Orkupakkinn: Hræðast Íslendingar eigið fullveldi?

Skúli Magnússon fjallar um þriðja orkupakkann í aðsendri grein og spyr hvort Íslendingar hræðist eigið fullveldi.

Auglýsing

Stór­kalla­legar yfir­lýs­ingar um að skarð sé höggvið í full­veldi rík­is­ins, stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins brotin og hálf­kveðnar vísur um að Íslend­ingar afsali sér yfir­ráðum yfir auð­lindum sínum með inn­leið­ingu svo­nefnds þriðja orku­pakka ESB hafa verið áber­andi í fjöl­miðla­um­ræðu und­an­far­ið. Minna hefur þó borið á því að þessar stað­hæf­ingar hafi verið rök­studdar með vísan til nán­ari efn­is­þátta þeirra gerða sem hér er um að ræða.

„Pöntuð álit“

Gagn­rýnendur orku­pakk­ans hafa gert sér tals­verðan mat úr lög­fræði­á­liti Stef­áns Más Stef­áns­sonar og Frið­riks Árna Frið­riks­sonar Hir­st, sem telja „vafa und­ir­orpið hvort [fram­sal vald­heim­ilda sam­kvæmt 7. til 9. gr. reglu­gerðar nr. 713/2009 um að koma á fót Sam­starfs­stofnun eft­ir­lits­að­ila á orku­mark­aði eins og reglu­gerðin hefur verið löguð að EES-­samn­ingn­um] gangi lengra en rúmist innan ákvæða stjórn­ar­skrár­innar miðað við núver­andi aðstæður og for­sendur EES-­samn­ings­ins“. Minna hefur verið fjallað um álit þess fjöl­breytta hóps inn­lendra og erlendra lög­fræð­inga sem hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ekk­ert væri því stjórn­skipu­lega til fyr­ir­stöðu að orku­pakk­inn væri inn­leidd­ur. Þeir hafa hins vegar mátt sitja undir dylgjum um að álit þeirra væru „pönt­uð“ og þeir væru jafn­vel hlut­deild­ar­menn í ráða­bruggi um að afhenda útlend­ingum auð­lindir lands­ins.

Auglýsing

Eru lög­fræð­ingar virki­lega svona ósam­mála?

Af frétta­flutn­ingi mætti e.t.v. draga þá ályktun að veru­legur ágrein­ingur sé meðal lög­fræð­inga um efni og stjórn­skipu­lega þýð­ingu orku­pakk­ans. Sú er þó ekki raunin þegar fyr­ir­liggj­andi álit lög­fræð­inga, þ.á m. þeirra Stef­áns Más og Frið­riks, eru nánar skoð­uð:

  1. Allir lög­fræð­ingar eru sam­mála um að stjórn­skipu­leg álita­mál eru tak­mörkuð við 7. til 9. gr. reglu­gerðar nr. 713/2009, en þar er ACER falið vald til að taka ákvarð­anir um skil­mála og skil­yrði fyrir aðgangi mark­aðs­að­ila að grunn­virki fyrir raf­orku sem tengir a.m.k. tvö aðild­ar­ríki saman við þær aðstæður að ágrein­ingur er uppi milli eft­ir­lits­stjórn­valda þess­ara ríkja. Aðlögun orku­pakk­ans að EES-­samn­ingnum gerir ráð fyrir að Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) muni taka þessar ákvarð­anir á grund­velli til­lögu (“upp­kasts”) frá ACER en jafn­framt munu eft­ir­lits­stjórn­völd EFTA-­ríkj­anna taka þátt í starfi og máls­með­ferð ACER án atkvæð­is­rétt­ar.
  2. Allir lög­fræð­ingar eru sam­mála um að vald­heim­ildir ACER/ESA gagn­vart Íslandi verða ekki virkar nema fyrir hendi sé teng­ing íslensks orku­mark­aðar við markað EES. Án teng­ingar eru þessar heim­ildir án raun­hæfrar þýð­ing­ar.
  3. Allir lög­fræð­ingar eru sam­mála um að engin skylda verði leidd af orku­pakk­anum um að heim­ila lagn­ingu sæstrengs milli Íslands og ann­ars EES-­rík­is. Gildir þá einu þótt slík sam­teng­ing milli ríkja sé í sam­ræmi við orku­stefnu ESB, sé litin jákvæðum augum af hálfu sam­bands­ins og fyrir hendi sé aðgerð­ar­á­ætlun sam­bands­ins um slíkar teng­ingar þar sem strengur milli Íslands og Bret­lands er talin upp á verk­efna­lista.
  4. Allir lög­fræð­ingar eru sam­mála um að í orku­pakk­anum er ekki að finna ákvæði sem snúa beint að auð­linda­nýt­ingu, svo sem hvort auka eigi orku­fram­leiðslu almennt eða á ákveðnum svið­um.
  5. Allir lög­fræð­ingar eru sam­mála um að Alþingi er, í krafti full­veldis rík­is­ins, heim­ilt að fram­selja vald­heim­ildir til alþjóð­legra stofn­ana á afmörk­uðum sviðum að upp­fylltum ákveðnum skil­yrðum með sam­bæri­legum hætti og gengið var út frá við aðild Íslands að EES-­samn­ingum árið 1993. Lög­fræð­ingar eru einnig að meg­in­stefnu sam­mála um hvaða skil­yrði er hér að ræða.
  6. Allir lög­fræð­ingar eru sam­mála um að þótt full­valda ríki fram­selji alþjóð­legri stofnun til­teknar vald­heim­ildir líður full­veldi þess ekki þar með undir lok.

Um hvað stendur þá ágrein­ing­ur­inn?

Lög­fræð­ingar sem fjallað hafa um stjórn­skipu­leg álita­mál vegna orku­pakk­ans virð­ast sam­mála um að það fram­sal vald­heim­ilda sem hér um að ræða full­nægi því skil­yrði að telj­ast nauð­syn­legt vegna alþjóða­sam­vinnu sem Ísland tekur þátt í og helg­ast af mik­il­vægum hags­munum rík­is­ins eins og þeir hafa verið metnir af Alþingi.

Lög­fræð­ingar virð­ast einnig vera sam­mála um að heim­ild­irnar séu ekki óhóf­lega íþyngj­andi fyrir íslenska rík­ið, en ákvarð­anir ACER/ESA myndu bein­ast gegn íslenskri rík­is­stofnun (Orku­stofn­un) en ekki einka­að­il­um. Stefán Már og Frið­rik ýja reyndar að því í sinni álits­gerð að aðkoma ESA að umræddum ákvörð­unum yrði ein­ungis form­legs eðlis og því væri það í reynd ACER sem færi með ákvörð­un­ar­vald­ið. Þessu er ég ósam­mála og bendi á að með aðkomu sinni að ACER og neit­un­ar­valdi ESA sé staða EFTA-­ríkj­anna tryggð með ekki lak­ari hætti en á við um EES-­samn­ing­inn í heild sinni. Hvað sem líður hug­leið­ingum Stef­áns Más og Frið­riks um þetta virð­ast þeir eftir sem áður teja að sú aðlögun að EES-­samn­ingnum sem hér er kveðið á um (og á sér skýra fyr­ir­mynd í gerðum um evr­ópskt fjár­mála­eft­ir­lit sem inn­leiddar voru árið 2016) full­nægi skil­yrði um stjórn­skip­un­ar­innar um að fram­sal vald­heim­ilda fari fram á gagn­kvæmnis og jafn­ræð­is­grund­velli. Ágrein­ingur okkar um þetta atriði skiptir því ekki höf­uð­máli.

And­stætt nið­ur­stöðu minni og ýmissa ann­arra lög­fræð­inga telja þeir Stefán Már og Frið­rik hins vegar vafa­samt hvort umrætt fram­sal full­nægi því skil­yrði að „vera vel skil­greint og á afmörk­uðu svið­i“. Ekki þarf laga­próf til að átta sig á því að það svið sem hér um ræðir er skýr­lega afmark­að, þ.e. flutn­ingur raf­orku um sæstreng eða annan sam­tengil. Ágrein­ing­ur­inn snýst því fremur um hvort heim­ild­irnar séu nægi­lega vel skil­greindar en tví­menn­ing­arnir telja að í ýmsum atriðum sé það óskrifað blað hvernig ACER/ESA muni beita heim­ildum sín­um.

Ég hef m.a. bent á að þær ákvarð­anir sem hér er um að ræða styðj­ist við ítar­legar reglur EES-­samn­ings­ins um orku­mál svo og frek­ari reglur sem settar hafa verið á grund­velli EES-­gerða um flutn­ing orku (m.a. svo­nefnda net­mála eða „Network Codes“). Þótt ACER/ESA hafi hér óhjá­kvæmi­lega eitt­hvert mat við þær aðstæður að ágrein­ingur er uppi með eft­ir­lit­stjórn­völdum tveggja eða fleiri EES-­ríkja er staðan því síður en svo sú að þessar stofn­anir fari með ein­hvers konar geð­þótta­vald. Mis­fari þessar stofn­anir með vald sitt er þar að auki hægt að skjóta ákvörð­unum þeirra til EFTA-­dóm­stóls­ins (í til­viki Íslands). Til hlið­sjónar má benda á þær ákvarð­anir sem ACER hefur þegar tekið og mála sem fjallað hefur verið um af kæru­nefnd orku­mála ESB sem gefa fyllri mynd af heim­ildum og starf­semi stofn­un­ar­inn­ar.

Úr umræddum lög­fræði­legum ágrein­ingi yrði ekki skorið nema fyrir íslenskum dóm­stól­um. Verði gerð­irnar inn­leiddar getur slíkt dóms­mál hins vegar aldrei litið dags­ins ljós án þess að sæstrengur verði lagður og jafn­framt hafi komið til þess að heim­ildum ACER/ESA hafi verið beitt í kjöl­far ágrein­ings Orku­stofn­unar og eft­ir­lits­stjórn­valds ann­ars EES-­rík­is. 

Hræð­ast Íslend­ingar eigið full­veldi?

Þær ákvarð­anir sem einna helst er vísað til af gagn­rýnendum þriðja orku­pakk­ans, þ.e. ákvarð­anir um sæstreng og nýt­ingu orku­auð­linda, eru og verða áfram í höndum íslenska rík­is­ins, en ekki yfir­þjóð­legra stofn­ana. Í reynd eru það því ákvarð­anir íslenskra stjórn­ar­stofn­ana, sem teknar yrðu í krafti íslensks full­veld­is, sem þessir gagn­rýnendur hafa áhyggjur af en ekki hugs­an­leg beit­ing hins yfir­þjóð­lega valds. Það er hins vegar mis­kiln­ingur að stjórn­ar­skráin sé ein­hvers konar vörn gegn því að Alþingi og stjórn­völd taki van­hugs­aðar ákvarð­an­ir, t.d. um að heim­ila lagn­ingu sæstrengs. Stjórn­skipu­lega er Alþingi mögu­legt að sam­þykkja lagn­ingu strengs hvort heldur orku­pakk­inn er inn­leiddur eða ekki. Íslend­ingar geta einnig, í krafti full­veldis ríks­ins, synjað um inn­leið­ingu orku­pakk­ans og þar með sett málið á byrj­un­ar­reit innan inn­leið­ing­ar­ferlis EES með nokkuð aug­ljósum afleið­ingum fyrir afdrif orku­pakk­ans en öllu óljós­ari áhrifum til fram­tíðar á EES-­sam­starfið og stöðu Íslands í því. Íslend­ingar geta einnig, hvenær sem er, sagt EES-­samn­ingnum upp með 12 mán­aða fyr­ir­vara ef talið er að samn­ing­ur­inn þjóni ekki lengur hags­munum þjóð­ar­innar og betri kostir séu í stöð­unni.

Stjórn­skip­unin svarar því einu til að Ísland sé full­valda ríki og end­an­legt vald um fram­an­greind atriði sé í höndum íslenskra stjórn­ar­stofn­ana, einkum Alþingis sem kosið er af þjóð­inni. Stjórn­skip­unin svarar því hins vegar ekki hvernig Íslend­ingar eiga að fara með eigið full­veldi, meðal ann­ars í sam­starfi sínu við önnur full­valda ríki og við nýt­ingu auð­linda lands­ins. Því verða Íslend­ingar sjálfir að svara og bera ábyrgð á.

Höf­undur er hér­aðs­dóm­ari og dós­ent við laga­deild HÍ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar