Rafbílavæðing – hvaðan kemur hleðslan?

Rafbílavæðing getur orðið enn hagkvæmari þjóðhagslega ef lögð verður áhersla á að eigendur rafbíla nýti innviði raforkukerfisins eins vel og kostur er.

Auglýsing

Raf­bíla­væð­ing á Íslandi er mjög mik­il­vægur liður í því að minnka áhrif Íslend­inga á hlýnun jarð­ar. Orku­skipti í sam­göngum mynda enda aðra meg­in­stoð aðgerða­á­ætl­unar íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Til við­bótar við mik­inn ávinn­ing í lofts­lags­málum er raf­væð­ing bíla­flot­ans þjóð­hags­lega hag­kvæm aðgerð, líkt og kemur fram í grein­ingu HÍ og HR um þjóð­hags­leg áhrif raf­bíla­væð­ingar á Íslandi sem kynnt var síð­ast­liðið haust. 

Raf­bíla­væð­ing getur orðið enn hag­kvæm­ari þjóð­hags­lega ef lögð verður áhersla á að eig­endur raf­bíla nýti inn­viði raf­orku­kerf­is­ins eins vel og kostur er. Orku­skipti í sam­göngum munu auka inn­lenda raf­orku­þörf, á meðan þörf fyrir inn­flutt jarð­efna­elds­neyti mun minnka. Árið 2030 er fyr­ir­séð að raf­bíla­flot­inn muni þarfn­ast raf­orku sem sam­svarar um þriðj­ungi af núver­andi raf­orku­notkun heim­il­anna. Þetta mun kalla á aukna fjár­fest­ingu í raf­orku­innvið­um, svo sem í virkj­unum og dreifi­kerf­um. Umfang þess­arar fjár­fest­ingar getur þó ráð­ist af hleðslu­venjum raf­bíla­eig­enda.

Raf­orku­þörf með­al­heim­ilis er um 4000 kWh á ári. Afl­þörf heim­ila (þ.e. hversu hratt raf­orkan rennur inn í hús­ið, mælt í kW) er hins vegar breyti­leg og háð því hvaða tæki eru í notk­un, þar með talin hleðslu­stöð raf­bíls ef heim­ilið er búið slíkri. Hlið­stætt þessu notar með­al­heim­ili um 400 m3 af heitu vatni á hverju ári. Notk­unin er ekki jöfn, því rennslið (stundum mælt í lítrum á mín­útu) er háð úti­hita­stigi og t.d. því hvort skrúfað sé frá krana.

Auglýsing

Kostn­aður raf­orku­vinnslu sá sami að nóttu og degi

Í íslenska raf­orku­kerf­inu er raf­orka geymd í formi vatns í lónum vatns­afls­virkj­ana og í háhita­kerfum undir jarð­varma­virkj­un­um. Ork­una má geyma á því formi þar til þörf er á að vinna úr henni raf­orku. Vegna mögu­leik­ans á að geyma ork­una er kostn­aður raf­orku­vinnslu úr vatns­afli eða jarð­varma nokkurn veg­inn sá sami allan árs­ins hring, að nóttu sem degi. Það er ekki rétt, sem stundum er gefið til kynna í umræðu á Íslandi, að kostn­aður raf­orku­vinnslu hér­lendis sé breyti­legur milli dags og næt­ur.

Erlendis er þessu víða öðru­vísi far­ið. Þar er kostn­aður við raf­orku­vinnslu yfir­leitt hærri að degi en nóttu þar sem að nóttu til nægir að vinna raf­magn með hag­stæð­ustu orku­ver­un­um. Að degi til þarf að bæta við vinnslu frá óhag­stæð­ari orku­verum (oft kola­orku­verum) til að svara eft­ir­spurn eftir raf­orku. Þetta þýðir að erlendis má bjóða raf­bíla­eig­endum (og öðrum) ódýr­ari raf­orku að nóttu en deg­i. 

Tæki­færi til þess að nýta inn­viði betur

Þótt kostn­aður raf­orku­vinnslu á Íslandi sé ekki breyti­legur þarf að vera til staðar nægi­legt afl í virkj­unum og flutn­ings­geta í flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku til að hægt sé að fram­leiða og flytja nógu mikið raf­magn til að mæta eft­ir­spurn á hverri stundu. Líkt og orku­skipti í sam­göngum munu kalla á aukna orku­þörf munu þau einnig kalla á aukna afl­þörf. Hversu mikil aukn­ingin verður er mjög háð því hversu stór hluti raf­bíla­eig­enda hleður bíla sína sam­tím­is, og hversu mikið af þeirri aflaukn­ingu leggst ofan á þá tíma dags þegar álagið er mest, svo sem um kvöld­mat­ar­leyt­ið. Þetta ræður miklu um það hve umfangs­mikla fjár­fest­ingu í raf­orku­innviðum orku­skipti í sam­göngum munu kalla á. 

Lands­virkjun vinnur raf­orku í virkj­unum sínum sem seld er meðal ann­ars til smá­sölu­að­ila sem sjá um raf­orku­sölu til heim­ila og fyr­ir­tækja í land­inu.  Raforkan er flutt um flutn­ings­kerfi Lands­nets og síðan dreift af dreifi­veitum til not­enda.  Engir beinir hvatar eru í dag til staðar fyrir heim­ili og smærri fyr­ir­tæki til að hlaða raf­bíla utan háá­lags­tíma (svo sem að nóttu til), en yrði slíkt raunin væri hægt að lág­marka þá fjár­muni sem verja þyrfti til styrk­ingar inn­viða. Þar með væri þörf smá­sala og dreifi­veitna fyrir að hækka gjald­skrár sínar einnig lág­mörk­uð. Þetta væri allra hagur og myndi auka enn þjóð­hags­lega hag­kvæmni þeirrar þjóð­þrifa­að­gerðar sem orku­skipti í sam­göngum eru.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Lands­virkj­un­ar.

Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar