Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?

Ágúst Bjarni Garðarsson fjallar um stöðu Hafnarfjarðarbæjar í aðsendri grein.

Auglýsing

Ég er stoltur og ánægður með árs­reikn­ing Hafn­ar­fjarðar árið 2018. Fjár­hags­staða sveit­ar­fé­lags­ins hélt áfram að styrkj­ast á árinu og skulda­við­mið sem var 135% í árs­lok 2017 er 112% í árs­lok 2018, eða undir skulda­við­miðum sam­kvæmt reglu­gerð um fjár­hags­leg við­mið og eft­ir­lit með fjár­málum sveit­ar­fé­laga. 

Allar lyk­il­tölur sem skipta mestu máli eru jákvæð­ar. Rekstr­ar­nið­ur­staða fyrir afskriftir og vexti er 3,9 millj­arðar á móti 3,5 millj­örðum í áætlun og 3,6 millj­örðum frá fyrra ári. Þetta eru bæði A og B hluti, eða allt sveit­ar­fé­lag­ið. Með öðrum orð­um, við erum betur sett til að borga ennþá meira niður skuldir í fram­tíð­inni og láta fólkið í sveit­ar­fé­lag­inu njóta góðs af.

Fjár­fest­ingar í innviðum og þjón­ustu

Miklar fjár­fest­ingar voru í innviðum og þjón­ustu á liðnu ári og námu fjár­fest­ingar um 5,3 millj­örð­um. Þar ber helst að nefna bygg­ingu nýs skóla í Skarðs­hlíð fyrir um 2,1 millj­arð og hjúkr­un­ar­heim­ilis fyrir 850 millj­ón­ir. Kostn­aður við fram­kvæmdir vegna íþrótta­mann­virkja að Ásvöll­um, Kaplakrika og við Keili námu alls um 696 millj­ón­um. Keyptar voru íbúðir í félags­lega hús­næð­is­kerfið fyrir um 500 millj­ón­ir. 

Auglýsing

Hafa ber í huga þegar rætt er um kaup á félags­legu hús­næði að sveit­ar­fé­lagið situr uppi með for­tíð­ar­vanda í þeim mála­flokki sem nú er loks verið að taka á; vanda sem ekki var tekið á þegar þess þurfti. Þrátt fyrir að félags­legu hús­næði í Hafn­ar­firði hafi fjölgað mikið und­an­far­ið, blasir sú dap­ur­lega stað­reynd við okkur að á árunum 2009-2016 var ekki fjár­fest í félags­lega hús­næð­is­kerf­inu í Hafn­ar­firði. Sami fjöldi íbúða var árið 2008 og árið 2016. Vand­inn er því upp­safn­aður og á þeim vanda bera þeir einir ábyrgð sem á þeim tíma stjórn­uðu.

Ný lán

Í umræð­unni hefur því verið haldið á lofti að skuldir sveit­ar­fé­lags­ins séu að aukast og verið sé að taka ný lán sem eru umfram afborg­anir árs­ins. Það er vissu­lega rétt að tekin voru ný lán á árinu vegna upp­gjörs við Brú líf­eyr­is­sjóð, sem eru um 2 millj­arðar og um 1,4 millj­arður vegna bygg­ingar hjúkr­un­ar­heim­il­is. Auk þess var tekið lán fyrir 500 millj­ónir vegna fjár­fest­inga Hús­næð­is­skrif­stofu í félags­legu hús­næði. Greiðslur lang­tíma­skulda námu alls 1,6 millj­arði eða um 200 millj­ónum umfram afborg­anir sam­kvæmt lána­samn­ing­um. 

Ég hef trú á því að hægt verði að gera enn betur á kjör­tíma­bil­inu, þegar kemur að nið­ur­greiðslu skulda. Það er sú leið sem er heilla­væn­leg­ust fyrir sveit­ar­fé­lagið og íbúa þess.

Höf­undur er for­maður bæj­ar­ráðs Hafn­ar­fjarð­ar.

Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að vera aðstandandi veiks foreldris
Kjarninn 20. júlí 2019
Bjarni Már Magnússon
Þriðji orkupakkinn og sæstrengir
Kjarninn 20. júlí 2019
Tæplega 60 jarðir á Íslandi í eigu erlendra fjárfesta
Félagið Dylan Holding S.A. er sagt í eigu auðjöfursins Ratcliffe. Félagið er móðurfélag 20 annarra félaga sem skráð eru eigendur jarða á Íslandi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar