Nemendur beita kennara ofbeldi

Helga Dögg Sverrisdóttir segir að ofbeldi milli nemanda og kennara eigi ekki að líða. Minni líkur séu á að barn fái viðeigandi aðstoð sé breitt yfir vandann og hvað þá að kennari fái aðstoð.

Auglýsing

Fyrir rúmu ári kom út skýrsla í Danmörku sem sýnir að fimmti hver grunnskólakennari upplifir ofbeldi og fjórði hver hótun af hálfu nemanda.

Menntamálaráðuneyti Dana útbjó leiðavísi fyrir grunnskóla sem á að hjálpa þeim til að fyrirbyggja og takast á við ofbeldi og hótanir. Ráðherra menntamála í Danaveldi segir fjölda kennara of mikinn sem lendir í þessu.

Danski ráðherrann segir að menning innan skólana þurfi að breytast þannig að unnið verið kerfisbundið með ofbeldið. Í menntageiranum ríkir traust, sem er gott og ætti að vera áfram. Það hefur þó annmarka, stundum getur verið erfitt að taka á málunum þegar alvarlegu ofbeldi er beitt. Okkur hættir til að telja það minna en það í raun er.

Auglýsing

Tvo kennara í hvern bekk

Margir komu að gerð leiðavísisins, m.a. fagfélög og stofnanir. Formaður félags grunnskólakennara, í Danmörku, er ánægður með að menn hafi beint sjónum sínum að vandamálinu. Hann telur mikilvægt að hver skóli vinni að málunum heima í héraði og telur það hafa ákveðna stöðu og skuldbindingar að ráðuneyti menntamála gefi út leiðavísinn. Formaðurinn vonast eftir að kastljósið, sem ofbeldið fær, verði til að skapa svigrúm og verkfæri til að taka á vandanum, að fyrirbyggja ofbeldi og hótanir í garð kennara. Hann bendir á að í bekkjum þar sem ofbeldi er beitt eða getur átt sér stað ættu að vera tveir kennara. Leiðavísinum fylgja engir peningar en ráðherrann bendir á að sveitarfélögin geta valið að hafa tvo kennara í bekk, útfærslan er þeirra. Leiðavísirinn er fyrsta skrefið til að taka á vandaum og munu fleiri fylgja í kjölfarið. Búast má við frekari rannsóknum á vandamálinu ofbeldi og hótanir í garð grunnskólakennara í grunnskólanum.

Staðan hér á landi

Því miður hefur þessu vandamáli ekki verið gefinn gaumur hér á landi, þrátt fyrir að margir kennarar hafi upplifað ofbeldi og hótun í starfi. Vinnuumhverfisnefnd KÍ sendi út könnun meðal grunnskólakennara í lok apríl til að fá tilfinningu fyrir vandanum. Könnunin sýnir að við erum í sama vanda og frændur vorir Danir. Alltof margir kennarar upplifðu ofbeldi og hótanir. Sama má segja um Svía, þeir beina kastljósinu að ofbeldis- og hótunarvandanum sem eykst með hverju ári í grunnskólanum.

Stjórnendur og grunnskólakennarar sem beittir eru ofbeldi eiga að tilkynna það til Vinnumálastofnunar en mikill misbrestur er á því. Til að fá yfirsýn yfir málaflokkinn er mikilvægt að virða þá tilkynningarskyldu. Hér á landi, eins og í Danmörku, ríkir mikið traust í grunnskólanum og kann að vera skýring á að ofbeldið sé ekki tilkynnt, því miður. Engum er greiði gerður með að breiða yfir ofbeldi nemanda. Auk þess ber að tilynna barnaverndaryfirvöldum um ofbeldið.

Ofbeldi milli nemanda og kennara á ekki að líða. Minni líkur er á að barn fái viðeigandi aðstoð breiðum við yfir vandann og hvað þá að kennari fái aðstoð. Það er mikið áfall að verða fyrir ofbeldi og hótunum af hálfu nemanda. Enginn kennari á að sætta sig við slíkt.

Skólastjórnendur og yfirvöld menntamála þurfa að opna augun fyrir vandanum. Bjóða þarf kennurum sem verða fyrir ofbeldi viðeigandi aðstoð því það er ekki bara áfall að verða fyrir ofbeldi heldur rofnar traustið á milli kennara og nemandans sem beitir ofbeldi. Óttinn við að lenda aftur í ofbeldi sækir á sál þolanda sem vinna þarf með. Trúnaðarbrestur hefur átt sér stað og mikivægt að byggja hann upp aftur.

Rannsóknir á vandamálinu er ekki til staðar en þörfin er mikil. Sama er hvaðan gott kemur og því má hvetja meistaranema í kennarafræðum, sálfræði, félagsfræði eða hjúkrunarfræði, svo eitthvað sé nefnt, að rannsaka málaflokkinn.

Höfundur er M.Sc., M.Ed., starfar sem grunnskólakennari og er fulltrúi grunnskólakennara í Vinnuumhverfisnefnd KÍ.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar