Er ESB aðild á dagskrá?

Jón Baldvin Hannibalsson fjallar um leið Íslands út úr Hruninu og ástæðu þess að hann telji inngöngu í Evrópusambandið ekki fýsilegan kost að óbreyttu.

Auglýsing

Hannes Pét­urs­son, höf­uð­skáld, spyr mig í grein í Frétta­blað­inu (31.05.19), hvort ég sé geng­inn í lið með þeim, sem hann kallar „rúllu­bagga­menn“ þjóð­rembunn­ar. Svarið við því er „nei“ en ég skulda skáld­inu nán­ari skýr­ingu á því, hvers vegna ég tel inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið ekki fýsi­legan kost að óbreyttu ástandi þar innan dyra. Eft­ir­far­andi grein skýrir þessa skoðun mína að hluta til. Miklu ýtar­legri rök­stuðn­ing fyrir þess­ari afstöðu er að finna í vænt­an­legri bók minni, „Tæpitungu­laust“á hausti kom­anda.

Á ráð­stefnu Nor­dic-Baltic develop­ment forum í Riga fyrir fáum árum spunn­ust líf­legar rök­ræður um kosti og galla sænska (nor­ræna) mód­els­ins ann­ars veg­ar, og þjóð­fé­lags­gerð hinna nýfrjálsu Eystra­salts­þjóða, sem ein­kenn­ist af lág­marks­rík­is­stjórn og lágum sköttum hins veg­ar. Göran Per­son, fyrrv for­sæt­is­ráð­herra Svía, hafði fyrr í umræð­unni minnt áheyr­endur á að Sví­þjóð hafði verið lág­skatta­land með lág­marks rík­is­stjórn allt fram að heimskrepp­unni miklu 1929. Það var mark­aðs­brestur fjár­málakapital­isma, sem orsak­aði krepp­una og breytti síðan stöðu mála.

Auglýsing
Norræna mód­elið varð til af knýj­andi nauð­syn upp úr krepp­unni til þess að bjarga mark­aðs­kerf­inu frá kap­ít­alist­un­um. Svíar komust að þeirri nið­ur­stöðu að mark­aðs­kerfið væri illa starf­hæft án öfl­ugrar leið­sagnar rík­is­valds­ins. Með vísan til þessa spáði Per­son því, að Eystra­salts­ríkin myndu í náinni fram­tíð verða að hækka skatta til þess að borga fyrir van­ræktar þarfir og í því skyni að skapa sátt og sam­heldni í þjóð­fé­lag­inu. Hann leyfði sér að benda á að eftir tæprar hálfrar aldar nýlendu­stjórn væru inn­viðir sam­fé­lags­ins í nið­ur­níðslu og að bæta yrði fyrir gróf umhverf­is­spjöll að auki.

Vel­ferð­ar­ríkið og óvinir þess

Þar kom í umræð­unni að þekkt­ur, finnskur jafn­að­ar­maður stóð upp og spurði áheyr­endur hvort þeir vissu, hvaða ríki væru efst á blaði yfir lág­skatta­lönd. Svarið var að þar væru að finna „the failed states“ – hrunin ríki. Haítí væri efst á list­an­um. Á Haítí væru því sem næst engir skatt­ar. Þar væri líka því sem næst engin mennt­un, engin heilsu­gæsla, fúnir inn­viðir og – ekki hvað síst – eng­inn hag­vöxt­ur. Og engin von. Þetta skýrir hvers vegna skattar eru það verð sem við verðum að greiða fyrir að búa í sið­mennt­uðu sam­fé­lagi.

Kjarni ágrein­ings­ins milli nýfrjáls­hyggju­manna og okkar hinna, sem aðhyll­umst leiðir hins nor­ræna vel­ferð­ar­ríki, snýst um ólíkan skiln­ing á hlut­verki rík­is­ins við stjórn sam­fé­lags­ins, þar á meðal til íhlut­unar um mark­aði þegar þeir bregð­ast. Öfugt við Was­hington visk­una (annað orð yfir nýfrjáls­hyggju­trú­boð­ið) sem ráðið hefur lögum og lofum um þjóð­fé­lags­þró­un­ina eftir fall komm­ún­ism­ans, höfum við það fyrir satt að rík­is­valdið í lýð­ræð­is­ríki sé ekki aðeins ábyrgð­ar­að­ili lýð­ræð­is, rétt­ar­ríkis og frels­is; án eft­ir­lit rík­is­ins og athafna þess í nafni sam­fé­lags­á­byrgðar geta fjár­magns­eig­endur auð­veld­lega mis­beitt valdi sínu, sjálfum sér til fram­dráttar og í blóra við almanna­hags­muni. Af okkar skiln­ingi er ríkið ekki and­stæða mark­aðs­kerf­is, heldur frum­for­senda þess að unnt sé að búa við mark­aðs­kerfi. Þar sem ríkið er veik­burða, þar sem virkt lýð­ræði þrífst ekki og vald­hafar eru ráð­ríkir og spillt­ir, leiðir mark­aðs­kerfið brátt til auð­ræð­is, eða í verstu til­vik­um, til þjófræð­is.

Þetta er sá lær­dómur sem við getum dregið af fölskum fyr­ir­heitum nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Þessir lær­dómar hafa enn ekki náð að skila sér til þeirra sem með völdin fara í höf­uð­stöðvum heim­skapital­ism­ans í Was­hington DC né heldur í Berla­ymont bákn­inu, sem hýsir Fram­kvæmd­ar­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins í Brus­sel. Við höfum svo sem upp­lifað allt þetta áður. T.d. á tíma­bili ræn­ingja-bar­ón­anna í Banda­ríkj­unum um og eftir alda­mótin 1900. Það var þegar Roos­evelt BNA for­seti hinni fyrri beitti rík­is­vald­inu til að brjóta upp hvern ofurauð­hring­inn á fætur öðrum, í nafni almanna­hags­muna. Það var þá sem Louis Brandeis hæsta­rétt­ar­dóm­ari mælti hin fleygu orð sem vitnað var til í upp­hafi: „Við getum búið við lýð­ræði eða mik­inn auð á fárra höndum – en við getum ekki haft hvort tveggja.“

Nor­ræna mód­elið – fyr­ir­mynd­ar­þjóð­fé­lagið

En við skulum ekki láta hug­fall­ast þótt við ofurefli virð­ist við að etja. Gagn­rýni nýfrjáls­hyggj­unnar á vel­ferð­ar­ríkið hefur reynst vera mestan part falsá­róður án mik­ils inni­halds í reynd. Reynslan sýnir að nor­ræna mód­elið er eina þjóð­fé­lags­gerð­in, sem mót­að­ist í hug­mynda­fræði­legum átökum 20stu ald­ar, og hefur stað­ist dóm reynsl­unnar á öld hnatt­væddrar sam­keppni með yfir­burð­um.

Komm­ún­ism­inn er þegar husl­aður á ösku­haugum sög­unnar og óbeisl­aður kap­ít­al­ismi undir for­merkjum nýfrjáls­hyggj­unnar hrekst nú úr einni krepp­unni í aðra; og tórir ein­ungis fyrir atbeina mesta björg­un­ar­leið­ang­urs í sögu rík­is­ins sem sagan kann frá að greina; og er þar um sinn í gjör­gæslu.

Auglýsing
Staðreyndirnar tala sínu máli. Það er alveg sama hvaða mæli­kvarða við velj­um, Norð­ur­löndin eru und­an­tekn­inga­lítið í fremstu röð. Hag­vöxt­ur, fram­leiðni, rann­sóknir og þró­un, nýsköp­un, inn­leið­ing tækninýj­unga, þátt­taka á vinnu­mark­aðnum – ekki síst kvenna, sköpun (há­tækni) starfa, mennt­un­ar­stig, jafn­ræði kynj­anna, félags­legur hreyf­an­leiki, gæði inn­viða, heilsa og lang­lífi, útrým­ing fátækt­ar, lág­mörkun spill­ingar og lág glæpa­tíðni, aðgengi að óspilltri nátt­úru og almenn lífs­gæði almennt. Meiri jöfn­uður en ann­ars staðar á byggðu bóli. Og virkt lýð­ræði stendur djúpum rót­um. Hvar er auð­veld­ast að stofna fyr­ir­tæki? Í Banda­ríkj­un­um? Nei, þeir eru númer 38 á list­an­um, Dan­mörk er númer 1.

Ef þú berð Nor­ræna mód­elið saman við Amer­ískan kap­ít­al­isma er lít­ill vafi í hugum þeirra sem til þekkja um það hvor þjóð­fé­lags­gerðin er fýsi­legri. Þar tala stað­reynd­irnar sínu máli.

Leið Íslands út úr Hrun­inu

Ísland varð fyrsta fórn­ar­lamb (kanarífugl­inn í kola­námunni, munið þið?) banda­rísku fjár­málakrepp­unnar sem óhjá­kvæmi­lega smit­aði út frá sér til Evr­ópu og umheims­ins. Á Íslandi hrundu ekki bara ein­stakir bank­ar. Ger­valt fjár­mála­kerfið hrundi eins og spila­borg. Þetta var, ótrú­legt nokk, þriðja stærsta gjald­þrot fjár­mála­sög­unn­ar. Ekk­ert smá afrek þjóðar sem telur innan við hálfa milljón íbúa.

Hrunið hefur verið ræki­lega rann­sakað af sér­stakri rann­sókn­ar­nefnd sem sett var á lagg­irnar af Alþingi og skil­aði skýrslu árið 2010 í níu bindum (3000 bls). Þar sem mörg önnur lönd fóru illa út úr þess­ari alþjóð­legu fjár­málakreppu – ekki síst innan evru­svæð­is­ins (EMU) – gæti verið lær­dóms­ríkt fyrir aðra að kynna sér, hvers vegna Ísland rétti úr kútnum fyrr og betur en aðrar þjóð­ir.

Eystra­salts­þjóð­irn­ar, svo dæmi sé tek­ið, urðu einnig fyrir alvar­legum áföll­um. Það var hins vegar lán í óláni að banka­kerfið var að mestu í eigu útlend­inga. Þess vegna kom ekki til álita að krefja skatt­greið­endur í þessum löndum um borgun fyrir skuldir fjár­magns­eig­enda (eins og var gert t.d. við Grikki). Eig­endur bank­anna, með stuðn­ingi rík­is­stjórna heima­landa þeirra (að­al­lega Norð­ur­lönd) og með atbeina Evr­ópu­sam­bands­ins urðu að bera kostn­að­inn af end­ur­reisn bank­anna og útlána­getu þeirra. Aðrar þjóðir á jaðri evru­sam­starfs­ins voru ekki svo heppn­ar.

Sjö ástæður

Hvers vegna náði Ísland sér fyrr á strik og með meira afger­andi hætti en flestar aðr­ar? Að mínu mati voru helstu ástæð­urnar þess­ar:

  1. Geng­is­fell­ing. Þetta er skjót­virk aðferð til að bæta sam­skeppn­is­stöðu útflutn­ings­greina og skera niður kaup­mátt og lífs­kjör og laga þar með að snar­minnkuðum þjóð­ar­tekj­um. Geng­is­fell­ingin átti sinn hlut í því að snúa við langvar­andi halla­við­skiptum við útlönd, sem var að nálg­ast heims­met. Nei­kvæða hliðin á þessu er sú að bæði fyr­ir­tæki og heim­ili voru fyrir mjög skuldug vegna lána í erlendum gjald­eyri. Vegna þess að gjald­mið­ill er ónýtur var gripið til þess örþrifa­ráðs fyrir nokkrum ára­tugum síðan að vísi­tölu­binda lang­tíma­skuldir við verð­lags­vísi­tölu. Þetta átti að vera skamm­tíma­að­gerð til að kveða niður verð­bólgu, örva sparnað og bjarga líf­eyr­is­sjóðum almenn­ings frá því að fuðra upp á verð­bólgu­bál­inu. Kerfið er enn við lýði. Í stað­inn fyrir gjald­miðil nota Íslend­ingar þess vegna verð­tryggða reikni­ein­ingu í stað­inn fyrir gjald­mið­il. Geng­is­fell­ing plús verð­trygg­ing er því ban­eitr­aður kok­teill fyrir skuld­ara. Þetta þýðir að fjár­magns­eig­end­ur, sem áttu erlendan gjald­eyri (ósjaldan í skatta­skjól­um) græddu, en skuld­arar (ekki síst yngsta kyn­slóð­in) töp­uðu. Þessu má líkja við nátt­úru­ham­far­ir. Íslenskt þjóð­fé­lag er ekki samt við sig síð­an. Ójöfn­uður fer hrað­vax­andi. Sam­heldnin dvín­ar. Traustið er horf­ið.
  2. Neyð­ar­lög. Alþingi setti lög til að tryggja inni­stæður spari­fjár­eig­enda og forða áhlaupi á bank­ana. Jafn­framt var spari­fjár­eig­endum veittur for­gangur meðal kröfu­hafa á þrotabú bank­anna (um­fram hlut­hafa og skulda­bréfa­eig­end­ur). Loks heim­il­uðu lögin rík­inu (fjár­mála­eft­ir­lit­inu) að yfir­taka þrotabú föllnu bank­anna. Margir ótt­uð­ust að þessi lög­gjöf, byggð á neyð­ar­rétti þjóð­rík­is­ins, stæð­ist ekki lög sem vernda hag fjár­magns­eig­enda. Sá ótti reynd­ist ástæðu­laus. Þetta er þýð­ing­ar­mikið for­dæmi fyrir aðrar þjóðir við svip­aðar kring­um­stæð­ur. Vegna þessa tókst þrota­búi lands­bank­ans að end­ur­greiða spari­fjár­eig­endum í úti­búum erlendis lág­marks­trygg­ingu skv reglum Evr­ópu­sam­bands­ins, öfugt við þá goð­sögn að íslenskir kjós­endur hafi í þjóð­ar­at­kvæð­is­greiðslu ein­fald­lega neitað að borga.
  3. Það var engin banka­björgun – ekk­ert bail-out. Heila kerfið hrundi. Stóru bank­arnir drógu meira að segja spari­sjóði lands­ins niður með sér. Það var þess vegna ekki fræði­legur mögu­leiki að bjarga neinum bönkum (og alls ekki eftir að Gor­don Brown setti Ísland á lista yfir hryðu­verka­þjóð­ir. Við þessar kring­um­stæður hvarfl­aði ekki einu sinni að IMF að krefj­ast þess að ríkið (skatt­greið­end­ur) greiddu skuldir þrota­bú­anna.
  4. Skuldir voru afskrif­aðar í stórum stíl. Erlendir lána­drottnar (evr­ópskir en fyrst og fremst þýskir bankar) sáu sér ekki annað fært en að afskrifa skuld­irnar í stórum stíl. Þeir seldu hins vegar kröfur sínar á þrota­búin á eft­ir­mörk­uðum - fyrir spott­prís. Skiptabú þrota­bú­anna afskrif­uðu skuldir inn­lendra fyr­ir­tækja, þegar þau þóttu á vetur setj­andi eftir skulda upp­gjör. Heim­ilin fengu hins vegar tak­mark­aða fyr­ir­greiðslu, enda fjöldi fólks sem missti heim­ili sín og flúði land til að byrja nýtt líf (einkum til Nor­egs).
  5. Ísland í gjör­gæslu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (IMF). Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn setti snar­lega á gjald­eyr­is­höft (capi­tal control) til að fyr­ir­byggja fjár­flótta. Þetta skipti sköp­um. Það læsti inni fjár­magn spá­kaup­manna, sem áður höfðu nýtt tæki­færin til skjót­feng­ins gróða vegna spá­kaup­mennsku í tengslum við gjald­mið­ils- og vaxta­mun. Höftin áttu að vera skamm­tíma­úr­ræði en stóðu í meira en sex ár. Það gerði rík­is­stjórn­inni kleift að semja við kröfu­hafa um nið­ur­fell­ingu og skulda­skil undir hótun um að skella á ella ofur­gróða­skatta („wind­fall gains tax­es“). Bráða­birgða­lán frá öðrum ríkjum Norð­ur­landa og Pól­landi forð­aði neyð­ar­á­standi frá byrj­un. Þau lán eru nú end­ur­greidd.
  6. Rík­is­skuld­ir. Þrátt fyrir mikla skulda­af­skriftir varð íslenska ríkið (sem skuld­aði lítið fyrir hrun) að taka á sig stór­auknar skuld­ir, aðal­lega vegna end­ur­fjár­mögn­unar end­ur­reistra banka og Seðla­bank­ans, sem hafði orðið greiðslu­þrota. Inn­lendar eignir (inni­stæður spari­fjár­eig­enda og útistand­andi lán til inn­lendra aðila) voru keyptar á afslátt­ar­kjörum og færðar til nýju bank­anna. Tals­vert skortir á að gerð hafi verið grein fyrir þeim kjör­um. Með þessum hætti komust hinir end­ur­reistu bankar í rík­is­eign. Einka­væð­ing bank­anna í anda nýfrjáls­hyggju end­aði því á fáum árum í alls­herjar þjóð­nýt­ingu banka­kerf­is­ins. Einn þess­ara banka Arion banki (fyrrum Kaup­þing) telst nú að meiri­hluta til Amer­ískra vog­un­ar­sjóða, sem er ekki ein­asta háska­legt heldur að mati und­ir­rit­aðs, ólög­legt.
  7. Á allra sein­ustu árum hefur sala eigna og arður af rekstri rík­is­bank­anna auð­veldað rík­inu að greiða niður skuld­ir. Þess má geta að á tíma vinstri­st­jórn­ar­innar sem fékk það hlut­verk að moka flór­inn eftir frjáls­hyggju­til­raun­ina (2009-2013) varð skatt­kerfið gert stig­hækk­andi auk þess sem reynt var að hamla gegn nið­ur­skurði rík­is­út­gjalda ef það er borið saman við ráð­andi harm­kvæla póli­tík (austerity) á evru­svæð­inu. Rann­sóknir sýna að það dró ögn úr ójöfn­uði á sama tíma og kreppan náði hámarki (sjá Stefán Ólafs­son og Arn­aldur Sölvi Krist­jáns­son: Inequ­ality in Iceland – Háskóla­út­gáfan 2017).

Þessu til við­bótar var svo hrein heppni:

  1. Fyrir áhrif lofts­lags­breyt­inga upp­götv­uðu Íslend­ingar nýja nytja­stofna, t.d. mak­ríl innan fisk­veiði­lög­sög­unn­ar, sem jók útflutn­ings­tekjur mynd­ar­lega og bætti gjald­eyr­is­stöð­una svo um mun­aði.
  2. Ferða­manna­bylt­ing­in. Fjölgun erlendra ferða­manna á Íslandi hefur hreint út sagt verið bylt­ing­ar­kennd, fjöldi ferða­manna hefur sjö­fald­ast á fáeinum árum. Nú er svo komið að ferða­menn skila fleiri krónum í þjóð­ar­bú­skap­inn en fisk­ur­inn. Þetta hefur kallað á hvort tveggja aukna fjár­fest­ingu og fjölgun starfa svo um mun­ar. Atvinnu­leysi er horf­ið. Inn­streymi erlends verka­fólks bjargar því sem bjargað verð­ur.
  3. EFTA dóm­stóll­inn sýkn­aði Ísland. Rík­is­stjórnir Bret­lands og Hollands (með stuðn­ingi ESB) stefndu Íslandi fyrir EFTA dóm­stól­inn fyrir brot á EES samn­ingn­um. Nið­ur­staða dóm­stóls­ins var sú að það væri engin rík­is­á­byrgð á trygg­ing­ar­sjóði inni­stæðu­eig­enda sem á að standa skil á lág­marks­trygg­ingu spari­fjár­eig­enda, skv Evr­ópu­sam­bands­regl­um. Sú stað­reynd að íslenska rík­is­stjórnin ábyrgð­ist inni­stæður spari­fjár­eig­enda í íslenskum bönkum og úti­búum þeirra á Íslandi (en ekki í útlönd­um) var ekki talin brot­leg við grund­vall­ar­reglu Evr­ópu­sam­bands­ins gegn þjóð­ern­is­mis­mun­un.

Stað­reyndir

Sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum sem teknar voru í kjöl­far hruns var meiri­hluti kjós­enda þeirrar skoð­unar að Ísland þyrfti að leita skjóls með aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og upp­töku evr­unn­ar. Þessi staða er nú ger­breytt. Í ljósi reynsl­unnar af því hvernig póli­tísk for­ysta Evr­ópu­sam­bands­ins (Þýska­land) hefur beitt valdi sínu gagn­vart veik­ari hag­kerfum á jað­ar­svæðum sam­bands­ins telur meiri­hluti kjós­enda nú, einnig skv skoð­ana­könn­un­um, að hag Íslands sé betur borgið utan heldur en innan sam­bands­ins. Meg­in­á­stæð­urnar eru inn­byggðir skipu­lags­gallar evru­sam­starfs­ins og hörmu­legar afleið­ingar þeirrar harm­kvælapóli­tíkur (austerity), sem leitt hefur til stöðn­un­ar, fjölda atvinnu­leys­is, og stór­auk­innar skuld­setn­ingar jað­ar­ríkja sam­bands­ins. Stað­reynd­irnar benda til þess að þetta sé rétt mat.

Höf­undur er fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar