Afleiðingar af falskri ásökun, um barnaníð, á hendur kennara

Helga Dögg Sverrisdóttir telur að einföld lausn við fölskum ásökunum sé ekki til en ljóst sé að málaflokkurinn þurfi að líta dagsins ljós. Foreldrar, samfélagið og kennarar þurfi að vera meðvitaðir um áhættuna.

Auglýsing

Hér má lesa hvaða afleið­ingar fölsk ásökun hefur í för með sér. Dæmið er frá Dana­veldi og er ekki eins­dæmi þar. Hér á landi ger­ist það sama og því miður er heldur mikil þöggun um þennan mála­flokk. Þörf er á að ræða vand­ann sam­hliða öðru ofbeldi þegar sú umræða á sér stað í sam­fé­lag­inu, af skyn­semi og raun­sæi.

Leita þarf leiða til fræða nem­endur um hvaða afleið­ingar fölsk ásökun getur haft í för með sér. Um leið og við fræðum þau um að eng­inn eigi að líða ofbeldi eða búa við á sam­hliða að taka á þessum mála­flokki, fölskum ásök­un­um. Ofbeldi er m.a. bar­smíð­ar, ljót orð, and­legt, ein­elti, for­eldra­úti­lok­un, tálm­um, fölsk ásökun og kyn­ferð­is­legt en ekki verður farið dýpra í ofbeld­is­flokk­ana.

Fyrir nokkrum árum birt­ist grein í Polti­ken, í Dan­mörku, um hvaða afleið­ingar lygar nem­enda í garð íþrótta­kenn­ara hafði í för með sér. Nem­endur lugu barn­a­níði upp á kenn­ara. Ljótur leik­ur. Það getur eng­inn, sem ekki hefur upp­lifað slíkt, sett sig í spor ein­stak­lings sem bor­inn er svo þungum sök­um.

Auglýsing

Drengir í 6. bekk (7. bekk sam­kvæmt íslensku kerfi) komu sögu­sögnum af stað. Þeir sögðu íþrótta­kenn­ara sinn hafa tekið myndir í bún­ings­klef­anum af nöktum drengj­um. Sál­fræð­ingur í Dana­veldi segir þetta hina hlið barn­a­níðs­ins, falskar ásak­an­ir.

Í íþrótta­tíma bað kenn­ari nem­endur í 6. bekk í skóla í Kold­ing að hlaupa hringi til að hita upp fyrir tím­ann. Því nenntu ekki 6 dreng­ir. Þess í stað eyddu þeir tíma sínum í að agn­ú­ast út í íþrótta­kennar­ann sem er karl­kyns. Áður en skóla­degi lauk komu þeir af stað orðróm um að kenn­ar­inn hefði tekið nekt­ar­myndir í bún­ings­klef­anum af strák­um. Hann hefði auk þess rifið hand­klæðið af þeim þegar þeir komu úr sturt­unni.

Orðróm­ur­inn flaug á milli nem­enda, í smá­skila­boðum og net­pósti, þar til aðstoð­ar­skjóla­stjóri heyrði af til­viljun af orðrómn­um. Nem­endur við­ur­kenndu að þetta var upp­spuni frá upp­hafi til enda. Drengj­unum var vísað úr skóla í nokkra daga. Málið var mun erf­ið­ara fyrir kennar­ann sem fékk áfalla­hjálp hjá sál­fræð­ingi. Hann valdi að snúa aftur til vinnu eftir nokkra veik­inda­daga.

Staðan er veru­lega sorg­leg – ekki síst fyrir kennar­ann sagði aðstoð­ar­skóla­stjór­inn. Svona upp­á­koma mun ávallt fylgja við­kom­andi kenn­ara, þrátt fyrir að allar ásak­anir eru dregnar til baka. Hann íhug­aði að senda dreng­ina í annan skóla en leyfði þeim að halda áfram á þeirri for­sendu að þeir átt­uðu sig ekki á hvaða afleið­ing­arnar lygi þeirra ollu. Þetta er skýrt dæmi um að fræða þarf nem­endur um alvar­leika ásak­ana af þessu tagi, hvort sem þær bein­ast að kenn­ara, stjórn­anda eða öðrum nem­anda.

Þrátt fyrir að ásökun um barn­a­níð sé ekki dag­legt brauð í grunn­skól­anum hefur slíkt auk­ist und­an­farin ár um allt land segja kenn­ara­sam­tökin í Dan­mörku. Við höfum séð sömu takta víðar og oft með skelfi­legum afleið­ing­um. Þetta hangir alltaf yfir höfð­inu á kenn­ara sem lendir í þessu þrátt fyrir sönnun um ranga ásök­un. Við höfum mörg dæmi um að svona til­felli hafi brotið kenn­ara nið­ur. Þeir hafa ekki kom­ist í gang aftur segir for­maður danska kenn­ara­fé­lags­ins.

Menn eru sam­mála um að það sé ómögu­legt að vernda kenn­ara gagn­vart fölskum ásök­un­um, svo nem­endur hafa árang­urs­ríkt vopn gegn óvin­sælum kenn­urum segja þeir í Dana­veldi. Þetta er bak­hliðin á verð­launa­pen­ingnum af þeirri athygli sem barn­a­níð fær segir sál­fræð­ingur sam­tak­ana „Red barnet“. ,,Börnin hafa fundið út hvernig þau geta notað athygl­ina á nei­kvæðan hátt. Þetta er sterkt meðal að nota, því kenn­ar­inn er stimpl­aður af sam­fé­lag­in­u.“

Sál­fræð­ing­ur­inn telur kenn­ara sem bor­inn er röngum ásök­unum eiga erfitt með að snúa aftur til starfa. Það krefst að við­kom­andi sé vel lið­inn og hafi virð­ingu for­eldra því barn­a­níð kallar fram gíf­ur­legar til­finn­ingar hjá for­eldr­um. Þrátt fyrir að ásökun sé röng munu for­eldr­arnir alltaf vera í vafa, hvort sann­leiks­korn sé í ásök­un­inni. Hann mælir með að ásökun sé rann­sök­uð, þó erf­iðar aðstæður geti komið upp. „Það er áhætta, en áhættan fyrir falskar kærur þarf að vega upp á móti því að þegja um ofbeldi gegn börn­um.“

Skóla­sam­fé­lagið og for­eldrar þurfa að leggj­ast á eitt til að slík dæmi end­ur­taki sig ekki ár eftir ár. Á Norð­ur­lönd­unum hefur fölskum ákærum vaxið ásmegin sem er í meira lagi sorg­legt. Eins og Danir seg­ir, kenn­arar eru ber­skjald­aðir fyrir ásök­unum af þessu tagi. Ein­föld lausn er ekki til en ljóst að mála­flokk­ur­inn þarf að líta dags­ins ljós, for­eldr­ar, sam­fé­lagið og kenn­arar þurfa að vera með­vit­aðir um áhætt­una. Þöggun í mála­flokknum má ekki við­gang­ast. Það er of mikið að missa einn kenn­ara af vinnu­mark­aðnum vegna falskra ásak­ana um ofbeldi, sama hvers kon­ar. Við þurfum að leita lausna. Fræðum börn og hvert annað um falskar ásak­anir og afleið­ing­arn­ar. Falskar ásak­anir hafa áhrif á vinnu­um­hverfi kenn­ara, einn af streitu­völd­unum í starfi, og okkur á að koma þetta við sem fag­fólki, ein­stak­lingum og KÍ sem regn­hlífa­sam­tök.

„Afrekum hefur aldrei verið náð með því að aðhaf­ast ekki neitt.“

Höf­undur er M.Sc. M.Ed. og starfar sem grunn­skóla­kenn­ari og situr í vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ fyrir hönd grunn­skóla­kenn­ara.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar