Réttilega að málum staðið

Örn Bárður Jónsson telur að stjórnarskrá verði aldrei skrifuð af pólitískum fulltrúum sem berjast fyrir sérhagsmunum tiltekinna hópa. Hún verði aðeins samin af stjórnlagaþingi sem vinnur í umboði þjóðar sinnar sem hefur valið fulltrúana.

Auglýsing

Margar eru þær Nes­kirkj­urnar á Norð­ur­löndum og ein er sú sem ég þjóna í Nor­egi og hef gert frá árs­byrjun 2016. Á kirkju­garðs­veggnum er skjöldur til að minn­ast atburðar í árs­byrjun 1814. Christ­ian Fred­rik kon­ungur hafði sent út bréf í febr­úar sama ár til allra lands­hluta og beðið um að kosnir yrðu full­trúar til stjórn­laga­þings.

Aðsend myndUm allt land fór kosn­ing fram í hverju presta­kalli nema í Nor­dland. Póst­ur­inn barst heima­mönnum þar ekki fyrr en í mars og þá var árleg fisk­gengd í algleym­ingi og karl­arnir sögð­ust þurfa að stunda veiðar meðan færi gæf­ist og hefðu því engan tíma til að sinna svona verk­efni, þeir þyrftu að sækja björg í bú. Þessa var minnst í útvarpi nýlega og þá sagt að karl­arnir hefðu nú bara getað haldið áfram að fiska en sent kon­urnar á stjórn­laga­þing­ið. En þá voru aðrir tímar en nú. En hvað um það. Um allt land fór fram kosn­ing í höf­uð­kirkjum hvers presta­kalls og full­trú­arnir vald­ir.

Aðsend myndÍ Nes­kirkju er líka mynd af bréfi sem sýnir nið­ur­stöð­una hér í sveit.

Þing­full­trú­arnir 112 komu svo saman sama á Eiðsvelli 10. apríl 1814 og skil­uðu til­bú­inni stjórn­ar­skrá sem var sam­þykkt 17. maí sama ár.

Þjóðin hafði valið sína full­trúa og þeir samið stjórn­ar­skrá í umboði henn­ar.

Fer­ill­inn var þessi. 12. apríl setti Rík­is­sam­koman (Riks­for­sam­lin­gen, þ.e. þing­full­trú­arnir 112) á fót stjórn­laga­nefnd sem skyldi koma með til­lögu að stjórn­ar­skrá. Christ­ian Magnus Falsen var val­inn til for­ystu. Fjórum dögum síðar lagði nefndin fram 11 grund­vall­ar­at­riði til frek­ari úrvinnslu. Nor­egur skyldi vera frjál­st, óháð og óskipt­an­legt ríki. Kon­ungur skyldi hafa fram­kvæmda­vald, þing valið af þjóð­inni lög­gjaf­ar- og ákvörð­un­ar­vald, og sjálf­stæðir dóm­stólar dóms­vald. Trú­frelsi og prent­frelsi skyldi tryggja en Gyð­ingar fengu þó ekki að búa í rík­inu. Þeir fengu rétt­indin síð­ar. Eftir þetta hóf stjórn­laga­nefndin vinnu sína við sjálfa stjórn­ar­skrána. 2. maí lagði hún fram til­lögu með 115 grein­um. Ein­hugur ríkti um til­lög­una og 4.-11. maí sam­þykkti Rík­is­sam­koman stjórn­ar­skrána. Þá hófst nokk­urra daga deila um hlut­verk kon­ungs sem lauk þegar Rík­is­sam­koman kom prúð­búin saman 17. maí og valdi sér kon­ung hins nýja rík­is. 19. maí tók Christ­ian Frederik við krún­unni og dag­inn eftir var Rík­is­sam­koman leyst upp.

Auglýsing

Á Íslandi var sett í gang sam­bæri­legt ferli árið 2009 og 25 full­trúar valdir af þjóð­inni 2010 til setu á stjórn­laga­þingi. Kosn­ingin var síðan lýst ógild vegna þess að hugs­an­lega hefðu ein­hverjir hugs­an­lega getað séð á milli kjör­klefa. Hæsti­réttur sem hefur frá upp­hafi verið skip­aður að mestu leyti flokks­hollum und­ir­sátum Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks lýstu kosn­ing­una ógilda út frá ein­tómum hýpótesum um að hugs­an­lega hefði ein­hverjir hugs­an­lega getað svindl­að. Engin dæmi voru til um neitt mis­ferli og kosn­inga­bás­arnir sem not­aðir voru eru sams­konar og tíðkast við kjör í mörgum nágranna­lönd­um. Reynir Axels­son, stærð­fræð­ing­ur, jarð­aði nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar, með gildum rökum og óhrekj­an­leg­um. En úrskurð­ur­inn stóð. Spyrja má í því sam­hengi: Hafa ekki allar kosn­ingar á Íslandi verið haldnar í sams­konar sam­hengi hugs­an­legra ágalla eða mögu­leika til mis­ferl­is, það er hýpotetiskt ólög­leg­ar? Og eru þá ekki allar íslenskar kosn­ingar ógild­ar? 

Nóg um það.

Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sem af hug­rekki og skiln­ingi á lýð­ræð­inu setti ferlið af stað valdi eina rétta kost­inn í stöð­unni og skip­aði þá 25 ein­stak­linga sem þjóðin hafði valið til stjórn­laga­ráðs.

Ráðið samdi stjórn­ar­skrá á 4 mán­uðum með 114 greinum og skil­aði til Alþing­is. Aldrei fyrr í mann­kyns­sög­unni hefur stjórn­ar­skrá verið samin í eins mik­illi sam­vinnu við almenn­ing og í þessu til­felli. Fræði­menn við helstu háskóla heims þar sem stjórn­ar­skrár eru sér­stak­lega til umfjöll­unar og rann­sóknar hafa lokið upp lofi um þetta verk.

En á Íslandi eru til valda­blokkir sem vilja ekki rétt­læti handa fólk­inu í land­inu. Þær braska með valdið til að tryggja sér­hags­muni ein­stak­linga og hópa sem þeim eru þókn­an­leg­ir. Eða kannski er þessu einmitt öfugt far­ið: Sér­hags­muna­hóp­arnir hafa krækt sér í veð í full­trúum ákveð­inna flokka og stýra þeim svo sem strengja­brúður væru?

Fram­koma Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar, Vinstri grænna og Sam­fylk­ingar hefur verið fyrir neðan allar hellur í þessu máli en síð­ast nefndi flokk­ur­inn klofn­aði og stóð ekki í lapp­irnar á loka­metr­un­um. Stjórn Jóhönnu féll og síðan hafa spill­ingaröflin ráðið ríkjum á Íslandi.

Og nú talar for­sæt­is­ráð­herra um Alþingi sem stjórn­ar­skrár­gjafann og nefnir sam­ræðu­gátt um að möndla með það sem er þjóð­inni heil­agt. Ég er gátt­aður á að for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki dýpri skiln­ing á mik­il­vægi þess að þjóðin setji sér stjórn­ar­skrá.

Stjórn­ar­skrá verður aldrei, ég end­ur­tek, aldrei, skrifuð af póli­tískum full­trú­um, sem berj­ast fyrir sér­hags­munum til­tek­inna hópa. Hún verður aðeins samin af stjórn­laga­þing­i/ráði sem vinnur í umboði þjóðar sinnar sem hefur valið full­trú­ana án tengsla þeirra við póli­tíska flokka eða sér­hags­muni.

Komið ykkur nú að verki, alþing­is­menn, hysjið upp um ykkur bux­urnar og sam­þykkið til­lög­una sem mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar hefur lýst sig sam­þykka í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Þar með getum við sagt að rétti­lega hafi verið að verki stað­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar