Réttilega að málum staðið

Örn Bárður Jónsson telur að stjórnarskrá verði aldrei skrifuð af pólitískum fulltrúum sem berjast fyrir sérhagsmunum tiltekinna hópa. Hún verði aðeins samin af stjórnlagaþingi sem vinnur í umboði þjóðar sinnar sem hefur valið fulltrúana.

Auglýsing

Margar eru þær Neskirkjurnar á Norðurlöndum og ein er sú sem ég þjóna í Noregi og hef gert frá ársbyrjun 2016. Á kirkjugarðsveggnum er skjöldur til að minnast atburðar í ársbyrjun 1814. Christian Fredrik konungur hafði sent út bréf í febrúar sama ár til allra landshluta og beðið um að kosnir yrðu fulltrúar til stjórnlagaþings.

Aðsend myndUm allt land fór kosning fram í hverju prestakalli nema í Nordland. Pósturinn barst heimamönnum þar ekki fyrr en í mars og þá var árleg fiskgengd í algleymingi og karlarnir sögðust þurfa að stunda veiðar meðan færi gæfist og hefðu því engan tíma til að sinna svona verkefni, þeir þyrftu að sækja björg í bú. Þessa var minnst í útvarpi nýlega og þá sagt að karlarnir hefðu nú bara getað haldið áfram að fiska en sent konurnar á stjórnlagaþingið. En þá voru aðrir tímar en nú. En hvað um það. Um allt land fór fram kosning í höfuðkirkjum hvers prestakalls og fulltrúarnir valdir.

Aðsend myndÍ Neskirkju er líka mynd af bréfi sem sýnir niðurstöðuna hér í sveit.

Þingfulltrúarnir 112 komu svo saman sama á Eiðsvelli 10. apríl 1814 og skiluðu tilbúinni stjórnarskrá sem var samþykkt 17. maí sama ár.

Þjóðin hafði valið sína fulltrúa og þeir samið stjórnarskrá í umboði hennar.

Ferillinn var þessi. 12. apríl setti Ríkissamkoman (Riksforsamlingen, þ.e. þingfulltrúarnir 112) á fót stjórnlaganefnd sem skyldi koma með tillögu að stjórnarskrá. Christian Magnus Falsen var valinn til forystu. Fjórum dögum síðar lagði nefndin fram 11 grundvallaratriði til frekari úrvinnslu. Noregur skyldi vera frjálst, óháð og óskiptanlegt ríki. Konungur skyldi hafa framkvæmdavald, þing valið af þjóðinni löggjafar- og ákvörðunarvald, og sjálfstæðir dómstólar dómsvald. Trúfrelsi og prentfrelsi skyldi tryggja en Gyðingar fengu þó ekki að búa í ríkinu. Þeir fengu réttindin síðar. Eftir þetta hóf stjórnlaganefndin vinnu sína við sjálfa stjórnarskrána. 2. maí lagði hún fram tillögu með 115 greinum. Einhugur ríkti um tillöguna og 4.-11. maí samþykkti Ríkissamkoman stjórnarskrána. Þá hófst nokkurra daga deila um hlutverk konungs sem lauk þegar Ríkissamkoman kom prúðbúin saman 17. maí og valdi sér konung hins nýja ríkis. 19. maí tók Christian Frederik við krúnunni og daginn eftir var Ríkissamkoman leyst upp.

Auglýsing

Á Íslandi var sett í gang sambærilegt ferli árið 2009 og 25 fulltrúar valdir af þjóðinni 2010 til setu á stjórnlagaþingi. Kosningin var síðan lýst ógild vegna þess að hugsanlega hefðu einhverjir hugsanlega getað séð á milli kjörklefa. Hæstiréttur sem hefur frá upphafi verið skipaður að mestu leyti flokkshollum undirsátum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýstu kosninguna ógilda út frá eintómum hýpótesum um að hugsanlega hefði einhverjir hugsanlega getað svindlað. Engin dæmi voru til um neitt misferli og kosningabásarnir sem notaðir voru eru samskonar og tíðkast við kjör í mörgum nágrannalöndum. Reynir Axelsson, stærðfræðingur, jarðaði niðurstöðu Hæstaréttar, með gildum rökum og óhrekjanlegum. En úrskurðurinn stóð. Spyrja má í því samhengi: Hafa ekki allar kosningar á Íslandi verið haldnar í samskonar samhengi hugsanlegra ágalla eða möguleika til misferlis, það er hýpotetiskt ólöglegar? Og eru þá ekki allar íslenskar kosningar ógildar? 

Nóg um það.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem af hugrekki og skilningi á lýðræðinu setti ferlið af stað valdi eina rétta kostinn í stöðunni og skipaði þá 25 einstaklinga sem þjóðin hafði valið til stjórnlagaráðs.

Ráðið samdi stjórnarskrá á 4 mánuðum með 114 greinum og skilaði til Alþingis. Aldrei fyrr í mannkynssögunni hefur stjórnarskrá verið samin í eins mikilli samvinnu við almenning og í þessu tilfelli. Fræðimenn við helstu háskóla heims þar sem stjórnarskrár eru sérstaklega til umfjöllunar og rannsóknar hafa lokið upp lofi um þetta verk.

En á Íslandi eru til valdablokkir sem vilja ekki réttlæti handa fólkinu í landinu. Þær braska með valdið til að tryggja sérhagsmuni einstaklinga og hópa sem þeim eru þóknanlegir. Eða kannski er þessu einmitt öfugt farið: Sérhagsmunahóparnir hafa krækt sér í veð í fulltrúum ákveðinna flokka og stýra þeim svo sem strengjabrúður væru?

Framkoma Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Vinstri grænna og Samfylkingar hefur verið fyrir neðan allar hellur í þessu máli en síðast nefndi flokkurinn klofnaði og stóð ekki í lappirnar á lokametrunum. Stjórn Jóhönnu féll og síðan hafa spillingaröflin ráðið ríkjum á Íslandi.

Og nú talar forsætisráðherra um Alþingi sem stjórnarskrárgjafann og nefnir samræðugátt um að möndla með það sem er þjóðinni heilagt. Ég er gáttaður á að forsætisráðherra hafi ekki dýpri skilning á mikilvægi þess að þjóðin setji sér stjórnarskrá.

Stjórnarskrá verður aldrei, ég endurtek, aldrei, skrifuð af pólitískum fulltrúum, sem berjast fyrir sérhagsmunum tiltekinna hópa. Hún verður aðeins samin af stjórnlagaþingi/ráði sem vinnur í umboði þjóðar sinnar sem hefur valið fulltrúana án tengsla þeirra við pólitíska flokka eða sérhagsmuni.

Komið ykkur nú að verki, alþingismenn, hysjið upp um ykkur buxurnar og samþykkið tillöguna sem mikill meirihluti þjóðarinnar hefur lýst sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þar með getum við sagt að réttilega hafi verið að verki staðið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar