Rafbílavæðing – hvaðan kemur hleðslan?

Rafbílavæðing getur orðið enn hagkvæmari þjóðhagslega ef lögð verður áhersla á að eigendur rafbíla nýti innviði raforkukerfisins eins vel og kostur er.

Auglýsing

Raf­bíla­væð­ing á Íslandi er mjög mik­il­vægur liður í því að minnka áhrif Íslend­inga á hlýnun jarð­ar. Orku­skipti í sam­göngum mynda enda aðra meg­in­stoð aðgerða­á­ætl­unar íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Til við­bótar við mik­inn ávinn­ing í lofts­lags­málum er raf­væð­ing bíla­flot­ans þjóð­hags­lega hag­kvæm aðgerð, líkt og kemur fram í grein­ingu HÍ og HR um þjóð­hags­leg áhrif raf­bíla­væð­ingar á Íslandi sem kynnt var síð­ast­liðið haust. 

Raf­bíla­væð­ing getur orðið enn hag­kvæm­ari þjóð­hags­lega ef lögð verður áhersla á að eig­endur raf­bíla nýti inn­viði raf­orku­kerf­is­ins eins vel og kostur er. Orku­skipti í sam­göngum munu auka inn­lenda raf­orku­þörf, á meðan þörf fyrir inn­flutt jarð­efna­elds­neyti mun minnka. Árið 2030 er fyr­ir­séð að raf­bíla­flot­inn muni þarfn­ast raf­orku sem sam­svarar um þriðj­ungi af núver­andi raf­orku­notkun heim­il­anna. Þetta mun kalla á aukna fjár­fest­ingu í raf­orku­innvið­um, svo sem í virkj­unum og dreifi­kerf­um. Umfang þess­arar fjár­fest­ingar getur þó ráð­ist af hleðslu­venjum raf­bíla­eig­enda.

Raf­orku­þörf með­al­heim­ilis er um 4000 kWh á ári. Afl­þörf heim­ila (þ.e. hversu hratt raf­orkan rennur inn í hús­ið, mælt í kW) er hins vegar breyti­leg og háð því hvaða tæki eru í notk­un, þar með talin hleðslu­stöð raf­bíls ef heim­ilið er búið slíkri. Hlið­stætt þessu notar með­al­heim­ili um 400 m3 af heitu vatni á hverju ári. Notk­unin er ekki jöfn, því rennslið (stundum mælt í lítrum á mín­útu) er háð úti­hita­stigi og t.d. því hvort skrúfað sé frá krana.

Auglýsing

Kostn­aður raf­orku­vinnslu sá sami að nóttu og degi

Í íslenska raf­orku­kerf­inu er raf­orka geymd í formi vatns í lónum vatns­afls­virkj­ana og í háhita­kerfum undir jarð­varma­virkj­un­um. Ork­una má geyma á því formi þar til þörf er á að vinna úr henni raf­orku. Vegna mögu­leik­ans á að geyma ork­una er kostn­aður raf­orku­vinnslu úr vatns­afli eða jarð­varma nokkurn veg­inn sá sami allan árs­ins hring, að nóttu sem degi. Það er ekki rétt, sem stundum er gefið til kynna í umræðu á Íslandi, að kostn­aður raf­orku­vinnslu hér­lendis sé breyti­legur milli dags og næt­ur.

Erlendis er þessu víða öðru­vísi far­ið. Þar er kostn­aður við raf­orku­vinnslu yfir­leitt hærri að degi en nóttu þar sem að nóttu til nægir að vinna raf­magn með hag­stæð­ustu orku­ver­un­um. Að degi til þarf að bæta við vinnslu frá óhag­stæð­ari orku­verum (oft kola­orku­verum) til að svara eft­ir­spurn eftir raf­orku. Þetta þýðir að erlendis má bjóða raf­bíla­eig­endum (og öðrum) ódýr­ari raf­orku að nóttu en deg­i. 

Tæki­færi til þess að nýta inn­viði betur

Þótt kostn­aður raf­orku­vinnslu á Íslandi sé ekki breyti­legur þarf að vera til staðar nægi­legt afl í virkj­unum og flutn­ings­geta í flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku til að hægt sé að fram­leiða og flytja nógu mikið raf­magn til að mæta eft­ir­spurn á hverri stundu. Líkt og orku­skipti í sam­göngum munu kalla á aukna orku­þörf munu þau einnig kalla á aukna afl­þörf. Hversu mikil aukn­ingin verður er mjög háð því hversu stór hluti raf­bíla­eig­enda hleður bíla sína sam­tím­is, og hversu mikið af þeirri aflaukn­ingu leggst ofan á þá tíma dags þegar álagið er mest, svo sem um kvöld­mat­ar­leyt­ið. Þetta ræður miklu um það hve umfangs­mikla fjár­fest­ingu í raf­orku­innviðum orku­skipti í sam­göngum munu kalla á. 

Lands­virkjun vinnur raf­orku í virkj­unum sínum sem seld er meðal ann­ars til smá­sölu­að­ila sem sjá um raf­orku­sölu til heim­ila og fyr­ir­tækja í land­inu.  Raforkan er flutt um flutn­ings­kerfi Lands­nets og síðan dreift af dreifi­veitum til not­enda.  Engir beinir hvatar eru í dag til staðar fyrir heim­ili og smærri fyr­ir­tæki til að hlaða raf­bíla utan háá­lags­tíma (svo sem að nóttu til), en yrði slíkt raunin væri hægt að lág­marka þá fjár­muni sem verja þyrfti til styrk­ingar inn­viða. Þar með væri þörf smá­sala og dreifi­veitna fyrir að hækka gjald­skrár sínar einnig lág­mörk­uð. Þetta væri allra hagur og myndi auka enn þjóð­hags­lega hag­kvæmni þeirrar þjóð­þrifa­að­gerðar sem orku­skipti í sam­göngum eru.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Lands­virkj­un­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar