Rafbílavæðing – hvaðan kemur hleðslan?

Rafbílavæðing getur orðið enn hagkvæmari þjóðhagslega ef lögð verður áhersla á að eigendur rafbíla nýti innviði raforkukerfisins eins vel og kostur er.

Auglýsing

Raf­bíla­væð­ing á Íslandi er mjög mik­il­vægur liður í því að minnka áhrif Íslend­inga á hlýnun jarð­ar. Orku­skipti í sam­göngum mynda enda aðra meg­in­stoð aðgerða­á­ætl­unar íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Til við­bótar við mik­inn ávinn­ing í lofts­lags­málum er raf­væð­ing bíla­flot­ans þjóð­hags­lega hag­kvæm aðgerð, líkt og kemur fram í grein­ingu HÍ og HR um þjóð­hags­leg áhrif raf­bíla­væð­ingar á Íslandi sem kynnt var síð­ast­liðið haust. 

Raf­bíla­væð­ing getur orðið enn hag­kvæm­ari þjóð­hags­lega ef lögð verður áhersla á að eig­endur raf­bíla nýti inn­viði raf­orku­kerf­is­ins eins vel og kostur er. Orku­skipti í sam­göngum munu auka inn­lenda raf­orku­þörf, á meðan þörf fyrir inn­flutt jarð­efna­elds­neyti mun minnka. Árið 2030 er fyr­ir­séð að raf­bíla­flot­inn muni þarfn­ast raf­orku sem sam­svarar um þriðj­ungi af núver­andi raf­orku­notkun heim­il­anna. Þetta mun kalla á aukna fjár­fest­ingu í raf­orku­innvið­um, svo sem í virkj­unum og dreifi­kerf­um. Umfang þess­arar fjár­fest­ingar getur þó ráð­ist af hleðslu­venjum raf­bíla­eig­enda.

Raf­orku­þörf með­al­heim­ilis er um 4000 kWh á ári. Afl­þörf heim­ila (þ.e. hversu hratt raf­orkan rennur inn í hús­ið, mælt í kW) er hins vegar breyti­leg og háð því hvaða tæki eru í notk­un, þar með talin hleðslu­stöð raf­bíls ef heim­ilið er búið slíkri. Hlið­stætt þessu notar með­al­heim­ili um 400 m3 af heitu vatni á hverju ári. Notk­unin er ekki jöfn, því rennslið (stundum mælt í lítrum á mín­útu) er háð úti­hita­stigi og t.d. því hvort skrúfað sé frá krana.

Auglýsing

Kostn­aður raf­orku­vinnslu sá sami að nóttu og degi

Í íslenska raf­orku­kerf­inu er raf­orka geymd í formi vatns í lónum vatns­afls­virkj­ana og í háhita­kerfum undir jarð­varma­virkj­un­um. Ork­una má geyma á því formi þar til þörf er á að vinna úr henni raf­orku. Vegna mögu­leik­ans á að geyma ork­una er kostn­aður raf­orku­vinnslu úr vatns­afli eða jarð­varma nokkurn veg­inn sá sami allan árs­ins hring, að nóttu sem degi. Það er ekki rétt, sem stundum er gefið til kynna í umræðu á Íslandi, að kostn­aður raf­orku­vinnslu hér­lendis sé breyti­legur milli dags og næt­ur.

Erlendis er þessu víða öðru­vísi far­ið. Þar er kostn­aður við raf­orku­vinnslu yfir­leitt hærri að degi en nóttu þar sem að nóttu til nægir að vinna raf­magn með hag­stæð­ustu orku­ver­un­um. Að degi til þarf að bæta við vinnslu frá óhag­stæð­ari orku­verum (oft kola­orku­verum) til að svara eft­ir­spurn eftir raf­orku. Þetta þýðir að erlendis má bjóða raf­bíla­eig­endum (og öðrum) ódýr­ari raf­orku að nóttu en deg­i. 

Tæki­færi til þess að nýta inn­viði betur

Þótt kostn­aður raf­orku­vinnslu á Íslandi sé ekki breyti­legur þarf að vera til staðar nægi­legt afl í virkj­unum og flutn­ings­geta í flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku til að hægt sé að fram­leiða og flytja nógu mikið raf­magn til að mæta eft­ir­spurn á hverri stundu. Líkt og orku­skipti í sam­göngum munu kalla á aukna orku­þörf munu þau einnig kalla á aukna afl­þörf. Hversu mikil aukn­ingin verður er mjög háð því hversu stór hluti raf­bíla­eig­enda hleður bíla sína sam­tím­is, og hversu mikið af þeirri aflaukn­ingu leggst ofan á þá tíma dags þegar álagið er mest, svo sem um kvöld­mat­ar­leyt­ið. Þetta ræður miklu um það hve umfangs­mikla fjár­fest­ingu í raf­orku­innviðum orku­skipti í sam­göngum munu kalla á. 

Lands­virkjun vinnur raf­orku í virkj­unum sínum sem seld er meðal ann­ars til smá­sölu­að­ila sem sjá um raf­orku­sölu til heim­ila og fyr­ir­tækja í land­inu.  Raforkan er flutt um flutn­ings­kerfi Lands­nets og síðan dreift af dreifi­veitum til not­enda.  Engir beinir hvatar eru í dag til staðar fyrir heim­ili og smærri fyr­ir­tæki til að hlaða raf­bíla utan háá­lags­tíma (svo sem að nóttu til), en yrði slíkt raunin væri hægt að lág­marka þá fjár­muni sem verja þyrfti til styrk­ingar inn­viða. Þar með væri þörf smá­sala og dreifi­veitna fyrir að hækka gjald­skrár sínar einnig lág­mörk­uð. Þetta væri allra hagur og myndi auka enn þjóð­hags­lega hag­kvæmni þeirrar þjóð­þrifa­að­gerðar sem orku­skipti í sam­göngum eru.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Lands­virkj­un­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar