Rafbílavæðing – hvaðan kemur hleðslan?

Rafbílavæðing getur orðið enn hagkvæmari þjóðhagslega ef lögð verður áhersla á að eigendur rafbíla nýti innviði raforkukerfisins eins vel og kostur er.

Auglýsing

Raf­bíla­væð­ing á Íslandi er mjög mik­il­vægur liður í því að minnka áhrif Íslend­inga á hlýnun jarð­ar. Orku­skipti í sam­göngum mynda enda aðra meg­in­stoð aðgerða­á­ætl­unar íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Til við­bótar við mik­inn ávinn­ing í lofts­lags­málum er raf­væð­ing bíla­flot­ans þjóð­hags­lega hag­kvæm aðgerð, líkt og kemur fram í grein­ingu HÍ og HR um þjóð­hags­leg áhrif raf­bíla­væð­ingar á Íslandi sem kynnt var síð­ast­liðið haust. 

Raf­bíla­væð­ing getur orðið enn hag­kvæm­ari þjóð­hags­lega ef lögð verður áhersla á að eig­endur raf­bíla nýti inn­viði raf­orku­kerf­is­ins eins vel og kostur er. Orku­skipti í sam­göngum munu auka inn­lenda raf­orku­þörf, á meðan þörf fyrir inn­flutt jarð­efna­elds­neyti mun minnka. Árið 2030 er fyr­ir­séð að raf­bíla­flot­inn muni þarfn­ast raf­orku sem sam­svarar um þriðj­ungi af núver­andi raf­orku­notkun heim­il­anna. Þetta mun kalla á aukna fjár­fest­ingu í raf­orku­innvið­um, svo sem í virkj­unum og dreifi­kerf­um. Umfang þess­arar fjár­fest­ingar getur þó ráð­ist af hleðslu­venjum raf­bíla­eig­enda.

Raf­orku­þörf með­al­heim­ilis er um 4000 kWh á ári. Afl­þörf heim­ila (þ.e. hversu hratt raf­orkan rennur inn í hús­ið, mælt í kW) er hins vegar breyti­leg og háð því hvaða tæki eru í notk­un, þar með talin hleðslu­stöð raf­bíls ef heim­ilið er búið slíkri. Hlið­stætt þessu notar með­al­heim­ili um 400 m3 af heitu vatni á hverju ári. Notk­unin er ekki jöfn, því rennslið (stundum mælt í lítrum á mín­útu) er háð úti­hita­stigi og t.d. því hvort skrúfað sé frá krana.

Auglýsing

Kostn­aður raf­orku­vinnslu sá sami að nóttu og degi

Í íslenska raf­orku­kerf­inu er raf­orka geymd í formi vatns í lónum vatns­afls­virkj­ana og í háhita­kerfum undir jarð­varma­virkj­un­um. Ork­una má geyma á því formi þar til þörf er á að vinna úr henni raf­orku. Vegna mögu­leik­ans á að geyma ork­una er kostn­aður raf­orku­vinnslu úr vatns­afli eða jarð­varma nokkurn veg­inn sá sami allan árs­ins hring, að nóttu sem degi. Það er ekki rétt, sem stundum er gefið til kynna í umræðu á Íslandi, að kostn­aður raf­orku­vinnslu hér­lendis sé breyti­legur milli dags og næt­ur.

Erlendis er þessu víða öðru­vísi far­ið. Þar er kostn­aður við raf­orku­vinnslu yfir­leitt hærri að degi en nóttu þar sem að nóttu til nægir að vinna raf­magn með hag­stæð­ustu orku­ver­un­um. Að degi til þarf að bæta við vinnslu frá óhag­stæð­ari orku­verum (oft kola­orku­verum) til að svara eft­ir­spurn eftir raf­orku. Þetta þýðir að erlendis má bjóða raf­bíla­eig­endum (og öðrum) ódýr­ari raf­orku að nóttu en deg­i. 

Tæki­færi til þess að nýta inn­viði betur

Þótt kostn­aður raf­orku­vinnslu á Íslandi sé ekki breyti­legur þarf að vera til staðar nægi­legt afl í virkj­unum og flutn­ings­geta í flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku til að hægt sé að fram­leiða og flytja nógu mikið raf­magn til að mæta eft­ir­spurn á hverri stundu. Líkt og orku­skipti í sam­göngum munu kalla á aukna orku­þörf munu þau einnig kalla á aukna afl­þörf. Hversu mikil aukn­ingin verður er mjög háð því hversu stór hluti raf­bíla­eig­enda hleður bíla sína sam­tím­is, og hversu mikið af þeirri aflaukn­ingu leggst ofan á þá tíma dags þegar álagið er mest, svo sem um kvöld­mat­ar­leyt­ið. Þetta ræður miklu um það hve umfangs­mikla fjár­fest­ingu í raf­orku­innviðum orku­skipti í sam­göngum munu kalla á. 

Lands­virkjun vinnur raf­orku í virkj­unum sínum sem seld er meðal ann­ars til smá­sölu­að­ila sem sjá um raf­orku­sölu til heim­ila og fyr­ir­tækja í land­inu.  Raforkan er flutt um flutn­ings­kerfi Lands­nets og síðan dreift af dreifi­veitum til not­enda.  Engir beinir hvatar eru í dag til staðar fyrir heim­ili og smærri fyr­ir­tæki til að hlaða raf­bíla utan háá­lags­tíma (svo sem að nóttu til), en yrði slíkt raunin væri hægt að lág­marka þá fjár­muni sem verja þyrfti til styrk­ingar inn­viða. Þar með væri þörf smá­sala og dreifi­veitna fyrir að hækka gjald­skrár sínar einnig lág­mörk­uð. Þetta væri allra hagur og myndi auka enn þjóð­hags­lega hag­kvæmni þeirrar þjóð­þrifa­að­gerðar sem orku­skipti í sam­göngum eru.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Lands­virkj­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar