Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?

Ágúst Bjarni Garðarsson fjallar um stöðu Hafnarfjarðarbæjar í aðsendri grein.

Auglýsing

Ég er stoltur og ánægður með árs­reikn­ing Hafn­ar­fjarðar árið 2018. Fjár­hags­staða sveit­ar­fé­lags­ins hélt áfram að styrkj­ast á árinu og skulda­við­mið sem var 135% í árs­lok 2017 er 112% í árs­lok 2018, eða undir skulda­við­miðum sam­kvæmt reglu­gerð um fjár­hags­leg við­mið og eft­ir­lit með fjár­málum sveit­ar­fé­laga. 

Allar lyk­il­tölur sem skipta mestu máli eru jákvæð­ar. Rekstr­ar­nið­ur­staða fyrir afskriftir og vexti er 3,9 millj­arðar á móti 3,5 millj­örðum í áætlun og 3,6 millj­örðum frá fyrra ári. Þetta eru bæði A og B hluti, eða allt sveit­ar­fé­lag­ið. Með öðrum orð­um, við erum betur sett til að borga ennþá meira niður skuldir í fram­tíð­inni og láta fólkið í sveit­ar­fé­lag­inu njóta góðs af.

Fjár­fest­ingar í innviðum og þjón­ustu

Miklar fjár­fest­ingar voru í innviðum og þjón­ustu á liðnu ári og námu fjár­fest­ingar um 5,3 millj­örð­um. Þar ber helst að nefna bygg­ingu nýs skóla í Skarðs­hlíð fyrir um 2,1 millj­arð og hjúkr­un­ar­heim­ilis fyrir 850 millj­ón­ir. Kostn­aður við fram­kvæmdir vegna íþrótta­mann­virkja að Ásvöll­um, Kaplakrika og við Keili námu alls um 696 millj­ón­um. Keyptar voru íbúðir í félags­lega hús­næð­is­kerfið fyrir um 500 millj­ón­ir. 

Auglýsing

Hafa ber í huga þegar rætt er um kaup á félags­legu hús­næði að sveit­ar­fé­lagið situr uppi með for­tíð­ar­vanda í þeim mála­flokki sem nú er loks verið að taka á; vanda sem ekki var tekið á þegar þess þurfti. Þrátt fyrir að félags­legu hús­næði í Hafn­ar­firði hafi fjölgað mikið und­an­far­ið, blasir sú dap­ur­lega stað­reynd við okkur að á árunum 2009-2016 var ekki fjár­fest í félags­lega hús­næð­is­kerf­inu í Hafn­ar­firði. Sami fjöldi íbúða var árið 2008 og árið 2016. Vand­inn er því upp­safn­aður og á þeim vanda bera þeir einir ábyrgð sem á þeim tíma stjórn­uðu.

Ný lán

Í umræð­unni hefur því verið haldið á lofti að skuldir sveit­ar­fé­lags­ins séu að aukast og verið sé að taka ný lán sem eru umfram afborg­anir árs­ins. Það er vissu­lega rétt að tekin voru ný lán á árinu vegna upp­gjörs við Brú líf­eyr­is­sjóð, sem eru um 2 millj­arðar og um 1,4 millj­arður vegna bygg­ingar hjúkr­un­ar­heim­il­is. Auk þess var tekið lán fyrir 500 millj­ónir vegna fjár­fest­inga Hús­næð­is­skrif­stofu í félags­legu hús­næði. Greiðslur lang­tíma­skulda námu alls 1,6 millj­arði eða um 200 millj­ónum umfram afborg­anir sam­kvæmt lána­samn­ing­um. 

Ég hef trú á því að hægt verði að gera enn betur á kjör­tíma­bil­inu, þegar kemur að nið­ur­greiðslu skulda. Það er sú leið sem er heilla­væn­leg­ust fyrir sveit­ar­fé­lagið og íbúa þess.

Höf­undur er for­maður bæj­ar­ráðs Hafn­ar­fjarð­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar