda vinn­una.“ Einnig að: „Nú er verið að bæta við mann¬afl¬ann og efla EES-vinn­una í þessum efn¬­um.“ Af hverju er verið að fjalla um þetta atriði í grein um 3. orku­pakk­ann? Hags­muna­gæsla Íslands í Brus­sel innan EES-­sam­starfs­ins virð­ist ekki góð og það sést í ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar um þriðja orku­pakk­ann. Orsökin er ekki fámenni. Málið er ein­falt. Ísland er ekki hluti af innri raf­orku­mark­aði ESB sem eyja í Norð­ur­-Atl­ants­hafi ótengd mark­að­inum og það á að end­ur­spegl­ast í ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar.

Sam­þykki Alþingi að veita rík­is­stjórn­inni heim­ild til að stað­festa fyrir Íslands hönd ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar verður Ísland skuld­bundið að þjóða­rétti að inn­leiða í lands­rétt ESB-­gerðir orku­pakk­ans sem gilda fyrir Ísland. Þriðji orku­pakk­inn sam­anstendur af átta ESB-­gerðum sem sam­eig­in­lega EES-­nefndin hefur tekið upp í EES-­samn­ing­inn; þrem um raf­orku, einni um ACER og fjórum um jarð­gas. Gerð­irnar um jarð­gas gilda ekki um Ísland skv. ákvörðun nefnd­ar­inn­ar. Sama á að eiga við um gerð­irnar um raf­orku.

Raf­orka er vara en frjálst flæði hennar er háð teng­ingu dreifi­kerfa. Þar sem íslenska raf­orku­kerfið er ekki tengt EES getur íslensk raf­orka ekki fallið undir reglur um frjálst flæði vöru innan EES.

Í sam­eig­in­legum skiln­ingi utan­rík­is­ráð­herra og orku­mála­stjóra ESB frá 22. mars sl. kemur fram að vegna sér­stöðu Íslands með ein­angrað dreifi­kerfi raf­orku hafi stór hluti ákvæða 3. orku­pakk­ans hvorki gildi né raun­hæfa þýð­ingu hér­lend­is. Þessi skiln­ingur á að koma fram í ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar.

Raf­orka er helsta nátt­úru­auð­lind Íslands og eiga íslensk stjórn­völd að fara fram á end­ur­upp­töku máls­ins í sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar og óska eftir að gerð­irnar um raf­orku gildi ekki um Ísland, þar sem landið er ekki hluti af innri raf­orku­mark­aði ESB enda raf­orku­dreifi­kerfi Íslands ekki tengt innri mark­að­in­um.

Höf­undur er lög­fræð­ingur LLM.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar