Lífeyriskerfið: Þungar byrðar nú, með von um velmegun síðar?

Verkfræðingur skrifar um ávöxtun á lífeyri landsmanna.

Auglýsing

Það er göf­ugt mark­mið líf­eyr­is­sjóða að vinna að því að hámarka líf­eyr­is­greiðslur fólks við starfs­lok. En sé ævin skoðuð sem heild þá eru þessi „efri ár“ aðeins 30% af full­orð­ins­ár­unum en hin 70% eru það tíma­bil þar sem við erum almennir neyt­end­ur, í fullu fjöri og greiðum háar upp­hæðir inn í kerf­ið, á sama tíma og við erum flest að greiða af hús­næði og reka heim­ili.

Athafnir líf­eyr­is­sjóða geta haft veru­leg áhrif á efna­hags­stöðu launa­fólks, eins og á láns­kjör (vext­i), verð­trygg­ingu, kaup­mátt, geng­is­sveiflur og verð hluta­bréfa í kaup­höll. Líf­eyr­is­sjóðir þurfa að fara gæti­lega með þau áhrif sem þeir hafa og gæta þess að ýta ekki óþarfa byrðum á vinn­andi fólk, í von um aukna ávöxtun sjóða, til þess eins að hámarka líf­eyri eftir starfs­lok. Þetta er nefni­lega sama fólk­ið, þeir sem bera ýmsar fjár­hags­legar byrðar yfir starfsæv­ina og þeir sem þiggja líf­eyri eftir starfs­lok. Góður líf­eyrir er gott hlut­skipti en það er var­huga­vert að ná því fram með óhóf­legum álögum á árunum fyrir starfs­lok. Við verðum að finna rétta jafn­vægið í þessum efnum því ef ekki er hugsað um efna­hag launa­fólks yfir ævina í heild er hætta á að líf­eyr­is­sjóðir leggi óþarfa álögur á vinn­andi fólk til að geta rétt þeim ábata síðar meir. 

Í stað þess að ein­blína á árin eftir starfs­lok þá væri snjall­ara að hugsa þetta sem eitt sam­hang­andi tíma­bil, starfsæv­ina og líf­eyr­is­árin sem einn, sam­hang­andi tíma­ás. Út frá hvaða stefnu ættu líf­eyr­is­sjóðir að hámarka vel­megun fólks á báðum tíma­bil­um? Mark­miðið ætti að vera að gæta þess bæði að líf­eyri sé við­un­andi á efri árum, en einnig að íhuga í rík­ara mæli að tak­marka byrðar eins og hægt er, á launa­fólk.

Auglýsing

Það er, sem dæmi, álita­mál hversu mik­il­vægt það er að hækka iðgjöld í líf­eyr­is­sjóði því þar er um að ræða álög­ur, bæði gagn­vart launa­fólki og launa­greið­end­um. Hægt er að færa ein­hver rök fyrir hækk­unum iðgjalda, sem raun­gerð­ust 1. júlí 2018, en einnig er auð­vellt að færa rök fyrir að líf­eyr­is­sjóð­irnir séu nú þegar offjár­magn­aðir og að hæg­stæð­ara sé að efla sparnað launa­fólks með öðrum hætti en sam­eign­ar­greiðsl­um. Þetta er því eitt álita­mál sem snertir vinn­andi almenn­ing.

Annað mál eru vextir hús­næð­is­lána sem líf­eyr­is­sjóðir hafa nær aldrei haft jafn­mikil áhrif á en nú í seinni tíð. Á að keppa að því að hafa vexti mun hærri en tíðkast í nágranna­löndum eða á að skoða ávinn­ing í því að bjóða eig­endum líf­eyr­is­sjóða – sjálfum almenn­ingi – að taka út ábata frá líf­eyr­is­kerf­inu fyrir starfs­lok, með lágum vöxtum á hús­næð­is­lán­um. Margir myndu kjósa létt­ari álögur á meðan allir eru í fullu fjöri, þegar fjár­þörf heim­ila er sem mest, um og fyrir miðjan starfs­ald­ur­inn, þegar barna­upp­eldi og hús­næð­is­kaup taka alla orku magra heim­ila.

Þriðji þátt­ur­inn er sjálf verð­trygg­ingin en líf­eyr­is­sjóðir hafa verið tryggir tals­menn hennar um ára­tuga­skeið. Það kann að vera hag­stætt fyrir líf­eyr­is­sjóði ef eina mark­mið þeirra er að hámarka líf­eyri eftir starfs­lok. Er það endi­lega það sem almenn­ingur vill? Er það örugg­lega hag­stæð­asta hlut­skipti almenn­ings að greiða fjór­falda vexti á við nágranna­lönd í 30-40 ár með von um eilítið hærri líf­eyri hin síð­ustu ár? Hvernig er hægt að kom­ast að slíkri nið­ur­stöðu? Hún er sann­ar­lega ekki aug­ljós. Hugs­an­lega er hægt að stilla upp Excel-lík­ani sem kallar þetta fram, en jafn­auð­velt væri að setja saman líkan sem sýnir and­hverfa nið­ur­stöðu.

Hér væri hægt að segja að rík­is­stjórn og Seðla­banki taki ákvarð­anir um vexti og verð­trygg­ingu. En þær ákvarð­anir byggja á hags­munum lán­veit­enda og þar spila líf­eyr­is­sjóðir stórt hlut­verk. Líf­eyr­is­sjóðir geta því haft mjög mikil áhrif í þessa veru og ættu að íhuga hvort það sé ekki eðli­legri stefna, að hámarka efna­hags­lega stöðu almenn­ings yfir bæði ævi­skeið­in, laun­þega­tíma­bilið og líf­eyr­is­þega­tíma­bil­ið.

Fleiri atriði þyrftu að koma inn í þessa mik­il­vægu stefnu­mót­un: Spyrja má: Er rétt að setja líf­eyr­is­þega fram­tíðar í afkomu­á­hættu með því að láta þá greiða íslenskar krónur inn í kerfið en umbreyta þeim fjár­munum í erlendar upp­hæðir með til­heyr­andi gjald­miðla­á­hættu? Líf­eyr­is­sjóðir fjár­festa jú erlendis og er sá hluti í starf­semi þeirra vax­andi. Hver verður staða Evru og Banda­ríkja­doll­ars eftir 30 ár? Sagan segir að þetta veð­mál sé ekki endi­lega mikið lukku­hjól fyrir íslenska laun­þega. Líf­eyr­is­eign getur breyst með þess­ari gjald­miðla­á­hættu sem líf­eyr­is­sjóðir ákveða að taka, um tugi pró­senta og er nið­ur­staðan ekk­ert endi­lega launa­fólki í vil. 

Einnig má setja spurn­ingu við það að geyma fjár­muni sjóða í hluta­bréfum á hinum örsmáa hluta­bréfa­mark­aði hér á landi því þar eru stórar sveiflur ekki síst þekkt­ar. Á alla þessa þætti þetta geta líf­eyr­is­sjóðir haft áhrif og þessi áhrif verður að meta, eins og nú er gert, út frá fram­tíð­ar­hag sjóðs­fé­laga, en einnig í meira mæli út frá því hvaða áhrif líf­eyr­is­sjóðir eigi að hafa á efna­hags­lega þætti almenn­ings í land­inu, fólks­ins sjálfs sem heldur kerf­inu uppi með greiðslum inn í það. Fölsk eða grunn verð­myndun á hluta­bréfa­mark­aði er áhættu­spil sem eykur líkur á efna­hags­legum nið­ur­sveiflum og má færa rök fyrir því að almenn­ingur sé kom­inn með nóg af slíku.

Áhættulausir vextir eru þeir vextir sem hægt er að fá með allra minnstu áhættu. Þeir sem taka áhættu, líkt og lífeyrissjóðir gera, eru að stefna að hærri vöxtum. Þegar tímabilið 1997-2017 er skoðað þá kemur í ljós að meðalraunávöxtun lífeyrissjóða (sameignarsjóða) er 3,72% yfir allt tímabilið á meðan áhættulausir vextir eru 4,01% yfir sama tímabil. Að sumu leyti má segja að það séu ákveðin vonbrigði að raunávöxtun sameignarsjóða sé lægri en áhættulausir vextir því þannig mætti færa rök fyrir því að áhætta íslenskra lífeyrissjóða sé ekki að skila sér til sjóðsfélaga. Hugsanlega má einnig íhuga þá ályktun að áhættutaka sjóða sé of mikil og eignastýring, með tilheyrandi kostnaði sé ekki alltaf að skila sér í hærri ávöxtun en margt annað spilar jú inn í – eins og hrunið – sem gerir einhlíta túlkun erfiða. Segja mætti líka að sjóðirnir hafi tekið talsverða áhættu en náð að lenda á löppunum þrátt fyrir hrunið.

Áhrif líf­eyr­is­sjóða þarf því að hugsa út frá efna­hags­legri stöðu beggja hópa: Vinn­andi fólki og líf­eyr­is­þeg­um, því efna­hags­leg áhrif þurrkast ekki út þegar fólk hættir að vinna. Það verður ekki til neinn núll­punkt­ur. Lágt eigna­hlut­fall í eigin hús­næði hverfur ekki við starfs­lok heldur er staða sem þarf að vinna úr. Það verður ekki eitt tekið af öðrum og sett til hins því þetta er sami hóp­ur­inn. Það getur varla komið vel út að láta sömu mann­eskj­una hlaupa í þungum skóm ef mark­miðið er að hún kom­ist að lokum á vel skó­uð, á þægi­legan stað hinu megin við marklín­una.

Einnig þarf að huga að sið­ferð­is­stefnu, sem taka myndi á því hvar líf­eyr­is­sjóðir ætla að draga mörkin með þátt­töku sinni í fjár­fest­ingum sem eru e.t.v. stundum ekki í takt við lang­tíma­sjón­ar­mið almenn­ings, eru stundum of áhættu­samar og e.t.v. stundum á skjön við grunn­gildi sjóðs­fé­laga í umhverf­is- og orku­mál­um. Allt þetta mun leiða til betra líf­eyr­is­kerf­is, ánægð­ari líf­eyr­is­greið­enda, bættrar ímyndar líf­eyr­is­sjóða, bætts gagn­sæis og nútíma­legrar fjár­fest­inga­stefnu, sem skila mun auknu trausti í garð íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins.

Þess vegna þarf líf­eyr­is­kerfið nýja tveggja hópa stefnu­mót­un, með sam­eig­in­lega hags­muni launa­fólks og líf­eyr­is­þega að leið­ar­ljósi. Ef líf­eyr­is­kerfið heldur áfram að horfa aðeins á stöð­una á „efri árum“ er hætta á að nið­ur­staðan verði of miklar álögur á vinn­andi fólk og jafn­vel of mikil sjóðs­söfn­un, sem ekki er endi­lega hin rétta leið. Því með óbreyttu kerfi erum við að láta líf­eyr­is­greið­endur taka þátt í nokk­urs­konar líf­eyr­is­happa­drætti, þar sem sumir verða ánægðir og aðrir óánægðir og að slíkt sé látið ger­ast út frá þáttum sem fólk hefur lítið val um. Í flestum bókum kall­ast það skortur á heild­ar­sýn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar