Tíminn líður hratt á gervihnattaöld

Alex B. Stefánsson fjallar um fjölmiðla og stuðning við þá í aðsendri grein.

Auglýsing

Gleði­banka­menn sungu frumraun okkar Íslend­inga í Júró­visjón árið 1986. Það ár var ekki bara merki­leg­ilegt fyrir okkur Íslend­inga með góðu júró­visón­lagi heldur fyrir heims­byggð­ina alla. Það ár var leið­toga­fundur hald­inn í Höfða milli Ron­ald Reagan, for­seta Banda­ríkj­anna og Mik­haíl Gor­batsjev, leið­toga Sov­ét­ríkj­anna. Slíkur við­burður var sögu­legur enda höfðu þessi ríki þá átt í ára­löngum átökum kennda við kalda stríð­ið. Hér til lands­ins komu um eitt þús­und frétta­menn hvaðan af úr heim­in­um. Þeir töl­uðu og skrif­uðu fréttir af þessum merki­lega fundi um gjörvall­ann heim­inn. Á nær ótelj­andi stjórn­varp­stöðvum og á fjöl­mörgum tungu­málum fluttu frétta­menn stór­merki­legar fréttir frá Íslandi.

Ímyndum okkur heim þar sem við fengum engar fréttir af Júró­vison. Ekk­ert væri fjallað um önnur lög, fyrir hvað þau standa eða lista­menn­ina sem flytja þau. Í slíkum frétta­lausum heimi hefði fólk aldrei fengið að upp­lifa von­ar­glæt­una sem sam­ræður og sam­tal leið­tog­anna í Höfða sköp­uðu og lögðu síðar grunn að enda­lokum kalda stríðs­ins. Fréttir og frétta­mennska eru horn­steinn heil­brigðar lýð­ræð­is­þró­un­ar. Menn­ing okk­ar, listir og sköpun þarfn­ast einnig umfjöll­unar og sýni­leika. Hver veit af list nema hann heyri og sjái list­sköp­un?

Oft er talað um fjöl­miðla sem fjórða vald­ið. Slíka nálgun má rétt­læta, vegna þess að öll þekk­ing er byggð á upp­lýs­ing­um. Með örri tækni­þróun og til­komu ver­alda­vefs­ins verður hins vegar vanda­mál að ekki eru allar upp­lýs­ingar byggðar á þekk­ingu. Þó til­koma fals­frétta sé í eðli sínu ekki ný af nál­inni og svo­kall­aðar gróu­sögur hafi lengi fylgt mann­legu sam­fé­lagi, þá hefur magnið marg­fald­ast af röngum upp­lýs­ingum sem haldið er að almenn­ingi. Slík aukn­ing er nú víða um hinn vest­ræna heim að grafa undan lýð­ræð­is­legri grund­vall­ar­virkni sem eftir upp­lýs­inga­öld­ina hefur byggst á sann­reyn­an­legri þekk­ingu. Nú sem aldrei fyrr er starf frétta­manna – vítt og breytt um sam­fé­lagið og landið allt – okkur nauð­syn­legt svo við getum tekið mál­efna­lega afstöðu í þeim fjöl­mörgu málum sem snerta sam­fé­lag­ið.

Auglýsing

Eins og stjórn­mála­menn kenna sig við hægri eða vinstri, þá þarf almenn­ingur að fá tæki­færi til að sann­reyna hvort þeir eða til­lögur þeirra séu skyn­sam­leg­ar. Aðrar nor­rænar þjóðir hafa fyrir löngu síðan áttað sig á mik­il­vægi þess að styrkja sjálf­stæða og vand­aða frétt­um­fjöll­un. Nú loks­ins árið 2019 er rík­is­stjórn sem hræð­ist ekki sjálf­stæða og vand­aða frétta­mennsku, heldur styður í orðum og gjörðum þennan mik­il­væga grund­völl vest­rænnar sið­menn­ing­ar. Hag­rænn stuðn­ingur við fjölda frétta­manna, frekar en fjölda frétta er lík­leg til að auka fjöl­miðla­læsi, styðja við þekk­ing­ar­auka sam­fé­lags­ins og tryggja lýð­ræðis­vit­und og virkni á 21. öld­inni.

Höf­undur er vara­þing­maður og for­maður SIG­RÚNAR – félags ungra Fram­sókn­ar­manna í Reykja­vík.

Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að vera aðstandandi veiks foreldris
Kjarninn 20. júlí 2019
Bjarni Már Magnússon
Þriðji orkupakkinn og sæstrengir
Kjarninn 20. júlí 2019
Tæplega 60 jarðir á Íslandi í eigu erlendra fjárfesta
Félagið Dylan Holding S.A. er sagt í eigu auðjöfursins Ratcliffe. Félagið er móðurfélag 20 annarra félaga sem skráð eru eigendur jarða á Íslandi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar